Fleiri fréttir Flugskeytaárás á Gaza Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Gaza landræmuna í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og fimm særðust. Maðurinn sem féll var vopnaður Hamas-liði, en meðal þeirra sem særðust var ungur drengur. 13.10.2007 15:19 Ný félagshyggjustjórn að taka við í borginni Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri, segir að ný félagshyggjustjórn sé að taka við í borgarstjórn Reykjavíkur, sem muni leggja ríka áherslu á húsnæðis-. velferðar og leikskólamál. Það var fjölmennt á fundi Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg í morgun. Þar fór Dagur yfir helstu málin sem nýr meirihluti ætlar að takast á við. 13.10.2007 14:42 Ótrúlegt að binda hendur OR á þennan hátt Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ótrúlegt að binda hendur Orkuveitunnar til 20 ára eins og samningur OR og REI gerir ráð fyrir. Gísli og félagar hans í borginni fengu ekkert að heyra af samningnum þrátt fyrir að tveir kynningarfundir hefðu verið haldnir um málið. 13.10.2007 12:41 Vildi Geir funda án borgarstjóra? Óljóst er hver átti frumkvæðið að því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funduðu með formanni og varaformanni flokksins án Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kvaðst í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær halda að Geir H. Haarde hafi viljað hitta borgarfulltrúana eina án borgarstjórans. 13.10.2007 12:36 Vísir sagði fyrst frá 20 ára samningnum Vísir greindi fyrstur miðla frá því í gær að Orkuveitan hefði samþykkt að veita REI forgangsrétt að öllum þeim verkefnum sem Orkuveitunni kunni að bjóðast á erlendri grund. Samningurinn er til 20 ára. Það er því rangt sem fram kemur fram í dag í Morgunblaðinu í dag að Ríkisútvarpið hafi fyrst fjölmiðla greint frá málinu. 13.10.2007 11:40 Gassprenging í Úkraínu lagði byggingu í rúst Íbúðabygging í Úkraínu skemmdist í gassprengingu í morgun. Sex létust og fjölmargir slösuðust og óttast björgunarmenn að tala látinna eigi eftir að hækka. 13.10.2007 11:35 Keyrði fullur útaf og kallaði á lögreglu Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á Selfossi í nótt. Annar var tekinn við hefðbundið eftirlit en hinn keyrði útaf veginum og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Kom þá í ljós að hann var ölvaður og gisti hann fangageymslur í nótt. 13.10.2007 09:41 Hu styrkir sig Varaforseti Kína, Zeng Tsínghong, lætur af embætti á þingi kínverska kommúnistaflokksins í næstu vikuk, að sögn heimildarmanna Reuters. 13.10.2007 09:39 Sendifulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum var í gærkvöldi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Sendifulltrúinn, Vladimir Kuznetsov, var formaður fjárlaganefndar hjá Sameinuðu þjóðunum. 13.10.2007 09:38 Rice ræðir mannréttindi í Rússlandi Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í morgun með mannréttindafrömuðum í Rússlandi og hét þeim aðstoð við að vernda einstaklinga gegn "ofurvaldi ríkisins," eins og hún orðaði það. 13.10.2007 09:36 Þrír keyrðu útaf á sama stað í nótt Þrjú umferðaróhöpp urðu á sama staðnum á Reykjanesbraut til móts við Vogaveg. Um minniháttar meiðsli var að ræða í tveimur atvikanna en þriðji ökumaðruinn slapp ómeiddur. Í öllum tilvikum óku menn útaf. Einn ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur. 13.10.2007 09:32 Ók útaf og skildi bílinn eftir Loka þurfti hringtorginu á Hringbraut við Suðurgötu nú í morgun. Bíl hafði verið ekið útaf og skemmdist hann nokkuð. Í stað þess að kalla á aðstoð lét ökumaðurinn sig hins vegar hverfa og hefur ekkert spurst til hans. Lögregla og slökkvilið mættu á staðinn og var bíllinn dreginn á brott með kranabíl. Að sögn lögreglu er bíllinn ekki stolinn en að öðru leyti er ekkert vitað um hvað ökumanninum gekk til. 13.10.2007 09:23 Hrói höttur á reiðhjóli Tuttugu og sex ára gamall laganemi við háskólann í Árósum vinnur með náminu við það að stela reiðhjólum. 12.10.2007 21:45 Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. 12.10.2007 21:00 Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. 12.10.2007 20:30 Vinstri grænir fagna vasklegri framgöngu Svandísar Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík fagnar nýjum meirihluta í Reykjavíkurborg. 12.10.2007 20:01 Tony Blair ekki í kot vísað Tony og Cherie Blair eru náttúrlega flutt úr Downingstræti 10. En þeim var ekki í kot vísað. 12.10.2007 20:00 Til valda án málefnaskrár Málefnaskrá nýs meirihluta í Reykjavík mun ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði, engu að síður tekur nýr meirihluti við á þriðjudag. Oddviti Vinstri grænna segir að umhverfis- og samgöngumál muni bera þess merki að vera í forsjá þess flokks. 12.10.2007 18:48 Björn Ingi felldi tár á fundi Framsóknar í dag Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, var hrærður og felldi tár á tilfinningaþrungnum fundi Framsóknarmanna í Reykjavík í dag. Hann bar lof á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fráfarandi borgarstjóra. Björn Ingi sagðist finna til með vini sínum, borgarstjóranum fráfarandi. Björn Ingi fékk ótvíræðan stuðning Framsóknarmanna til að starfa í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12.10.2007 18:45 Rýtingur í bak fráfarandi borgarstjóra frá eigin flokksmönnum Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúi og formaður stjórnar Orkuveitunnar, er á því að borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafi svikið oddvita sinn og því hafi ekki verið unnt að halda samstarfinu áfram við Sjálfstæðisflokkinn. 12.10.2007 18:45 Tveggja ára skilorð fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan gistihúsið að Skipalæk í Fellabæ. 12.10.2007 18:13 Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. 12.10.2007 17:49 Tyrkir ögra samskiptum við Bandaríkjamenn Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja sagði í dag að viðkvæm staða á milli Bandaríkjanna og Tyrklands myndi ekki aftra Tyrkjum að ráðast yfir landamærin til Íraks til atlögu gegn uppreisnarmönnum Kúrda. Hann sagði Tyrki tilbúna að fórna góðum samskiptum við Washington ef það væri nauðsynlegt. 12.10.2007 16:56 Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm Stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lýsti yfir fullum stuðningi við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem oddvita flokksins í borginni á fundi ráðsins með borgarfulltrúum í dag. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, segir að sjálfstæðismenn muni sýna hinum nýja meirihluta aðhald í borgarstjórn. 12.10.2007 16:27 Flugslysaæfing í Gjögri Flugstoðir standa um helgina fyrir flugslysaæfingu í samstarfi við viðbragðsaðila í Árneshreppi á Ströndum og af höfuðborgarsvæðinu. 12.10.2007 16:25 Skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða Sérfræðingar hafa fordæmt skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða í heiminum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af barnsförum eða á meðgöngu samkvæmt læknaritinu Lancet. Þá verða 10 – 20 milljónir kvenna fyrir fötlun. Lítið hefur breyst í þessum efnum í 20 ár. Óöruggar fóstureyðingar sem framkvæmdar eru árlega telja 20 milljónir. Þær eru stór orsakavaldur í mæðradauða. 12.10.2007 16:13 Trúnaðarbrestur hjá sjálfstæðismönnum leiddi til slita Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, óskar sínum mönnum í borgarstjórn til hamingju með að hafa myndað nýjan meirihluta í borginni og segir á ferðinni nýja kynslóð úr öllum flokkum sem unnið geti að góðum verkum. 12.10.2007 16:01 Björn Ingi fjarri góðu gamni á fyrsta fundi nýja meirihlutans Fulltrúar hins nýja meirihluta í borginni funda nú á skrifstofu borgarfulltrúa við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, er hins vegar fjarri góðu gamni og liggur veikur heima hjá sér. 12.10.2007 16:01 Keyptu lóðir í Hafnarfirði fyrir milljarð Félag í eigu Ólafs Garðarssonar lögmanns og Magnúsar Jónatanssonar athafnamanns hefur keypt fasteignir á þremur iðnaðarlóðum við hafnarsvæðið í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Vísis er kaupverðið um einn milljarður króna. 12.10.2007 15:48 Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. 12.10.2007 15:40 Vill að íþróttastyrkir verði frádráttarbærir frá skatti Lagt er til að íþróttastyrkir fyrirtækja til starfsmanna verði frádráttarbærir frá skatti samkvæmt frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með þessu megi draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. 12.10.2007 15:12 Ríkasti maður Noregs í nokkra tíma Norska ráðgjafanum og fjárfestinum Harald Dahl brá heldur en ekki í brún þegar hann las í norskum fjölmiðlum að hann væri ríkasti maður Noregs og ætti litla hundrað milljarða. Þetta kannaðist hann einfaldlega ekki við. 12.10.2007 14:43 „Ég er Al Gore“ „Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna,“ hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. 12.10.2007 14:34 Gripið til fullnægjandi aðgerða vegna Fjarðarárvirkjana Iðnaðaráðherra telur að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja öryggi Fjarðarárvirkjana en hefur lagt fyrir Orkustofnun að fylgjast áfram með framkvæmdum eystra til að tryggja öryggi virkjananna. 12.10.2007 14:02 Dópsali dæmdur fyrir vopnalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, eftir að rúm tvö hundruð grömm af maríjúana og rúm tvö kíló af hassi fundust á heimili hans í Mosfellsbæ. 12.10.2007 13:57 Framsókn hefði mátt standa oftar í lappirnar í erfiðum málum „Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." 12.10.2007 13:20 Viðskiptaleg snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti Nýr meirihluti í borginni hefur engin áhrif á landsstjórnina. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun en hann telur það hafa verið viðskiptalega snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti en ráðleggur þó nýjum meirihluta að selja hlut í REI að andvirði því sem Orkuveitan lagði í fyrirtækið í peningum og eignum. 12.10.2007 13:15 Vandaverk að skipta verkum í nefndum og ráðum Þegar eru skiptar skoðanir meðal stuðningsmanna nýju borgarstjórnarflokkanna, um hvort kjörfylgi eigi að ráða niðurröðun í nefndir og ráð borgarinnar, eða eitthvað annað. Ungliðar í Vinstri - grænum vilja að Björn Ingi Hrafnsson og Dagur B. Eggertsson geri hreint fyrir sínum dyrum. 12.10.2007 13:00 Vildu mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðismönnum Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag staðhæfði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að fulltrúar frá bæði Samfylkingu og Vinstri grænum hefðu leitast eftir því að stofna til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokki áður en meirihlutasamstarf þeirra og Framsóknar sprakk í gær. 12.10.2007 12:57 Eldri borgari sofnaði á rauðu Svissneska lögreglan var kölluð út til að vekja eldri borgara sem sofnaði við stýrið á rauðu ljósi í Bottmingen í Sviss. Urs Maurer sem er 78 ára stoppaði eins og lög gera ráð fyrir á þegar hann sá rautt ljós. Á meðan hann beið eftir grænu varð hann svo svefndrukkinn að hann sofnaði. Aðrir ökumenn reyndu árangurslaust að flauta og banka á rúðuna til að vekja hann. 12.10.2007 12:57 Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. 12.10.2007 12:52 Samstarf við sjálfstæðismenn ekki á vetur setjandi Fundur hófst nú á hádegi hjá framsóknarmönnum í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Þar ætluðu Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson, fulltrúar flokksins í borgarstjórn, að fara yfir nýjustu sviptingar í borgarstjórn með flokksmönnum sínum. 12.10.2007 12:24 Skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreðs Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkurborgar er samansafn af fólki sem hefur það eitt markmið að halda völdum segir Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra. Hann segir Björn Inga skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreð Þorsteinssonar. 12.10.2007 12:15 Sjálfstæðismenn funda í Valhöll um stjórnarslit í borginni Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna situr nú á fundi í Valhöll og ræðir stöðu mála. Einnig hyggst hann funda með Verði fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík síðar í dag. Það var þungt hljóðið í borgarfulltrúum þegar þeir komu á fundinn. 12.10.2007 12:10 Tyrkir kalla sendiherra frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa kallað sendiherra sinn í Washington tímabundið heim til viðræðna. Það er gert vegna andstöðu við ákvörðun bandaríska þingsins um að skilgreina morð Tyrkja á Armönum árið 1915-1917 sem þjóðarmorð. Ályktun þess efnis var samþykkt af utanríkismálanefnd þingsins og fer þaðan til atkvæðagreiðslu hjá fulltrúaráðinu. 12.10.2007 11:50 Sjá næstu 50 fréttir
