Fleiri fréttir Ólöf Ýrr nýr ferðamálastjóri Ólöf Ýrr Atladóttir hefur verið ráðin ferðamálastjóri frá og með áramótum samkvæmt ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðaráðherra sem tók við málefnum ferðaþjónustunnar um áramótin. 2.1.2008 11:57 Um 130 leita Jakobs og fleiri leitarmenn væntanlegir Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú að Jakobi Hrafni Hökuldssyni, 19 ára pilti sem saknað hefur verið í Reykjavík frá því í gærmorgun. 2.1.2008 11:46 Ný kjarnorkuver í Bretlandi Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna. 2.1.2008 11:36 Guðni Jóhannesson nýr orkumálastjóri Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið doktor Guðna A. Jóhannesson prófessor, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns Byggingartæknideildar Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, sem orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára. 2.1.2008 11:34 Stílbrot á fánalögum hjá forseta að mati dómsmálaráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni uppsetninguna á íslenska fánanum í nýársávarpi forseta Íslands. Segir Björn að uppsetningin sé "stílbrot" þar sem fáninn hafi staðið röngu megin við forsetann. 2.1.2008 11:22 Fimmtán létust í umferðinni árið 2007 Fimmtán manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31. Í þremur tilvikum var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur. 2.1.2008 11:18 Yfir 300 sagði látnir í átökum í Kenía Yfir þrjú hundruð manns eru nú sagðir látnir í átökum í Kenía eftir forsetakosningar þar í landi 27. desember. 2.1.2008 11:09 Svelti hund í hel í nafni listarinnar Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári. 2.1.2008 11:03 Kafarar leita að pilti í og við Elliðaárnar Kafarar á vegum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu leita nú að 19 ára pilti, Jakobi Hrafni Höskuldssyni, í Elliðaánum og við árnar en hans hefur verið saknað frá því í gærmorgun. 2.1.2008 10:38 Póstkassar teknir niður á nokkrum stöðum vegna skemmdarverka Íslandspóstur hyggst taka niður nokkra póstkassa á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars vegna lítillar notkunar og ítrekaðra skemmdarverka sem unnin hafa verið á þeim. 2.1.2008 10:28 Sprenging í Columbo kostar a.m.k. fjóra lífið Sprengja sem beint var gegn hermannarútu í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, hefur kostað að minnsta kosti fjögur mannslíf og 20 eru særðir að sögn yfirvalda. 2.1.2008 09:36 Skotið á lögreglu með flugeldum í bæ í Danmörku Kalla þurfti til mikinn fjölda lögreglumanna vegna óeirða í bænum Kokkendal á Norður-Sjálandi yfir áramótin. Skotið var á lögregluna með flugeldum og mikil skemmdarverk voru unnin á verslunum í bænum bæði á gamlárskvöld og nýársnótt. 2.1.2008 09:31 Gos hafið í eldfjalli í Chile Gos er hafið í eldfjallinu Laima í Chile og hafa um 150 manns verið fluttir frá svæði í grennd við fjallið 2.1.2008 09:27 Lögreglan á Suðurnesjum í sannkölluðu nýárshlaupi Lögreglan á Suðurnesjum elti í gærmorgun uppi þrjá menn sem reyndu að komast undan eftir að lögregla hafði afskipti af þeim vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. 2.1.2008 09:20 Vandræði um borð í Queen Victoria Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims. 2.1.2008 09:04 Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum. 2.1.2008 07:55 Þrír handteknir fyrir veggjakrot Lögregla handtók þrjá sautján ára pilta undir morgun á Laugaveginum í morgun, grunaða um veggjakrot á þó nokkur hús í grenndinni. 2.1.2008 07:46 Níu útköll í gærkvöldi vegna elda Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út níu sinnum í gærkvöldi og fram á nótt vegna elda, en engan sakaði í þeim. 2.1.2008 06:56 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng Jakobi Hrafni Höskuldssyni, sem síðast sást við Broadway um kl. 05.30 aðfaranótt nýársdags. 