Innlent

Allt hvalkjötið selt

Búið er að selja allt hvalkjöt að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf.
Búið er að selja allt hvalkjöt að sögn Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf.

Allt hvalkjöt sem unnið var úr þeim sjö langreyðum sem veiddust hér við land árið 2006 hefur verið selt til Japans. Forstjóri Hvals hf. vill hefja veiðar á ný en sjávarútvegsráðherra segir rétt að bíða með frekari ákvarðanir.

Um er að ræða rúmlega 60 tonn af hvalkjöti en kjötið var flutt út með flutningavél til Japans.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagðist í samtali við fréttastofu vera búinn að selja allt kjötið enn eigi þó eftir að tollafgreiða það og því getur einhver tími liðið þangað til það verður komið í dreifingu á mörkuðum þar í landi.

Eftirspurn á japansmarkaði sé hins vegar góð og því tímabært að hefja hvalveiðar á ný að sögn Krisjáns. Hann vildi þó ekki gefa upp söluverðmætið en segist hafa fengið ágætis verð fyrir kjötið.

Sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að ekki verði gefin út nýr veiðikvóti fyrr en ljóst er að hægt sé að selja það kjöt sem hefur verið veitt.

Samfylkingin hefur hins vegar lagst gegn hvalveiðum sem og náttúvuerndarsamtök Íslands - sem segja að veiðarnar geti aldrei orðið arðbærar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×