Fleiri fréttir

Háskóli Íslands styrkir afburðarnemendur

Háskólaráð hefur samþykkt að setja á stofn afreks- og hvatningasjóð til styrktar afburðanemendum. Þetta kom fram í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands við brautskráningu í dag.

Geir og Þorgerður vilja ekki Vilhjálm sem oddvita

Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði áfram oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Leit að Piper vélinni hætt

Skipulagðri leit að Piper Cherokee flugvél sem leitað hefur verið frá því á fimmudag hefur verið hætt. Vonskuveður er enn á svæðinu en ölduhæð þar er tíu metrar á sekúndu. Leitað hefur verið verið á öllu því svæði þar sem talið var að að björgunarbátur flugvélarinnar gæti fundist.

Skíðasvæðið í Tindastól opið í dag

Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá klukkan 11 til 17 í dag. Þar er -6°c, suðaustan átt, 4 m/sek, léttskýjað og fínasta skíðafæri að sögn staðarhaldara.

Fjórir á spítala eftir árekstur við Eyrarbakka

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur varð við Eyrabakka rétt eftir miðnætti. Áreksturinn varð þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman. Farþegarnir eru ekki mikið slasaðir að sögn lögreglu.

Málþing um stóriðju á Vestfjörðum

Málþing um stóriðju á Vestfjörðum verður haldið á Bíldudal í dag og á Ísafirði á morgun. Tilefni þess er að nú liggja fyrir skýrslur um staðarval fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.

Nánir vinir Vilhjálms gætu grætt milljarða á lóðabraski

Magnús Jónatansson, einn nánasti vinur og stuðningsmaður borgarstjórans fyrrverandi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, og félagar hans í eignarhaldsfélaginu Lindberg gætu grætt milljarða á lóðabraski í Örfirisey. Til þess að þarf þó fyrst að breyta deiliskipulagi hafnarsvæðisins í íbúðabyggð.

Nadja heil á húfi

Nadja Karitas, ung stúlka sem leitað hefur verið að undanfarna daga er fundin heil á húfi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík. Ekkert amaði að henni samkvæmt sömu upplýsingum.

Fjórir handteknir í Reykjanesbæ

Einn ökumaður var tekinn í Reykjanesbæ í gærkvöld grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fannst lítilræði af meintum kannabisefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu í bifreiðinni og voru því fjórir farþegar, sem voru í bifreiðinni einnig handteknir og fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Allir aðilarnir voru lausir að lokinni yfirheyrslu.

Matur og Fjör á Primo um helgina

Mikið er um að vera á veitingastaðnum Primo í Reykjanesbæ um helgina, en þar verður meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson gestakokkur á föstudag og laugardag. Þessi uppákoma er undir yfirskriftinni "Matur og Fjör" og er í tengslum við Food and Fun hátíðina ...

Hvetur Össur líka til þess að fara snemma í háttinn

„Nú sé ég að kollegi minn í ríkisstjórn skrifar um lítið annað á sinni heimasíðu en Dag B. Eggertsson. Það fer samt enginn á taugum í Samfylkingunni við það,“ sagði Össur Skarphéðinsson í dag og átti þar við tilvitnun Björns Bjarnasonar í orð Dags B Eggertssonar.

Nadja Karitas fundin heil á húfi

Lögreglan á Dalvík lýsti eftir stúlku í fyrradag, Nadju Karitas. Hún er nú fundin og amaði ekkert að henni að sögn lögreglu. Stúlkan sem er fjórtán ára er nú komin í umsjá Barnaverndar Reykjavíkur.

Hálka á Hellisheiði

Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja um allt Suður- og Vesturland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld.

Vilhjálmur ætlar að standa af sér storminn

Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson hefur ákveðið að sitja áfram sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og taka við sæti borgarstjóra að ári. Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum.

Kópavogsbær styrkir Sunnuhlíð

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt tímabundna fjárveitingu til sjálfseignarstofnunarinnar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Þetta er gert sökum þess að ekki hefur tekist á síðastliðnum tveimur mánuðum að manna vaktir að fullu.

Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB

Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker.

Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim

Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo.

Ákærð fyrir að trufla störf lögreglu

Tuttugu og eins árs gömul kona hefur verið ákærð fyrir að trufla störf lögreglu og neita að fara eftir fyrirmælum lögreglu um að víkja á brott þegar hún var stödd fyrir utan veitingastaðinn Gauk á Stöng aðfararnótt sunnudagsins 7. október síðastliðinn. Stúlkan braut gegn 19. grein lögreglulaga, en þar segir að almenningi sé skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.

Spitfire flugkonur heiðraðar

Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín.

Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu

Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005.

Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim

Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Ólafur Ragnar ræddi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flutti í gær erindi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á málþingi sem fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum efndi til í höfuðstöðvum samtakanna í New York.

Mótvægisaðgerðir ræddar að nýju vegna veiðistöðvunar

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin muni ræða mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á aflamarki. Loðnuveiðar voru stöðvaðar á hádegi í gær, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins.

Skorað á stjórnvöld að lækka eldsneytisgjald

Neytendasamtökin taka undir áskörun Félags íslenskra bifreiðaeigenda til stjórnvalda um að lækka opinberar álögur á eldsneyti. Í frétt á vef samtakanna eru sögð full rök fyrir því að gjaldið sem nemur auknum tekjum af virðisaukaskatti. Þá minna samtökin á að eldsneytisgjald hér á landi er með því hæsta í heimi.

Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi

Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar.

Forsætisráðherra: Breiðavíkurdrengirnir fá bætur

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta semja frumvarp um hugsanlegar bætur til þeirra sem vistaðir voru í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

Enn er leitað að Nödju Karitas

Enn hefur ekkert spurst til 14 ára gamallar stúlku sem fór frá Dalvík í fyrradag. Stúlkan, Nadja Karitas Gulla Hallström, hvarf í hádeginu á miðvikudaginn og er talið að hún hafi ætlað til Reykjavíkur.

Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum

Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni.

Hittast í dag til að skipuleggja loðnuleit

Fulltrúar útvegsmanna og Hafrannsóknastofnunar ætla að hittast í dag til þess að skipuleggja leit að loðnu á tveimur Hafrannsóknaskipum og nokkrum loðnuskipum í næstu viku.

Vill funda með Eyjamönnum um tillögur þeirra

Sjávarútvegsráðherra segir hugmyndir bæjarstjórnar Vestmannaeyja í sjávarútvegsmálum athyglisverðar en vill ræða við menn þar áður en hann tekur efnislega afstöðu.

Bréf umboðsmanns kemur Árna ekki á óvart

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir það ekki vera áfellisdóm að Umboðsmaður Alþingis taki skipun hans á Þorsteini Davíðssyni í embætti héraðsdómara til efnislegrar meðferðar.

Annmarkar á ákvarðanatöku varðandi vistun á Breiðavík

Annmarkar voru á verklagi og málsmeðferð við töku ákvarðana í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun barna stóran hluta þess tímabils sem Breiðavík var starfandi, einkum á árunum 1952 til 1965-1966. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri skýrslu nefndar Breiðavíkurmálið sem kynnt var í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir