Fleiri fréttir

Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Bíll valt við syðri gangamuna Hvalfjarðarganga í nótt með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo á slysadeild til skoðunar. Ekki er að fullu kunnugt um tildrög slyssins en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í slæmri færð sem var á þessum slóðum í nótt eins og víðar um landið.

Ölvaðir ökumenn og fullir farþegar í Reykjanesbæ

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var jeppabifreið ekið útaf Flugvallarveginum við Efstaleiti í Reykjanesbæ og sat þar föst. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og gistu þrír aðilar fangageymslur vegna málsins. Þeir verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman er runnin af þeim.

Suharto látinn

Einn þaulsetnasti einræðisherra kaldastríðsáranna, Suharto forseti Indónesíu, er látinn 86 ára að aldri. Hann lá banaleguna á sjúkrahúsi frá því í janúarbyrjun. Suharto réði ríkjum á Indónesíu í 32 ár. Hann komst til valda árið 1965.

Lokaatlaga gerð að Al kaída

Íraski stjórnarherinn er að flytja menn og tæki til Mosul borgar í norðanverðu Írak. Maliki forsætisráðherra segir að brátt verði gerð lokaatlaga að sveitum Al kaída samtakanna í landinu. Lítið er um bandarískar hersveitir á þessu svæði.

Þorra blótað í vondu veðri á Suðurlandi

Erilsamt var í umdæmi Selfosslögreglu í nótt. Þrjú eða fjögur þorrablót voru haldin á svæðinu og við bættist leiðinda veður. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því nóg að gera við að aðstoða fólk í vanda. Þorrablótin fóru að mestu vel fram að sögn lögreglu en vandræðin byrjuðu þegar fólk reyndi að komast til sín heima.

Líkamsárás á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa ráðist á rúmlega tvítugan mann í miðbæ Akureyrar í nótt. Hann kýldi manninn niður og sparkaði tvisvar í höfuðuð á honum liggjandi í götunni.

Obama sigraði með yfirburðum í Suður Karólínu

Barack Obama vann yfirburðasigur í forkosningum bandarískra demokrata í Suður Karolínu í gær. Hann fékk 55 prósent atkvæða en Hillary Clinton 27 prósent og John Edwards 18 prósent. Nú beinast augu manna að forkosningum í 22 fylkjum Bandaríkjanna þriðjudaginn fimmta febrúar.

Góð kjörsókn í Suður Karólínu

Kjörsókn í forkosningum demókrata í Suður Karólínu hefur verið góð í dag og spá sumir metþáttöku. Barack Obama hefur verið efstur í flestum könnunum og er búist við því að hann fari auðveldlega með sigur af hólmi. Þetta eru síðustu forkosningar demókrata fyrir „Super Tuesday" eftir tíu daga en þá munu 20 ríki halda forskosningar. Repúblikanar hafa þegar haldið sínar forkosningar í Suður Karólínu og hafa þeir þeir þegar snúið athygli sinni að Flórída en þar verður kosið á þriðjudaginn kemur.

Rafræn sjúkraskráning er í molum

Öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum landsins er í hættu að mati læknaráðs Landspítalans. Ástæðan er sú að rafræn sjúkraskráning er í molum.

Fagnar nauðgunardómi

Deildarstjóri neyðarmóttöku nauðgana fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja litháa sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í gær. Hún segist vilja sjá þyngri dóma við nauðgunum í framtíðinni, en dómurinn í gær sé skref í rétta átt.

Framsókn í Reykjavík er óstarfhæfur flokkur

Framsóknarflokkurinn í Reykavík er óstarfhæfur og af þeim sökum hætti Björn Ingi í borgarpólitíkinni. Þetta sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarmanna á opnum fundi flokksins í Reykjavík í dag.

Hundarnir komnir í leitirnar

Síberíu husky hundarnir sem leitað hefur verið að á Suðurnesjum eru komnir í leitirnar. „Þeir fundust við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd heilir á húfi, segir vinur eigendanna sem stóð í ströngu í nótt við að finna hundana.

Sjálfstæðiskonur ánægðar með nýjan meirihluta í borginni

Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur ályktað um nýjan meirihluta í Reykjavík. Þær fagna því að sjálfstæðismenn fari aftur með völd í Reykjavík. „Allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg á ekki við rök að styðjast. Nýr meirihluti er löglega kjörinn meirihluti í borginni,“ segir í ályktuninni.

Sakhæfur þrátt fyrir slys í Egyptalandi

Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðganir á skömmum tíma, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna sem fengnir voru til þess að meta hvort slys sem Jón varð fyrir í Egyptalandi hafi leitt til framheilaskaða.

Annan krefst rannsóknar á ofbeldinu í Kenía

Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krafðist í morgun rannsóknar á ofbeldi undanfarinna daga í Kenýa. Annan hefur í dag verið að ferðast um svæði þar sem átök blossuðu upp í gær.

Strandaði á leið til Hólmavíkur

Gat kom á botn flutningaskipsins ICE Bird eða Ísfuglsins þegar það rakst utan í sker á leið til hafnar í Hólmavík. Kafarar könnuðu skemmdir skipsins sem reyndust ekki miklar og var því siglt til Akureyrar þar sem það fer í slipp.

Rætt um þorsk á Hótel Loftleiðum

Ráðstefna stendur yfir á vegum Hafrannsóknarstofnunar um þorsk á Íslandsmiðum á Hótel loftleiðum í dag. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa skýrara ljósi á þorskrannsóknir við Íslandsmið og verður þar fjöldi erlendra sérfræðinga sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna við Íslandsmið.

Abbas vill að Palestínumenn annist landamæravörslu

Abbas forseti palestínsku heimastjórnarinnar ætlar að leggja til við Ísraela að sveitir hans yfirtaki stjórn landamæra Gaza-svæðisins og Egyptalands. Abbas hittir Olmert forsætisráðherra á morgun. Íbúar Gaza fóru þúsundir saman yfir til Egyptalands á ný í morgun.

Gagnrýnir stjórnsýslu borgarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í málum húsanna tveggja á Laugavegi fjögur og sex ekki hafa verið nægilega skýra og góða. Hún hvetur skipulagsyfirvöld eindregið til að vinna betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni.

Vefverðlaunin 2007: Vísir tilnefndur

Vísir er tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn þegar Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum en fimm vefir eru tilnefndir í hverjum flokki og eru flokkarnir einnig fimm.

Ólafur F. tjáir sig um veikindi sín

Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, ræðir í fyrsta sinn opinberlega um veikindi sín sem gerðu það að verkum að hann var að mestu fjarverandi frá borgamálunum á síðasta ári. Í viðtölum í Fréttablaðinu og 24 stundum segist hann hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," og að hann hafi sótt sér „viðeigandi aðstoð og aðhlynningu" til að sigrast á veikindunum.

Ingibjörg Sólrún undirritar fríverslunarsamning við Kanada

Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada.

Sextán ára á stolnum bíl

Sextán ára piltur var tekinn á stolnum bíl á Ísafirði í nótt. Pilturinn var réttindalaus og sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að elta hann í smá tíma þar til hann stöðvaði bílinn. Í ljós kom að pilturinn var undir áhrifum áfengis.

Palestínumenn streyma til Egyptalands

Egypskir hermenn hörfuðu frá landamæramúrnum við Gaza í nótt eftir að hermaður fékk skot í fótinn. Þúsundir Palestínumanna þustu yfir landamærin til Egyptalands í morgun. Þar er nú engan egypskan hermann að sjá.

Slagsmál á Akureyri

Lögreglan á Akureyri var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaði í bænum. Að sögn lögreglu voru slagsmálin tengd drykkju og skemmtanahaldi og einn slagsmálaahundanna gisti fangageymslur í nótt.

Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri

Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður mun ekki taka við embætti formanns barnaverndarnefndar en hún var skipuð formaður í nefndina af núverandi meirihluta í borgarstjórn. Kristín var að henni forspurðri skipuð formaður nefndarinnar.

Fimm á slysadeild eftir árekstur við Korpúlfsstaði

Fimm voru fluttir á slysadeild í árekstri tveggja bíla við Korpúlfsstaði klukkan hálft tvö í nótt. Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður á vettvang og tók um hálftíma að losa þann sem mest slasaðist úr flaki bifreiðarinnar. Í fyrstu var talið að einn hinna slösuðu væri alvarlega slasaður en eftir skoðun og aðhlynningu á slysadeild fékk fólkið að fara heim.

