Erlent

Óttast að lífi 700 þúsund manns sé ógnað

Kínversk stjórnvöld hafa nú sent her- og lögreglumenn að nokkrum stíflum í Sichuan-héraði í Kína en hætta er á að þær bresti og ógni þar með lífi um 700.000 manns á jarðskjálftasvæðinu. Eru hermennirnir með miklar birgðir af dínamíti með í för og er ætlunin að sprengja rásir að vötnunum á bak við stíflurnar og lækka þannig vatnsborð þeirra. Sex manns létust í hörðum eftirskjálfta í Sichuan um helgina og er tala látinni nú komin í tæplega 63.000 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×