Fleiri fréttir Drögin gerðu ráð fyrir samningi til 10 ára Í drögum að samningi milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI) frá 17. september var gert ráð fyrir einkarétti REI á hugviti og þjónustu OR til tíu ára en ekki tuttugu eins og niðurstaðan varð. 23.10.2007 05:30 Erfiðara að búa á landsbyggðinni Innflytjendur á landsbyggðinni búa frekar við félagslega einangrun en þeir sem sest hafa að á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rauði krossinn á Norðurlandi lét gera. 23.10.2007 05:15 Flugfreyjurnar eru fyrstar Vinnumarkaður Flugfreyjufélag Íslands á fyrsta samningafund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair á miðvikudaginn í næstu viku. Flugfreyjufélagið er þar með eitt fyrsta stéttarfélagið til að hefja samningalotuna í haust. 23.10.2007 05:00 Höfn í Bakkafjöru ekki einkarekin „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru verði í höndum einkaaðila. 23.10.2007 04:45 Mest aukning á Suðurnesjum Íbúum Íslands fjölgaði um 3.700 manns, eða 1,2 prósent, á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta af landinu 2.561 en náttúruleg fjölgun, það er fæddir umfram dána, var 1.139 manns. 23.10.2007 04:30 Meindýraeyðir áfrýjar dómi Árni Logi Sigurbjörnsson meindýraeyðir hefur ákveðið að áfrýja dómi, sem hann hann hlaut í síðustu viku, til Hæstaréttar, að því er hann hefur tjáð Fréttablaðinu. 23.10.2007 04:30 Með 700 grömm af kókaíni Sex menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ýmist skipulagt eða flutt hingað til lands rúmlega 700 grömm af kókaíni á síðasta ári. 23.10.2007 04:30 Neyðarástand í Kaliforníu Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. 23.10.2007 04:00 Howard tapaði í kappræðum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með. 23.10.2007 03:45 Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing kína, ap Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtímabil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launamunar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu. 23.10.2007 03:00 Brynvagnar stefna að landamærunum Tyrkland, AP Tugir tyrkneskra brynvagna stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á fjölmennum mótmælafundum í borgum landsins var þess krafist að tekið væri af hörku á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát. 23.10.2007 03:00 Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda. 22.10.2007 21:50 Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes. 22.10.2007 20:17 Einar vill ítarlega umræðu um kýrnar Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að niðurstaða um að flytja inn nýtt kúakyn til Íslands verði ekki tekin í fljótfærni. Hann vill að bændur ræði málið á sínum vettvangi og komist að niðurstöðu sín í milli. 22.10.2007 20:10 Discovery skotið á loft á morgun Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni. 22.10.2007 19:47 Annríki hjá lögreglu og slökkviliði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Dalsmára í Kópavogi um sexleytið vegna þess að vatn lak úr læk í nágrenninu og inn í hús. 22.10.2007 19:45 Fjárfestir í Lúxemborg eignast fjórðung jarða í Vopnafirði Fjárfestir, búsettur í Lúxemborg, og aðilar honum tengdir, hafa á fáum árum eignast fjórðung allra jarða í Vopnafirði. Einn helsti kúabóndi sveitarinnar vill að stjórnvöld setji lög eða reglur sem takmarki fjöldakaup á jörðum. 22.10.2007 19:06 Osama bin Laden hvetur múslima til að sýna samstöðu Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendi í dag út hljóðupptöku af Osama bin Laden, leiðtoga Al kaída samtakanna. Þar hvetur bin Laden herskáa múslima í Írak til að sameina krafta sína. 22.10.2007 18:49 SA: Einbeita sér að þeim launalægstu Samtök atvinnulífsins vilja hækka laun þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs og hafa setið eftir á meðan laun annarra hafa hækkað umfram launataxta. 22.10.2007 18:48 Rússar opna leynilega flugstöð Rússar stunda þessa dagana viðamiklar heræfingar í lofti, meðal annars með sprengjuflugvélum sem hafa verið að fljúga meðfram Íslandi. Hinn háleynilegi herflugvöllur í sunnanverðu Rússlandi, þar sem miðstöð vélanna er, hefur ekki áður verið opnaður vestrænum fréttamönnum. 22.10.2007 18:45 Ríkið leggur rösklega 40% á öryggisfatnað sem bjargað getur mannslífum Ríkið leggur ríflega fjörutíu prósent á öryggisfatnað bifhjólamanna í mörgum tilvikum. Þetta er búnaður sem bjargað getur mannslífum. Ný lög skylda ökumenn bifhjóla að nota öryggisfatnað, sem þó er enn óskilgreindur í lögum. 22.10.2007 18:45 Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir. 22.10.2007 18:21 Atlantsolía í skaðabótamál við Olís Atlantsolía sakar Olís um að hafa með ólögmætum hætti látið fjarlægja auglýsingabifreið félagsins af bílaplani við Skúlagötu. Bíllinn var fluttur upp í höfuðstöðvar Vöku þar sem lögmaður Atlantsolíu leysti hann út í dag. Félagið hyggst fara í skaðabótamál við Olís vegna málsins. 22.10.2007 18:15 Færeyingar vilja íslenskt rafmagn Færeyingar telja að þeir geti dregið úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda um nærri 30 prósent fái þeir rafmagn frá Íslandi í gegnum sæstreng. Í dag eru flest öll heimil í Færeyjum hituð upp með olíu. 22.10.2007 17:46 Tyrkir safna liði við landamæri Íraks Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða. 22.10.2007 17:44 Þjóðernissinnar taldir á undanhaldi Fréttaskýrendur segja að kosningarnar í Póllandi séu viðvörun til öfgaflokka í Mið- og Austur-Evrópu um að stuðningur við þá sé að minnka. 22.10.2007 17:40 Fundar um orku- og sjávarútvegsmál í Indónesíu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fundar á morgun með Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, ásamt orkumálaráðherra landsins og sjávarútvegsráðherra. 22.10.2007 17:04 Foreldrar leikskólabarna mótmæla Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík ætla að afhenda formanni leikskólaráðs Reykjavíkur undirskriftalista á morgun. Um 2500 undirskriftum hefur þegar verið safnað að sögn Hildar Vernudóttur, meðstjórnanda í foreldrafélaginu Foldaborg. 22.10.2007 17:04 Flugi til Ísafjarðar og Eyja frestað til morguns Flugi til Vestmannaeyja og Ísafjarðar sem átti að fara nú á fimmta tímanum hefur verið aflýst og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. 22.10.2007 16:58 Dýratilraunir hjá deCode og víðar Dýratilraunir fara fram á nokkrum stöðum hér á landi, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu sem notar mýs og rottur til framhaldsrannsókna. 22.10.2007 16:44 SAS mismunar farþegum eftir kynþætti Sérstök kvörtunarnefnd í málefnum minnihlutahópa í Danmörku hefur komist að þeirri niðurstöðu að norræna flugfélagið SAS mismuni farþegum eftir menningarlegum bakgrunni þeirra. Félagið meinar fólki með ónorræn og óengilsaxnesk nöfn að nýta sér sjálfsafgreiðslu við innritun. 22.10.2007 16:05 Gómaður þrisvar sama sólarhringinn Sýslumaðurinn á Akranesi þingfesti í dag mál á hendur tvítugum karlmanni frá Hveragerði sem gómaður var þrisvar sinnum sama sólarhringinn af lögreglunni á írskum dögum á Akranesi í sumar. 22.10.2007 16:03 Skjálftavirkni við Upptyppinga og Herðubreiðartögl Nokkur skjálftavirkni hefur verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. 22.10.2007 15:59 Allt á réttri leið, segir Breiðavíkurdrengur Samvinna þeirra Þórs Jónssonar upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar og Guðmundur Gissurarsonar Breiðavíkurdrengs hófst í dag. Eins og kunnugt er af fréttum Vísi fyrir helgi ákvað Þór að aðstoða Guðmund við að fá í hendur skýrslu barnaverndarnefndar um sig. "Þetta er allt á réttri leið núna," segir Guðmundur. 22.10.2007 15:34 Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið. 22.10.2007 15:21 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Að minnsta kosti einn er látinn og sautján slasaðir í miklum skógareldum í Kaliforníu. Töluverðar tafir hafa orðið á slökkvistarfi þar sem slökkvilið hefur þurft að snúa frá slökkvistörfum til að bjarga íbúum sem neituðu að yfirgefa heimili sín í gær. Ástandið snarversnaði í nótt og er orðið mun verra en slökkviliðsmenn hefðu getað ímyndað sér að sögn Bill Metcalf varðstjóra slökkviliðs sem berst við eldana. 22.10.2007 15:05 Ómakleg orðræða um kirkjuna Tekist var á um það hversu langt ætti að ganga í umræðum um staðfesta samvist á Kirkjuþingi í morgun. 22.10.2007 14:59 Lögðu hald á fíkniefni og hníf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt karlmann á þrítugsaldri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari leit í bifreið mannsins fundust ætluð fíkniefni og hnífur. Lögreglan lagði hald á hvorttveggja. 22.10.2007 14:55 Vildu gera hryðjuverkaárás á Tívolíið í Kaupmannahöfn Hryðjuverkamennirnir í hinu svokallaða Vollmose-máli íhuguðu að koma fyrir sprengju í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku í dag. Mennirnir höfðu einnig hugsað sér að koma fyrir sprengju á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. 22.10.2007 14:36 Átta tyrkneskra hermanna saknað Átta tyrkneskra hermanna er saknað eftir árás uppreisnarmanna Kúrda á tyrkneskar hersveitir í gær sem kostuðu 12 tyrkneska hermenn lífið. Yfirlýsing hersins í Tyrklandi þess efnis var birt í kjölfar þess að fréttastofa sem talin er tengjast uppreisnarmönnunum birti nöfn sjö þeirra sem saknað er. 22.10.2007 14:17 Þýskir lestarstjórar boða verkfall Reiknað er með miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna boðaðs verkfalls þýskra lestarstjóra. Viðræður þeirra við þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hafa engan árangur borið. 22.10.2007 14:12 Stormur í aðsigi Það er versnandi veður á landinu sunnan- og vestanverðu, þar á meðal í höfuðborginni og eru horfur á vindhraði ná um eða yfir 20 m/s á þessu svæðum og enn meiri á hálendinu. 22.10.2007 13:13 Fjölmargir sektaðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Karlmaður á sextugsaldri var meðal þeirra 34 sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip fyrir brot á lögreglusamþykkt í miðborginni um helgina. 22.10.2007 12:42 Ekkert lát á síldveiðinni á Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðinni á Grundarfirði. Nokkur skip, sem voru þar í gær, náðu að fylla sig og eru á landleið og Hákon liggur úti fyrir Ólafsvík og er áhöfnin að frysta síld um borð. Hin skipin sigla með síldina ferska alla leið til Austfjarðahafna. 22.10.2007 12:26 Telur rifta eigi samningi REI og GGE Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, telur að rifta eigi samrunasamningi REI og Geysis Green Energy. Menn eigi ekki að komast upp með slík vinnubrögð og málið eigi að fara aftur á byrjunarreit. 22.10.2007 12:22 Sjá næstu 50 fréttir
Drögin gerðu ráð fyrir samningi til 10 ára Í drögum að samningi milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI) frá 17. september var gert ráð fyrir einkarétti REI á hugviti og þjónustu OR til tíu ára en ekki tuttugu eins og niðurstaðan varð. 23.10.2007 05:30
Erfiðara að búa á landsbyggðinni Innflytjendur á landsbyggðinni búa frekar við félagslega einangrun en þeir sem sest hafa að á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rauði krossinn á Norðurlandi lét gera. 23.10.2007 05:15
Flugfreyjurnar eru fyrstar Vinnumarkaður Flugfreyjufélag Íslands á fyrsta samningafund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair á miðvikudaginn í næstu viku. Flugfreyjufélagið er þar með eitt fyrsta stéttarfélagið til að hefja samningalotuna í haust. 23.10.2007 05:00
Höfn í Bakkafjöru ekki einkarekin „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru verði í höndum einkaaðila. 23.10.2007 04:45
Mest aukning á Suðurnesjum Íbúum Íslands fjölgaði um 3.700 manns, eða 1,2 prósent, á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma var fjöldi aðfluttra umfram brottflutta af landinu 2.561 en náttúruleg fjölgun, það er fæddir umfram dána, var 1.139 manns. 23.10.2007 04:30
Meindýraeyðir áfrýjar dómi Árni Logi Sigurbjörnsson meindýraeyðir hefur ákveðið að áfrýja dómi, sem hann hann hlaut í síðustu viku, til Hæstaréttar, að því er hann hefur tjáð Fréttablaðinu. 23.10.2007 04:30
Með 700 grömm af kókaíni Sex menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ýmist skipulagt eða flutt hingað til lands rúmlega 700 grömm af kókaíni á síðasta ári. 23.10.2007 04:30
Neyðarástand í Kaliforníu Gífurlegir skógar-eldar geisa nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri lýst yfir neyðarástandi í sjö sýslum í suðurhluta ríkisins. 23.10.2007 04:00
Howard tapaði í kappræðum Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með. 23.10.2007 03:45
Aukin pólitísk völd Hu eftir flokksþing kína, ap Forseti Kína, Hu Jintao, hefur seinna fimm ára kjörtímabil sitt með aukin pólitísk völd að loknu flokksþingi Kommúnistaflokksins í Kína. Hann hefur nú frjálsari hendur til að fást við vaxandi spennu vegna launamunar og til að auka fjárframlög til vanræktrar félagsþjónustu. 23.10.2007 03:00
Brynvagnar stefna að landamærunum Tyrkland, AP Tugir tyrkneskra brynvagna stefndu í gær að landamærunum að Írak. Á fjölmennum mótmælafundum í borgum landsins var þess krafist að tekið væri af hörku á uppreisnarmönnum Kúrda í kjölfar þess að í fyrradag féllu tólf hermenn í fyrirsát. 23.10.2007 03:00
Hundruð óeirðarseggja í palestínsku fangelsi Hundruð palestínskra fanga gerðu aðsúg að ísraelskum fangavörðum í Negev eyðimörkinni í suðurhluta Israel. Fimmtán Palestínumenn og 15 fangaverðir særðust í átökunum að sögn ísraelskra yfivalda. 22.10.2007 21:50
Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes. 22.10.2007 20:17
Einar vill ítarlega umræðu um kýrnar Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að niðurstaða um að flytja inn nýtt kúakyn til Íslands verði ekki tekin í fljótfærni. Hann vill að bændur ræði málið á sínum vettvangi og komist að niðurstöðu sín í milli. 22.10.2007 20:10
Discovery skotið á loft á morgun Geimskutlunni Discovery verður skotið á loft frá Flórídaskaga á morgun en för hennar heitið að alþjóðlegu geimstöðinni. Þar mun geimskutlan dvelja í fjórtán daga á meðan áhöfn hennar sinnir viðhaldi og endurbætum á geimstöðinni. 22.10.2007 19:47
Annríki hjá lögreglu og slökkviliði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Dalsmára í Kópavogi um sexleytið vegna þess að vatn lak úr læk í nágrenninu og inn í hús. 22.10.2007 19:45
Fjárfestir í Lúxemborg eignast fjórðung jarða í Vopnafirði Fjárfestir, búsettur í Lúxemborg, og aðilar honum tengdir, hafa á fáum árum eignast fjórðung allra jarða í Vopnafirði. Einn helsti kúabóndi sveitarinnar vill að stjórnvöld setji lög eða reglur sem takmarki fjöldakaup á jörðum. 22.10.2007 19:06
Osama bin Laden hvetur múslima til að sýna samstöðu Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sendi í dag út hljóðupptöku af Osama bin Laden, leiðtoga Al kaída samtakanna. Þar hvetur bin Laden herskáa múslima í Írak til að sameina krafta sína. 22.10.2007 18:49
SA: Einbeita sér að þeim launalægstu Samtök atvinnulífsins vilja hækka laun þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs og hafa setið eftir á meðan laun annarra hafa hækkað umfram launataxta. 22.10.2007 18:48
Rússar opna leynilega flugstöð Rússar stunda þessa dagana viðamiklar heræfingar í lofti, meðal annars með sprengjuflugvélum sem hafa verið að fljúga meðfram Íslandi. Hinn háleynilegi herflugvöllur í sunnanverðu Rússlandi, þar sem miðstöð vélanna er, hefur ekki áður verið opnaður vestrænum fréttamönnum. 22.10.2007 18:45
Ríkið leggur rösklega 40% á öryggisfatnað sem bjargað getur mannslífum Ríkið leggur ríflega fjörutíu prósent á öryggisfatnað bifhjólamanna í mörgum tilvikum. Þetta er búnaður sem bjargað getur mannslífum. Ný lög skylda ökumenn bifhjóla að nota öryggisfatnað, sem þó er enn óskilgreindur í lögum. 22.10.2007 18:45
Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir. 22.10.2007 18:21
Atlantsolía í skaðabótamál við Olís Atlantsolía sakar Olís um að hafa með ólögmætum hætti látið fjarlægja auglýsingabifreið félagsins af bílaplani við Skúlagötu. Bíllinn var fluttur upp í höfuðstöðvar Vöku þar sem lögmaður Atlantsolíu leysti hann út í dag. Félagið hyggst fara í skaðabótamál við Olís vegna málsins. 22.10.2007 18:15
Færeyingar vilja íslenskt rafmagn Færeyingar telja að þeir geti dregið úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda um nærri 30 prósent fái þeir rafmagn frá Íslandi í gegnum sæstreng. Í dag eru flest öll heimil í Færeyjum hituð upp með olíu. 22.10.2007 17:46
Tyrkir safna liði við landamæri Íraks Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða. 22.10.2007 17:44
Þjóðernissinnar taldir á undanhaldi Fréttaskýrendur segja að kosningarnar í Póllandi séu viðvörun til öfgaflokka í Mið- og Austur-Evrópu um að stuðningur við þá sé að minnka. 22.10.2007 17:40
Fundar um orku- og sjávarútvegsmál í Indónesíu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fundar á morgun með Susilo Bambang Yudhoyono, forseta Indónesíu, ásamt orkumálaráðherra landsins og sjávarútvegsráðherra. 22.10.2007 17:04
Foreldrar leikskólabarna mótmæla Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík ætla að afhenda formanni leikskólaráðs Reykjavíkur undirskriftalista á morgun. Um 2500 undirskriftum hefur þegar verið safnað að sögn Hildar Vernudóttur, meðstjórnanda í foreldrafélaginu Foldaborg. 22.10.2007 17:04
Flugi til Ísafjarðar og Eyja frestað til morguns Flugi til Vestmannaeyja og Ísafjarðar sem átti að fara nú á fimmta tímanum hefur verið aflýst og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. 22.10.2007 16:58
Dýratilraunir hjá deCode og víðar Dýratilraunir fara fram á nokkrum stöðum hér á landi, þar á meðal hjá Íslenskri erfðagreiningu sem notar mýs og rottur til framhaldsrannsókna. 22.10.2007 16:44
SAS mismunar farþegum eftir kynþætti Sérstök kvörtunarnefnd í málefnum minnihlutahópa í Danmörku hefur komist að þeirri niðurstöðu að norræna flugfélagið SAS mismuni farþegum eftir menningarlegum bakgrunni þeirra. Félagið meinar fólki með ónorræn og óengilsaxnesk nöfn að nýta sér sjálfsafgreiðslu við innritun. 22.10.2007 16:05
Gómaður þrisvar sama sólarhringinn Sýslumaðurinn á Akranesi þingfesti í dag mál á hendur tvítugum karlmanni frá Hveragerði sem gómaður var þrisvar sinnum sama sólarhringinn af lögreglunni á írskum dögum á Akranesi í sumar. 22.10.2007 16:03
Skjálftavirkni við Upptyppinga og Herðubreiðartögl Nokkur skjálftavirkni hefur verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. 22.10.2007 15:59
Allt á réttri leið, segir Breiðavíkurdrengur Samvinna þeirra Þórs Jónssonar upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar og Guðmundur Gissurarsonar Breiðavíkurdrengs hófst í dag. Eins og kunnugt er af fréttum Vísi fyrir helgi ákvað Þór að aðstoða Guðmund við að fá í hendur skýrslu barnaverndarnefndar um sig. "Þetta er allt á réttri leið núna," segir Guðmundur. 22.10.2007 15:34
Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið. 22.10.2007 15:21
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Að minnsta kosti einn er látinn og sautján slasaðir í miklum skógareldum í Kaliforníu. Töluverðar tafir hafa orðið á slökkvistarfi þar sem slökkvilið hefur þurft að snúa frá slökkvistörfum til að bjarga íbúum sem neituðu að yfirgefa heimili sín í gær. Ástandið snarversnaði í nótt og er orðið mun verra en slökkviliðsmenn hefðu getað ímyndað sér að sögn Bill Metcalf varðstjóra slökkviliðs sem berst við eldana. 22.10.2007 15:05
Ómakleg orðræða um kirkjuna Tekist var á um það hversu langt ætti að ganga í umræðum um staðfesta samvist á Kirkjuþingi í morgun. 22.10.2007 14:59
Lögðu hald á fíkniefni og hníf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt karlmann á þrítugsaldri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari leit í bifreið mannsins fundust ætluð fíkniefni og hnífur. Lögreglan lagði hald á hvorttveggja. 22.10.2007 14:55
Vildu gera hryðjuverkaárás á Tívolíið í Kaupmannahöfn Hryðjuverkamennirnir í hinu svokallaða Vollmose-máli íhuguðu að koma fyrir sprengju í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku í dag. Mennirnir höfðu einnig hugsað sér að koma fyrir sprengju á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. 22.10.2007 14:36
Átta tyrkneskra hermanna saknað Átta tyrkneskra hermanna er saknað eftir árás uppreisnarmanna Kúrda á tyrkneskar hersveitir í gær sem kostuðu 12 tyrkneska hermenn lífið. Yfirlýsing hersins í Tyrklandi þess efnis var birt í kjölfar þess að fréttastofa sem talin er tengjast uppreisnarmönnunum birti nöfn sjö þeirra sem saknað er. 22.10.2007 14:17
Þýskir lestarstjórar boða verkfall Reiknað er með miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna boðaðs verkfalls þýskra lestarstjóra. Viðræður þeirra við þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hafa engan árangur borið. 22.10.2007 14:12
Stormur í aðsigi Það er versnandi veður á landinu sunnan- og vestanverðu, þar á meðal í höfuðborginni og eru horfur á vindhraði ná um eða yfir 20 m/s á þessu svæðum og enn meiri á hálendinu. 22.10.2007 13:13
Fjölmargir sektaðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Karlmaður á sextugsaldri var meðal þeirra 34 sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip fyrir brot á lögreglusamþykkt í miðborginni um helgina. 22.10.2007 12:42
Ekkert lát á síldveiðinni á Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðinni á Grundarfirði. Nokkur skip, sem voru þar í gær, náðu að fylla sig og eru á landleið og Hákon liggur úti fyrir Ólafsvík og er áhöfnin að frysta síld um borð. Hin skipin sigla með síldina ferska alla leið til Austfjarðahafna. 22.10.2007 12:26
Telur rifta eigi samningi REI og GGE Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, telur að rifta eigi samrunasamningi REI og Geysis Green Energy. Menn eigi ekki að komast upp með slík vinnubrögð og málið eigi að fara aftur á byrjunarreit. 22.10.2007 12:22