Innlent

Mikið að gera í innrömmun eftir jarðskjálftann

Nokkrar starfsstéttir á Suðurlandi hafa meira að gera en aðrar eftir skjálftann mikla í síðustu viku en meðal þeirra eru einstaklingar sem fást við innrömmum. Á Selfossi eru allavega tveir slíkir aðilar og gerðu þeir báðir tveir fastlega ráð fyrir því að nóg yrði að gera hjá þeim næstu mánuði.

„Það er að detta inn flóðbylgja held ég enda margir búnir að hringja. Innrömmun hefur verið aukabúgrein hjá mér en ég verð kannski að snúa því við núna," segir Ásgeir Eggertsson, sem starfrækir Innrömmun Ásgeirs á Selfossi, en hans aðalstarf er stein- og steypusögun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×