Erlent

Átta létust í illviðri í Bandaríkjunum

Íbúar í Parkersburg skoða híbýli sín eftir yfirreið skýstróks.
Íbúar í Parkersburg skoða híbýli sín eftir yfirreið skýstróks. MYND/AP

Átta manns létu lífið og fimmtíu slösuðust í óveðri í Bandaríkjunum í gær. Flestir þeirra urðu í vegi hvirfilbyls sem fór yfir norðausturhluta Iowa-ríkis.

Hluti bæjarins Parkersburg var í rúst eftir að skýstrókurinn kom niður í hverfinu. Þar á meðal var grunnskólinn og fjöldi heimila. Einn íbúi í bænum sagði að veðurhamurinn hefði litið út eins og svartur múrveggur.

Eyðileggingarslóðin var næstum því eins kílómetra löng. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í öðrum grunnskóla á staðnum. Í Minnesota-ríki er enn verið að leita að tuttugu manns eftir að fellibylur fór yfir smábæ þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×