Innlent

Bæjarstjórinn í Hveragerði kvíðir fyrir því að koma heim

Andri Ólafsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, kemur til landsins í dag en hún hefur verið erlendis í fríi síðastliðna viku.

Aldís sem var í London þegar skjálftinn reið yfir ákvað, eftir að hafa ráðfært sig við samherja sína í Hveragerði, að halda áfram til Svartfjallalands þar sem hún hefur dvalið undanfarna daga.

"Þetta hefur nú ekki verið mikið frí," segir Aldís sem segist hafa verið stanslaust í símanum síðustu daga til þess að ráðfæra sig við þá sem stýra aðgerðum í bænum.

Aldís hefur nú ákveðið að hún geti ekki veið lengur í burtu og fann sér flug heim frá Króatíu. En hún skilur mann og börn eftir úti.

Aðspurð hvort hún kvíði því að koma heim og sjá afeiðingar skjálftans svarar Aldís: Já, að ákveðnu leiti. Þetta er sérkennileg tilfinning. Ég veit ekki alveg við hverju ég á að búast."

Hún segist ekki hafa orðið vör við óánægju með það að hún hafi kosið að koma ekki strax heim eftir skjálftann.

"Nei ég hef ekki heyrt af því. Ef ég hefði haft minnsta grun um að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þá hefði ég komið heim undir eins," segir Aldís

Annað kvöld ætlar Aldís á opin fund með Hvergerðingum en þar verður farið yfir stöðu mála í bænum.

Skiptar skoðanir eru á meðal Hvergerðinga um það að Aldís hafi verið erlendis í fríi undanfarna daga.

"Mér finnst að hún hefði átt að koma sér heim með fyrstu vél, ekki síst vegna þess að hún er fædd og uppalinn hér og á að vita hversu alvarlegt þetta er," sagði Alda Berg Óskarsdóttir í samtali við Vísi.

Birgir Steinn Birgisson var á öðru máli: "Það hefði ekki skipt neinu máli þó að Aldís hefði komið heim. Fyrst að það var ekki alvarlegt slys. Hún hefði ekkert getað gert neitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×