Flugskeytaárás á Gaza Ísraelsher gerði flugskeytaárás á Gaza landræmuna í morgun með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið og fimm særðust. Maðurinn sem féll var vopnaður Hamas-liði, en meðal þeirra sem særðust var ungur drengur. 13.10.2007 15:19
Ný félagshyggjustjórn að taka við í borginni Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri, segir að ný félagshyggjustjórn sé að taka við í borgarstjórn Reykjavíkur, sem muni leggja ríka áherslu á húsnæðis-. velferðar og leikskólamál. Það var fjölmennt á fundi Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg í morgun. Þar fór Dagur yfir helstu málin sem nýr meirihluti ætlar að takast á við. 13.10.2007 14:42
Ótrúlegt að binda hendur OR á þennan hátt Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ótrúlegt að binda hendur Orkuveitunnar til 20 ára eins og samningur OR og REI gerir ráð fyrir. Gísli og félagar hans í borginni fengu ekkert að heyra af samningnum þrátt fyrir að tveir kynningarfundir hefðu verið haldnir um málið. 13.10.2007 12:41
Vildi Geir funda án borgarstjóra? Óljóst er hver átti frumkvæðið að því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funduðu með formanni og varaformanni flokksins án Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kvaðst í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær halda að Geir H. Haarde hafi viljað hitta borgarfulltrúana eina án borgarstjórans. 13.10.2007 12:36
Vísir sagði fyrst frá 20 ára samningnum Vísir greindi fyrstur miðla frá því í gær að Orkuveitan hefði samþykkt að veita REI forgangsrétt að öllum þeim verkefnum sem Orkuveitunni kunni að bjóðast á erlendri grund. Samningurinn er til 20 ára. Það er því rangt sem fram kemur fram í dag í Morgunblaðinu í dag að Ríkisútvarpið hafi fyrst fjölmiðla greint frá málinu. 13.10.2007 11:40
Gassprenging í Úkraínu lagði byggingu í rúst Íbúðabygging í Úkraínu skemmdist í gassprengingu í morgun. Sex létust og fjölmargir slösuðust og óttast björgunarmenn að tala látinna eigi eftir að hækka. 13.10.2007 11:35
Keyrði fullur útaf og kallaði á lögreglu Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á Selfossi í nótt. Annar var tekinn við hefðbundið eftirlit en hinn keyrði útaf veginum og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Kom þá í ljós að hann var ölvaður og gisti hann fangageymslur í nótt. 13.10.2007 09:41
Hu styrkir sig Varaforseti Kína, Zeng Tsínghong, lætur af embætti á þingi kínverska kommúnistaflokksins í næstu vikuk, að sögn heimildarmanna Reuters. 13.10.2007 09:39
Sendifulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti Rússneskur sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum var í gærkvöldi dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir peningaþvætti. Sendifulltrúinn, Vladimir Kuznetsov, var formaður fjárlaganefndar hjá Sameinuðu þjóðunum. 13.10.2007 09:38
Rice ræðir mannréttindi í Rússlandi Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í morgun með mannréttindafrömuðum í Rússlandi og hét þeim aðstoð við að vernda einstaklinga gegn "ofurvaldi ríkisins," eins og hún orðaði það. 13.10.2007 09:36
Þrír keyrðu útaf á sama stað í nótt Þrjú umferðaróhöpp urðu á sama staðnum á Reykjanesbraut til móts við Vogaveg. Um minniháttar meiðsli var að ræða í tveimur atvikanna en þriðji ökumaðruinn slapp ómeiddur. Í öllum tilvikum óku menn útaf. Einn ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur. 13.10.2007 09:32
Ók útaf og skildi bílinn eftir Loka þurfti hringtorginu á Hringbraut við Suðurgötu nú í morgun. Bíl hafði verið ekið útaf og skemmdist hann nokkuð. Í stað þess að kalla á aðstoð lét ökumaðurinn sig hins vegar hverfa og hefur ekkert spurst til hans. Lögregla og slökkvilið mættu á staðinn og var bíllinn dreginn á brott með kranabíl. Að sögn lögreglu er bíllinn ekki stolinn en að öðru leyti er ekkert vitað um hvað ökumanninum gekk til. 13.10.2007 09:23
Hrói höttur á reiðhjóli Tuttugu og sex ára gamall laganemi við háskólann í Árósum vinnur með náminu við það að stela reiðhjólum. 12.10.2007 21:45
Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. 12.10.2007 21:00
Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. 12.10.2007 20:30
Vinstri grænir fagna vasklegri framgöngu Svandísar Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík fagnar nýjum meirihluta í Reykjavíkurborg. 12.10.2007 20:01
Tony Blair ekki í kot vísað Tony og Cherie Blair eru náttúrlega flutt úr Downingstræti 10. En þeim var ekki í kot vísað. 12.10.2007 20:00
Til valda án málefnaskrár Málefnaskrá nýs meirihluta í Reykjavík mun ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði, engu að síður tekur nýr meirihluti við á þriðjudag. Oddviti Vinstri grænna segir að umhverfis- og samgöngumál muni bera þess merki að vera í forsjá þess flokks. 12.10.2007 18:48
Björn Ingi felldi tár á fundi Framsóknar í dag Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, var hrærður og felldi tár á tilfinningaþrungnum fundi Framsóknarmanna í Reykjavík í dag. Hann bar lof á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fráfarandi borgarstjóra. Björn Ingi sagðist finna til með vini sínum, borgarstjóranum fráfarandi. Björn Ingi fékk ótvíræðan stuðning Framsóknarmanna til að starfa í nýjum meirihluta í Reykjavík. 12.10.2007 18:45
Rýtingur í bak fráfarandi borgarstjóra frá eigin flokksmönnum Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúi og formaður stjórnar Orkuveitunnar, er á því að borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafi svikið oddvita sinn og því hafi ekki verið unnt að halda samstarfinu áfram við Sjálfstæðisflokkinn. 12.10.2007 18:45
Tveggja ára skilorð fyrir líkamsárás Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan gistihúsið að Skipalæk í Fellabæ. 12.10.2007 18:13
Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. 12.10.2007 17:49
Tyrkir ögra samskiptum við Bandaríkjamenn Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrkja sagði í dag að viðkvæm staða á milli Bandaríkjanna og Tyrklands myndi ekki aftra Tyrkjum að ráðast yfir landamærin til Íraks til atlögu gegn uppreisnarmönnum Kúrda. Hann sagði Tyrki tilbúna að fórna góðum samskiptum við Washington ef það væri nauðsynlegt. 12.10.2007 16:56
Sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Vilhjálm Stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, lýsti yfir fullum stuðningi við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem oddvita flokksins í borginni á fundi ráðsins með borgarfulltrúum í dag. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, segir að sjálfstæðismenn muni sýna hinum nýja meirihluta aðhald í borgarstjórn. 12.10.2007 16:27
Flugslysaæfing í Gjögri Flugstoðir standa um helgina fyrir flugslysaæfingu í samstarfi við viðbragðsaðila í Árneshreppi á Ströndum og af höfuðborgarsvæðinu. 12.10.2007 16:25
Skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða Sérfræðingar hafa fordæmt skelfilegt aðgerðarleysi gegn mæðradauða í heiminum. Hálf milljón kvenna deyr árlega af barnsförum eða á meðgöngu samkvæmt læknaritinu Lancet. Þá verða 10 – 20 milljónir kvenna fyrir fötlun. Lítið hefur breyst í þessum efnum í 20 ár. Óöruggar fóstureyðingar sem framkvæmdar eru árlega telja 20 milljónir. Þær eru stór orsakavaldur í mæðradauða. 12.10.2007 16:13
Trúnaðarbrestur hjá sjálfstæðismönnum leiddi til slita Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, óskar sínum mönnum í borgarstjórn til hamingju með að hafa myndað nýjan meirihluta í borginni og segir á ferðinni nýja kynslóð úr öllum flokkum sem unnið geti að góðum verkum. 12.10.2007 16:01
Björn Ingi fjarri góðu gamni á fyrsta fundi nýja meirihlutans Fulltrúar hins nýja meirihluta í borginni funda nú á skrifstofu borgarfulltrúa við Tjarnargötu í miðbæ Reykjavíkur. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna, er hins vegar fjarri góðu gamni og liggur veikur heima hjá sér. 12.10.2007 16:01
Keyptu lóðir í Hafnarfirði fyrir milljarð Félag í eigu Ólafs Garðarssonar lögmanns og Magnúsar Jónatanssonar athafnamanns hefur keypt fasteignir á þremur iðnaðarlóðum við hafnarsvæðið í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Vísis er kaupverðið um einn milljarður króna. 12.10.2007 15:48
Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. 12.10.2007 15:40
Vill að íþróttastyrkir verði frádráttarbærir frá skatti Lagt er til að íþróttastyrkir fyrirtækja til starfsmanna verði frádráttarbærir frá skatti samkvæmt frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að með þessu megi draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. 12.10.2007 15:12
Ríkasti maður Noregs í nokkra tíma Norska ráðgjafanum og fjárfestinum Harald Dahl brá heldur en ekki í brún þegar hann las í norskum fjölmiðlum að hann væri ríkasti maður Noregs og ætti litla hundrað milljarða. Þetta kannaðist hann einfaldlega ekki við. 12.10.2007 14:43
„Ég er Al Gore“ „Ég er Al Gore, og ég var næsti forseti Bandaríkjanna,“ hefur friðarverðlaunahafi Nóbels gjarnan sagt í kynningu á sjálfum sér. Gore hlaut friðarverðlaunin í ár ásamt alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál. Verðlaunin voru veitt fyrir að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar að heiminum af völdum loftslagsbreytinga. 12.10.2007 14:34
Gripið til fullnægjandi aðgerða vegna Fjarðarárvirkjana Iðnaðaráðherra telur að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja öryggi Fjarðarárvirkjana en hefur lagt fyrir Orkustofnun að fylgjast áfram með framkvæmdum eystra til að tryggja öryggi virkjananna. 12.10.2007 14:02
Dópsali dæmdur fyrir vopnalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, eftir að rúm tvö hundruð grömm af maríjúana og rúm tvö kíló af hassi fundust á heimili hans í Mosfellsbæ. 12.10.2007 13:57
Framsókn hefði mátt standa oftar í lappirnar í erfiðum málum „Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." 12.10.2007 13:20
Viðskiptaleg snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti Nýr meirihluti í borginni hefur engin áhrif á landsstjórnina. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun en hann telur það hafa verið viðskiptalega snilld að koma þekkingu Orkuveitunnar í verðmæti en ráðleggur þó nýjum meirihluta að selja hlut í REI að andvirði því sem Orkuveitan lagði í fyrirtækið í peningum og eignum. 12.10.2007 13:15
Vandaverk að skipta verkum í nefndum og ráðum Þegar eru skiptar skoðanir meðal stuðningsmanna nýju borgarstjórnarflokkanna, um hvort kjörfylgi eigi að ráða niðurröðun í nefndir og ráð borgarinnar, eða eitthvað annað. Ungliðar í Vinstri - grænum vilja að Björn Ingi Hrafnsson og Dagur B. Eggertsson geri hreint fyrir sínum dyrum. 12.10.2007 13:00
Vildu mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðismönnum Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag staðhæfði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að fulltrúar frá bæði Samfylkingu og Vinstri grænum hefðu leitast eftir því að stofna til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokki áður en meirihlutasamstarf þeirra og Framsóknar sprakk í gær. 12.10.2007 12:57
Eldri borgari sofnaði á rauðu Svissneska lögreglan var kölluð út til að vekja eldri borgara sem sofnaði við stýrið á rauðu ljósi í Bottmingen í Sviss. Urs Maurer sem er 78 ára stoppaði eins og lög gera ráð fyrir á þegar hann sá rautt ljós. Á meðan hann beið eftir grænu varð hann svo svefndrukkinn að hann sofnaði. Aðrir ökumenn reyndu árangurslaust að flauta og banka á rúðuna til að vekja hann. 12.10.2007 12:57
Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. 12.10.2007 12:52
Samstarf við sjálfstæðismenn ekki á vetur setjandi Fundur hófst nú á hádegi hjá framsóknarmönnum í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Þar ætluðu Björn Ingi Hrafnsson og Óskar Bergsson, fulltrúar flokksins í borgarstjórn, að fara yfir nýjustu sviptingar í borgarstjórn með flokksmönnum sínum. 12.10.2007 12:24
Skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreðs Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkurborgar er samansafn af fólki sem hefur það eitt markmið að halda völdum segir Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra. Hann segir Björn Inga skilgetið pólitískt afkvæmi Alfreð Þorsteinssonar. 12.10.2007 12:15
Sjálfstæðismenn funda í Valhöll um stjórnarslit í borginni Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna situr nú á fundi í Valhöll og ræðir stöðu mála. Einnig hyggst hann funda með Verði fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík síðar í dag. Það var þungt hljóðið í borgarfulltrúum þegar þeir komu á fundinn. 12.10.2007 12:10
Tyrkir kalla sendiherra frá Bandaríkjunum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa kallað sendiherra sinn í Washington tímabundið heim til viðræðna. Það er gert vegna andstöðu við ákvörðun bandaríska þingsins um að skilgreina morð Tyrkja á Armönum árið 1915-1917 sem þjóðarmorð. Ályktun þess efnis var samþykkt af utanríkismálanefnd þingsins og fer þaðan til atkvæðagreiðslu hjá fulltrúaráðinu. 12.10.2007 11:50