Innlent

Ósjúkratryggðir fá greiðari aðgang að heilbrigðisþjónustu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/E. Ól.

Slysa- og bráðasvið Landspítalans og Heilsuverndarstöðin hafa skrifað undir samstarfssamning um heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggðra einstaklinga á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Herði Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Heilsuverndarstöðvarinnar.

Segir þar enn fremur að samstarfið marki tímamót varðandi almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu um leið og það sé dæmi um hvernig opinber og einkarekin heilbrigðisþjónusta geti unnið saman. Straumur erlends vinnuafls til landsins hafi stóraukist undanfarin ár og sé markmið samstarfsins að bæta aðgengi ósjúkratryggðra einstaklinga að heilbrigðisþjónustu auk þess að veita hagkvæmari og markvissari heilbrigðisþjónustu og draga úr áhrifum tungumálaörðugleika á gæði heilbrigðisþjónustu.

Segir í tilkynningunni að auk þess að bæta aðgengi og tryggja visst þjónustustig heilbrigðisþjónustu fylgi samstarfinu einnig mikill fjárhagslegur ávinningur þar sem þjónustan sé sjöfalt ódýrari á Heilsuverndarstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×