Erlent

Ítalir fækka í herliði sínu í Afganistan

Silvio Berluscon, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berluscon, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP

Ítalir munu fækka í herliði sínu í Afganistan síðar á árinu eftir því sem varnarmálaráðherra landsins greindi frá fyrr í dag.

Um 2400 ítalskir hermenn eru nú í landinu en ætlunin er að fækka þeim um allt að 300 í haust. Ignazio La Russa, varnarmálaráðherra Ítalíu, sagði enn fremur að ætlunin væri að gera herliðið hreyfanlegra í samræmi við kröfur NATO, en ítalskir hermenn eru nú fyrst og fremst í vesturhluta Afganistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×