Innlent

Karl V. Matthíasson nýr formaður Umferðarráðs

Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.

Séra Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur við sem formaður Umferðarráðs um næstu mánaðamót samkvæmt ákvörðun Kristjáns L. Möller samgönguráðherra.

Frá þessu var greint á hátíðarsamkomu í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem fagnað var 40 ára afmæli hægri umferðar hérlendis. Á vef samgönguráðuneytisins segir að ráðherra hafi þakkað Kjartani Magnússyni, fráfarandi formanni Umferðarráðs, sem stýrði afmælisathöfninni, fyrir störf hans.

Samgönguráðherra afhenti jafnframt gullmerki Umferðarráðs en að þessu sinni voru tvær konur sæmdar merkinu, þær Margrét Hrefna Sæmundsdóttir og Guðný María Finnsdóttir sem um árabil sáu um umferðarskólann Ungir vegfarendur og umferðarfræðslu leik- og grunnskólabarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×