Fleiri fréttir

Tæpar 82 milljónir í biðlaun alþingismanna

Útgjöld ríkisins vegna biðlauna þeirra alþingismanna sem létu af þingmennsku eftir síðustu kosningar nema tæpum 82 milljónum króna. Þetta kemur fram í fjáraukalögum.

Rifist um hlátur Hillary

Heiftarlegar deilur hafa nú brotist út í Bandaríkjunum út af hláturskasti sem Hillary Clinton fékk í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina.

Evrópa berst gegn dauðarefsingum

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn dauðarefsingum og fyrsti sérstaki dagurinn í Evrópu gegn dauðarefsingum. Evrópuráðið skipulagði daginn ásamt mannréttindasamtökum eftir tilraun Pólverja til að hindra áformin með því að beita neitunarvaldi. Pólverjar vilja að sambandið fordæmi einnig fóstureyðingar og líknardráp.

Vill jarðsetja Lenin

Háttsettur embættismaður í Kreml vill að lík Vladimirs Lenins verði flutt úr grafhýsi á Rauða torginu og jarðsett. Lenin var smurður eftir lát sitt árið 1924 og hefur verið í grafhýsinu síðan. Mikill fjöldi manna heimsækir það árlega til þess að berja byltingarleiðtogann augum.

Gæslan kannar aðstæður á Jan Mayen

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og hópur starfsmanna Gæslunnar heimsóttu í liðinni viku Jan Mayen og kynntu sér búnað á staðnum.

Ráðherra vill ákvæði í stjórnarskrá til verndar íslenskunni

Tryggja verður stöðu íslenskunnar með lögum og sérstöku ákvæði í stjórnarskrá að mati Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Ráðherra segist ætla beita sér sérstaklega fyrir því að ákvæðið verði sett í stjórnarskrá.

Trúverðugleiki borgarstjóra að miklu leyti horfinn

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur ólíklegt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sitji áfram á næsta kjörtímabili og segir hann eiga mikið verk fyrir höndum við að vinna aftur traust borgarbúa.

Ráðherra boðar heimasíðu fyrir lesblinda

Opnuð verður sérstök heimasíða fyrir lesblinda nemendur í grunn- og framhaldsskólum í því skyni að efla upplýsingagjöf um málið. Þetta kom fram í máli Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þá verður gripið til margvislegra aðgerða til að auka úrræði fyrir lesblind börn.

Barnaþrælkun á Indlandi þrátt fyrir bann

Þrátt fyrir að Indversk lög hafi tekið gildi fyrir ári síðan sem banna að börn undir 14 ára starfi við heimilishjálp eða við sölu matvæla, eru milljónir barna enn í vinnu. Þetta er upplýsingar nýrrar skýrslu samtakanna Save the Children.

Fjórir af hverjum fimm vilja Vilhjálm burt

Ríflega 82 prósent þeirra sem tóku þátt í netskoðanakönnun Vísis telja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að standa upp úr stól borgarstjóra í kjölfar mikillar gagnrýni á störf hans í málum Reykjavik Energy Invest.

Erkki Tuomioja verður næsti forseti Norðurlandaráðs

Fyrrum utanríkisráðherra Finnlands, jafnaðarmaðurinn Erkki Tuomioja, verður forseti Norðurlandaráðs árið 2008 . Sænska fréttaþjónustan Internytt greinir frá þessu. Fréttaþjónustan segir ríkisstjórnarflokkana og jafnaðarmenn hafa orðið sammála um skipan í embættið á þriðjudag.

Launaleynd afnumin og Jafnréttisstofa efld

Launaleynd verður afnumin og eftirlit Jafnréttisstofu verður eflt ef frumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna verður að lögum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarpið sem nú er til umfjöllunar í þingflokkum stjírnamálaflokkanna.

Kaupréttarsamningar ekki við hæfi

Lykilstjórnendur í Orkuveitu Reykjavíkur gætu misst vinnuna fyrir að hafa ekki upplýst borgarfulltrúa með nægilega glöggum hætti um kaupréttarsamninga og fleira í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy. Heilbrigðisráðherra, sem var hvatamaður að stofnun REI, segir kaupréttarsamningana ekki við hæfi.

Karfi á borðum meirihlutans

Borgarstjórnarmeirihlutinn kom saman til fundar nú í hádeginu til þess að undirbúa sig fyrir aukafund í borgarstjórn í dag.

Ferðast um í stól

Bílaframleiðandinn Toyota kynnti sína nýjustu hönnun í morgun "i-Real". Um er að ræða faratæki sem er í laginu eins og stóll og kemst á allt að þrjátíu kílómetra hraða.

Lennon víða minnst

Þess var minnst víðar en á Íslandi í gær að bítillinn John Lennon hefði orðið sextíu og sjö ára í gær væri hann enn á lífi. Aðdáendur Lennon og Bítlanna söfnuðust saman í Central Park í New York í Bandaríkjunum í gær.

Alcan braut persónuverndarlög

Persónuvernd hefur komist að því Alcan hafi brotið gegn lögum um persónuvernd þegar félagið aflaði upplýsinga um afstöðu fólks til stækkunar álvers félagsins í Hafnarfirði í mars síðastliðnum.

Danskar hjúkrunarkonur æfar út í JBS

Danskar hjúkrunarkonur eru æfar út í nýjustu auglýsingaherferð nærfataframleiðandans JBS og segja að í henni séu hjúkrunarkonur sýndar sem vændiskonur. Hefur stéttarfélag hjúkrunarkvenna nú hvatt almenning í Danmörku til að sniðganga vörur JBS í verslunum.

Engar upplýsingar um kjarnorkusprengju Írana

Vladimir Putin forseti Rússlands sagði í dag að engar upplýsingar væru til um að Íranar væru að reyna að smíða kjarnorkusprengju. Hann sagði að Moskva deildi áhyggjum Vesturlanda um kjarnorkuáætlun Írana, hún yrði að vera gegnsæ.

Meðvitundarlaus eftir fall við Norðurbakka

Karlmaður liggur meðvitundarlaus eftir að hafa fallið nokkra metra á milli hæða í byggingu við Norðurbakka í Hafnarfirði. Sjúkralið var kallað að staðnum en ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um tildrög slyssins né hversu mikið slasaður maðurinn er.

Tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna OR

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hyggjast ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna Orkuveitunnar, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, formanns borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna.

Vinnubrögð við sölu NATO-eigna ámælisverð

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri-grænna telur að vinnubrögð fjármálaráðuneytisins við söluna á fyrrum eignum NATO í Hvalfirði séu ámælisverð. Hefur hann lagt fram fyrirspurn um málið á alþingi.

Fíll drap þjálfara sinn

Taugaveiklaður fíll í rússneskum dýragarði drap dýraþjálfara sinn í dag með því að lemja rananum einu sinni kröftuglega í hana. Verið var að undirbúa flutning dýrana frá dýragarðinum í Moskvu til dýragarðs á Spáni. Atvikið varð þegar þeir voru reknir um borð í sérhannaðan pallbíl.

Jóhanna heimsækir geðfatlaða

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heimsækir í dag fimm íbúa í nýjum íbúðum fyrir geðfatlaða við Lindargötu í Reykjavík.

Fékk áttfalt blóðmagn úr Blóðbankanum

Karlmaður á fertugsaldri fékk 40 lítra af blóði eftir að hafa slasast alvarlega þegar bíll hans valt á Hellisheiði eystri á miðvikudag fyrir hálfum mánuði.

Súdanski herinn neitar árás á Darfur

Súdanski herinn hefur neitað að ráðist á eina uppreisnarhóp í Darfur sem skrifaði undir friðarsamkomulag við stjórnina. Herinn segir ættbálkaerjur orsök átaka í bænum Muhajiriya þar sem 45 létust. Sudanski frelsisherinn var eini hópur uppreisnarmanna sem skrifuðu undir friðarsamkomulagið árið 2006 og varð þannig hluti af stjórn landsins.

13 tilboð bárust í NATO-eigur

Alls bárust 13 tilboð í fyrrum eigur NATO í Hvalfirði. Skeljungur átti efsta tilboðið og nam það 473,1 milljón kr. Meðal þeirra sem buðu í eigurnar voru Hvalfjarðarsveit og Faxaflóahafnir í sameingu.

