Fleiri fréttir Fékk slökkvitæki í kveðjugjöf Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lýkur sínum síðasta vinnudegi sem borgarstjóri í dag eftir aðeins um sextán mánuði í starfinu. 16.10.2007 10:40 Fundu göng undir landamærum Egyptalands og Palestínu Egypsk yfirvöld hafa fundið tvö göng sem liggja undir landamæri Palestínu og Egyptalands. Svo virðist sem göngin hafi verið notuð til að smygla vopnum og fíkniefnum milli landanna. Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins. 16.10.2007 10:16 „Ruglaði" barnaníðingurinn talinn Kanadamaður Grunaður internet-barnaníðingur sem Interpol hefur leitað að hefur verið nafngreindur sem Kanadamaðurinn Christopher Paul Neil. Alþjóðalögreglan hefur birt nýja mynd af manninum úr öryggismyndavél á flugvelli í Bangkok í Taílandi. Þar er hann með rakað höfuð og gleraugu. 16.10.2007 10:09 Hafna því að sátt sé um verklagsreglur Samtök verslunar og þjónustu hafna þeim orðum framkvæmtastjóra ASÍ í Morgunblaðinu í dag að verðkannanir ASÍ séu unnar út frá verklagsreglum sem sambandið og Samtök verslunar og þjónustu unnu saman og sátt sé um. 16.10.2007 10:07 Kínverjar sprengja lengstu kínverjakeðju í heimi Borgaryfirvöld í kínversku borginni Liuyang vona að borgin komist á spjöld sögunnar og síður heimsmetabóka með því að sprengja yfir 18 km langa keðju af "kínverjum" eða hvellbombum. Þessi sprengjuveisla er samvinnuverkefni 35 flugeldaverksmiðja í borginni. 16.10.2007 09:26 Rússar selja Írönum þotuhreyfla í herþotur Íranir hafa ákveðið að kaupa 50 rússneska RD-33 þotuhreyfla sem sérstaklega eru hannaðir fyrir herþotur. Gert er ráð fyrir því að Pútín, forseti Rússlands, undirriti samkomulag þessa efnis á meðan opinber heimsókn hans í Íran stendur yfir. 16.10.2007 09:11 Lýsa yfir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum lýsir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur og öll vinnubrögð hennar, þar sem hún gekk úr flokknum en situr samt í umboði hans í borgarstjórn. 16.10.2007 08:53 Lífstíðar fangelsi fyrir að myrða tvö börn Japönsk kona var í gær dæmd í lífstíðar fangelsi þar í landi fyrir að myrða tvö börn. Konan stakk börnin með hníf og losaði sig við líkin á hrísgrjónaakri. 16.10.2007 08:50 ASÍ vill ekki hætta verðlagseftirliti Samtök verslunar og þjónustu hafa velt upp óljósum hugmyndum, sem í raun fela í sér að ASÍ hætti verðlagseftirliti, en á það getur ASÍ ekki falllist, segir í tilkynningu fá ASÍ. 16.10.2007 08:05 Lögreglan á Selfossi rannsakar þjófnað á heitu vatni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú meintan þjófnað á heitu vatni og eru fleiri en einn og fleiri en tveir grunaðir um þessháttar verknað. 16.10.2007 08:03 Kosningasjóður Hillary Clinton stækkar hratt Kosningasjóður Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar, stækkar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Henni hefur nú tekist að safna nærri 200 milljónum króna meira en helsti keppinautur hennar Barack Obama. 16.10.2007 07:59 Tyrkir undirbúa innrás í Írak Stjórnvöld í Írak hvöttu Tyrki í gær til hætta við yfirvofandi árás gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Írak. Um sextíu þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri ríkjanna. 16.10.2007 07:17 Lögreglan stöðvar átök við Funahöfða Tveir íslenskir karlmenn voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar í nótt, eftir átök, sem urðu fyrir utan hús við Funahöfða í Reykjavík, þar sem margir erlendir verkamenn búa. Mennirnir höfðu verið barðir með kylfum. 16.10.2007 07:15 Réttindalaus undir áhrifum fíkniefna Réttindalaus ökumaður undir áhrifum fíkniefna, reyndi í nótt að stinga lögregluna af, en hafnaði á grindverki í vestanverðu Árbæjarhverfinu. 16.10.2007 07:15 Níu látast í umferðarslysi Níu létust og sjö slösuðust í sjálfstjórnarhéraðinu Tatarstan í Rússlandi í morgun þegar vörubifreið lenti í árekstri við smárútu. 16.10.2007 07:10 Pútín kemur í opinbera heimsókn til Írans Pútín Rússlandsforseti kom í opinbera heimsókn til Írans í morgun. Er um að ræða fyrstu heimsókn moskvuleiðtoga síðan Jósef Stalín heimsótti landið árið 1943. 16.10.2007 07:08 Noregskonur tjáir sig um krónprinsessuna Haraldur Noregskonungur tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla í gær vegna málefna krónprinsessunnar Märtha Louise. 16.10.2007 07:06 Bandaríkjamenn styðja stofnun Palestínuríkis Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að styðja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Þetta kom fram í máli Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,í Ísrael í gær. Sagði hún ennfremur að aðeins með stofnun sjálfstæðs palestínuríkis sé hægt að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs. 16.10.2007 07:03 Íslendingar í samkeppni við risafyrirtæki í jarðhitaverkefnum Alþjóðlegur jarðhitamarkaður vex hratt og þar ríkir mikil samkeppni. Íslensk útrásarfyrirtæki á þessum markaði eru í samkeppni við bandaríska olíurisann Chevron og önnur risastór alþjóðleg fyrirtæki. 15.10.2007 18:45 Vatnssósa-Rósa Ómars er fyrsti íslenski bíldraugurinn Daihatsu Ferrósa jeppi Ómars Ragnarssonar er nú kominn á fullt eftir að hafa sokkið í Hálslón, verið grýttur, laminn, brotinn og bramlaður. Bílinn var dæmdur algerlega ónýtur eftir atlögu óþekktra varga að honum við Hálslón en Ómar segir að svo virðist sem bíllinn sé nú genginn aftur. 15.10.2007 18:45 Írakar biðja Tyrki að hugsa sig um Íraska stjórnin hvatti Tyrki í dag til að hætta við yfirvofandi sókn gegn kúrdískum skæruliðum yfir landamæri Tyrklands og Íraks. 15.10.2007 18:10 Pútin fer til Írans í fyrramálið Pútin Rússlandsforseti ætlar að fara til Írans í fyrramálið, þó að njósnir hafi borist um að þar verði setið um líf hans. Pútin var í Þýskalandi í dag og búist var við að hann færi til Írans í kvöld. Því var þó frestað til morguns. 15.10.2007 18:09 Sextán prósent háskólastúdína glíma við einkenni átröskunar Höfundar nýrrar heimildarmyndar um átröskun segja mikið ráðaleysi í heilbrigðiskerfinu í baráttunni við sjúkdóminn. Nýleg könnun sýnir að um sextán prósent kvenna í Háskóla Íslands glími við einhver einkenni átröskunar. Heimildarmyndin hefur vakið afar sterk viðbrögð en hún var frumsýnd í gærkvöldi. 15.10.2007 18:08 Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. 15.10.2007 16:57 Ógilti flutning í starfi innan Landspítalans Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag þá ákvörðun forsvarsmanna Landspítalans að flytja hjúkrunarfræðing til í starfi, af geðdeild Landspítalans við Hringbraut yfir á geðdeildina á Kleppi. 15.10.2007 16:51 Vírus strádrepur seli Óþekktur vírus hefur í sumar og haust drepið á þriðja þúsund seli í Kattegat og Skagerrak. 15.10.2007 16:33 Vilja miðla fæðingarorlofsreynslu Norðurlandabúa Reynslan norrænu ríkjannasýnir að feður taka frekar barneignaorlof ef gert er ráð fyrir ákveðnu tímabili sem fyrnist ef það er ekki nýtt. Þetta kom fram í máli Stefans Wahlin, jafnréttisráðherra Finna, á fundi norrænu janfréttisráðherranna í Finnlandi. 15.10.2007 16:32 Gæsluvarðhald framlengt yfir Hringbrautarmanninum Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi nú á fjórða tímanum gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 38 ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa myrt nágranna sinn á Hringbraut á sunnudag fyrir viku. 15.10.2007 16:13 Dæmdur nauðgari sakfelldur fyrir að nefbrjóta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann á þrítugsaldri, Edward Koranteng, fyrir að hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu sína og nefbrotið hana en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði þegar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15.10.2007 16:07 "Ruglaði" barnaníðingurinn í Taílandi Alþjóðalögreglan Interpol telur sig hafa fundið barnaníðing sem birti myndir á internetinu af sjálfum sér þar sem hann misnotaði ung börn í Kambodíu og Víetnam. Maðurinn er talinn vera breskur enskukennari sem nú er í Taílandi. Hann hafði ruglað andlit sitt, en Interpol beitti sömu aðferð til að afrugla andlit hans. 15.10.2007 15:53 Alvarlegt bifhjólaslys á Krýsuvíkurvegi Ökumaður bifhjóls var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir að hann féll af hjólinu á Krýsuvíkurvegi. Slysið varð rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn var á leið í beygju inn á Bláfjallarveg en ók út af og hafnaði í hrauni. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn slasaðist. 15.10.2007 15:48 Stunginn í bakið með brotnum flöskustút Aðfaranótt 14. október var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við heimahús Vestmannaeyjum og fylgdi tilkynningunni að maður hafi verið stunginn í bakið með glerbroti. Á vettvangi var maður sem grunaður var um verknaðinn handtekinn en hann var jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð í sama húsi. 15.10.2007 15:39 Ríkisstjórnin standi við stóru orðin og efli verkmenntun Fulltrúaráð VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skorar á ríkisstjórnina að ganga rösklega til verks í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína um að efla fag- og verkmenntun á Íslandi. 15.10.2007 15:32 Smyglskútugengið senn úr einangrun Fimm menn sem grunaðir eru um aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hafa í dag verið færðir í héraðsdóm til þess að staðfesta fyrir dómi skýrslur sem lögregla hefur tekið af þeim. 15.10.2007 15:07 Serbar draga lappirnar í málum stríðsglæpamanna Yfirsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, sagði í dag að samvinna serbneskra stjórnvalda hefði skánað nokkuð á síðasta ári, en væri samt ekki nógu góð. 15.10.2007 14:43 Vill Guðfinnu úr Evrópuráðinu vegna sköpunarkenningarmála Líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands fer fram á það að fulltrúi Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinna Bjarnadóttir þingmaður, verði kölluð heim og nýr fulltrúi skipaður í hennar stað. 15.10.2007 14:29 Tyrkir halda fast við innrás í Írak Tyrkneskur hershöfðingi sagði í dag að of snemmt sé að segja til um nákvæmlega hvenær verður ráðist inn í Írak eða hversu miklum herafla verði beitt. 15.10.2007 14:25 Frelsi til sölu á áfengi aftur rætt á þingi Fyrsta mál á þingfundi alþingis sem hefst kl. 15.00 í dag er frumvarp til laga um afnám einokunnar ÁTVR á sölu á léttu áfengi. Frumvarpið um frelsi til sölu á léttu áfengi og bjór hefur verið lagt fram á fjórum síðustu þingum en aldrei hlotið afgreiðslu. 15.10.2007 14:05 Búa sig undir annríki vegna útboðs á lóðum Framkvæmdasvið býr sig nú undir mikið annríki á föstudaginn kemur en þá rennur út tilboðsfrestur í lóðir sunnan Sléttuvegar í Fossvogi. 15.10.2007 13:58 Hrukkukrem virka ekki Árum saman hefur fólk trúað því að dýru fínu hrukkukremin væru betri en þau ódýru. Það er rangt, ef marka má nýlega rannsókn í Svíþjóð. 15.10.2007 13:46 Oddný sér um menntamál í borginni Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, verður forystumaður í menntamálum í borginni ef marka má heimasíðu menntasviðs og leikskólasviðs borgarinnar. 15.10.2007 13:45 Telur Íslandshreyfingarfólk hafa áhrif á umhverfisstefnu borgarinnar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, telur að koma síns fólks í borgarstjórn muni hafa áhrif á stefnu borgarinnar í umhverfis- og stóriðjumálum. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, verður forseti borgarstjórnar þegar nýr meirihluti tekur við borginni á morgun. 15.10.2007 13:15 Björgunarsveitarmenn á eigin bílum í útköllum Starfsemi björgunnarsveita landsins byggir að mestu á sjálfboðavinnu meðlima sveitanna eins og kunnugt er. Hluti þeirra mun þar að auki leggja fram eigin bíla í þágu starfseminnar. Er þetta einkum hjá minni björgunarsveitum úti á landi þar sem bíla- og tækjakostur er ekki eins öflugur og hjá stærri sveitunum. 15.10.2007 13:14 Ekki stefnt á að setja HydroKraft á markað Ekki stendur til að setja HydroKraft Invest á almennan markað og enn sem komið er hafa engir starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækinins. Landsvirkjun Invest á 50 prósenta hlut í fyrirtækinu sem hefur þann tilgang að leita eftir verkefnum erlendis, aðallega í Austur-Evrópu. 15.10.2007 12:50 Beðið eftir því hvernig málum REI vindur fram hjá nýrri borgarstjórn Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja funduðu í morgun um framtíð fyrirtækisins sem hefur verið hulin nokkurri óvissu frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, segir að beðið verði eftir því hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta í borginni áður en frekari ákvarðanir verði teknar í málinu. 15.10.2007 12:37 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk slökkvitæki í kveðjugjöf Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lýkur sínum síðasta vinnudegi sem borgarstjóri í dag eftir aðeins um sextán mánuði í starfinu. 16.10.2007 10:40
Fundu göng undir landamærum Egyptalands og Palestínu Egypsk yfirvöld hafa fundið tvö göng sem liggja undir landamæri Palestínu og Egyptalands. Svo virðist sem göngin hafi verið notuð til að smygla vopnum og fíkniefnum milli landanna. Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins. 16.10.2007 10:16
„Ruglaði" barnaníðingurinn talinn Kanadamaður Grunaður internet-barnaníðingur sem Interpol hefur leitað að hefur verið nafngreindur sem Kanadamaðurinn Christopher Paul Neil. Alþjóðalögreglan hefur birt nýja mynd af manninum úr öryggismyndavél á flugvelli í Bangkok í Taílandi. Þar er hann með rakað höfuð og gleraugu. 16.10.2007 10:09
Hafna því að sátt sé um verklagsreglur Samtök verslunar og þjónustu hafna þeim orðum framkvæmtastjóra ASÍ í Morgunblaðinu í dag að verðkannanir ASÍ séu unnar út frá verklagsreglum sem sambandið og Samtök verslunar og þjónustu unnu saman og sátt sé um. 16.10.2007 10:07
Kínverjar sprengja lengstu kínverjakeðju í heimi Borgaryfirvöld í kínversku borginni Liuyang vona að borgin komist á spjöld sögunnar og síður heimsmetabóka með því að sprengja yfir 18 km langa keðju af "kínverjum" eða hvellbombum. Þessi sprengjuveisla er samvinnuverkefni 35 flugeldaverksmiðja í borginni. 16.10.2007 09:26
Rússar selja Írönum þotuhreyfla í herþotur Íranir hafa ákveðið að kaupa 50 rússneska RD-33 þotuhreyfla sem sérstaklega eru hannaðir fyrir herþotur. Gert er ráð fyrir því að Pútín, forseti Rússlands, undirriti samkomulag þessa efnis á meðan opinber heimsókn hans í Íran stendur yfir. 16.10.2007 09:11
Lýsa yfir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum lýsir vantrausti á Margréti Sverrisdóttur og öll vinnubrögð hennar, þar sem hún gekk úr flokknum en situr samt í umboði hans í borgarstjórn. 16.10.2007 08:53
Lífstíðar fangelsi fyrir að myrða tvö börn Japönsk kona var í gær dæmd í lífstíðar fangelsi þar í landi fyrir að myrða tvö börn. Konan stakk börnin með hníf og losaði sig við líkin á hrísgrjónaakri. 16.10.2007 08:50
ASÍ vill ekki hætta verðlagseftirliti Samtök verslunar og þjónustu hafa velt upp óljósum hugmyndum, sem í raun fela í sér að ASÍ hætti verðlagseftirliti, en á það getur ASÍ ekki falllist, segir í tilkynningu fá ASÍ. 16.10.2007 08:05
Lögreglan á Selfossi rannsakar þjófnað á heitu vatni Lögreglan á Selfossi rannsakar nú meintan þjófnað á heitu vatni og eru fleiri en einn og fleiri en tveir grunaðir um þessháttar verknað. 16.10.2007 08:03
Kosningasjóður Hillary Clinton stækkar hratt Kosningasjóður Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar, stækkar nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Henni hefur nú tekist að safna nærri 200 milljónum króna meira en helsti keppinautur hennar Barack Obama. 16.10.2007 07:59
Tyrkir undirbúa innrás í Írak Stjórnvöld í Írak hvöttu Tyrki í gær til hætta við yfirvofandi árás gegn kúrdískum skæruliðum í norðurhluta Írak. Um sextíu þúsund tyrkneskir hermenn eru nú í viðbragðsstöðu við landamæri ríkjanna. 16.10.2007 07:17
Lögreglan stöðvar átök við Funahöfða Tveir íslenskir karlmenn voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar í nótt, eftir átök, sem urðu fyrir utan hús við Funahöfða í Reykjavík, þar sem margir erlendir verkamenn búa. Mennirnir höfðu verið barðir með kylfum. 16.10.2007 07:15
Réttindalaus undir áhrifum fíkniefna Réttindalaus ökumaður undir áhrifum fíkniefna, reyndi í nótt að stinga lögregluna af, en hafnaði á grindverki í vestanverðu Árbæjarhverfinu. 16.10.2007 07:15
Níu látast í umferðarslysi Níu létust og sjö slösuðust í sjálfstjórnarhéraðinu Tatarstan í Rússlandi í morgun þegar vörubifreið lenti í árekstri við smárútu. 16.10.2007 07:10
Pútín kemur í opinbera heimsókn til Írans Pútín Rússlandsforseti kom í opinbera heimsókn til Írans í morgun. Er um að ræða fyrstu heimsókn moskvuleiðtoga síðan Jósef Stalín heimsótti landið árið 1943. 16.10.2007 07:08
Noregskonur tjáir sig um krónprinsessuna Haraldur Noregskonungur tjáði sig í fyrsta skipti við fjölmiðla í gær vegna málefna krónprinsessunnar Märtha Louise. 16.10.2007 07:06
Bandaríkjamenn styðja stofnun Palestínuríkis Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að styðja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Þetta kom fram í máli Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna,í Ísrael í gær. Sagði hún ennfremur að aðeins með stofnun sjálfstæðs palestínuríkis sé hægt að tryggja frið fyrir botni Miðjarðarhafs. 16.10.2007 07:03
Íslendingar í samkeppni við risafyrirtæki í jarðhitaverkefnum Alþjóðlegur jarðhitamarkaður vex hratt og þar ríkir mikil samkeppni. Íslensk útrásarfyrirtæki á þessum markaði eru í samkeppni við bandaríska olíurisann Chevron og önnur risastór alþjóðleg fyrirtæki. 15.10.2007 18:45
Vatnssósa-Rósa Ómars er fyrsti íslenski bíldraugurinn Daihatsu Ferrósa jeppi Ómars Ragnarssonar er nú kominn á fullt eftir að hafa sokkið í Hálslón, verið grýttur, laminn, brotinn og bramlaður. Bílinn var dæmdur algerlega ónýtur eftir atlögu óþekktra varga að honum við Hálslón en Ómar segir að svo virðist sem bíllinn sé nú genginn aftur. 15.10.2007 18:45
Írakar biðja Tyrki að hugsa sig um Íraska stjórnin hvatti Tyrki í dag til að hætta við yfirvofandi sókn gegn kúrdískum skæruliðum yfir landamæri Tyrklands og Íraks. 15.10.2007 18:10
Pútin fer til Írans í fyrramálið Pútin Rússlandsforseti ætlar að fara til Írans í fyrramálið, þó að njósnir hafi borist um að þar verði setið um líf hans. Pútin var í Þýskalandi í dag og búist var við að hann færi til Írans í kvöld. Því var þó frestað til morguns. 15.10.2007 18:09
Sextán prósent háskólastúdína glíma við einkenni átröskunar Höfundar nýrrar heimildarmyndar um átröskun segja mikið ráðaleysi í heilbrigðiskerfinu í baráttunni við sjúkdóminn. Nýleg könnun sýnir að um sextán prósent kvenna í Háskóla Íslands glími við einhver einkenni átröskunar. Heimildarmyndin hefur vakið afar sterk viðbrögð en hún var frumsýnd í gærkvöldi. 15.10.2007 18:08
Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. 15.10.2007 16:57
Ógilti flutning í starfi innan Landspítalans Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag þá ákvörðun forsvarsmanna Landspítalans að flytja hjúkrunarfræðing til í starfi, af geðdeild Landspítalans við Hringbraut yfir á geðdeildina á Kleppi. 15.10.2007 16:51
Vírus strádrepur seli Óþekktur vírus hefur í sumar og haust drepið á þriðja þúsund seli í Kattegat og Skagerrak. 15.10.2007 16:33
Vilja miðla fæðingarorlofsreynslu Norðurlandabúa Reynslan norrænu ríkjannasýnir að feður taka frekar barneignaorlof ef gert er ráð fyrir ákveðnu tímabili sem fyrnist ef það er ekki nýtt. Þetta kom fram í máli Stefans Wahlin, jafnréttisráðherra Finna, á fundi norrænu janfréttisráðherranna í Finnlandi. 15.10.2007 16:32
Gæsluvarðhald framlengt yfir Hringbrautarmanninum Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi nú á fjórða tímanum gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 38 ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa myrt nágranna sinn á Hringbraut á sunnudag fyrir viku. 15.10.2007 16:13
Dæmdur nauðgari sakfelldur fyrir að nefbrjóta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann á þrítugsaldri, Edward Koranteng, fyrir að hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu sína og nefbrotið hana en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði þegar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15.10.2007 16:07
"Ruglaði" barnaníðingurinn í Taílandi Alþjóðalögreglan Interpol telur sig hafa fundið barnaníðing sem birti myndir á internetinu af sjálfum sér þar sem hann misnotaði ung börn í Kambodíu og Víetnam. Maðurinn er talinn vera breskur enskukennari sem nú er í Taílandi. Hann hafði ruglað andlit sitt, en Interpol beitti sömu aðferð til að afrugla andlit hans. 15.10.2007 15:53
Alvarlegt bifhjólaslys á Krýsuvíkurvegi Ökumaður bifhjóls var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir að hann féll af hjólinu á Krýsuvíkurvegi. Slysið varð rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn var á leið í beygju inn á Bláfjallarveg en ók út af og hafnaði í hrauni. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn slasaðist. 15.10.2007 15:48
Stunginn í bakið með brotnum flöskustút Aðfaranótt 14. október var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við heimahús Vestmannaeyjum og fylgdi tilkynningunni að maður hafi verið stunginn í bakið með glerbroti. Á vettvangi var maður sem grunaður var um verknaðinn handtekinn en hann var jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð í sama húsi. 15.10.2007 15:39
Ríkisstjórnin standi við stóru orðin og efli verkmenntun Fulltrúaráð VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skorar á ríkisstjórnina að ganga rösklega til verks í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína um að efla fag- og verkmenntun á Íslandi. 15.10.2007 15:32
Smyglskútugengið senn úr einangrun Fimm menn sem grunaðir eru um aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hafa í dag verið færðir í héraðsdóm til þess að staðfesta fyrir dómi skýrslur sem lögregla hefur tekið af þeim. 15.10.2007 15:07
Serbar draga lappirnar í málum stríðsglæpamanna Yfirsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, sagði í dag að samvinna serbneskra stjórnvalda hefði skánað nokkuð á síðasta ári, en væri samt ekki nógu góð. 15.10.2007 14:43
Vill Guðfinnu úr Evrópuráðinu vegna sköpunarkenningarmála Líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands fer fram á það að fulltrúi Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinna Bjarnadóttir þingmaður, verði kölluð heim og nýr fulltrúi skipaður í hennar stað. 15.10.2007 14:29
Tyrkir halda fast við innrás í Írak Tyrkneskur hershöfðingi sagði í dag að of snemmt sé að segja til um nákvæmlega hvenær verður ráðist inn í Írak eða hversu miklum herafla verði beitt. 15.10.2007 14:25
Frelsi til sölu á áfengi aftur rætt á þingi Fyrsta mál á þingfundi alþingis sem hefst kl. 15.00 í dag er frumvarp til laga um afnám einokunnar ÁTVR á sölu á léttu áfengi. Frumvarpið um frelsi til sölu á léttu áfengi og bjór hefur verið lagt fram á fjórum síðustu þingum en aldrei hlotið afgreiðslu. 15.10.2007 14:05
Búa sig undir annríki vegna útboðs á lóðum Framkvæmdasvið býr sig nú undir mikið annríki á föstudaginn kemur en þá rennur út tilboðsfrestur í lóðir sunnan Sléttuvegar í Fossvogi. 15.10.2007 13:58
Hrukkukrem virka ekki Árum saman hefur fólk trúað því að dýru fínu hrukkukremin væru betri en þau ódýru. Það er rangt, ef marka má nýlega rannsókn í Svíþjóð. 15.10.2007 13:46
Oddný sér um menntamál í borginni Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, verður forystumaður í menntamálum í borginni ef marka má heimasíðu menntasviðs og leikskólasviðs borgarinnar. 15.10.2007 13:45
Telur Íslandshreyfingarfólk hafa áhrif á umhverfisstefnu borgarinnar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, telur að koma síns fólks í borgarstjórn muni hafa áhrif á stefnu borgarinnar í umhverfis- og stóriðjumálum. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, verður forseti borgarstjórnar þegar nýr meirihluti tekur við borginni á morgun. 15.10.2007 13:15
Björgunarsveitarmenn á eigin bílum í útköllum Starfsemi björgunnarsveita landsins byggir að mestu á sjálfboðavinnu meðlima sveitanna eins og kunnugt er. Hluti þeirra mun þar að auki leggja fram eigin bíla í þágu starfseminnar. Er þetta einkum hjá minni björgunarsveitum úti á landi þar sem bíla- og tækjakostur er ekki eins öflugur og hjá stærri sveitunum. 15.10.2007 13:14
Ekki stefnt á að setja HydroKraft á markað Ekki stendur til að setja HydroKraft Invest á almennan markað og enn sem komið er hafa engir starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækinins. Landsvirkjun Invest á 50 prósenta hlut í fyrirtækinu sem hefur þann tilgang að leita eftir verkefnum erlendis, aðallega í Austur-Evrópu. 15.10.2007 12:50
Beðið eftir því hvernig málum REI vindur fram hjá nýrri borgarstjórn Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja funduðu í morgun um framtíð fyrirtækisins sem hefur verið hulin nokkurri óvissu frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, segir að beðið verði eftir því hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta í borginni áður en frekari ákvarðanir verði teknar í málinu. 15.10.2007 12:37