Innlent

Hvergerðingar þurfa enn að sjóða vatn sitt

Hveragerði
Hveragerði

Rannsóknir á neysluvatni í Hveragerði benda til þess að gæði vatnsins fari batnandi. Bæjarbúar eru þó enn um sinn hvattir til að sjóða neysluvatn sitt þar til tilkynnt verður um annað en nýjar upplýsingar munu liggja fyrir í lok vikunnar.

Hægt er að nálgast vatn á flöskum við þjónustumiðstöðina að Austurmörk 7.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×