Fleiri fréttir Velti jepplingi sínum á Hellisheiði Töluvert hefur verið um umferðarslys og árekstra á Suðurlandsvegi í morgun. Rétt fyrir klukkan átta í morgun missti erlendur ferðamaður stjórn á jepplingi sínum uppi á Hellisheiði og fór hann margar veltur utan vegar. 15.10.2007 11:45 Fær ekki að hitta fársjúka móður sína Víetnömsk kona, Lai Thai Nguyen, fær ekki að fara frá Íslandi til að vera hjá fársjúkri móður sinni í Víetnam. Móðir hennar á skammt eftir ólifað. 15.10.2007 11:36 Þrír fá Nóbelsverðlaun í hagfræði Bandaríkjamennirnir Leonid Hurwicz, Eric Maskin og Roger Myerson fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Frá þessu greindi sænska nóbelsakademían í morgun. Verðlaunin fá þremenningarnir fyrir að hafa lagt grundvöllinn að kenningu um kerfisskipulagningu markaða. 15.10.2007 11:33 Rusl og rottur til ama á Hverfisgötunni Frá því að húsið á Hverfisgötu 42 var flutt á Bergstaðastræti og gengið var frá sárinu eftir það fyrir framan Samhjálparhúsið hefur heimilisrusl hrúgast upp á lóðinni og þbí fylgir nú rottugangur. Lúðvík Guðnason mengunnarvarnafulltrúi borgarinnar kynnti sér aðstæður í morgun og segir að eitthvað verði gert í þessu máli strax. 15.10.2007 11:26 Hálfs árs fangelsi fyrir að aka ítrekað án ökuleyfis Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bíl án ökuleyfis og fyrir að stela bíl og aka honum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 15.10.2007 11:25 Báturinn er bambusstöng Ný vatnsíþróttagrein hefur litið dagsins ljós í Kína en það er sigling á bambusstöng. Það voru íbúar í þorpinu Chishui, nálægt borginni Zuity, sem fundu þessa íþróttagrein upp og æfa sig í henni á Pinzhou ánni. 15.10.2007 11:04 Sakaður um að gefa Saddam vindla Bandarískur fangavörður Saddams Hussein mætir fyrir rétt í dag fyrir það meðal annars að hafa gefið hinum fallna einræðisherra kúbverska vindla. 15.10.2007 11:02 Heildarafli dróst saman um þriðjung í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var um þriðjungi minni en í sama mánuði í fyrra miðað við fast verð. 15.10.2007 10:32 Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Belgíu Réttarhöld yfir sex einstaklingum sem eru sakaðir um hryðjuverkastarfsemi hófust í Brussel í Belgíu í dag. Hópurinn er talinn tengjast sjálfsmorðssprengjuárásum í Írak og er fólkið ennfremur sakað um að hafa notað Belgíu sem þjálfunarmiðstöð fyrir samtök herskárra múslima. 15.10.2007 10:25 Borgarstjóri fær biðlaun í sex mánuði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, fær alls tæpar sjö milljónir króna í biðlaun eftir að hann lætur af embætti á morgun. 15.10.2007 10:12 Segja vel falsaða evruseðla í umferð í Danmörku Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa áhyggjur af fölsuðum evruseðlum sem hugsanlega eru í umferð þar og víðar í Evrópu. 15.10.2007 10:07 Síðasta verk Vilhjálms var eitt fyrsta umdeilda verkið Eitt síðasta embættisverk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra var að taka skóflustungu að einu fyrsta umdeilda verkinu sem hann kom að í embætti. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að víkja ekki sæti í málinu og sakaður um tortryggileg vinnubrögð þegar borgin skrifaði undir viljayfirlýsingu við hjúkrunarfélagið Eir um byggingu íbúða og miðstöðvar fyrir aldraða. Vilhjálmur er stjórnarformaður Eirar. 15.10.2007 10:01 Handtekinn fyrir að þykjast vera lögregluþjónn Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær í bænum Holstebro í Danmörku fyrir að þykjast vera lögregluþjónn. Maðurinn hafði breytt hvítri Volvo bifreið í lögreglubíl og ekið um götur bæjarins. 15.10.2007 09:40 Þriggja bíla árekstur við Litlu Kaffistofuna Þrír bílar lentu í árekstri í brekkunni ofan við Litlu Kaffistofuna á áttunda tímanum í morgun og einn til viðbótar valt þar út af veginum.Tveir úr honum slösuðust og verða fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans en enginn mun hafa slasast í árekstrinum. 15.10.2007 08:13 Lýsa yfir stuðningi við álver að Bakka við Húsavík Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðaustur kjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers að Bakka við Húsavík. 15.10.2007 08:09 Bauð upp á myglaðan og útrunninn mat Eigandi veitingahúss í bænum Haderslev í Danmörku fékk þann vafasama heiður í gær að greiða eina hæstu sekt sögunnar þar í landi fyrir óhreinlæti. Maturinn sem var á boðstólnum var ekki talinn hæfur til manneldis. 15.10.2007 08:02 Svíar bestir í að hjálpa innflytjendum Svíar standa sig best í því að hjálpa innflytjendum að koma sér fyrir í hinu nýja samfélagi en Lettar verst. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Evrópusambandið lét gera. 15.10.2007 07:24 Sautján hryðjuverkamenn handteknir á Nýja Sjálandi Lögregluyfirvöld á Nýja Sjálandi handtóku í morgun sautján manns í viðamiklum lögregluaðgerðum sem beindust gegn hryðjuverkastarfsemi þar í landi. 15.10.2007 07:21 Forseti Kína sakar embættismenn um spillingu Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur brugðist væntingum kínverja að mati Hu Jintao, forseta Kína. Þetta kom fram í ræðu forsetans á sautjánda flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins í Peking í gær. 15.10.2007 07:17 Síldveiðin fer hægt af stað Síldveiðin fer mun hægar af stað en undanfarin ár og er orðin um það bil hálfum mánuði á eftir áætlun, að sögn sjómanna. 15.10.2007 07:11 Ölvaður og réttindalaus Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annars voru fimm teknir í umdæminu um helgina vegna ölvunaraksturs. Þar af var einn fimmtán ára og þar með réttindalaus. 15.10.2007 07:08 Þrjátíu láta lífið í sprengingu á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið eftir að sprengja sprakk í kvikmyndahúsi í Punjab héraði á Indlandi í gær. Mörg hundruð manns voru í kvikmyndahúsinu og greip um sig mikil skelfing þegar sprengjan sprakk. 15.10.2007 07:06 Viðræðurnar ganga vel í góðum anda Nýji meirihlutinn í Reykjavík fundaði stíft í dag en ákveðið var að að taka frí í kvöld og gefa fólki tækifæri til að sinna fjölskyldum sínum eftir langa törn. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri í samtali við Vísi. 14.10.2007 21:28 Besta ár í sögu minkaræktar Geysihátt verð fæst fyrir minkaskinn og var síðasta ár það besta í sögu íslenskra loðdýrabænda, - það er að segja þeirra sem rækta mink, því aðeins einn bóndi er eftir í refarækt. Þar hefur afkoman verið mun lakari. 14.10.2007 19:37 Rekaviður hættur að berast að ströndum Íslands Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins. 14.10.2007 19:31 Byssurnar tala og leiðtogar deila í Írak Á fjórða tug manna hefur látið lífið í ofbeldisverkum í Írak nú um helgina, þegar múslimar um allan heim fagna lokum Ramadan föstumánaðarins. 14.10.2007 18:19 Lýsa eindregnum stuðningi við álver við Bakka Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðausturkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers við Bakka við Húsavík. „Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á byggðaþróun á Austurlandi við byggingu Fjarðaáls gefur skýr fyrirheit um þau jákvæðu áhrif sem framkvæmd á Bakka mun hafa," segir í ályktun sem samþykkt var einróma á kjördæmisþingi Sjálfstæðisfélagana í Norðausturkjördæmi. 14.10.2007 18:19 Höggmyndir fluttar niður Akropolishæð Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar styttur voru í dag fluttar af Akropolis hæð í Aþenu niður að safni sem verður þeirra framtíðarheimili. 14.10.2007 18:17 Ferðamenn drukknuðu í tælenskum helli Sex evrópskir ferðamenn voru meðal átta manna sem létu lífið í Tælandi í dag þegar vatn flæddi skyndilega inn í helli sem þeir voru að skoða. Bresk kona komst lífs af. 14.10.2007 18:16 Stuðningur við íhaldsmenn ekki verið meiri í 15 ár Gordon Brown á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Hann tilkynnti nýverið að ekki yrði boðað til kosninga í haust og túlkuðu gagnrýnendur það á þann vega að hann væri ekki nógu afgerandi stjórnmálamaður. Íhaldsmenn voru fljótir til að segja að forsætisráðherrann þyrði einfaldlega ekki í kosningar þar sem hann væri ekki viss um sigur. Ef sá ótti var fyrir hendi virðist hann hafa átt við nokkur rök að styðjast, ef marka má nýja könnun í Sunday Telegraph þar sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi nýtur stuðnings 43 prósenta. Þetta er besti árangur flokksins í heil 15 ár. 14.10.2007 15:54 Ráðist á forseta Þýskalands Forseti Þýskalands Horst Koehler varð fyrir árás í dag þegar hann kom af verðlaunaafhendingu á bókamessunni í Frankfurt. 44 ára gamall maður frá Rúmeníu sem búsettur er í Þýskalandi vatt sér að forsetanum og greip í jakkaboðunga hans áður en lífverðir forsetans náðu að yfirbuga hann. 14.10.2007 14:13 Björn Ingi sá SMS: Til í allt - án Villa Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils á RÚV í dag að hann hefði fyrir því „nokkuð áreiðanlegar“ heimildir að sjálfstæðismenn hefðu verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst í síðustu viku. Hann segist einnig hafa séð SMS skilaboð þar sem stóð: Til í allt - án Villa. 14.10.2007 13:56 Svandísarmálið fer sína leið Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir ekki standa til að fella niður málshöfðun vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Ragnari H. Hall að hann teldi ekki ólíklegt að málið verði fellt niður í ljósi þess að nýr meirihluti er tekinn við. Svandís segir hins vegar í samtali við Vísi að eðlilegt sé að málið fari sína leið í kerfinu. 14.10.2007 12:36 Troðfullt á tónleikum Megasar Meistari Megas spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann tók bæði nýja og gamla slagara við mikinn fögnuð áhorfenda. 14.10.2007 12:25 Howard boðar til kosninga í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu boðaði í dag til þingkosninga, sem verða haldnar 24. nóvember. Howard er 68 ára og hefur verið við völd í ellefu ár. 14.10.2007 12:24 Átök harðna í Kólumbíu Átök fara nú harðnandi milli stjórnarhersins og skæruliða FARC hreyfingarinnar, sem hefur reynt að bylta stjórn Kólumbíu í fjóra áratugi. Í gær féllu sex skæruliðar og þrír hermenn særðust í átökum í héraði, sem annars er helst þekkt fyrir mikla kókaínframleiðslu. 14.10.2007 12:22 Rice svartsýn á árangur Condoleeza Rice sagðist við upphaf fjögurra daga ferðar um Miðausturlönd efast um árangur af ferðinni. Hún ætlar að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fallast á umræðugrundvöll fyrir friðarráðstefnu sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði. 14.10.2007 12:20 Setja þarf lög hið fyrsta um eignarhald orkulindanna Það er ekki of seint að tryggja með lagasetningu að orkuauðlindirnar fari ekki úr almannaeigu segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún segir það vandasamt verk en ekki ógerlegt. 14.10.2007 12:18 Atvinnuleysi ekki minna í nítján ár Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í 19 ár en innan við 1 prósent landsmanna eru skráðir atvinnulausir. 1336 manns voru skráðir atvinnulausir í september eða 0,8 landsmanna sem er 140 færri en í ágúst. 14.10.2007 11:02 Snuff á Selfossi Söluturni á Selfossi hefur verið lokað eftir að á annan tug snuffdósa fundust þar við leit lögreglu og tollgæslu. Svokallað snuff er fínkorna neftóbak sem ólöglegt er að flytja inn og selja. 14.10.2007 10:57 Opnað fyrir netið en andófsmenn lokaðir inni Stjórnvöld í Búrma hafa nú opnað fyrir netsamband í landinu og stytt útgöngubann sem hefur verið í gildi síðan mótmæli gegn þeim voru í hámarki fyrir tveimur vikum. 14.10.2007 09:48 Hillary Clinton með mikið forskot Hillary Clinton mælist nú með 21 prósenta forskot á næsta keppinaut sinn í hinu mikilvæga New Hampshire fylki fyrir útnefningu demokrataflokksins í Bandaríkjunum. 14.10.2007 09:47 „Öll flóran í bænum í nótt“ Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Allar fangageymslur voru fullar eftir nóttina og ekið var á gangandi vegfaranda á Geirsgötu en hann mun ekki hafa slasast alvarlega að sögn lögreglu. Lögregla hafði afskipti af fólki vegna, líkamsárása, brotum á lögreglusamþykkt, ölvun, heimilisófriði, rúðubrotum og fíkniefnum, eða allri flórunni eins og varðstjóri orðaði það í samtali við Vísi. 14.10.2007 09:47 Fimmtán ára á felgunni Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtán ára gamlan ökumann í gærkvöldi. Segja má að drengurinn hafi verið á felgunni í tvennum skilningi þess orðs, því hann var ölvaður undir stýri auk þess sem sprungið hafði á bílnum þannig að hann rásaði um allan veg. 14.10.2007 09:32 Hamfaraflóð á ferðamannastöðum á Spáni Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í óveðri á helstu ferðamannastöðum Spánar. Rigningavatn hefur flætt um götur bæja og fresta hefur orðið flug- og ferjusamgöngum. 13.10.2007 19:16 Sjá næstu 50 fréttir
Velti jepplingi sínum á Hellisheiði Töluvert hefur verið um umferðarslys og árekstra á Suðurlandsvegi í morgun. Rétt fyrir klukkan átta í morgun missti erlendur ferðamaður stjórn á jepplingi sínum uppi á Hellisheiði og fór hann margar veltur utan vegar. 15.10.2007 11:45
Fær ekki að hitta fársjúka móður sína Víetnömsk kona, Lai Thai Nguyen, fær ekki að fara frá Íslandi til að vera hjá fársjúkri móður sinni í Víetnam. Móðir hennar á skammt eftir ólifað. 15.10.2007 11:36
Þrír fá Nóbelsverðlaun í hagfræði Bandaríkjamennirnir Leonid Hurwicz, Eric Maskin og Roger Myerson fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Frá þessu greindi sænska nóbelsakademían í morgun. Verðlaunin fá þremenningarnir fyrir að hafa lagt grundvöllinn að kenningu um kerfisskipulagningu markaða. 15.10.2007 11:33
Rusl og rottur til ama á Hverfisgötunni Frá því að húsið á Hverfisgötu 42 var flutt á Bergstaðastræti og gengið var frá sárinu eftir það fyrir framan Samhjálparhúsið hefur heimilisrusl hrúgast upp á lóðinni og þbí fylgir nú rottugangur. Lúðvík Guðnason mengunnarvarnafulltrúi borgarinnar kynnti sér aðstæður í morgun og segir að eitthvað verði gert í þessu máli strax. 15.10.2007 11:26
Hálfs árs fangelsi fyrir að aka ítrekað án ökuleyfis Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bíl án ökuleyfis og fyrir að stela bíl og aka honum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 15.10.2007 11:25
Báturinn er bambusstöng Ný vatnsíþróttagrein hefur litið dagsins ljós í Kína en það er sigling á bambusstöng. Það voru íbúar í þorpinu Chishui, nálægt borginni Zuity, sem fundu þessa íþróttagrein upp og æfa sig í henni á Pinzhou ánni. 15.10.2007 11:04
Sakaður um að gefa Saddam vindla Bandarískur fangavörður Saddams Hussein mætir fyrir rétt í dag fyrir það meðal annars að hafa gefið hinum fallna einræðisherra kúbverska vindla. 15.10.2007 11:02
Heildarafli dróst saman um þriðjung í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var um þriðjungi minni en í sama mánuði í fyrra miðað við fast verð. 15.10.2007 10:32
Réttað yfir hryðjuverkamönnum í Belgíu Réttarhöld yfir sex einstaklingum sem eru sakaðir um hryðjuverkastarfsemi hófust í Brussel í Belgíu í dag. Hópurinn er talinn tengjast sjálfsmorðssprengjuárásum í Írak og er fólkið ennfremur sakað um að hafa notað Belgíu sem þjálfunarmiðstöð fyrir samtök herskárra múslima. 15.10.2007 10:25
Borgarstjóri fær biðlaun í sex mánuði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, fær alls tæpar sjö milljónir króna í biðlaun eftir að hann lætur af embætti á morgun. 15.10.2007 10:12
Segja vel falsaða evruseðla í umferð í Danmörku Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa áhyggjur af fölsuðum evruseðlum sem hugsanlega eru í umferð þar og víðar í Evrópu. 15.10.2007 10:07
Síðasta verk Vilhjálms var eitt fyrsta umdeilda verkið Eitt síðasta embættisverk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra var að taka skóflustungu að einu fyrsta umdeilda verkinu sem hann kom að í embætti. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að víkja ekki sæti í málinu og sakaður um tortryggileg vinnubrögð þegar borgin skrifaði undir viljayfirlýsingu við hjúkrunarfélagið Eir um byggingu íbúða og miðstöðvar fyrir aldraða. Vilhjálmur er stjórnarformaður Eirar. 15.10.2007 10:01
Handtekinn fyrir að þykjast vera lögregluþjónn Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær í bænum Holstebro í Danmörku fyrir að þykjast vera lögregluþjónn. Maðurinn hafði breytt hvítri Volvo bifreið í lögreglubíl og ekið um götur bæjarins. 15.10.2007 09:40
Þriggja bíla árekstur við Litlu Kaffistofuna Þrír bílar lentu í árekstri í brekkunni ofan við Litlu Kaffistofuna á áttunda tímanum í morgun og einn til viðbótar valt þar út af veginum.Tveir úr honum slösuðust og verða fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans en enginn mun hafa slasast í árekstrinum. 15.10.2007 08:13
Lýsa yfir stuðningi við álver að Bakka við Húsavík Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðaustur kjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers að Bakka við Húsavík. 15.10.2007 08:09
Bauð upp á myglaðan og útrunninn mat Eigandi veitingahúss í bænum Haderslev í Danmörku fékk þann vafasama heiður í gær að greiða eina hæstu sekt sögunnar þar í landi fyrir óhreinlæti. Maturinn sem var á boðstólnum var ekki talinn hæfur til manneldis. 15.10.2007 08:02
Svíar bestir í að hjálpa innflytjendum Svíar standa sig best í því að hjálpa innflytjendum að koma sér fyrir í hinu nýja samfélagi en Lettar verst. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Evrópusambandið lét gera. 15.10.2007 07:24
Sautján hryðjuverkamenn handteknir á Nýja Sjálandi Lögregluyfirvöld á Nýja Sjálandi handtóku í morgun sautján manns í viðamiklum lögregluaðgerðum sem beindust gegn hryðjuverkastarfsemi þar í landi. 15.10.2007 07:21
Forseti Kína sakar embættismenn um spillingu Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur brugðist væntingum kínverja að mati Hu Jintao, forseta Kína. Þetta kom fram í ræðu forsetans á sautjánda flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins í Peking í gær. 15.10.2007 07:17
Síldveiðin fer hægt af stað Síldveiðin fer mun hægar af stað en undanfarin ár og er orðin um það bil hálfum mánuði á eftir áætlun, að sögn sjómanna. 15.10.2007 07:11
Ölvaður og réttindalaus Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annars voru fimm teknir í umdæminu um helgina vegna ölvunaraksturs. Þar af var einn fimmtán ára og þar með réttindalaus. 15.10.2007 07:08
Þrjátíu láta lífið í sprengingu á Indlandi Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið eftir að sprengja sprakk í kvikmyndahúsi í Punjab héraði á Indlandi í gær. Mörg hundruð manns voru í kvikmyndahúsinu og greip um sig mikil skelfing þegar sprengjan sprakk. 15.10.2007 07:06
Viðræðurnar ganga vel í góðum anda Nýji meirihlutinn í Reykjavík fundaði stíft í dag en ákveðið var að að taka frí í kvöld og gefa fólki tækifæri til að sinna fjölskyldum sínum eftir langa törn. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri í samtali við Vísi. 14.10.2007 21:28
Besta ár í sögu minkaræktar Geysihátt verð fæst fyrir minkaskinn og var síðasta ár það besta í sögu íslenskra loðdýrabænda, - það er að segja þeirra sem rækta mink, því aðeins einn bóndi er eftir í refarækt. Þar hefur afkoman verið mun lakari. 14.10.2007 19:37
Rekaviður hættur að berast að ströndum Íslands Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins. 14.10.2007 19:31
Byssurnar tala og leiðtogar deila í Írak Á fjórða tug manna hefur látið lífið í ofbeldisverkum í Írak nú um helgina, þegar múslimar um allan heim fagna lokum Ramadan föstumánaðarins. 14.10.2007 18:19
Lýsa eindregnum stuðningi við álver við Bakka Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðausturkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers við Bakka við Húsavík. „Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á byggðaþróun á Austurlandi við byggingu Fjarðaáls gefur skýr fyrirheit um þau jákvæðu áhrif sem framkvæmd á Bakka mun hafa," segir í ályktun sem samþykkt var einróma á kjördæmisþingi Sjálfstæðisfélagana í Norðausturkjördæmi. 14.10.2007 18:19
Höggmyndir fluttar niður Akropolishæð Tvö þúsund og fimm hundruð ára gamlar styttur voru í dag fluttar af Akropolis hæð í Aþenu niður að safni sem verður þeirra framtíðarheimili. 14.10.2007 18:17
Ferðamenn drukknuðu í tælenskum helli Sex evrópskir ferðamenn voru meðal átta manna sem létu lífið í Tælandi í dag þegar vatn flæddi skyndilega inn í helli sem þeir voru að skoða. Bresk kona komst lífs af. 14.10.2007 18:16
Stuðningur við íhaldsmenn ekki verið meiri í 15 ár Gordon Brown á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Hann tilkynnti nýverið að ekki yrði boðað til kosninga í haust og túlkuðu gagnrýnendur það á þann vega að hann væri ekki nógu afgerandi stjórnmálamaður. Íhaldsmenn voru fljótir til að segja að forsætisráðherrann þyrði einfaldlega ekki í kosningar þar sem hann væri ekki viss um sigur. Ef sá ótti var fyrir hendi virðist hann hafa átt við nokkur rök að styðjast, ef marka má nýja könnun í Sunday Telegraph þar sem Íhaldsflokkurinn í Bretlandi nýtur stuðnings 43 prósenta. Þetta er besti árangur flokksins í heil 15 ár. 14.10.2007 15:54
Ráðist á forseta Þýskalands Forseti Þýskalands Horst Koehler varð fyrir árás í dag þegar hann kom af verðlaunaafhendingu á bókamessunni í Frankfurt. 44 ára gamall maður frá Rúmeníu sem búsettur er í Þýskalandi vatt sér að forsetanum og greip í jakkaboðunga hans áður en lífverðir forsetans náðu að yfirbuga hann. 14.10.2007 14:13
Björn Ingi sá SMS: Til í allt - án Villa Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils á RÚV í dag að hann hefði fyrir því „nokkuð áreiðanlegar“ heimildir að sjálfstæðismenn hefðu verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst í síðustu viku. Hann segist einnig hafa séð SMS skilaboð þar sem stóð: Til í allt - án Villa. 14.10.2007 13:56
Svandísarmálið fer sína leið Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir ekki standa til að fella niður málshöfðun vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Ragnari H. Hall að hann teldi ekki ólíklegt að málið verði fellt niður í ljósi þess að nýr meirihluti er tekinn við. Svandís segir hins vegar í samtali við Vísi að eðlilegt sé að málið fari sína leið í kerfinu. 14.10.2007 12:36
Troðfullt á tónleikum Megasar Meistari Megas spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann tók bæði nýja og gamla slagara við mikinn fögnuð áhorfenda. 14.10.2007 12:25
Howard boðar til kosninga í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu boðaði í dag til þingkosninga, sem verða haldnar 24. nóvember. Howard er 68 ára og hefur verið við völd í ellefu ár. 14.10.2007 12:24
Átök harðna í Kólumbíu Átök fara nú harðnandi milli stjórnarhersins og skæruliða FARC hreyfingarinnar, sem hefur reynt að bylta stjórn Kólumbíu í fjóra áratugi. Í gær féllu sex skæruliðar og þrír hermenn særðust í átökum í héraði, sem annars er helst þekkt fyrir mikla kókaínframleiðslu. 14.10.2007 12:22
Rice svartsýn á árangur Condoleeza Rice sagðist við upphaf fjögurra daga ferðar um Miðausturlönd efast um árangur af ferðinni. Hún ætlar að reyna að fá Ísraela og Palestínumenn til að fallast á umræðugrundvöll fyrir friðarráðstefnu sem halda á í Bandaríkjunum í næsta mánuði. 14.10.2007 12:20
Setja þarf lög hið fyrsta um eignarhald orkulindanna Það er ekki of seint að tryggja með lagasetningu að orkuauðlindirnar fari ekki úr almannaeigu segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún segir það vandasamt verk en ekki ógerlegt. 14.10.2007 12:18
Atvinnuleysi ekki minna í nítján ár Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í 19 ár en innan við 1 prósent landsmanna eru skráðir atvinnulausir. 1336 manns voru skráðir atvinnulausir í september eða 0,8 landsmanna sem er 140 færri en í ágúst. 14.10.2007 11:02
Snuff á Selfossi Söluturni á Selfossi hefur verið lokað eftir að á annan tug snuffdósa fundust þar við leit lögreglu og tollgæslu. Svokallað snuff er fínkorna neftóbak sem ólöglegt er að flytja inn og selja. 14.10.2007 10:57
Opnað fyrir netið en andófsmenn lokaðir inni Stjórnvöld í Búrma hafa nú opnað fyrir netsamband í landinu og stytt útgöngubann sem hefur verið í gildi síðan mótmæli gegn þeim voru í hámarki fyrir tveimur vikum. 14.10.2007 09:48
Hillary Clinton með mikið forskot Hillary Clinton mælist nú með 21 prósenta forskot á næsta keppinaut sinn í hinu mikilvæga New Hampshire fylki fyrir útnefningu demokrataflokksins í Bandaríkjunum. 14.10.2007 09:47
„Öll flóran í bænum í nótt“ Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Allar fangageymslur voru fullar eftir nóttina og ekið var á gangandi vegfaranda á Geirsgötu en hann mun ekki hafa slasast alvarlega að sögn lögreglu. Lögregla hafði afskipti af fólki vegna, líkamsárása, brotum á lögreglusamþykkt, ölvun, heimilisófriði, rúðubrotum og fíkniefnum, eða allri flórunni eins og varðstjóri orðaði það í samtali við Vísi. 14.10.2007 09:47
Fimmtán ára á felgunni Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtán ára gamlan ökumann í gærkvöldi. Segja má að drengurinn hafi verið á felgunni í tvennum skilningi þess orðs, því hann var ölvaður undir stýri auk þess sem sprungið hafði á bílnum þannig að hann rásaði um allan veg. 14.10.2007 09:32
Hamfaraflóð á ferðamannastöðum á Spáni Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í óveðri á helstu ferðamannastöðum Spánar. Rigningavatn hefur flætt um götur bæja og fresta hefur orðið flug- og ferjusamgöngum. 13.10.2007 19:16