Innlent

Ingibjörg Sólrún fordæmir sprengjárásina í Pakistan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra

„ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fordæmir harðlega sprengjuárás sem gerð var á danska sendiráðið í Islamabad í Pakistan í gær og kostaði að minnsta kosti sex manns lífið, auk þess sem um fjörtíu manns særðust." Þetta segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur einnig fram að Ingibjörg Sólrún telur um skelfilega árás á norrænt sendiráð að ræða og að þetta hafi verið tilgangslaust ofbeldi sem hafi stefnt lífi fjölda óbreyttra borgara í hættu. Utanríkisráðherra hefur komið samúðaróskum á framfæri til utanríkisráðuneytis Dana.

„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í dag þátt í kvenleiðtogafundi sem haldinn var í Aþenu í boði Doru Bakoyannis, utanríkisráðherra Grikkja." segir í annarri frétttilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Umfjöllunarefni fundarins var aukin þáttaka kvenna í viðskiptum í Mið-Austurlöndum og var þar ákveðið að stofna viðskiptaþróunarsjóð kvenna á svæðinu sem Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna mun annast umsýslu með, en nefndin hefur aðsetur í Beirút í Líbanon.

Utanríkisráðherra heldur síðan til Rómar þar sem hún mun sitja leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna sem þar stendur yfir um fæðuöryggi og matvælaferð. Hún mun einnig funda með Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu og yfirmönnum alþjóðastofnana Sameinuðu þjóðanna í Róm.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×