Hvaða fangar eru bestu nágrannarnir?

Afstaða, félaga fanga stóð fyrir skoðanakönnun á vef sínum þar sem spurt var hvert viðhorf fólks væri ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið. Alls tóku 174 þátt í könnuninni sem stóð yfir í um mánuð.

Hundarnir á Reykjanesbraut ekki enn fundnir

Síberíuhusky sleðahundarnir sem sluppu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í dag eru ekki enn fundnir. Síðast sá til þeirra í Kúagerði um hálf sex leytið.

Nýjast frá Vegagerðinni

Vakin er athygli á að þjónustu er víðast hvar lokið á vegum í dag. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar lýkur þjónustu klukkan tíu. Hellisheiði er ófær en Þrengslunum verður sinnt til miðnættis.

Hellisheiði lokuð til morguns

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Hellisheiðin ófær og ekki verður reynt að opna hana þar til á morgun. Hinsvegar er opið um Þrengslin.

Hjálpsamir borgarar gleymdu bíllykli á Ásvallagötu

Tveir borgarar, að öllum líkindum feðgar, komu stúlku til hjálpar á Ásvallagötu um kl. 07.45 í morgun og aðstoðuðu hana við að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Hún ók rauðum VW Golf en svo óheppilega vildi til að bíllykill mannanna varð eftir í bíl stúlkunnar. Um er að ræða fjarstýringu og lykil að Mazda-bifreið. Hinir hjálpsömu borgarar geta nú nálgast fjarstýringuna og lykilinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þangað kom stúlkan síðdegis. Hún telur að heiðursmennirnir, sem hún kallar svo, búi á Ásvallagötu eða þar nærri.

Týndir sleðahundar á Reykjanesbraut

Tveir svartir og hvítir Síberíhusky sleðahundar sluppu úr heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Eigandi hundanna leitar þeirra nú á Reykjanesbraut.

Íslendingar leggja 10 milljónir til hjálparstarfs í Kenía

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að leggja 7 milljónir kr. til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Neyðarástand hefur skapast í landinu í kjölfar forsetakosninga sem fram fóru þann 30. desember sl.

Nærri tvö af hverjum þremur kerjum hafa verið gangsett

Búið er að gangsetja nærri tvo þriðju af kerjum álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að seint í gær hafi tvöhundraðasta kerið verið tekið í gagnið en alls eru þau 336 talsins.

Unglingsdrengur ætlaði að ræna farþegaflugvél

Bandarísk yfirvöld hafa ákært unglingsdreng sem segist hafa áformað að ræna farþegaflugvél sem hluta af sjálfsmorðstilraun. Drengurinn sem er 16 ára var handtekinn af flugvallalögreglu í Nashville í Tennessee á þriðjudagskvöld eftir að flug frá Los Angeles.

Litháen íhugar nafnbreytingu

Litháen er að hugsa um að breyta sínu enska nafni til þess að gera fólki auðveldara að bera það fram og muna það. Á enskunni í dag er nafnið Lithuania.

Eldsupptök á Kaffi Krók enn óljós

Enn er allt á huldu um eldsupptök í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar sem hýsti Kaffi Krók og gjöreyðilagðist í bruna fyrir rúmri viku.

Númeraplatan dýrari en bíllinn

Breskur kaupsýslumaður hefur greitt metverð fyrir bílnúmeraplötu í Bretlandi, litlar 48,5 milljónir íslenskra króna. Á plötunni standa einkennisstafir Formúlu eitt „F1“. Afzal Khan bætti með kaupunum fyrra metið sem var tæpar 43 milljónir. Númerið mun hann setja á Mercedex SLR McLaren bifreið sína sem kostar um 43 milljónir króna. Khan býr í Bradford og á fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á bílum.

Hjúskaparvottorð Fischers á leið til landsins

Hjúskaparvottorð Bobbys Fischer og Miyoko Watai er á leið til landsins og er væntanlegt eftir fáeina dag. Árni Vilhjálmsson, lögmaður Watai, staðfesti þetta í símtali við Vísi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir