Fleiri fréttir

Discovery skotið á loft

Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í dag en förinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimferjunni er sjö manna áhöfn og tækjabúnaður sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur á vegum geimferðarstofnana Evrópu og Japans.

Hæstiréttur staðfestir farbann yfir Litháum

Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir tveimur Litháum sem taldir eru tengjast litháísku þjófagengi sem grunað er um stórfelldan þjófnað úr fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Skógareldarnir ógna 72 þúsund heimilum

Skógareldarnir í sunnanverðri Kaliforníu ógna nú 72 þúsund heimilum og hafa þegar eyðilagt eitt þúsund og þrjú hundruð heimili. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego sýslu þar sem fjöldi neyðarskýla eru orðin yfirfull. George Bush lýsti yfir neyðarástandi í dag í sjö sýslum Kaliforníu. Um leið fór í gang stórslysaáætlun landsins.

Össur undirritar í Indónesíu

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Purnomo Yusgiantoro orkumálaráðherra Indónesíu undirrituðu í dag samstarfssamning á milli þjóðanna tveggja í jarðvarmaámálum.

Tólf vilja stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu

Tólf manns sækja um stöður ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en skipað verður í stöðuna frá og með áramótum. Meðal umsækjenda eru Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri, Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Belinda Theriault, fyrrverandi forstöðumaður alþjóðamála á skrifstofu Alþingis.

Gátu ekki tengst Leifsstöð vegna hvassviðris

Nokkrar tafir urðu á millilandaflugi í gær vegna hvassviðris og þá gekk urðu vélar að bíða í röðum eftir því að fá afgreiðslu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þegar mest var náði vindhraðinn 27 metrum á sekúndu en öryggishámark á vellinum er 25 metrar á sekúndu.

Bush ítrekar mikilvægi eldflaugavarnakerfis í Evrópu

Nauðsynlegt er að setja upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu til að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra gegn mögulegum árásum frá Íran og öðrum óvinveittum þjóðum. Þetta kom fram í máli Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington í dag. Lagði Bush mikla áherslu á að kerfinu væri ekki beint gegn Rússlandi.

Vilja fullan aðskilnað ríkis og kirkju

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að styðja hugmyndir Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra um að leggja niður ráðuneyti kirkjumála.

Offita orðin að „heimsfaraldri“

Fólk um allan heim er að verða feitara samkvæmt nýrri könnun Circulation journal sem framkvæmd var á einum degi víða um heim. Einungis íbúar Asíu eru möguleg undantekning samkvæmt könnuninni.

Ráðherra tjáir sig ekki um yfirlýsingu Ólafs Arnar Haraldssonar

Utanríkisráðherra mun ekki tjá sig um yfirlýsingu Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi forstjóra Ratsjárstofnunar, í tengslum við brottvikningu hans úr starfi. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir ráðherra ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna.

Lætur gera úttekt á stöðu neytendamála

Viðskiptaráðherra hefur falið Félagsvísindastofnun, Hagfræðistofnun og Lagastofnun Háskóla Íslands að vinna ítarlega rannsókn á stöðu neytendamála hér á landi.

Bhutto bannað að yfirgefa Pakistan

Yfirvöld í Pakistan hafa bannað Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra að yfirgefa landið. Talsmaður Þjóðarflokks Pakistan sem Bhutto leiðir sagði fréttamanni BBC að flokkurinn hefði skrifað innanríkisráðuneyti landsins vegna málsins. Bhutto slapp ómeidd úr morðtilraun á fimmtudag þegar hún sneri aftur úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Næstum 140 manns létust í árásinni.

Kynlíf samkynhneigðra bannað í Singapúr

Þingið í Singapúr ákvað í morgun að fella ekki úr gildi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra. Fyrir atkvæðagreiðslu höfðu þingmönnum borist þúsundir undirskrifta þar sem óskað var eftir því að lögin yrðu felld út gildi.

Þjófagengi á Akureyri

Sýslumaðurinn á Akureyri þingfesti í dag mál á hendur 7 strákum, fæddum á árunum frá 1987 til 1990 fyrir fjölmörg þjófnaðar og nytjastuldbrot sem þeir frömdu á þriggja mánaða tímabili síðasta vetur.

