Fleiri fréttir

Hætta á að 69 stíflur bresti

Nær 70 stíflur á hamfarasvæðinu í suðvestur Kína gætu brostið vegna jarðhræringa þar síðasta hálfa mánuðinn. 70 þúsund hús hrundu í öflugum eftirskjálfta á svæðinu í morgun.

Ögmundur vongóður um samninga

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist vongóður um að samningar náist með bandalaginu og samninganefnd ríkisins í kvöld. „Það eru ýmsir þættir óleystir enn en ég er vongóður um að við klárum þetta í kvöld,“ sagði hann þar sem hann var staddur á samningafundi í Karphúsinu.

Hitnar í kolunum

Óvenjumikil hlýindi í háloftunum yfir Íslandi valda hitabylgju á landinu í dag og fram eftir vikunni. Spáð er um eða yfir tuttugu stiga hita norðaustanlands í dag og síðar í vikunni einnig á vestanverðu landinu.

Risaþota brotnaði í tvennt

Boeing 747-risaþota brotnaði í tvennt þegar hún rann út af flugbraut í flugtaki frá Savantem-flugvellinum í Brussel í Belgíu í dag. Flugvélin var í vöruflutningum og í eigu bandarísks flugfélags. Fjórir af fimm í áhöfn slösuðust lítillega í óhappinu.

Lyngdalsheiðarvegur í útboð

Vegagerðin hefur boðið út gerð Lyngdalsheiðarvegar á milli Þingvalla og Laugarvatns og voru tilboð opnuð í vikunni. Lægsta boð átti Klæðning ehf., 500 milljónir króna, sem var 87 prósent af kostnaðaráætlun.

Sínum augum lítur hver silfrið

Formenn stjórnmálaflokkanna eru gestir Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag sem nú stendur yfir og er þar margt af setningi slegið. Rætt var um stöðu Íbúðalánasjóðs, framtíðarhorfur hans og hvort skynsamlegt sé að reka hann í núverandi mynd eður ei.

„Maður vill trúa“ - saga MND-sjúklings

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, hafði samband við fréttastofuna og varaði við því að treysta um of á lækna af ýmsu tagi í Kína. Hann segir hér sögu sína.

Segja Marulanda fallinn

Talsmaður stjórnarhersins í Kólumbíu greindi frá því í morgun að Manuel Marulanda, leiðtogi og stofnandi FARC-skæruliðasamtakanna, væri allur.

Eftirskjálfti skók Sichuan-hérað í morgun

Öflugur eftirskjálfti skók Sichuan-hérað í Suðvestur-Kína í morgun. Skjálftinn fannst alla leið til Peking sem er í um fimmtán hundruð kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans sem reið yfir fyrir tæpum hálfum mánuði og varð tugum þúsunda að bana.

Dagur barnsins haldinn í fyrsta sinn

Dagur barnsins á Íslandi er haldinn í fyrsta sinn í dag, 25. maí. Þetta er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar en Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en hálfa öld tileinkað börnum sérstaklega einn dag á hverju ári.

Sólbaðsveður víðast hvar

Veðurstofa Íslands spáir allt að tuttugu stiga hita á norðaustanverðu landinu í dag en klukkan níu í morgun var hitastigið komið yfir tíu gráður í öllum byggðum.

Grunaður um ölvun velti bifreið

Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið valt við bæinn Tröð rétt fyrir utan Akureyri um klukkan þrjú í nótt. Tveir voru í bifreiðinni, karlmenn á þrítugsaldri, en ökumaður slapp ómeiddur að sögn lögreglu. Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.

Glæsilegt brúðkaup Jóakims og Marie

Að sögn Danmarks Radio og Ekstrabladet féllu ófá tár í kirkjunni í Møgeltønder á Suður-Jótlandi þegar Jóakim prins kvæntist hinni frönsku heitkonu sinni, Marie Cavallier.

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld vara við kynlífslyfjum

Landlæknir í Kanada varar eindregið við notkun ýmiss konar svartamarkaðskynlífslyfja sem ætlað er að bæta, breyta, skerpa og skreyta kynlíf, kynlífsupplifun og frammistöðu í launhelgum svefnherbergisins.

Tiltölulega rólegt hjá lögreglu á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum átti nokkuð góðan dag að sögn vakthafandi varðstjóra. Höfð voru afskipti af þremur ökumönnum vegna of hraðs aksturs og einum vegna stöðvunarskyldubrots. Þá var lögregla kvödd í heimahús vegna heimilisofbeldis.

Bifhjólaslys á Bústaðavegi

Bifhjólaslys varð klukkan 20:13 á Bústaðavegi. Samkvæmt grunnupplýsingum frá lögreglu er einn aðili slasaður en ekki er vitað með hvaða hætti slysið varð né hvort þar rákust saman bifreið og hjól.

Næstelsti Íslendingurinn er 104 ára í dag

Torfhildur Torfadóttir, elsti núlifandi Vestfirðingurinn og næstelsti Íslendingurinn, er 104 ára í dag, 24. maí. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst átta systkina, eftir því sem segir á vefnum langlifi.is.

Rangt bankanúmer fylgdi frétt í dag

Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens, sem stefnt er að því að fara með í stofnfrumumeðferð til Kína í sumar hafði samband og benti á að reikningsnúmer söfnunarreiknings sem gefið var upp í frétt um Ellu Dís í dag er ekki í gildi lengur.

Virkjanaáform í uppnámi?

Sveitarstjórn Ölfuss ætlar að ákveða á fimmtudag hvort aðalskipulag sveitarfélagsins verði endurskoðað. Slík endurskoðun myndi setja áform um Hverahlíðarvirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar í uppnám, því þá verður ekki hægt að virkja á svæðinu næstu tvö árin.

Rannsókn lögreglu komin af fótum fram

Fjórði mannsfóturinn rak á land á lítilli eyju nálægt Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada á fimmtudaginn. Lögregla stendur ráðþrota gagnvart fótunum fjórum en hinir fyrstu þrír

Tafir á umferð frá flugvallarsvæðinu

Verulegar umferðartafir eru á og við Flugvallarveg hjá Hlíðarenda og Öskjuhlíð er mörg hundruð ökumenn freista þess að yfirgefa flugvallarsvæðið eftir að hafa fylgst með sýningaratriðum í tilefni Flugdagsins.

Á þriðju milljón til Ellu Dísar

„Þetta gengur alveg ótrúlega vel. Það voru komnar 2.380.000 krónur í morgun í 500 færslum svo viðbrögðin hafa verið alveg vonum framar,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens sem þjáist af SMA, lífshættulegum taugahrörnunarsjúkdómi.

Vekur athygli að pólitískir samherjar Ólafs F. eru ráðnir

„Þetta er svo sem algjörlega nýtt og ég veit ekki hvernig þetta er til komið en auðvitað vekur það athygli ef allir pólitískir samherjar Ólafs eru ráðnir inn á skrifstofuna hans,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi

Tsvangiari heim í dag

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, er væntanlegur aftur heim í dag. Hann frestaði heimkomu sinni fyrir viku vegna ótta um fyrirsát.

Togskip við meintar ólöglegar veiðar

Laust eftir kl. 10:00 í morgun stóð þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF togskipið Smáey VE að meintum ólöglegum veiðum úti á Lónsbugt við Hvítinga.

Starfsmaður Fjarðaáls slasaðist

Um kl. 23:30 í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um vinnuslys í álverksmiðju Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. Starfsmaður var að vinna við deglulok uppi á vagni sem tengdur var lyftara.

Eldur í ruslagámi í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Þróttaraheimilinu í Laugardalnum um klukkan hálf tvö í nótt en þar hafði eldur verið borinn að ruslagámi.

Ólafur Ragnar réttkjörinn forseti í fjórða sinn

Framboð Ólafs Ragnars Grímsonar til forseta íslands var það eina sem barst en framboðsfrestur vegna forsetakosninganna í sumar rann út á miðnætti. Ljóst er því að ekki verður efnt til kosninga og Ólafur Ragnar Grímsson er réttkjörinn forseti fjórða kjörtímabilið í röð.

Sitt lítið af hverju hjá lögreglu landsins

Lögreglan á Akranesi hafði hendur í hári ökumanns nokkurs í nótt sem reyndist hafa gengið nokkuð hressilega um gleðinnar dyr. Við prófun fannst í honum amfetamín, kókaín, metamfetamín, MDMA og kannabis.

Verzlóstúdentar fá úthlutað úr 50 milljóna króna sjóði

Á morgun verða 263 nemendur brautskráðir úr Verzlunarskóla Íslands. Við sama tækifæri verður úthlutað úr 50 milljóna króna sjóði sem sterkefnaðir fyrrverandi nemendur skólans söfnuðu í. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Ökumaðurinn kastaðist út úr bifreiðinni

Ökumaður jeppabifreiðarinnar sem lenti í hörðum áreksti við hópferðabifreið, á Reykjanesbraut milli gatnamóta Grænásvegar og Flugvallarvegar, mun hafa kastast út úr bifreiðinni við áreksturinn.

Líða fyrir óskýra ábyrgð

Mæður í fíkniefnaneyslu og börn þeirra líða fyrir það hversu óskýr ábyrgð er milli ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna.

Segir að Íslendingar eigi að gæta að hag flóttamanna

„Í stefnuskrá Frjálslynda flokksins er vikið að málefnum flóttamanna og þar er lýst yfir stuðningi við því að bjóða þeim til búsetu og dvalar hér á landi," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í nýjum pistli á vefsíðu sinni.

Fjörutíu ár frá því skipt var í hægri umferð

Næstkomandi mánudaginn eru 40 ár liðin frá því að skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Þann dag og næstu daga á eftir mun Umferðarráð standa fyrir margskonar umfjöllunum og áhugaverðum viðburðum sem vert er að fylgjast með.

Alþjóðasveit Landsbjargar fær þrjár byggingar á Vellinum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu í dag samkomulag og samstarfssamning sem felur í sér afnot af þremur byggingum ráðuneytisins á öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll.

Pöndurnar tínast heim

Tíu pöndur hurfu úr verndar- og rannsókanarstöð fyrir pandabirni í Sichuan héraði í Kína, þegar jarðskjálftinn reið þar yfir hinn tólfta þessa mánaðar.

Hraðakstur á Bústaðavegi

Brot 429 ökumanna voru mynduð á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallavegar á þriðjudag og miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Bústaðaveg í vestur og yfir fyrrnefnd gatnamót.

Björn: Lúðvik hefur fengið betri rök fyrir aðskilnaðinum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hafi með nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda á lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum fengið betri rök fyrir aðskilnaði einstakra þátta embættisins. Hann væntir þess að þess sjáist skjótt merki í afstöðu Lúðvíks til einstakra þátta málsins.

Sieg HEIL

Þýska póstfyrirtækið Deutche Post sendi óvart frá sér frímerki með mynd af Rudolf Hess, staðgengli Adolfs Hitlers.

Sjá næstu 50 fréttir