2.1.2008 06:54 Fréttaannáll Stöðvar 2 2.1.2008 00:01 Brennd inni í kirkju í Kenya Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn. 1.1.2008 20:37 Ráðherra í klámkvikmyndum Heilbrigðisráðherra Malasíu hefur viðurkennt að hann sé karlmaðurinn í tveim klámmyndum sem hefur verið víða dreift í landinu. 1.1.2008 19:35 Fjölskyldan er hjónaband karls og konu -Benedikt páfi Í nýjársávarpi sínu lagði Benedikt sextándi páfi áherslu á að vernda þyrfti hina hefðbundnu fjölskyldu til að tryggja frið í heiminum á komandi ári. 1.1.2008 20:01 Zuma fyrir dómstóla í ágúst Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi. 1.1.2008 19:08 Handtekinn fyrir orðróm um Putin Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum. 1.1.2008 18:54 Margrét þú ert hræsnari Extra Bladet danska vandar Margréti Þórhildi drottningu ekki kveðjurnar vegna áramótaávarps hennar. 1.1.2008 18:12 Færeyskan verður þjóðtunga Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli. 1.1.2008 17:15 Hvað varð Benazir Bhutto að bana ? Benazir Bhutto er dáin og grafin, en það eru enn heitar deilur um hvað það í rauninni var sem varð henni að fjörtjóni. 1.1.2008 16:54 Flýið, Marsbúar Flýið Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert. 1.1.2008 16:19 Brennur tendraðar klukkan sex Brennur á höfuðborgarsvæðinu verða haldnar klukkan sex í kvöld fyrir utan brennur á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði sem verða haldnar á þrettándanum. Þetta var ákveðið á fundi slökkviliðs og lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu var aflýst í gær sökum veðurs. Að sögn slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins er spáð 5-10 metrum á sekúndu og lítilsháttar éljum í kvöld. 1.1.2008 16:13 Fluttir fullir frá Suðurpólnum Tveir menn voru fluttir með herflugvél frá Suðurpólnum á jóladag hefur að hafa lent þar í fyrstu barslagsmálum í sögu þess heimshluta. 1.1.2008 15:55 Tjá sig ekki um árás tígrisdýrsins Bræðurnir sem urðu fyrir árás tígrisdýrs í San Francisco fyrir áramótin hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Dýrið drap félaga þeirra. 1.1.2008 15:40 Ellefu fengu fálkaorðuna Við athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2008 sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2008 15:08 Rólegt á yfirborðinu í Naíróbí, en kraumar undir niðri Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins er búsettur í Nairóbí í Kenýa þar sem nú ríkir afar ótryggt ástand í kjölfar umdeildra forsetakosninga þar sem stjórnvöld hafa verið ásökuð um víðtækt kosningasvindl. Að minnsta kosti 250 hafa fallið í átökum síðustu daga en Ómar, sem vinnur sem forstöðumaður upplýsingadeildar á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku, segir að dagurinn í dag sé sá rólegasti frá því kosningarnar fóru fram í síðustu viku. 1.1.2008 14:42 Olmert undirbýr skiptingu Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels gaf í skyn í dag að Ísraelar kunni að neyðast til þess að deila Jerúsalem með Palestínumönnum. 1.1.2008 14:03 Eldur kom upp í tilvonandi áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar Eldur kom upp í nýbyggingu sem verktakafyrirtækið Eykt reisir á Miðhellu í Hafnarfirðinum. Byggingunni er ætlað að hýsa áhaldahús bæjarins þegar fram líða stundir. Talið er líklegt að um íkveikju sé að ræða og er tjónið töluvert þó húsið sé tómt. Mikill hiti myndaðist inni í húsinu og stálbitar í lofti þess eru taldir hafa bognað af völdum hitans. 1.1.2008 13:24 Ólafur Ragnar ætlar að bjóða sig fram í annað kjörtímabil Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í áramótaávarpi sínu nú rétt í þessu að hann hyggist gegna embættinu áfram í annað kjörtímabil, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. 1.1.2008 13:16 Nýju ári fagnað um allan heim Nýju ári var fagnað með skoteldum víða um heim í nótt. Á Rauða torginu í Moskvu dönsuðu Rússar um með þjóðfána sinn. Orð Pútíns forseta í áramótaávarpi hans um hagvöxt og samheldni þjóðarinnar þeim hvatning. 