Innlent

Kjartan hvetur starfsfólk til þess að horfa til framtíðar

Andri Ólafsson skrifar
Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Kjartan Magnússon, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir í kjölfar harðorðrar yfirlýsingar frá starfsmönnum að hann skilji að það veki viðbrögð þegar forstjóri láti að störfum.

"Ég er búinn að kynna mér ályktunina og ræða hana við formann starfsmannafélags Orkuveitunnar og fleiri starfsmenn. Ég skil þessi viðbrögð starfsfólksins að ákveðnu leiti en hvet um leið starfsfólkið til þess að líta til framtíðar og halda áfram að vinna vel fyrir fyrirtækið," segir Kjartan Magnússon.

Varðandi þá gagnrýni að upplýsingagjöf stjórnar til starfsmanna hafi verið af skornum skammti segir Kjartan að stjórnin hafi lagt sig fram um að koma upplýsingum um starfslok Guðmundur til starfsfólks á undan öðrum, til dæmis fjölmiðlu. Þá hafi fyrsta verk núverandi stjórnar verið að opna fundargerðir stjórnarinnar en það hafi verið liður í að bæta upplýsingagjöf til starfsfólks og almennings.

Kjartan segir þó að í málum sem þessum sé ávallt hægt að gera betur og það muni stjórnin reyna að gera.


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að láta Guðmund fara

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Guðmundar Þóroddsonar og stjórnar Orkuveitu Reykjvíkur, því hafi það verið nauðsynlegt að hann léti af störfum sem forstjóri Orkuveitunnar.

Sigrún Elsa tekur undir með starfsmönnum OR

Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjvíkur tekur undir áhyggjur starfsmannafélagsins af stöðu mála í fyrirtækinu.

Starfsmenn OR átelja stjórnina

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag harðorða ályktun þar sem vinnubrögð stjórnar Orkuveitunnar eru gagnrýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×