Þjóðverji fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði

Þýski vísindamaðurinn Gerhard Ertl vann Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rannsóknir á efnaferli í föstum flötum að því er Sænska vísindaakademían skýrði frá í morgun. Ertl fær 93 milljónir í verðlaun fyrir rannsóknirnar sem hjálpa vísindamönnum að skilja ýmsa ferla í föstum efnum, eins og til dæmis af hverju járn ryðgar.

Forsetinn við opnun höfuðstöðva IAE

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur opnun höfuðstöðva orkuútrásarfyrirtækisins Iceland America Energy í Bandaríkjunum á föstudag eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Talið að sjö börn hafi gist hjá Madeleine

Portúgalska lögreglan telur að Madeleine og tvíburasystkyni hennar hafi ekki verið ein í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz kvöldið sem stúlkunni var rænt. Portúgalska blaðið 24 Horas heldur því fram að lögreglan telji að börn sjö vina þeirra hafi einnig verið í íbúðinni 3. maí síðastliðinn.

Nýtt lyf gegn ofdrykkju?

Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að lyf sem upphaflega var þróað gegn mígreni geti hjálpað alkóhólistum við að ná tökum á drykkju sinni án þess að þurfa að fara í meðferð.

Hass tekið á hótelherbergjum

Níu manns voru handteknir eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í herbergjum á tveimur hótelum í miðborginni í gær. Samtals fundust um hundrað grömm af hassi og lítilræði af öðrum fíkniefnum.

Eymdin vex hjá flóttamönnum í Írak

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af þeim rúmlega tveimur milljónum Íraka sem eru á vergangi í landinu vegna átakanna þar. Fregnir berast nú um að 11 af 18 héraðsstjórum landsins hafi lokað fyrir flóttamannastraum inn á sín svæði og eykur það enn á eymd þessa fólks.

Fyrstu síldinni landað

Fyrstu síldinni á þessari haustvertíð var landað á Fáskrúðsfirði og Höfn í gær, þegar þrjú skip lönduðu á bilinu 100 til 150 tonnum hvert. Síldin, eða Suðurlandssíldin, eins og þessi stofn er kallaður, er flökuð og fryst til manneldis. Eitthvað er þó enn saltað í tunnur á Fáskrúðsfirði.

Stakk mann í bakið með skærum

Kona á fimmtugsaldri stakk mann á sextugsaldri í bakið með skærum, í fjölbýlishúsi í Vesturborginni upp úr miðnætti. Maðurinn forðaði sér yfir í næsta stigagang og kallaði á hjálp.

Rannsókn á meiðyrðum í Lúkasarmálinu í fullum gangi

Lögreglan er að rannsaka kæru Helga Rafns Brynjarssonar vegna Lúkasarmálsins svokallaða. Lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar sem kært hefur 100 manns fyrir hótanir og meiðyrði í kjölfar þess að hann var sagður hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri í sumar segist hafa rætt við Jón HB Snorrason, yfirlögregluþjón í dag. Jón hafi fullvissað hann um að málið væri í rannsókn.

Hulda Sólrún fundin heil á húfi

Hulda Sólrún Aðalsteinsdóttir er komin fram. Að sögn lögreglu fannst stúlkan á Höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu síðan heil á húfi. Ekkert hafði spurst til Huldu Sólrúnar síðan á miðvikudaginn var.

81 prósent vilja Vilhjálm burt úr borgarstjórastólnum

Nú hafa 2500 manns tekið þátt í könnun Vísis þar sem spurt er hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að segja af sér sem borgarstjóri í kjölfar mikillar gagnrýni sem á honum hefur dunið í REI málinu. 81,1 prósent vilja að borgarstjóri segi af sér en 18,9 prósent eru á því að hann eigi að sitja áfram.

Níu handteknir vegna fíkniefnabrota í dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók seinnipartinn í dag níu menn víðsvegar um bæinn vegna gruns um fíkniefnabrot. Húsleitir voru framkvæmdar á nokkrums stöðum í borginni og í þeim fundust um 100 grömm af hassi og lítilræði af öðrum efnum.

Sjá næstu 50 fréttir