Verður alltaf að vera til orka fyrir lítt mengandi fyrirtæki 26. maí 2008 12:28 Það verður alltaf að vera til reiðu orka fyrir lítt mengandi hátæknifyrirtæki, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fyrir sléttum þremur mánuðum. Deilur um háspennulínur, virkjanir í neðri hluta Þjórsár og við Bitru benda ekki til að iðnaðarráðherra verði að ósk sinni. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær er bakslag komið í viðræður Landsnets og sveitarfélaga um nýja háspennulínu til Suðurnesja. Þar með eru áform um álver í Helguvík og netþjónabú á Vallarsvæðinu í uppnámi. Bæði eru háð því að Suðurnes verði tengd rafmagnskerfi landsins með nýrri háspennulínu. Málið hefur strandað á því að sveitarfélög á svæðinu vilja línuna í jörð, en Landsnet ekki, nema að litlu leyti. Það er hins vegar dýrt, uppundir tvöfalt dýrara yrði að leggja þær í jörð en að reisa þær ofan jarðar. Eftir að Bitruvirkjun var slegin af er einnig óvissa með hvort nægt rafmagn fæst, raunar gekk framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu svo langt í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu að segja að öll erlend fjárfesting í umhverfisvænum hátækniiðnaði hér á landi væri í uppnámi eftir að hætt var við Bitruvirkjun. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var hinn kátasti þegar samningar voru undirritaðir í febrúar um alþjóðlega gagnaverið á Keflavíkurflugvelli sem sagt var að markaði tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. En blikur eru á lofti með það, orkan til netþjónabúsins á koma úr neðri hluta Þjórsár þar sem meirihluti landeigenda ætlar ekki að semja við Landsvirkjun. Þá er aðeins eignarnám mögulegt. Umhverfisráðherra vill ekki beita eignarnámi en ákvörðun um það er í höndum Össurar iðnaðarráðherra. Orkan þarf svo að ferðast eftir fyrrnefndum háspennulínum og óvíst er hvort samkomulag næst um hvort þær verði ofan eða neðan jarðar. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það verður alltaf að vera til reiðu orka fyrir lítt mengandi hátæknifyrirtæki, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fyrir sléttum þremur mánuðum. Deilur um háspennulínur, virkjanir í neðri hluta Þjórsár og við Bitru benda ekki til að iðnaðarráðherra verði að ósk sinni. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær er bakslag komið í viðræður Landsnets og sveitarfélaga um nýja háspennulínu til Suðurnesja. Þar með eru áform um álver í Helguvík og netþjónabú á Vallarsvæðinu í uppnámi. Bæði eru háð því að Suðurnes verði tengd rafmagnskerfi landsins með nýrri háspennulínu. Málið hefur strandað á því að sveitarfélög á svæðinu vilja línuna í jörð, en Landsnet ekki, nema að litlu leyti. Það er hins vegar dýrt, uppundir tvöfalt dýrara yrði að leggja þær í jörð en að reisa þær ofan jarðar. Eftir að Bitruvirkjun var slegin af er einnig óvissa með hvort nægt rafmagn fæst, raunar gekk framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu svo langt í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu að segja að öll erlend fjárfesting í umhverfisvænum hátækniiðnaði hér á landi væri í uppnámi eftir að hætt var við Bitruvirkjun. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var hinn kátasti þegar samningar voru undirritaðir í febrúar um alþjóðlega gagnaverið á Keflavíkurflugvelli sem sagt var að markaði tímamót í atvinnusögu þjóðarinnar. En blikur eru á lofti með það, orkan til netþjónabúsins á koma úr neðri hluta Þjórsár þar sem meirihluti landeigenda ætlar ekki að semja við Landsvirkjun. Þá er aðeins eignarnám mögulegt. Umhverfisráðherra vill ekki beita eignarnámi en ákvörðun um það er í höndum Össurar iðnaðarráðherra. Orkan þarf svo að ferðast eftir fyrrnefndum háspennulínum og óvíst er hvort samkomulag næst um hvort þær verði ofan eða neðan jarðar.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira