Fleiri fréttir

Strætó óheimilt að velja lækni fyrir vagnstjóra

Landlæknisembættið telur stjórnendur Strætó bs. ekki geta gert þá kröfu að starfsfólk tilkynni veikindi sín og veiti nánari upplýsingar um sjúkdóma sína til annars læknis en það kýs sjálft að leita til. Trúnaðarmenn Strætó óskuðu eftir úrskurði landlæknis vegna samskipta starfsmanna fyrirtækisins og Heilsuverndarstöðvarinnar Impro.

Velta bílum að gamni sínu

Á myndbandasíðunni Youtube.com er að finna íslensk myndbönd sem sýna hvernig fífldjarfir ungir menn velta fólksbílum í iðnaðarhverfi Grafarvogi.

Hæstiréttur fellir úr gildi framsalsúrskurð

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi þann úrskurð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að framselja pólskan karlmann til síns heima þar sem hann er grunaður um þjófnaðarbrot. Meirihluti dómsins gerir það þar sem maðurinn naut ekki aðstoðar lögmanns í málinu.

Skakkur Japani

Ekki er ólíklegt að nú sé japanskur flugfarþegi skakkur einhversstaðar í Tokyo. Þökk sé japönsku tollgæslunni.

Leggja fram frummatsskýrslu vegna kísilverksmiðju í Helguvík

Tomahawk Development, félag í eigu íslenskra og danskra aðila, hefur lagt fram frummatsskýrslu um umhverfisáhrif fyrir fyrirhugaða kísilverksmiðju í Helguvík. Í tilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að hægt sé að gera athugasemdir við skýrsluna til 8. júlí.

Félagsmálaráðherra ætlar að beita sér í málum Fjölsmiðjunnar

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segist munu gera það sem í hennar valdi stendur til þess að finna skjóta lausn á húsnæðismálum Fjölsmiðjunnar sem brátt verður húsnæðislaus. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Tillögur VG í kvótamálinu lagðar fram

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur mótað tillögur að æskilegu svari til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í kjölfar þess að nefndin úrskurðaði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið brotlegt við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tillögum VG er meðal annars gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld hefji „vandaðan undirbúningað nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að gera það mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum.“

Vill að svar til mannréttindanefndar SÞ verði kynnt þingi

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, deildi á ríkisstjórnina í dag fyrir að vilja ekki leyfa þinginu að ræða væntanlegt svar ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra sagði hins vegar ekkert sem mælti gegn því að málið yrði rætt á þingi.

Segir grafhýsi Kleópötru fundið

Æðsti yfirmaður fornleifa í Egyptalandi telur sig hafa fundið grafhýsi Kleópötru. Hann vonast til þess að rómverski hershöfðinginn Markús Antoníus hvíli henni við hlið.

Myndir berast frá Mars

Fönix, ómannað geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, lenti á Mars á miðnætti í nótt.

Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett

Í dag eru fjörutíu ár frá því skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Að því tilefni verður tilfærslan af vinstri akrein yfir á þá hægri sviðsett klukkan eitt í dag, á sama stað og fyrir fjórum ártugum.

Verður alltaf að vera til orka fyrir lítt mengandi fyrirtæki

Það verður alltaf að vera til reiðu orka fyrir lítt mengandi hátæknifyrirtæki, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fyrir sléttum þremur mánuðum. Deilur um háspennulínur, virkjanir í neðri hluta Þjórsár og við Bitru benda ekki til að iðnaðarráðherra verði að ósk sinni.

Mengistu dæmdur til dauða

Hæstiréttur Eþíópíu hefur dæmt Mengistu Haile Mariam til dauða. Mengistu var leiðtogi marxista sem tóku völdin í landinu eftir að keisarinn Haile Selassie missti stjórn á ríkinu í kjölfar mikillar hungursneyðar. Valdatímabil hans einkenndist af miklum ofsóknum í garð þeirra sem hann skilgreindi sem andstæðinga sína.

Skoða möguleika á frekari málshöfðun á hendur Hringrás

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðar nú möguleikann á frekari málshöfðun á hendur endurvinnslufyrirtækinu Hringrás vegna bruna á athafnasvæðis fyrirtækisins fyrir um fjórum árum. Þá vill slökkviliðið að brunavarnalögum verði breytt þannig að skýrt verði kveðið á um ábyrgð aðila í brunum sem þessum.

Hefði myrt Guðmund í Byrginu

“Hefði þetta gerst fyrir 10 árum hefði ég framið morð á honum”, segir Ragnar Hauksson sem réðst á Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins fyrir hálfum mánuði.

Lýður leikstýrir dönskum stórleikara

Vestfirskir kvikmyndagerðarmenn hefja í sumar tökur á leikinni sjónvarpsmynd sem verður að mestu leyti tekin upp á Jökulfjörðum en einnig á Ísafirði.

Býst við minni verðbólgu

„Ég tel að þetta sé síðasta háa talan sem við munum sjá og mánaðartölurnar fari lækkandi hér eftir,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Rússar skutu niður könnunarvél

Það var rússnesk orrustuþota sem skaut niður ómannaða könnunarflugvél frá Georgíu yfir Abkasíu hinn 20 apríl síðastliðinn.

Draugur við stýrið í útafakstri?

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um ölvunarakstur þar sem ekki var talið hafið yfir vafa af hann hefði verið undir stýri.

Óttast að lífi 700 þúsund manns sé ógnað

Kínversk stjórnvöld hafa nú sent her- og lögreglumenn að nokkrum stíflum í Sichuan-héraði í Kína en hætta er á að þær bresti og ógni þar með lífi um 700.000 manns á jarðskjálftasvæðinu.

Starfsgreinasambandið samdi í takt við BSRB

Samningamenn Starfsgreinasambandsins og ríkisins undirrituðu í nótt samning við þá félagsmenn í Starfsgreinasambandinu, sem vinna hjá ríkinu. Hann er mjög í anda samningsins við BSRB og verður nú borinn undir atkvæði félagsmanna.

Hátt í 60% vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Meirihluti Reykvíkinga, eða fimmtíu og átta og hálft prósent, vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en fjörutíu og eitt og hálft prósent vill að hann verði fluttur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Farþeginn enn á sjúkrahúsi

Farþegi, sem kastaðist úr úr bíl sem valt út af þjóðveginum á Svalbarðsströnd í fyrrinótt, liggur enn á sjúkrahúsinu á Akureyri, en er ekki í lífshættu. Hann hlaut meðal annars höfuðáverka. Ökumaðurinn, sem var ölvaður, slapp minna meiddur.

Mældist á 105 km hraða

Lögreglan á Akureyri svipti ungan ökumann ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hann mældist á 105 kílómetar innanbæjar á Akureyri þar sem hámrkshraðin er 50 kílómetrar á klukkustund.

Carter vill að Clinton gefist upp

Jimmy Carter fyrrum forseti Bandaríkjanna hefur nú bæst í hóp þeirra sem hvetja Hillary Clinton til að gefast upp og játa sig sigraða í forkosningum Demókrataflokksins.

Phoenix lenti á Mars

Geimfarið Phoenix lenti á Mars rétt fyrir miðnætti í gærkvöld að íslenskum tíma. Geimfarinu er ætlað að er rannsaka jarðveg á norðanverðri stjörnunni til að komast að því hvort þar kunni að hafa verið frumstætt líf.

Bob Barr forsetaefni Frjálshyggjuflokksins

Bob Barr hlaut í gær útnefningu sem forsetaefni Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum á landsþingi flokksins í Denver. Alls höfðu fjórtán manns sóst eftir útnefningunni.

Samið um 20 þúsund króna hækkun frá 1. maí

Gengið var frá samningi aðildarfélaga BSRB sem áttu lausa samninga við ríkið 1. maí síðastliðinn við samninganefnd ríkisins um miðnættið. Samið var til skamms tíma eða til loka mars á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir