Erlent

Carter vill að Clinton gefist upp

Jimmy Carter.
Jimmy Carter.

Jimmy Carter fyrrum forseti Bandaríkjanna hefur nú bæst í hóp þeirra sem hvetja Hillary Clinton til að gefast upp og játa sig sigraða í forkosningum Demókrataflokksins.

Carter segir að Hilary hafi fullan rétt á því að halda baráttu sinni áfram en þann 3. júní þegar forkosningnum ljúki muni ofurfulltrúarnir á komandi flokksþingi Demókrata gera upp hug sinn hratt og örugglega og að flestir muni hallast að Barak Obama.

Carter er sjálfur einn af ofurfulltrúunum á þinginu og hefur oft gefið í skyn að hann vilji Obama sem forsetaefni flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×