Fleiri fréttir

Heiðursmorð á strúti

Tveir ungir Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að skjóta til bana strút sem hafði sparkað þeim um koll.

Bjarni Harðarson vill að Vilhjálmur og Björn Ingi segi af sér

Borgarstjóri laug eða komst afar óheppilega að orði um vitneskju sína af kaupréttarsamningum manna í REI. Þetta segir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri virðist hafa orðið tvísaga um það sem fram fór á fundinum. Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar segir að Vilhjálmur og formaður borgarráðs eigi að segja af sér.

Tyrkir vilja ráðast inn í Írak

Forsætisráðherra Tyrklands hefur veitt samþykki sitt fyrir meiriháttar innrás í Írak, til þess að berja á kúrdiskum uppreisnarmönnum þar.

Arnar Þór nýr bæjarstjóri á Blönduósi

Bæjarstjórn Blönduósbæjar ákvað í dag að ráða Arnar Þór Sævarsson, lögfræðing sem bæjarstjóra í kjölfar þess að Jóna Fanney Friðriksdóttir sagði nýverið upp starfinu eftir tæp 6 ár sem bæjarstjóri.

Sherry aftanfrá

Tammy Jean Warner var ákærð fyrir manndráp af gáleysi eftir að hún hellti úr tveim stórum Sherry flöskum upp í endaþarm eiginmanns síns.

Ungir jafnaðarmenn mótmæla flýtisölu á REI

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir furða sig á hringlandahætti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavík Energy Invest. Ungliðarnir telja það afleita hugmynd borgarfulltrúa flokksins að selja beri hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu með flýti.

Manndrápsbjörn skotinn til bana

Bjarndýr sem talið er hafa drepið veiðimann og hund hans í Mið-Svíþjóð í gær, var skotið til bana í dag.

Ringo kominn til landsins

Ringo Starr, fyrrverandi trommari Bítlanna, kom til landsins nú á fjórða tímanum og lá vel á honum að sögn Páls Ketilssonar, ritstjóra Víkurfrétta, sem náði tali af kappanum í Lefisstöð.

Íslensk börn hætt komin í dönskum skólabruna

Íslensk börn voru meðal nemenda í dönskum barnaskóla sem voru hætt komin þegar skólinn brann til kaldra kola í gær. Faðir íslenskrar telpu segir að hún hafi orðið að forða sér í svo miklum fllýti

Ráðgátan um liti Iapetusar

Vísindamenn telja sig nú vera nærri því að leysa gátuna um hina dularfullu liti Iapetusar, fylgitungls Satúrnusar. Lengi hefur það vafist fyrir mönnum að finna skýringu á því afhverju annar helmingur yfirborðs tunglsins er þakin svörtu efni en hinn hvítu.

Portúgalskur nauðgari enn erlendis

Luis Da Silva Conçalves sem var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun í síðasta mánuði er enn staddur erlendis.

Madeleine: Nýr fulltrúi tekur við rannsókn

Paulo Rebelo einn virtasti rannsóknarlögrelumaður í Portúgal hefur tekið yfir rannsókn málsins á hvarfi Madeleine McCann. Hann tekur við af Goncalo Amaral sem var rekinn eftir að hann ásakaði foreldra stúlkunnar um að ráðskast með bresku lögregluna.

Beygir sig ekki fyrir herforingjunum

Búrmiska andófskonan Aung San Suu Kyi segir að hún geti ekki fallist á þau skilyrði sem herforingjastjórnin setur fyrir viðræðum við hana.

Sakar ríkisstjórnina um að sýna þjóðinni lítilsvirðingu

Hart var deilt um fyrirhugaðan flutningsstyrk Atvinnuleysistryggingarsjóðs til fólks á landsbyggðinni á Alþingi í dag. Kristinn H. Gunnarsson sagði ríkisstjórnina vera bera fé á almenning og kallaði styrkina lítilsvirðingu gagnvart þjóðinni. Óheppileg tímasetning á endurskoðun styrkjanna sagði ráðherra.

Fórnarlömb stríðsátaka flýja til Íslands

Konum í Kólumbíu er nauðgað og þær búa við mikla neyð í því stríðsástandi sem þar geysar. Í mörgum tilfellum hafa þær enga fyrirvinnu og þurfa að afla allra nauðsynja fyrir sig og börn sín án hjálpar.

Stendur ekki til að einkavæða allar orkulindir

Ekki stendur til að einkvæða allar orkulindir og ekki selja Orkuveitu Reykjavíkur til einkaaðila. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Segir borgarstjóra ljúga um kaupréttarsamninga

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn OR, staðfestir í samtali við Vísi að kaupréttarsamningar vegna REI hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Þetta er þvert á það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur haldið fram. Á fundinum tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy.

REI - Hvað, hvenær, hvernig ... og hver

Saga Reykjavik Energy Invest er stutt en afar átakamikil síðustu daga. Miklar deilur spruttu upp innan borgarstjórnar vegna ákvörðunar um sameiningu REI og Geysir Green Energy. Farið hefur verið fram á að borgarstjóri og fulltrúi framsóknarflokks í borgarstjórn víki úr borgarstjórn vegna málsins. Stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur var látinn fjúka og borgarstjóri er sagður ljúga.

Ökuþór dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt

Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Maðurinn keyrði meðal annars án ökuréttinda og þá var hann tekinn með fíkniefni í sínum vörslum.

Almennar lækkanir í Kauphöllinni í dag

Hlutabréf lækkuðu almennt í Kauphöll Íslands þegar hún opnaði í morgun. Þegar klukkan sló tólf hafði gengi Atlantic Petrolium lækkað mest eða um 6,19 prósent en gengi bréfa 365 lækkaði um 1,1 prósent, Össurar um 0,93 prósent og Atorku um 0,7 prósent.

Birtist Paul McCartney óvænt vegna friðarsúlu?

Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð í Viðey þegar klukkuna vantar átta mínútur í átta í kvöld í beinni útsendingu á Stöð tvö. Mikil spenna ríkir um það hvort Sir Paul McCartney birtist óvænt og verði með þeim Ringo Starr, Sean Lennon og Oliviu Harrison við athöfnina og heiðri þannig minningu John Lennons á fæðingardegi hans, en Lennon hefði orðið 67 ára í dag.

Hægt að vera góður Evrópubúi utan ESB

Forsætisráðherra hrósar Evrópusambandinu vegna aðgerða í umhverfismálum en ítrekar um leið þá afstöðu af hægt sé að vera góður Evrópubúi utan sambandsins.

Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut

Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI.

Næstbest að búa á Íslandi

Ísland er í öðru sæti á lista bandaríska tímaritsins Reader's Digest yfir þær þjóðir þar sem best þykir að búa. Listinn er byggður á könnun bandaríska umhverfishagfræðingsins Matthew Kahn sem náði til 141 lands.

Fær Gore friðarverðlaun Nóbels?

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna þykir líklegastur til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels í ár ef marka má norræna veðbanka. Hann hefur líkurnar einn á móti fjórum.

Toppskarfur í útrýmingarhættu við Íslandsstrendur

Toppskarfur við Íslandsstrendur stefnir í útrýmingarhættu og flestir aðrir sjófuglar á norðurslóðum eru á hröðu undanhaldi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um fuglalíf á norðurslóðum.

Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag

Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag þar á meðal Guðmundur Steingrímsson sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðmundur segist ætla láta að sér kveða á þeim tíma sem hann mun sitja á þingi.

Enn von um Paul McCartney í Viðey

Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð í Viðey þegar klukkuna vantar átta mínútur í átta í kvöld í beinni útsendingu á Stöð tvö. Mikil spenna ríkir um það hvort Sir Paul McCartney birtist óvænt og verði með þeim Ringo Starr, Sean Lennon og Oliviu Harrison við athöfnina og heiðri þannig minningu John Lennons á fæðingardegi hans, en Lennon hefði orðið 67 ára í dag.

HV vill fimm meistaranámsleiðir á fimm árum

Fimm alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi, frumgreinanám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda skiptinema eru meðal hugmynda sem Háskólasetur Vestfjarða vinnur að til framtíðar.

Bílasprengja sprakk í Bilbao

Að minnsta kosti einn er slasaður eftir að bílasprengja sprakk í borginni Bilbao sem tilheyrir landsvæði Baska á norðurhluta Spánar í morgun. Spænskir fjölmiðlar sögðu fyrst að maðurinn, sem er lífvörður stjórnmálamanns í jafnaðarmannaflokki staðarins, hefði látist. Þær fréttir voru síðar dregnar til baka af varnamálaráðuneytinu.

Ógöngur Vilhjálms borgarstjóra

Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Á meðal umdeildra verkefna hans er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati.

Launmorð með geislavirku eitri

Eitt af best geymdu leyndarmálum kalda stríðsins er nú komið í ljós. Bandaríski herinn kannaði það á sínum tíma hvort fýsilegt væri að nota geislavirkt eitur til launmorða á áhrifamiklum einstaklingum sem taldir voru óvinir Bandaríkjanna.

Hörð mótmæli VG á Akranesi

Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem viðgengist hafa innan Orkuveitu Reykjavíkur og almenningur hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur.

Sjá næstu 50 fréttir