Innlent

Leyfið ungunum að spjara sig

Töluvert er um að fólk komi í Húsdýragarðinn með unga sem þeir vilja að garðurinn taki að sér. Í ljósi þessa hefur starfsfólk Húsdýragarðsins sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Þessa dagana er mikið af ungum að komast á legg í náttúrunni. Töluvert er um það að fólk leggi ýmislegt á sig til að bjarga ungunum og berst fjöldi þeirra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Helstu ástæður sem fók gefur fyrir að taka ungana úr náttúrunni eru að þeir verði hugsanlega köttum eða mávum að bráð eða að þeir séu einir og yfirgefnir.

Starfsfólk Húsdýragarðsins mælir samt eindregið með því að fólk leyfi fuglsungunum að vera í friði í náttúrunni. Þar eiga þeir best heima enda eru foreldrarnir oft ekki langt undan til að sinna afkvæmum sínum þegar friður gefst til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×