Innlent

Segir Skipulagsstofnun hafa farið út fyrir hlutverk sitt

Franz Árnason er stjórnarformaður Samorku.
Franz Árnason er stjórnarformaður Samorku.

Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, telur vandséð annað en að Skipulagsstofnun sé komin út fyrir lögbundið hlutverk sitt með áliti sínu um Bitruvirkjun.

Skipulagsstofnun komst að því nýverið að bygging virkjunarinnar væri ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Í framhaldinu var ákveðið í stjórn Orkuveitunnar að falla frá frekari undirbúningi virkjunarinnar.

Samorka bendir hins vegar á í tilkynningu að með þessu áliti sé Skipulagsstofnun komin út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Samtökin segja lögunum hafa verið breytt árið 2005 og hlutverk Skipulagsstofnunar hafi eftir það fyrst og fremst verið að staðfesta að umhverfismat hafi verið unnið með lögbundnum hætti en ekki að taka afstöðu til framkvæmdar.

Samorka segir álit Skipulagsstofnunar ekki bindandi, hvorki fyrir sveitarfélagið sem fer með skipulagsvaldið né fyrir iðnaðarráðherra sem veiti nýtingarleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×