Höfuðkúpubraut konu með öskubakka

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Vestmannaeyjum á sunnudag grunaður um að hafa slegið konu á fertugsaldri í höfuðið með gleröskubakka þannig að hún höfuðkúpubrotnaði.

Forsetinn leiddi Össur inn í prívatíbúðina

Í bráðskemmtilegri færslu á bloggsíðu sinni greinir Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra frá óvæntum fundi sínum með forseta Indónesíu. Endaði langur fundur þeirra með því að forsetinn dró Össur með sér inn í prívatíbúð sína og höfðu viðstaddir þrír ráðherrar landsins aldrei kynnst öðru eins.

Bara tryggður fyrir tapi verði forsendubrestur af hálfu OR

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að fullyrðing Moggans á forsíðu blaðsins í dag, um samning Bjarna við OR, sé röng.

Verða að fá hagstæð langtímalán til jarðarkaupa

Bændur verða að hafa aðgang að hagstæðum langtímalánum til jarðakaupa, ef koma á í veg fyrir að stóreignamenn eignist allar bújarðir. Þetta segir helsti kúabóndi Vopnafjarðar sem segir brýnt að skipulagsyfirvöld skilgreini hvaða land megi taka undir aðra starfsemi.

Eddutilnefningar kynntar á morgun

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 verða tilkynntar á morgun. Kosið verður í 16 flokkum auk þess sem heiðursverðlaun verða afhent og almenningur kýs vinsælasta sjónvarpsþáttinn á Vísi.

Tveir menn ábyrgir fyrir árásinni á Bhutto

Tveir tilræðismenn sprengdu sjálfsmorðssprengjurnar sem beint var gegn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan þegar hún sneri aftur úr útlegð í síðustu viku. Bhutto slapp ómeidd en að minnsta kosti 136 manns létust í tilræðinu á bílalest hennar í Karachi á fimmtudag.

Fjárdráttarkærur velkjast um hjá lögreglu

Kærur Tryggingastofnunar um fjárdrátt upp á eitthvað á annað hundrað milljónir króna velkjast nú hjá lögregluembættum án þess að ákærur séu gefnar út. Forstjóri stofnunarinnar segir þetta vekja spurningar um framgang réttvísinnar.

Hundruð þúsund flýja eldana í Kaliforníu

Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna mikilla skógarelda, einkum í suðurhluta fylkisins. Að minnsta kosti þrettán skógareldar í sunnanverðu Kaliforníufylki hafa eyðilagt sjö hundruð heimili, valdið dauða eins manns og skaðað á fjórða tug manna.

Utanríkisráðherra óskaði eftir uppsögn Ólafs Arnar

Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi forstjóri Ratstjárstofnunar, segir ekki það ekki rétt sem fram hafi komið í fréttum að hann hafi gengið á dyr án þess að upplýsa utanríkisráðuneytið um það.

Norðmenn segja Íslendinga falsa aflatölur

Samtök norskra útgerðarmanna hafa í bréfi til norska sjávarútvegsráðuneytisins dregið í efa að aflatölur íslenskra skipa á makrílveiðum í sumar séu réttar. Í það er látið skína að aflatölurnar hafi verið falsaðar til þess að koma Íslendingum að samningsborðinu við skiptingu makrílkvótans á milli strandríkja.

Upplýsingar um leigukostnað utanríkisráðuneytis ekki til reiðu

Í frétt á norska vefmiðlinum E24 kemur fram að húsaleiga fyrir norska sendiherrabústaði er himinhá í sumum tilfellum. Þannig er leigan á sendiherrabústaði Norðmanna í London heilar 18 milljónir íslenskra króna á mánuði. Vísir leitaði upplýsinga hjá utanríkisráðuneytinu um húsaleigukostnað á vegum Íslensku sendiráðanna, og sundurliðun á því hvar húsnæði er leigt og hvar það hefur verið keypt.

Varað við stórauknu framboði á e-töflum

Framboð e-taflna hefur stóraukist hér á landi undanfarnar vikur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við neyslu þessara taflna og boðaði til blaðamannafundar í morgun vegna málsins.

Steingrímur Njálsson dæmdur fyrir hótanir

Einn alræmdasti barnaníðingur Íslands, Steingrímur Njálsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tvegja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð Illuga Jökulssonar, fyrrverandi ritstjóra DV.

Þrír sýknaðir í Kompásmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá karlmenn af ákærum um tilraun til kynferðisbrota. Ákæran var byggð á tálbeitugögnum frá sjónvarpsþættinum Kompási.

Vinnur að söngleik um Múhameðsteikningamál

Sænski listamaðurinn Lars Vilks, sem komst í fréttirnar á dögunum eftir að sænskt dagblað birti myndir hans af Múhameð spámanni í hundslíki, vinnur nú að söngleik um mál sitt en hann hefur sætt líflátshótunum vegna myndanna.

Írakar hjálpa Tyrkjum með Kúrda

Írak hefur samþykkt að aðstoða Tyrki við að ná tökum á ástandinu gegn kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Íraks. Hoshyar Zebari utanríkisráðherra Íraks sagði í dag að spennan á milli aðilanna yrði leyst með samningaviðræðum og þar yrði engum leyft að skemma fyrir. Zebari sagði þetta eftir fund með Ali Babacan utanríkisráðherra Tyrkja.

Íslandsmet í að steikja hamborgara

Kokkurinn á Vitabar hefur örugglega sett Íslandsmet í að steikja hamborgara á laugardaginn var en þá afgreiddi hann yfir 200 pantanir frá hádegi og fram til klukkan tíu um kvöldið, það er pöntun á 3 mínútna fresti. Þeir sem pöntuðu voru að mestu gestir á Airwaves-hátíðinni en svipuð örtröð var á staðnum í fyrra er hátíðin stóð yfir.

ESB stefnir á 'bláa kortið'

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að koma bláum kortum í gagnið fyrir faglærða innflytjendur. Græna kortið í Bandaríkjunum er fyrirmynd bláa kortsins og myndi gefa faglærðum og fjölskyldum þeirra leyfi til að búa og vinna í sambandslöndunum.

Hafa mánuð til að meta Jón nauðgara

Tveir matsmenn hafa verið dómkvaddir til að meta hvort Jón Pétursson, sem hefur fengið tvo fimm ára dóma fyrir nauðganir á skömmum tíma, sé í raun ósakhæfur. Þeir hafa rétt rúman mánuð til að meta Jón því seinna mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti 28. nóvember næstkomandi.

Stúlka féll af svölum - móðurinnar leitað

Sjö ára gömul bresk stúlka féll fram af svölum á fimmtu hæð hótels á Mæjorka í gær. Stúlkan er í lífshættu en lögregla leitar nú móður hennar en ekkert hefur spurst til hennar eftir að stúlkan fannst á þaki viðbyggingar hótelsins.

Stökk í veg fyrir lest á Amager

Fertug kona lést í morgun á Tarnby lestarstöðinni á Amager í Kaupmannahöfn . Svo virðist sem konan hafi stokkið á teinana í þann mund sem lestin kom inn á stöðina og lést hún samstundis.

Mafían veltir gríðarlegum upphæðum

Ítalskir verslunarmenn hafa fengið sig fullsadda af ágangi ítölsku mafíunnar. Mafían þykir hafa fært sig upp á skaftið og nú heimtar hún nú verndargjöld frá stórum fyrirtækjum jafnt sem smáum.

200 minkar enn á flótta

Talið er að um 200 minkar leiki enn lausum hala, eða skotti, á Jótlandi eftir að brotist var inn í minnkabú í fyrrinótt og fimm þúsund minkum var sleppt lausum.

Konan sem rændi barni úr móðurkviði dæmd

Kviðdómendur í Missouri í Bandaríkjunum sakfelldu í gær konu fyrir morð sem vakti mikinn óhug árið 2004. Konan, sem er á fertugsaldri réðst þá á 23 ára gamla ólétta konu, myrti hana og fjarlægði barnið úr legi hennar.

Sjá næstu 50 fréttir