Erlent

Bob Barr forsetaefni Frjálshyggjuflokksins

Bob Barr hlaut útnefningu frjálshyggjumanna í gær. Mynd/ AFP
Bob Barr hlaut útnefningu frjálshyggjumanna í gær. Mynd/ AFP

Bob Barr hlaut í gær útnefningu sem forsetaefni Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum á landsþingi flokksins í Denver. Alls höfðu fjórtán manns sóst eftir útnefningunni.

Í ræðu sem Barr hélt sagði hann að Frjálshyggjuflokkurinn væri í sterkari stöðu en nokkru sinni áður og að hann myndi ekki bregðast flokkssystkinum sínum. Andrew Davis, talsmaður Frjálshyggjuflokksins, sagði að Barr væri sterkasti frambjóðandi sem flokkurinn hefði teflt fram í 37 ára sögu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×