Fleiri fréttir Kastaðist á kyrrstæðan bíl Sautján ára kappa á tryllitæki, brást bogalistin þegar hann var að reykspóla í hringi á bílastæði útgerðarfélagsins Brims á Akureyri upp úr miðnætti. Hann missti stjórn á bílnum, sem kastaðist á kyrrstæðan bíl og þaðan upp í steinbeð, þar sem hann hafnaði á gamalli skipsskrúfu, sem þar er til skrauts. 17.10.2007 07:28 Féll fyrir borð á slöngubát Björgunarsveitarmaður , sem var við æfingar, féll fyrir borð á slöngubáti á fullri ferð í Hofsvík við Kjalarnes laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Félagar hans fundu hann ekki í myrkrinu og kölluðu eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem var við æfingar við Akranes. 17.10.2007 07:26 Óttast skaðleg áhrif þráðlausra módema Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vilja nú kanna hvort rafbylgjur frá þráðlausum módemum sem notuð eru víða á heimilum geti haft skaðleg áhrif á heilann. 17.10.2007 07:20 Þúsundir Dana deyja árlega vegna bílamengunar Um 3.400 Danir deyja á hverju ári vegna mengunar af völdum bílaumferðar eða nærri tíu sinnum fleiri en láta lífið þar í landi vegna umferðarslysa. 17.10.2007 07:08 Madonna gerir nýjan útgáfusamning Söngkonan Madonna undirritaði í gær einn stærsta plötu og tónleikasamning sögunnar við útgáfufyrirtækið Live Nation. 17.10.2007 07:05 Tyrkneska þingið tekur afstöðu til innrásar inn í Írak Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar landsins sem kveður á um heimild til að senda tyrkneska hersveitir yfir landamærin til norðurhluta Íraks. Yfirvöld í Írak hafa varað við afleiðingum innrásarinnar. 17.10.2007 07:02 Eskimo bregst við umfjöllun um átröskun Eskimo vill koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um heimildarmynd um veikindi ungrar stúlku sem þjáist af átröskunarsjúkdómi. 16.10.2007 19:16 Ástæða til að Geir grípi inn í? Sá styr sem staðið hefur um fyrrverandi borgarstjóra hefur dregið úr trúverðugleika hans segir prófessor í stjórnmálafræði, sem spyr sig hvort ástæða sé til að formaður flokksins grípi inn í málið. 16.10.2007 19:07 Lífsnauðsyn að fá meðferðarstofnun fyrir átröskunarsjúklinga Alma Geirdal, formaður Forma, félags sjúklinga með átröskun, segir lífsnauðsynlegt að koma á meðferðarstofnun fyrir sjúklinga með þennan lífshættulega sjúkdóm. Hún segir rétt að fárveik stúlka með átröskun hafi fengið tilboð um módelstörf hjá Eskimo. Talsmenn Eskimo segja að stúlkan hafi aldrei starfað hjá fyrirtækinu. 16.10.2007 18:59 Nafn mannsins sem lést í Krýsuvík Vélhjólamaðurinn sem lést í gær eftir að hafa farið útaf Krýsurvíkurvegi um klukkan 16 í gær hét Magnús Jónsson. Magnús var 32 ára gamall, búsettur í Jöklaseli í Reykjavík. Hann var barnlaus en lætur eftir sig sambýliskonu. 16.10.2007 17:53 Árni tók við verðlaunum í Lávarðadeildinni Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hlaut í dag Animal Action verðlaunin sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin (IFAW) veita árlega. Árni veitti verðlaununum viðtöku í Lávarðadeild enska þingsins í London. 16.10.2007 17:45 Tilboð í landbúnaðartollkvóta töluvert lægri með nýjum reglum Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandslöndum voru allt að 66 prósentum lægri nú en í vor þegar slíkir kvótar voru síðast boðnir út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu. 16.10.2007 17:44 Sóttu veika konu í hlíðar Valahnjúks Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti nú á fimmta tímanum við Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa sótt hollenska konu upp í hlíðar Valahnjúks í Þorsmörk. 16.10.2007 17:29 Berst fyrir lífi tveggja ára gamallar dóttur sinnar Ragna Erlendsdóttir er 27 ára gömul, einstæð, tveggja barna móðir. Fyrir 12 dögum greindist Ella Dís, tæplega tveggja ára gömul dóttir hennar með SMA. Það er lífshættulegur og ólæknandi hrörnunarsjúkdómur sem ræðst á mænuna og veldur lömun. 16.10.2007 17:21 Héraðsdómur staðfestir stjórnvaldssekt Skífunnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað þeim kröfum Árdegis að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að félagið skyldi greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnisbrota. 16.10.2007 17:09 Hanna Birna: Persónuleg samskipti verða aldrei söm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins deildu hart á Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi samstarfsmann þeirra í borgarstjórn, á fundi borgarstjórnarinnar í dag. 16.10.2007 16:51 Prestar og Samtökin 78 þinga Prestar og Samtökin 78 munu efna til málþings í Þjóðminjasafninu á fösturdaginn kemur en þar á að ræða hjónabandið og staðfesta samvist. Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen en málshefjendur verða fimm. 16.10.2007 16:40 Mannekla rædd í fyrramálið Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri, lýsti því yfir á borgarstjórnarfundi í dag að ekki yrðu gerar meiri háttar stjórnkerfisbreytingar á þessu kjörtímabili. 16.10.2007 16:19 Vilhjálmur vill að borgarstjórn styðji málssókn Svandísar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að borgarstjórnin styddi við málssókn Svandísar Svavarsdóttur vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Þessa tillögu lagði hann fram fyrir hönd borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sem nú er í minnihluta. 16.10.2007 16:06 Sænskar orrustuþotur til Tælands Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins. 16.10.2007 15:51 Líbýa, Víetnam og Burkina Faso í öryggisráðið Líbýa, Víetnam og Burkina Faso voru í dag kosin í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2008-2009. Ísland býður sig fram til ráðsins fyrir næsta tímabil á eftir. 16.10.2007 15:48 Uppsagnir á Reykjalundi, störf boðin út Sjö starfsmönnum á Reykjalundi hefur verið sagt upp störfum, þar á meðal þremur vaktmönnum auk starfsfólks í þvottahúsi og við símavörslu. Jón Benediktson framkvæmdastjóri Reykjalundar segir að um sparnað og hagræðingu sé að ræða í rekstrinum. 16.10.2007 15:46 Dæmt í morðmáli Gísla Þorkelssonar Búist er við að dómur falli í Jóhannesarborg í vikunni í morðmáli Gísla Þorkelssonar sem myrtur var í Suður-Afríku sumarið 2005. Fjórir vinir Gísla eru ákærðir fyrir aðild að morðinu, en einn þeirra, Willie Theron, játaði við yfirheyrslur að vera valdur að dauða hans. 16.10.2007 15:25 Kosið í nefndir og ráð í borginni Björn Ingi Hrafnsson verður formaður borgarráðs en auk hans sitja Svandís Svavarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Björk Vilhelmsdóttir í borgarráði fyrir X-listann eins og hann var nefndur í atkvæðagreiðslu um fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar á borgarstjórnarfundi í dag. 16.10.2007 15:25 Kristinn H. Gunnarsson: Ríkisstjórnarfundir teboð frekar en stjórnvaldsstofnanir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði á Alþingi í dag, að ríkisstjórnarfundir væru frekar teboð en stjórnvaldsstofnanir. Grímseyjarferjumálið var til umræðu á Alþingi í dag. 16.10.2007 15:16 Engar myndir fundust af Madeleine Portúgalska lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um Madeleine McCann meðal efnis á 150 tölvum grunaðra barnaníðinga . Vonast hafði verið til að komast á snoðir um hvarf stúlkunnar í tengslum við stærstu rannsókn lögreglunnar á barnaníðingum í landinu til þessa. 16.10.2007 14:45 Dagur: Verkefni borgarstjórnar að endurvekja traust Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan 14. Hann sagði verkefni borgarstjórnar sem heildar að endurvekja traust meðal borgarfulltrúa. 16.10.2007 14:41 Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum. 16.10.2007 14:30 Mokar „framsóknarflórinn" úr iðnaðarráðuneytinu „Vatnalögin eru eitt af þeim stóru ágreiningsmálum sem komin eru upp á milli stjórnarflokkanna. Þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að leysa úr málinu,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra við upphafi þingfundar í dag. 16.10.2007 14:20 Samið um flug til Vestmannaeyja Flugfélag Íslands skrifaði á dögunum undir samning við Vegagerðina um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Í framhaldi af útboði sem haldið var sl. sumar ákvað samgönguráðherra að fela Vegagerðinni að semja við Flugfélag Íslands um flug á þessari leið. 16.10.2007 14:06 Margrét tekur Hönnu Birnu sér til fyrirmyndar Nýr meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri - grænnna, Framsóknarflokksins og Frjálslyndra og óháðra tók formlega við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur í dag þegar fram fór borgarstjórnarfundur. Borgarstjórnarfundurinn hófst klukkan 14 og var byrjað á því að greiða atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar. 16.10.2007 14:03 Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. 16.10.2007 13:52 Bryndís verður stjórnarformaður OR tímabundið Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðarrektor á Bifröst, verður stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur á meðan pólitískir fulltrúar í borginni fara yfir málefni fyrirtækisins í heild sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýjum meirihluta. 16.10.2007 13:46 Fjögurra hæða risaeðla Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur. 16.10.2007 13:45 Kvíðaraskanir hjá börnum áhyggjuefni Börn eru kvíðin, haga sér illa, eru stressuð, þunglynd og með lífstíl fræga fólksins á heilanum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á grunnskólabörnum í Bretlandi, þeirri fyrstu sinnar tegundar í 40 ár. Hér á landi eru kvíðaraskanir hjá börnum að verða meira áberandi og talið að nokkuð vanti upp á að greina tilfelli. 16.10.2007 13:44 Andvaka sebrafiskar Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum. 16.10.2007 13:39 Landsmenn hugi að tungunni Menntamálaráðuneytið hefur sent út dreifibréf þar sem hvatt er til þess að landsmenn hugi nú, eins og undanfarin ár, að íslenskri tungu þann 16. nóvember og dagana þar í kring. 16.10.2007 13:35 Öll tilboðin í síðari áfanga GSM undir kostnaðaráætlun Þrjú tilboð bárust í síðari áfanga GSM-farsímaþjónustu á landinu en tilboðin voru opnuð í dag. Tvö eru frá innlendum fyrirtækjum og eitt frá svissnesku. Tilboðin voru öll undir kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs sem var 732 milljónir króna. 16.10.2007 13:31 Vörubíll valt á Hólmsheiði Vörubíll valt á Hólmsheiði fyrir stundu. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann ekki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lak talsverð olía úr bílnum og er nú unnið að því að hreinsa hana. 16.10.2007 13:24 Henning Mankell gefur þorp í Afríku Sænski rithöfundurinn Henning Mankell hefur gefið 150 milljónir króna til þess að byggja SOS-barnaþorp í Mósambík. 16.10.2007 13:23 Sýknaður af ákæru um líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás við Glaumbar í fyrrasumar. 16.10.2007 12:43 Engan sakaði í árekstri tveggja flugvéla á Heatrow Mikið lán var að engan sakaði og ekki kviknaði eldur þegar tvær farþegaflugvélar skullu saman á Heathrow flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi. 16.10.2007 12:26 Borgarstjórnarfundur í beinni á Vísi Vísir verður með beina útsendingu frá borgarstjórnarfundi, þegar nýr meirihluti tekur formlega við völdum. 16.10.2007 12:25 Vilja fjölga klósettum í heiminum Sérfræðingar í heilbrigðis- og hreinlætismálum frá yfir fjörtíu löndum hittast á ráðstefnu í Nýju Delí á Indlandi í lok mánaðarins. Markmiðið er að finna leiðir til að fjölga klósettum í heiminum. 16.10.2007 12:20 FME rýnir í svör Orkuveitunnar vegna REI Fjármálaeftirlitið rýnir nú í svör Orkuveitu Reykjavíkur en grunur leikur á að Orkuveitan sé að fara á skjön við lög um verðbréfaviðskipti og óskaði Fjármálaeftirlitið eftir upplýsingum þar að lútandi fyrir helgi. 16.10.2007 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Kastaðist á kyrrstæðan bíl Sautján ára kappa á tryllitæki, brást bogalistin þegar hann var að reykspóla í hringi á bílastæði útgerðarfélagsins Brims á Akureyri upp úr miðnætti. Hann missti stjórn á bílnum, sem kastaðist á kyrrstæðan bíl og þaðan upp í steinbeð, þar sem hann hafnaði á gamalli skipsskrúfu, sem þar er til skrauts. 17.10.2007 07:28
Féll fyrir borð á slöngubát Björgunarsveitarmaður , sem var við æfingar, féll fyrir borð á slöngubáti á fullri ferð í Hofsvík við Kjalarnes laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Félagar hans fundu hann ekki í myrkrinu og kölluðu eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem var við æfingar við Akranes. 17.10.2007 07:26
Óttast skaðleg áhrif þráðlausra módema Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vilja nú kanna hvort rafbylgjur frá þráðlausum módemum sem notuð eru víða á heimilum geti haft skaðleg áhrif á heilann. 17.10.2007 07:20
Þúsundir Dana deyja árlega vegna bílamengunar Um 3.400 Danir deyja á hverju ári vegna mengunar af völdum bílaumferðar eða nærri tíu sinnum fleiri en láta lífið þar í landi vegna umferðarslysa. 17.10.2007 07:08
Madonna gerir nýjan útgáfusamning Söngkonan Madonna undirritaði í gær einn stærsta plötu og tónleikasamning sögunnar við útgáfufyrirtækið Live Nation. 17.10.2007 07:05
Tyrkneska þingið tekur afstöðu til innrásar inn í Írak Tyrkneska þingið greiðir í dag atkvæði um frumvarp ríkisstjórnar landsins sem kveður á um heimild til að senda tyrkneska hersveitir yfir landamærin til norðurhluta Íraks. Yfirvöld í Írak hafa varað við afleiðingum innrásarinnar. 17.10.2007 07:02
Eskimo bregst við umfjöllun um átröskun Eskimo vill koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um heimildarmynd um veikindi ungrar stúlku sem þjáist af átröskunarsjúkdómi. 16.10.2007 19:16
Ástæða til að Geir grípi inn í? Sá styr sem staðið hefur um fyrrverandi borgarstjóra hefur dregið úr trúverðugleika hans segir prófessor í stjórnmálafræði, sem spyr sig hvort ástæða sé til að formaður flokksins grípi inn í málið. 16.10.2007 19:07
Lífsnauðsyn að fá meðferðarstofnun fyrir átröskunarsjúklinga Alma Geirdal, formaður Forma, félags sjúklinga með átröskun, segir lífsnauðsynlegt að koma á meðferðarstofnun fyrir sjúklinga með þennan lífshættulega sjúkdóm. Hún segir rétt að fárveik stúlka með átröskun hafi fengið tilboð um módelstörf hjá Eskimo. Talsmenn Eskimo segja að stúlkan hafi aldrei starfað hjá fyrirtækinu. 16.10.2007 18:59
Nafn mannsins sem lést í Krýsuvík Vélhjólamaðurinn sem lést í gær eftir að hafa farið útaf Krýsurvíkurvegi um klukkan 16 í gær hét Magnús Jónsson. Magnús var 32 ára gamall, búsettur í Jöklaseli í Reykjavík. Hann var barnlaus en lætur eftir sig sambýliskonu. 16.10.2007 17:53
Árni tók við verðlaunum í Lávarðadeildinni Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hlaut í dag Animal Action verðlaunin sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin (IFAW) veita árlega. Árni veitti verðlaununum viðtöku í Lávarðadeild enska þingsins í London. 16.10.2007 17:45
Tilboð í landbúnaðartollkvóta töluvert lægri með nýjum reglum Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandslöndum voru allt að 66 prósentum lægri nú en í vor þegar slíkir kvótar voru síðast boðnir út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu. 16.10.2007 17:44
Sóttu veika konu í hlíðar Valahnjúks Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti nú á fimmta tímanum við Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa sótt hollenska konu upp í hlíðar Valahnjúks í Þorsmörk. 16.10.2007 17:29
Berst fyrir lífi tveggja ára gamallar dóttur sinnar Ragna Erlendsdóttir er 27 ára gömul, einstæð, tveggja barna móðir. Fyrir 12 dögum greindist Ella Dís, tæplega tveggja ára gömul dóttir hennar með SMA. Það er lífshættulegur og ólæknandi hrörnunarsjúkdómur sem ræðst á mænuna og veldur lömun. 16.10.2007 17:21
Héraðsdómur staðfestir stjórnvaldssekt Skífunnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað þeim kröfum Árdegis að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að félagið skyldi greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnisbrota. 16.10.2007 17:09
Hanna Birna: Persónuleg samskipti verða aldrei söm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins deildu hart á Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi samstarfsmann þeirra í borgarstjórn, á fundi borgarstjórnarinnar í dag. 16.10.2007 16:51
Prestar og Samtökin 78 þinga Prestar og Samtökin 78 munu efna til málþings í Þjóðminjasafninu á fösturdaginn kemur en þar á að ræða hjónabandið og staðfesta samvist. Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen en málshefjendur verða fimm. 16.10.2007 16:40
Mannekla rædd í fyrramálið Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri, lýsti því yfir á borgarstjórnarfundi í dag að ekki yrðu gerar meiri háttar stjórnkerfisbreytingar á þessu kjörtímabili. 16.10.2007 16:19
Vilhjálmur vill að borgarstjórn styðji málssókn Svandísar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að borgarstjórnin styddi við málssókn Svandísar Svavarsdóttur vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Þessa tillögu lagði hann fram fyrir hönd borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sem nú er í minnihluta. 16.10.2007 16:06
Sænskar orrustuþotur til Tælands Búist er við að Tælenski flugherinn kaupi sænskar Gripen orrustuþotur frekar en bandarískar F-16 þotur, þegar kemur að því að skipta út hluta af orrustuflugflota landsins. 16.10.2007 15:51
Líbýa, Víetnam og Burkina Faso í öryggisráðið Líbýa, Víetnam og Burkina Faso voru í dag kosin í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2008-2009. Ísland býður sig fram til ráðsins fyrir næsta tímabil á eftir. 16.10.2007 15:48
Uppsagnir á Reykjalundi, störf boðin út Sjö starfsmönnum á Reykjalundi hefur verið sagt upp störfum, þar á meðal þremur vaktmönnum auk starfsfólks í þvottahúsi og við símavörslu. Jón Benediktson framkvæmdastjóri Reykjalundar segir að um sparnað og hagræðingu sé að ræða í rekstrinum. 16.10.2007 15:46
Dæmt í morðmáli Gísla Þorkelssonar Búist er við að dómur falli í Jóhannesarborg í vikunni í morðmáli Gísla Þorkelssonar sem myrtur var í Suður-Afríku sumarið 2005. Fjórir vinir Gísla eru ákærðir fyrir aðild að morðinu, en einn þeirra, Willie Theron, játaði við yfirheyrslur að vera valdur að dauða hans. 16.10.2007 15:25
Kosið í nefndir og ráð í borginni Björn Ingi Hrafnsson verður formaður borgarráðs en auk hans sitja Svandís Svavarsdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Björk Vilhelmsdóttir í borgarráði fyrir X-listann eins og hann var nefndur í atkvæðagreiðslu um fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar á borgarstjórnarfundi í dag. 16.10.2007 15:25
Kristinn H. Gunnarsson: Ríkisstjórnarfundir teboð frekar en stjórnvaldsstofnanir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði á Alþingi í dag, að ríkisstjórnarfundir væru frekar teboð en stjórnvaldsstofnanir. Grímseyjarferjumálið var til umræðu á Alþingi í dag. 16.10.2007 15:16
Engar myndir fundust af Madeleine Portúgalska lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um Madeleine McCann meðal efnis á 150 tölvum grunaðra barnaníðinga . Vonast hafði verið til að komast á snoðir um hvarf stúlkunnar í tengslum við stærstu rannsókn lögreglunnar á barnaníðingum í landinu til þessa. 16.10.2007 14:45
Dagur: Verkefni borgarstjórnar að endurvekja traust Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan 14. Hann sagði verkefni borgarstjórnar sem heildar að endurvekja traust meðal borgarfulltrúa. 16.10.2007 14:41
Danaprinsi snúið frá Eystri-landsrétti Jafnvel Jóakim Danaprins komst ekki framhjá öryggisvörðum við Eystri-Landsréttinn í Kaupmannahöfn í dag, þegar þar fóru fram vitnaleiðslur í máli meintra hryðjuverkmanna sem handteknir voru í Óðinsvéum á dögunum. 16.10.2007 14:30
Mokar „framsóknarflórinn" úr iðnaðarráðuneytinu „Vatnalögin eru eitt af þeim stóru ágreiningsmálum sem komin eru upp á milli stjórnarflokkanna. Þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að leysa úr málinu,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra við upphafi þingfundar í dag. 16.10.2007 14:20
Samið um flug til Vestmannaeyja Flugfélag Íslands skrifaði á dögunum undir samning við Vegagerðina um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Í framhaldi af útboði sem haldið var sl. sumar ákvað samgönguráðherra að fela Vegagerðinni að semja við Flugfélag Íslands um flug á þessari leið. 16.10.2007 14:06
Margrét tekur Hönnu Birnu sér til fyrirmyndar Nýr meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri - grænnna, Framsóknarflokksins og Frjálslyndra og óháðra tók formlega við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur í dag þegar fram fór borgarstjórnarfundur. Borgarstjórnarfundurinn hófst klukkan 14 og var byrjað á því að greiða atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar. 16.10.2007 14:03
Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. 16.10.2007 13:52
Bryndís verður stjórnarformaður OR tímabundið Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðarrektor á Bifröst, verður stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur á meðan pólitískir fulltrúar í borginni fara yfir málefni fyrirtækisins í heild sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýjum meirihluta. 16.10.2007 13:46
Fjögurra hæða risaeðla Steingervingafræðingar í Argentínu hafa fundið einstaklega heillega beinagrind af einhverri stærstu risaeðlu sem um getur. 16.10.2007 13:45
Kvíðaraskanir hjá börnum áhyggjuefni Börn eru kvíðin, haga sér illa, eru stressuð, þunglynd og með lífstíl fræga fólksins á heilanum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á grunnskólabörnum í Bretlandi, þeirri fyrstu sinnar tegundar í 40 ár. Hér á landi eru kvíðaraskanir hjá börnum að verða meira áberandi og talið að nokkuð vanti upp á að greina tilfelli. 16.10.2007 13:44
Andvaka sebrafiskar Fiskar hafa kannski ekki augnlok, en þeir sofa samt. Og sumir þeirra þjást jafnvel af svefntruflunum. 16.10.2007 13:39
Landsmenn hugi að tungunni Menntamálaráðuneytið hefur sent út dreifibréf þar sem hvatt er til þess að landsmenn hugi nú, eins og undanfarin ár, að íslenskri tungu þann 16. nóvember og dagana þar í kring. 16.10.2007 13:35
Öll tilboðin í síðari áfanga GSM undir kostnaðaráætlun Þrjú tilboð bárust í síðari áfanga GSM-farsímaþjónustu á landinu en tilboðin voru opnuð í dag. Tvö eru frá innlendum fyrirtækjum og eitt frá svissnesku. Tilboðin voru öll undir kostnaðaráætlun fjarskiptasjóðs sem var 732 milljónir króna. 16.10.2007 13:31
Vörubíll valt á Hólmsheiði Vörubíll valt á Hólmsheiði fyrir stundu. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann ekki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu lak talsverð olía úr bílnum og er nú unnið að því að hreinsa hana. 16.10.2007 13:24
Henning Mankell gefur þorp í Afríku Sænski rithöfundurinn Henning Mankell hefur gefið 150 milljónir króna til þess að byggja SOS-barnaþorp í Mósambík. 16.10.2007 13:23
Sýknaður af ákæru um líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás við Glaumbar í fyrrasumar. 16.10.2007 12:43
Engan sakaði í árekstri tveggja flugvéla á Heatrow Mikið lán var að engan sakaði og ekki kviknaði eldur þegar tvær farþegaflugvélar skullu saman á Heathrow flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi. 16.10.2007 12:26
Borgarstjórnarfundur í beinni á Vísi Vísir verður með beina útsendingu frá borgarstjórnarfundi, þegar nýr meirihluti tekur formlega við völdum. 16.10.2007 12:25
Vilja fjölga klósettum í heiminum Sérfræðingar í heilbrigðis- og hreinlætismálum frá yfir fjörtíu löndum hittast á ráðstefnu í Nýju Delí á Indlandi í lok mánaðarins. Markmiðið er að finna leiðir til að fjölga klósettum í heiminum. 16.10.2007 12:20
FME rýnir í svör Orkuveitunnar vegna REI Fjármálaeftirlitið rýnir nú í svör Orkuveitu Reykjavíkur en grunur leikur á að Orkuveitan sé að fara á skjön við lög um verðbréfaviðskipti og óskaði Fjármálaeftirlitið eftir upplýsingum þar að lútandi fyrir helgi. 16.10.2007 12:15