1.1.2008 10:14 Fyrsta barn ársins fimmtán marka stúlka Fyrsta barn ársins, eftir því sem næst verður komist, fæddist í Hreiðrinu á Kvennadeild Landspítalans í Reykjavík klukkan fimm mínútur yfir eitt í nótt. Það reyndist stúlka og var annað barn foreldra sinna. 1.1.2008 10:10 Einbýlishús á Eskifirði skemmdist í eldi Eldur kom upp í einbýlishúsi á Eskifirði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Eldurinn breiddist út á skömmum tíma og logaði glatt í miðrými hússins. Tvo klukkutíma tók að slökkva eldinn og urðu miklar skemmdir á húsinu. Engan sakaði og voru eigendur hússins ekki heima. 1.1.2008 09:56 Sextíu hófu árið á slysadeild Sextíu manns á öllum aldri komu á slysadeild Landspítalans á nýársnótt vegna ýmiss konar áverka. Þrír voru lagðir inn með beinbrot. Að sögn vakthafandi læknis voru einhverjir með brunasár á höndum og í andliti eftir notkun flugelda en þó engin alvarleg tilvik. 1.1.2008 09:52 Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðallega vegna almennrar ölvunar. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann hafði lagt til annars manns með hníf og veitt honum áverka á hálsi. 1.1.2008 09:48 Eldsvoðar í Gilsbúð og í Álakvísl Nýársnóttin var tiltölulega róleg hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins en þó voru tvö tiltölulega stór útköll. Eldur var borinn að stæðu af vörubrettum fyrir utan iðnaðarhúsnæði Gilsbúð í Garðabænum og logaði þar glatt. Rúða sprakk í hitanum frá eldinum og fór reykur inn í húsnæðið. Að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að eldurinn kæmist ekki inn þar sem töluverður eldsmatur var. 1.1.2008 09:44 Sjá næstu 50 fréttir
Ólöf Ýrr nýr ferðamálastjóri Ólöf Ýrr Atladóttir hefur verið ráðin ferðamálastjóri frá og með áramótum samkvæmt ákvörðun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðaráðherra sem tók við málefnum ferðaþjónustunnar um áramótin. 2.1.2008 11:57
Um 130 leita Jakobs og fleiri leitarmenn væntanlegir Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú að Jakobi Hrafni Hökuldssyni, 19 ára pilti sem saknað hefur verið í Reykjavík frá því í gærmorgun. 2.1.2008 11:46
Ný kjarnorkuver í Bretlandi Búist er við að breska ríkisstjórnin samþykki í þessari viku að hefja smíði nýrrar kynslóðar kjarnorkuvera í landinu. Búast má við harðri andstöðu umhverfissinna. 2.1.2008 11:36
Guðni Jóhannesson nýr orkumálastjóri Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ráðið doktor Guðna A. Jóhannesson prófessor, sem nú gegnir stöðu forstöðumanns Byggingartæknideildar Konunglega Verkfræðiháskólans í Stokkhólmi, sem orkumálastjóra frá 1. janúar 2008 til næstu fimm ára. 2.1.2008 11:34
Stílbrot á fánalögum hjá forseta að mati dómsmálaráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni uppsetninguna á íslenska fánanum í nýársávarpi forseta Íslands. Segir Björn að uppsetningin sé "stílbrot" þar sem fáninn hafi staðið röngu megin við forsetann. 2.1.2008 11:22
Fimmtán létust í umferðinni árið 2007 Fimmtán manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31. Í þremur tilvikum var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur. 2.1.2008 11:18
Yfir 300 sagði látnir í átökum í Kenía Yfir þrjú hundruð manns eru nú sagðir látnir í átökum í Kenía eftir forsetakosningar þar í landi 27. desember. 2.1.2008 11:09
Svelti hund í hel í nafni listarinnar Um 400 þúsund manns hafa skrifað undir mótmælalista á netinu gegn því að listamaður frá Costa Rica verði fulltrúi lands síns á listasýningu Miðameríkuríkja í Honduras á þessu ári. 2.1.2008 11:03
Kafarar leita að pilti í og við Elliðaárnar Kafarar á vegum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu leita nú að 19 ára pilti, Jakobi Hrafni Höskuldssyni, í Elliðaánum og við árnar en hans hefur verið saknað frá því í gærmorgun. 2.1.2008 10:38
Póstkassar teknir niður á nokkrum stöðum vegna skemmdarverka Íslandspóstur hyggst taka niður nokkra póstkassa á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars vegna lítillar notkunar og ítrekaðra skemmdarverka sem unnin hafa verið á þeim. 2.1.2008 10:28
Sprenging í Columbo kostar a.m.k. fjóra lífið Sprengja sem beint var gegn hermannarútu í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, hefur kostað að minnsta kosti fjögur mannslíf og 20 eru særðir að sögn yfirvalda. 2.1.2008 09:36
Skotið á lögreglu með flugeldum í bæ í Danmörku Kalla þurfti til mikinn fjölda lögreglumanna vegna óeirða í bænum Kokkendal á Norður-Sjálandi yfir áramótin. Skotið var á lögregluna með flugeldum og mikil skemmdarverk voru unnin á verslunum í bænum bæði á gamlárskvöld og nýársnótt. 2.1.2008 09:31
Gos hafið í eldfjalli í Chile Gos er hafið í eldfjallinu Laima í Chile og hafa um 150 manns verið fluttir frá svæði í grennd við fjallið 2.1.2008 09:27
Lögreglan á Suðurnesjum í sannkölluðu nýárshlaupi Lögreglan á Suðurnesjum elti í gærmorgun uppi þrjá menn sem reyndu að komast undan eftir að lögregla hafði afskipti af þeim vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. 2.1.2008 09:20
Vandræði um borð í Queen Victoria Það þykir boða ógæfu ef kampavínsflaskan brotnar ekki þegar skipi er hleypt af stokkunum. Og það er einmitt raunin í tilfelli Queen Victoria einu nýjasta og dýrasta skemmtferðaskipi heims. 2.1.2008 09:04
Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum. 2.1.2008 07:55
Þrír handteknir fyrir veggjakrot Lögregla handtók þrjá sautján ára pilta undir morgun á Laugaveginum í morgun, grunaða um veggjakrot á þó nokkur hús í grenndinni. 2.1.2008 07:46
Níu útköll í gærkvöldi vegna elda Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út níu sinnum í gærkvöldi og fram á nótt vegna elda, en engan sakaði í þeim. 2.1.2008 06:56
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 19 ára dreng Jakobi Hrafni Höskuldssyni, sem síðast sást við Broadway um kl. 05.30 aðfaranótt nýársdags. 2.1.2008 06:54
Brennd inni í kirkju í Kenya Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn. 1.1.2008 20:37
Ráðherra í klámkvikmyndum Heilbrigðisráðherra Malasíu hefur viðurkennt að hann sé karlmaðurinn í tveim klámmyndum sem hefur verið víða dreift í landinu. 1.1.2008 19:35
Fjölskyldan er hjónaband karls og konu -Benedikt páfi Í nýjársávarpi sínu lagði Benedikt sextándi páfi áherslu á að vernda þyrfti hina hefðbundnu fjölskyldu til að tryggja frið í heiminum á komandi ári. 1.1.2008 20:01
Zuma fyrir dómstóla í ágúst Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi. 1.1.2008 19:08
Handtekinn fyrir orðróm um Putin Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum. 1.1.2008 18:54
Margrét þú ert hræsnari Extra Bladet danska vandar Margréti Þórhildi drottningu ekki kveðjurnar vegna áramótaávarps hennar. 1.1.2008 18:12
Færeyskan verður þjóðtunga Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli. 1.1.2008 17:15
Hvað varð Benazir Bhutto að bana ? Benazir Bhutto er dáin og grafin, en það eru enn heitar deilur um hvað það í rauninni var sem varð henni að fjörtjóni. 1.1.2008 16:54
Flýið, Marsbúar Flýið Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert. 1.1.2008 16:19
Brennur tendraðar klukkan sex Brennur á höfuðborgarsvæðinu verða haldnar klukkan sex í kvöld fyrir utan brennur á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði sem verða haldnar á þrettándanum. Þetta var ákveðið á fundi slökkviliðs og lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Öllum brennum á höfuðborgarsvæðinu var aflýst í gær sökum veðurs. Að sögn slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins er spáð 5-10 metrum á sekúndu og lítilsháttar éljum í kvöld. 1.1.2008 16:13
Fluttir fullir frá Suðurpólnum Tveir menn voru fluttir með herflugvél frá Suðurpólnum á jóladag hefur að hafa lent þar í fyrstu barslagsmálum í sögu þess heimshluta. 1.1.2008 15:55
Tjá sig ekki um árás tígrisdýrsins Bræðurnir sem urðu fyrir árás tígrisdýrs í San Francisco fyrir áramótin hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Dýrið drap félaga þeirra. 1.1.2008 15:40
Ellefu fengu fálkaorðuna Við athöfn á Bessastöðum í dag, 1. janúar 2008 sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 1.1.2008 15:08
Rólegt á yfirborðinu í Naíróbí, en kraumar undir niðri Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins er búsettur í Nairóbí í Kenýa þar sem nú ríkir afar ótryggt ástand í kjölfar umdeildra forsetakosninga þar sem stjórnvöld hafa verið ásökuð um víðtækt kosningasvindl. Að minnsta kosti 250 hafa fallið í átökum síðustu daga en Ómar, sem vinnur sem forstöðumaður upplýsingadeildar á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku, segir að dagurinn í dag sé sá rólegasti frá því kosningarnar fóru fram í síðustu viku. 1.1.2008 14:42
Olmert undirbýr skiptingu Jerúsalem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels gaf í skyn í dag að Ísraelar kunni að neyðast til þess að deila Jerúsalem með Palestínumönnum. 1.1.2008 14:03
Eldur kom upp í tilvonandi áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar Eldur kom upp í nýbyggingu sem verktakafyrirtækið Eykt reisir á Miðhellu í Hafnarfirðinum. Byggingunni er ætlað að hýsa áhaldahús bæjarins þegar fram líða stundir. Talið er líklegt að um íkveikju sé að ræða og er tjónið töluvert þó húsið sé tómt. Mikill hiti myndaðist inni í húsinu og stálbitar í lofti þess eru taldir hafa bognað af völdum hitans. 1.1.2008 13:24
Ólafur Ragnar ætlar að bjóða sig fram í annað kjörtímabil Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í áramótaávarpi sínu nú rétt í þessu að hann hyggist gegna embættinu áfram í annað kjörtímabil, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. 1.1.2008 13:16
Nýju ári fagnað um allan heim Nýju ári var fagnað með skoteldum víða um heim í nótt. Á Rauða torginu í Moskvu dönsuðu Rússar um með þjóðfána sinn. Orð Pútíns forseta í áramótaávarpi hans um hagvöxt og samheldni þjóðarinnar þeim hvatning. 1.1.2008 10:14
Fyrsta barn ársins fimmtán marka stúlka Fyrsta barn ársins, eftir því sem næst verður komist, fæddist í Hreiðrinu á Kvennadeild Landspítalans í Reykjavík klukkan fimm mínútur yfir eitt í nótt. Það reyndist stúlka og var annað barn foreldra sinna. 1.1.2008 10:10
Einbýlishús á Eskifirði skemmdist í eldi Eldur kom upp í einbýlishúsi á Eskifirði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Eldurinn breiddist út á skömmum tíma og logaði glatt í miðrými hússins. Tvo klukkutíma tók að slökkva eldinn og urðu miklar skemmdir á húsinu. Engan sakaði og voru eigendur hússins ekki heima. 1.1.2008 09:56
Sextíu hófu árið á slysadeild Sextíu manns á öllum aldri komu á slysadeild Landspítalans á nýársnótt vegna ýmiss konar áverka. Þrír voru lagðir inn með beinbrot. Að sögn vakthafandi læknis voru einhverjir með brunasár á höndum og í andliti eftir notkun flugelda en þó engin alvarleg tilvik. 1.1.2008 09:52
Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðallega vegna almennrar ölvunar. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann hafði lagt til annars manns með hníf og veitt honum áverka á hálsi. 1.1.2008 09:48
Eldsvoðar í Gilsbúð og í Álakvísl Nýársnóttin var tiltölulega róleg hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins en þó voru tvö tiltölulega stór útköll. Eldur var borinn að stæðu af vörubrettum fyrir utan iðnaðarhúsnæði Gilsbúð í Garðabænum og logaði þar glatt. Rúða sprakk í hitanum frá eldinum og fór reykur inn í húsnæðið. Að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að eldurinn kæmist ekki inn þar sem töluverður eldsmatur var. 1.1.2008 09:44