Innlent

Býst við minni verðbólgu

Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA.

„Ég tel að þetta sé síðasta háa talan sem við munum sjá og mánaðartölurnar fari lækkandi hér eftir," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur segir Íslendinga hafa upplifað heilmikinn skell vegna gengisfallsins en nú muni verðbólgan fara lækkandi. „Við verðum bara að horfa fram á veginn og vinna okkur út frá því," segir Vilhjálmur Egilsson.

Nýjar tölur Hagstofunar sýna að verðbólgan mælist 12,3 prósent í maí eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,37 prósent milli apríl og maí.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×