Fleiri fréttir Clinton hafði flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði ör stutta viðdvöl og flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli í morgun, á leið sinni til Færeyja, þar sem hann ætlar að flytja fyrirlestur á ráðstefnu færeyska atvinnulífsins í dag. 1.10.2007 09:58 Fimmtán manns fórust í sprengingu í Pakistan Fimmtán manns fórust og að minnsta kosti 20 særðust í sprengingu í norðvestur Pakistan í nótt. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 1.10.2007 08:25 Línubáturinn Signý dregin heim aflvana Björgunarbáturinn Björg frá Rifi kom seint í gærkvöldi til heimahafnar með línubátinn Signýju HU í togi, eftir að vélin í Signýju bilaði á miðunum í gær. Þá var báturinn um 30 sjómílur suður af Látrabjargi. Tveir menn voru um borð og voru þeir aldrei í hættu, enda var blíðskapar veður á Breiðafirði í gær. 1.10.2007 08:19 Ísraelar láta lausa 87 palestínska fanga Ísraelar ætla í dag að leysa úr haldi 87 Palestínumenn. Fangarnir eru allir meðlimir í Fatah hreyfingunni eða stjórnmálahreyfingum sem tengjast henni. 1.10.2007 08:06 Hross hljóp í veg fyrir bíl Hross hljóp á bíl á Skagafjarðarbraut skammt frá Blönduósi í gærkvöldi og meiddist það mikið, að grípa þurfti til þess að aflífa það á staðnum. Þrír ungir menn voru í bílnum, en engan þeirra sakaði. Hesturinn stökk á aðra hlið bílsins og féll við það í veginn. Bíllinn skemmdist eitthvað, en var ökufær eftir slysið.- 1.10.2007 08:00 Forseti Ekvador lýsir yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings Rafael Correa, forseti Ekvador hefur lýst yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings, sem fóru fram í gær. Ekki er búið að tilkynna um niðurstöður kosninganna en útgönguspár benda til að flokkur Correas fái rúman meirihluta á þinginu. Forsetinn vill að stjórnlagaþingið geri verulegar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Andmælendur forsetans segja hins vegar að þær breytingar sem forsetinn hafi í huga verði einungis til þess að auka vald hans. Þrír forsetar hafa ríkt í Ekvador á aðeins 10 árum og ríkisstjórnir þar í landi hafa oft sætt mikilli gagnrýni. 1.10.2007 07:24 Nýr stjórnarmeirihluti í Úkraínu Útgönguspár benda til að flokkur Viktors Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko geti myndað stjórnarmeirihluta í Úkraínu. Kosningar fóru fram í gær. Samkvæmt spám hlaut flokkur Viktors Yanukovych forsætisráðherra tæp 36%. Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko eru hins vegar með samtals 45% fylgi. Gert er ráð fyrir að Tymoshenko fari fram á stjórnarmyndunarumboð í dag. 1.10.2007 07:20 Lögreglan rannsakar hópslagsmál Lögreglan á Húsavík mun í dag halda áfram rannsókn á hópslagsmálum, sme brutust út á veitingastað í bænum í fyrrakvöld með aðild heimananna og erlendra verkamanna. Einn kjálkabrotnaði, annar fótbrotnaði og var fluttur á sjukrahús á Akureyri, og þrír meiddust talsvert og þurftu að leita læknis. Tildrög eru enn óljós og býst lögregla við að kærur verði lagðar fram á báða bóga í dag.- 1.10.2007 07:15 Enginn augljós sigurvegari í Úkraínu Kjörstöðum hefur verið lokað í Úkraínu í þriðju þingkosningum í landinu á þremur árum. Útgönguspár segja engan afdráttarlausan sigurvegara. Þær sýna að flokkur forsetans Viktor Yushchenko hafi nauman meirihluta yfir flokki forsætisráðherrans Viktor Yanukovych. Blásið var til kosninganna til að leysa pólitíska deilu á milli mannanna tveggja. 30.9.2007 21:50 Gyðingar æfir vegna Nazi rúmteppalínunnar Leiðtogar gyðingasamfélagsins á Indlandi hafa látið í ljós reiði vegna nýrrar rúmteppaalínu sem kölluð er Nazi Collection. Húsgagnafyrirtækið er staðsett í Mumbai og notar hakakrossa í kynningarskyni. Framleiðendurnir segja nafnið standa fyrir New Arrival Zone for India og sé ekki ætlað að láta í ljós gyðingahatur. Gyðingar eru æfir vegna þessa og segjast munu kæra fyrirtækið. 30.9.2007 20:49 Ragnar klökknaði á Gullna svaninum Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri klökknaði þegar tilkynnt var á kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að mynd hans Börn hefði verið valin besta mynd hátíðarinnar og hlotið Gullna svaninn. 30.9.2007 19:56 Heilbrigðiskerfið of flókið Læknafélagið vill að stofnað verði embætti umboðsmanns sjúklinga sem standi vörð um réttindi þeirra. Heilbrigðiskerfið er of flókið og sjúklingar þekkja ekki réttindi sín segir fyrsti kvenformaðurinn í 90 ára sögu Læknafélagsins. 30.9.2007 19:21 140 börn á biðlista eftir talþjálfun hjá Talþjálfun Reykjavíkur Talþjálfun Reykjavíkur hefur sagt upp samningi við Tryggingastofnun. Forsvarsmenn fyrirtækisins harma að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og stofnunarinnar. Um hundrað og fjörutíu börn á öllum aldri eru á biðlista eftir að komast í talþjálfun hjá Talþjálfun Reykjavíkur. 30.9.2007 19:12 Flugvél í Bónus Baugur gerir þokkalega vel við þá forstjóra sem standa sig í stykkinu ef marka má frétt í breska blaðinu Telegraph. 30.9.2007 19:02 Dauðadæmd sjávarpláss Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður. 30.9.2007 18:56 Saving Iceland mótmæla í London Samtökin Saving Iceland hyggja á mótmæli í London gegn ofsóknum íslenskra stjórnvalda gagnvart aðgerðarsinnum samtakanna. Mótmælin munu fara fram á þriðjudag. Samtökin berjast gegn þungri iðnvæðingu á Íslandi. Í yfirlýsingu segir að Ísland reyni að vísa öllum mótmælendum hreyfingarinnar úr landi. 30.9.2007 17:56 Þrýst á Brown um kosningar Eftir innan við 100 daga í embætti gæti Gordon Brown forsætisráðherra Breta þurft að taka þá afdrifaríku ákvörðun hvort blása eigi til þingkosninga. Íhaldsmenn hvöttu forsætisráðherrann mjög til þess á flokksþingi sínu í Blackpool í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Brown mikilla vinsælda og hefur töluvert forskot á David Cameron keppinaut sinn úr Íhaldsflokknum. 30.9.2007 17:25 Bresk hjón fengu 11 milljón króna símreikning Breskum hjónum brá heldur betur í brún þegar símreikningur upp á 11 milljónir íslenskra króna datt inn um lúguna hjá þeim. Dawn og Tyrone Chadwich búa í bænum Gronant skammt frá Liverpool. Þegar Dawn opnaði reikninginn kom í ljós að sjö mínútna símtal til Chester, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra í burtu, kostaði níu og hálfa milljón, fyrir utan virðisaukaskatt. 30.9.2007 16:48 Aflvana bátur undan Snæfellsnesi Línubáturinn Signý HU frá Blönduósi er nú aflvana út af Snæfellsnesi. Tilkynning barst til hafnaryfirvalda á Rifi upp úr klukkan tvö í dag. Björgunarbáturinn Björg frá Rifi fór til aðstoðar og er nú norður undir Bjargi á leið til línubátsins sem liggur 33 sjómílur frá Rifi. Páll Stefánsson skipstjóri Bjargar segist áætla að ná til Signýjar rétt fyrir klukkan fimm. 30.9.2007 16:12 Búist við sigri Yanukovych í Úkraínu Búist er við að flokkur Viktors Yushchenkos forseta Úkraínu bíði afhroð í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Flokki forsætisráðherrans, Viktors Yanukovych, er hins vegar spáð stærstum hluta atkvæða í útgönguspám. 30.9.2007 14:54 13 létust í sprengjuárás í Tyrklandi Tala látinna eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi er nú komin í 13 samkvæmt upplýsingum þarlendra embættismanna. Sjö öryggisverðir og fimm borgarar létur lífið og tveir slösuðust í árásinni. Lík sjö ára gamals drengs fannst svo við litla rútu sem uppreisnarmennirnir réðust að. Drengurinn var sonur annars fórnarlambs árásinnar. 30.9.2007 14:31 Amma fæddi eigin barnabörn Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar. 30.9.2007 13:57 Ásatrúarmenn blótuðu undir Hafnarfjalli Vættarblót ásatrúarfélags Íslands var haldið í Hafnarskógi undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Ásatrúarfélagið heldur nokkur blót yfir árið. Á þeim er drukkið við varðeld til heilla guðum og góðum vættum. Drykkjarhorn með mjöði er látið ganga milli manna sem standa við eldinn. 30.9.2007 13:29 Úkraína - Kosningar leysa ekki stjórnarkreppu Úkraínumenn gengu til þingkosninga í dag, en skoðanakannanir benda ekki til þess að þær verði til að leysa stjórnarkreppu sem hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Forseti Úkraínu, Viktor Jústsénko, greiddi atkvæði með fjölskyldu sinni í morgun. Hann komst til valda í appelsínugulu byltingunni svokölluðu fyrir tæpum þremur árum. 30.9.2007 13:16 Drápu 12 friðargæsluliða í Darfur Tólf friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur í Súdan létust í árás á herbúðir bandalagsins í dag. Tuttugu og fimm manns slösuðust. Þetta er mesta mannfall í röðum friðargæsluliða bandalagsins frá því þeir komu til landsins árið 2003. 30.9.2007 13:05 Segir þúsundir látna í Mjanmar Ofursti úr stjórnarhernum í Mjanmar segir að þúsundir manna hafi fallið í árásum hersins á stjórnarandstæðinga undanfarna daga. Norskur blaðamaður, sem er staddur í frumskóginum á landamærum Tælands og Mjanmars, segir að ofurstinn hafi neitað að ráðast á munka og sé nú flúinn með fjölskyldu sína. Hann sækist eftir hæli í Noregi. 30.9.2007 12:41 Vilja strætó um allan Eyjafjörð Háskólinn á Akureyri kannar nú grundvöll þess að strætó aki um allan Eyjafjörð. Sveitarstjórnarmenn vilja fá stuðning frá ríkinu í það verkefni. Árið 1999 var flutt tillaga á Alþingi um strætó á Eyjafjarðarsvæðinu en þar búa um 25.000 manns. Málið hlaut ekki hljómgrunn þá, en í millitíðinni hefur ýmislegt breyst. Nemendum hefur meðal annars stórfjölgað við Háskólann á Akureyri. 30.9.2007 12:24 Mótvægisaðgerðir rothögg fyrir sumar byggðir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Frjálslyndra furðar sig á því að fólki verði boðinn styrkur af opinberu fé til að flytja ur sjávarplássunum þangað sem atvinnan er - það er, á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir hann í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Samþjöppun í sjávarútvegi og fækkun starfa geti orðið svo gott sem rothögg fyrir sumar byggðir, en mótvægisaðgerðirnar séu hvorki fugl né fiskur. 30.9.2007 11:48 Rekin húshjálp grunuð um rán Madeleine Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. 30.9.2007 11:21 Skjálftar í Kyrrahafi Snarpur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi um 500 kílómetra suðvestur af Nýjasjálandi í morgun en engar fréttir hafa borist af neinum skaða og yfirvöld telja ólíklegt að hann hafi valdið flóðbylgju. Skjálftinn var 7,4 stig. 30.9.2007 10:34 Anand nýr heimsmeistari í skák Indverjinn Vishwanathan Anand er nýr heimsmeistari í skák. Hann varð efstur með níu stig á átta manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Mexíkóborg. 30.9.2007 10:33 Kviknaði í fjölbýlishúsi í Reykjavík Eldur kom upp í fjölbýlishúsi að Nýlendugötu 29 í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Fimmtán manns og tvö börn voru í húsinu, flestir komust út að sjálfsdáðun, en slökkvilið aðstoðaði aðra. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar reykeitrun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í eldhúsi á annarri hæð hússins. 30.9.2007 10:15 Hoppaði í höfnina á Stokkseyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Klukkan fjögur var hún kölluð út þar sem kona hafði hoppað í höfnina á Stokkseyri. Ekki er vitað hvað henni gekk til, en henni var bjargað úr sjónum áður en lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn. 30.9.2007 10:04 Dularfullur eldsvoði á Draugabarnum Klukkan fimm í nótt kviknaði í stól á Draugabarnum á Stokkseyri. Stóllinn var á svölum hússins þegar kviknaði í honum. Engar skýringar eru á því af hverju hann varð alelda, en staðurinn lokaði tveimur klukkustundum áður en kviknaði í. Lögreglumenn sem voru í útkalli við höfnina tóku eftir reyk frá svölunum og könnuðu málið. Engar frekari skemmdir urðu á staðnum, en stóllinn er ónýtur. 30.9.2007 09:53 Réðist á lögreglumann í Reykjanesbæ Lögreglumaður í Reykjanesbæ hlaut talsverða áverka í nótt þegar maður réðist á hann á Hafnargötu og kýldi í andlitið. Lögreglumenn voru að leysa upp slagsmál þegar maðurinn réðist á einn þeirra. Árásarmaðurinn er á tvítugsaldri og var undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og gistir fangageymslur en verður yfirheyrður seinna í dag. 30.9.2007 09:47 Gambari hitti Suu Kyi í morgun Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar, Ibrahim Gambari, hitti í morgun leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem er í stofufangelsi. Gambari kom til Yangon stærstu borgar Mjanmar í morgun. 30.9.2007 09:30 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda á morgun Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda verða á hátíð sem hefst í Grafarvogskirkju klukkan 15 á morgun. Menntamálaráðherra setur keppnina sem 52 grunnskólar tóku þátt í. Forseti Íslands heldur ræðu og afhendir verðlaunin. Orka og umhverfi verða í fyrirrúmi í keppninni. 29.9.2007 21:00 Fræðsla um réttindi samkynhneigðra á Íslandi Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Frosti Jónsson formaður Samtakanna 78 undirrituðu í dag samning um að koma að gerð fræðslubæklings um réttindi samkynhneigðra á Íslandi fyrir útlendinga sem eru búsettir hér á landi. 29.9.2007 19:04 Kvótaskerðing ekki möguleg í tíð síðustu ríkisstjórnar Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið hægt að grípa til nauðsynlegrar skerðingar veiðiheimilda í tíð síðustu ríkisstjórnar. Eitt það hrikalegasta sem gæti hent Íslendinga væri að missa þorskstofninn og hann ætlaði ekki að láta það gerast í tíð þessarar ríkisstjórnar. 29.9.2007 19:02 Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. 29.9.2007 19:00 Enginn stuðningur við börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis Enginn stuðningur er við börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi líkt og fyrir fullorðin fórnarlömb kynferðisbrota, fyrr en búið er að taka af þeim skýrslu fyrir dómi, segir hæstaréttarlögmaður. Brýnt sé að koma á úrræðum sem veiti börnum og foreldrum þeirra stuðning frá upphafi. 29.9.2007 18:57 Byltingarkennd tilraun Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. 29.9.2007 18:45 Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. 29.9.2007 18:45 Ráðherra burt af þingi Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu. 29.9.2007 18:45 Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. 29.9.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Clinton hafði flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði ör stutta viðdvöl og flugvélaskipti á Keflavíkurflugvelli í morgun, á leið sinni til Færeyja, þar sem hann ætlar að flytja fyrirlestur á ráðstefnu færeyska atvinnulífsins í dag. 1.10.2007 09:58
Fimmtán manns fórust í sprengingu í Pakistan Fimmtán manns fórust og að minnsta kosti 20 særðust í sprengingu í norðvestur Pakistan í nótt. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. 1.10.2007 08:25
Línubáturinn Signý dregin heim aflvana Björgunarbáturinn Björg frá Rifi kom seint í gærkvöldi til heimahafnar með línubátinn Signýju HU í togi, eftir að vélin í Signýju bilaði á miðunum í gær. Þá var báturinn um 30 sjómílur suður af Látrabjargi. Tveir menn voru um borð og voru þeir aldrei í hættu, enda var blíðskapar veður á Breiðafirði í gær. 1.10.2007 08:19
Ísraelar láta lausa 87 palestínska fanga Ísraelar ætla í dag að leysa úr haldi 87 Palestínumenn. Fangarnir eru allir meðlimir í Fatah hreyfingunni eða stjórnmálahreyfingum sem tengjast henni. 1.10.2007 08:06
Hross hljóp í veg fyrir bíl Hross hljóp á bíl á Skagafjarðarbraut skammt frá Blönduósi í gærkvöldi og meiddist það mikið, að grípa þurfti til þess að aflífa það á staðnum. Þrír ungir menn voru í bílnum, en engan þeirra sakaði. Hesturinn stökk á aðra hlið bílsins og féll við það í veginn. Bíllinn skemmdist eitthvað, en var ökufær eftir slysið.- 1.10.2007 08:00
Forseti Ekvador lýsir yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings Rafael Correa, forseti Ekvador hefur lýst yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings, sem fóru fram í gær. Ekki er búið að tilkynna um niðurstöður kosninganna en útgönguspár benda til að flokkur Correas fái rúman meirihluta á þinginu. Forsetinn vill að stjórnlagaþingið geri verulegar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Andmælendur forsetans segja hins vegar að þær breytingar sem forsetinn hafi í huga verði einungis til þess að auka vald hans. Þrír forsetar hafa ríkt í Ekvador á aðeins 10 árum og ríkisstjórnir þar í landi hafa oft sætt mikilli gagnrýni. 1.10.2007 07:24
Nýr stjórnarmeirihluti í Úkraínu Útgönguspár benda til að flokkur Viktors Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko geti myndað stjórnarmeirihluta í Úkraínu. Kosningar fóru fram í gær. Samkvæmt spám hlaut flokkur Viktors Yanukovych forsætisráðherra tæp 36%. Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko eru hins vegar með samtals 45% fylgi. Gert er ráð fyrir að Tymoshenko fari fram á stjórnarmyndunarumboð í dag. 1.10.2007 07:20
Lögreglan rannsakar hópslagsmál Lögreglan á Húsavík mun í dag halda áfram rannsókn á hópslagsmálum, sme brutust út á veitingastað í bænum í fyrrakvöld með aðild heimananna og erlendra verkamanna. Einn kjálkabrotnaði, annar fótbrotnaði og var fluttur á sjukrahús á Akureyri, og þrír meiddust talsvert og þurftu að leita læknis. Tildrög eru enn óljós og býst lögregla við að kærur verði lagðar fram á báða bóga í dag.- 1.10.2007 07:15
Enginn augljós sigurvegari í Úkraínu Kjörstöðum hefur verið lokað í Úkraínu í þriðju þingkosningum í landinu á þremur árum. Útgönguspár segja engan afdráttarlausan sigurvegara. Þær sýna að flokkur forsetans Viktor Yushchenko hafi nauman meirihluta yfir flokki forsætisráðherrans Viktor Yanukovych. Blásið var til kosninganna til að leysa pólitíska deilu á milli mannanna tveggja. 30.9.2007 21:50
Gyðingar æfir vegna Nazi rúmteppalínunnar Leiðtogar gyðingasamfélagsins á Indlandi hafa látið í ljós reiði vegna nýrrar rúmteppaalínu sem kölluð er Nazi Collection. Húsgagnafyrirtækið er staðsett í Mumbai og notar hakakrossa í kynningarskyni. Framleiðendurnir segja nafnið standa fyrir New Arrival Zone for India og sé ekki ætlað að láta í ljós gyðingahatur. Gyðingar eru æfir vegna þessa og segjast munu kæra fyrirtækið. 30.9.2007 20:49
Ragnar klökknaði á Gullna svaninum Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri klökknaði þegar tilkynnt var á kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að mynd hans Börn hefði verið valin besta mynd hátíðarinnar og hlotið Gullna svaninn. 30.9.2007 19:56
Heilbrigðiskerfið of flókið Læknafélagið vill að stofnað verði embætti umboðsmanns sjúklinga sem standi vörð um réttindi þeirra. Heilbrigðiskerfið er of flókið og sjúklingar þekkja ekki réttindi sín segir fyrsti kvenformaðurinn í 90 ára sögu Læknafélagsins. 30.9.2007 19:21
140 börn á biðlista eftir talþjálfun hjá Talþjálfun Reykjavíkur Talþjálfun Reykjavíkur hefur sagt upp samningi við Tryggingastofnun. Forsvarsmenn fyrirtækisins harma að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og stofnunarinnar. Um hundrað og fjörutíu börn á öllum aldri eru á biðlista eftir að komast í talþjálfun hjá Talþjálfun Reykjavíkur. 30.9.2007 19:12
Flugvél í Bónus Baugur gerir þokkalega vel við þá forstjóra sem standa sig í stykkinu ef marka má frétt í breska blaðinu Telegraph. 30.9.2007 19:02
Dauðadæmd sjávarpláss Hátt í tugur sjávarplássa er dauðadæmdur, segir Eiríkur Stefánsson, fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar. Hann er hlynntur því að fólk fái styrk til að flytja frá veikustu byggðunum. Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir að bera eigi fé á fólk til að flytja suður. 30.9.2007 18:56
Saving Iceland mótmæla í London Samtökin Saving Iceland hyggja á mótmæli í London gegn ofsóknum íslenskra stjórnvalda gagnvart aðgerðarsinnum samtakanna. Mótmælin munu fara fram á þriðjudag. Samtökin berjast gegn þungri iðnvæðingu á Íslandi. Í yfirlýsingu segir að Ísland reyni að vísa öllum mótmælendum hreyfingarinnar úr landi. 30.9.2007 17:56
Þrýst á Brown um kosningar Eftir innan við 100 daga í embætti gæti Gordon Brown forsætisráðherra Breta þurft að taka þá afdrifaríku ákvörðun hvort blása eigi til þingkosninga. Íhaldsmenn hvöttu forsætisráðherrann mjög til þess á flokksþingi sínu í Blackpool í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Brown mikilla vinsælda og hefur töluvert forskot á David Cameron keppinaut sinn úr Íhaldsflokknum. 30.9.2007 17:25
Bresk hjón fengu 11 milljón króna símreikning Breskum hjónum brá heldur betur í brún þegar símreikningur upp á 11 milljónir íslenskra króna datt inn um lúguna hjá þeim. Dawn og Tyrone Chadwich búa í bænum Gronant skammt frá Liverpool. Þegar Dawn opnaði reikninginn kom í ljós að sjö mínútna símtal til Chester, sem er rúmlega fimmtíu kílómetra í burtu, kostaði níu og hálfa milljón, fyrir utan virðisaukaskatt. 30.9.2007 16:48
Aflvana bátur undan Snæfellsnesi Línubáturinn Signý HU frá Blönduósi er nú aflvana út af Snæfellsnesi. Tilkynning barst til hafnaryfirvalda á Rifi upp úr klukkan tvö í dag. Björgunarbáturinn Björg frá Rifi fór til aðstoðar og er nú norður undir Bjargi á leið til línubátsins sem liggur 33 sjómílur frá Rifi. Páll Stefánsson skipstjóri Bjargar segist áætla að ná til Signýjar rétt fyrir klukkan fimm. 30.9.2007 16:12
Búist við sigri Yanukovych í Úkraínu Búist er við að flokkur Viktors Yushchenkos forseta Úkraínu bíði afhroð í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Flokki forsætisráðherrans, Viktors Yanukovych, er hins vegar spáð stærstum hluta atkvæða í útgönguspám. 30.9.2007 14:54
13 létust í sprengjuárás í Tyrklandi Tala látinna eftir sprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í gærkvöldi er nú komin í 13 samkvæmt upplýsingum þarlendra embættismanna. Sjö öryggisverðir og fimm borgarar létur lífið og tveir slösuðust í árásinni. Lík sjö ára gamals drengs fannst svo við litla rútu sem uppreisnarmennirnir réðust að. Drengurinn var sonur annars fórnarlambs árásinnar. 30.9.2007 14:31
Amma fæddi eigin barnabörn Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar. 30.9.2007 13:57
Ásatrúarmenn blótuðu undir Hafnarfjalli Vættarblót ásatrúarfélags Íslands var haldið í Hafnarskógi undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Ásatrúarfélagið heldur nokkur blót yfir árið. Á þeim er drukkið við varðeld til heilla guðum og góðum vættum. Drykkjarhorn með mjöði er látið ganga milli manna sem standa við eldinn. 30.9.2007 13:29
Úkraína - Kosningar leysa ekki stjórnarkreppu Úkraínumenn gengu til þingkosninga í dag, en skoðanakannanir benda ekki til þess að þær verði til að leysa stjórnarkreppu sem hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Forseti Úkraínu, Viktor Jústsénko, greiddi atkvæði með fjölskyldu sinni í morgun. Hann komst til valda í appelsínugulu byltingunni svokölluðu fyrir tæpum þremur árum. 30.9.2007 13:16
Drápu 12 friðargæsluliða í Darfur Tólf friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur í Súdan létust í árás á herbúðir bandalagsins í dag. Tuttugu og fimm manns slösuðust. Þetta er mesta mannfall í röðum friðargæsluliða bandalagsins frá því þeir komu til landsins árið 2003. 30.9.2007 13:05
Segir þúsundir látna í Mjanmar Ofursti úr stjórnarhernum í Mjanmar segir að þúsundir manna hafi fallið í árásum hersins á stjórnarandstæðinga undanfarna daga. Norskur blaðamaður, sem er staddur í frumskóginum á landamærum Tælands og Mjanmars, segir að ofurstinn hafi neitað að ráðast á munka og sé nú flúinn með fjölskyldu sína. Hann sækist eftir hæli í Noregi. 30.9.2007 12:41
Vilja strætó um allan Eyjafjörð Háskólinn á Akureyri kannar nú grundvöll þess að strætó aki um allan Eyjafjörð. Sveitarstjórnarmenn vilja fá stuðning frá ríkinu í það verkefni. Árið 1999 var flutt tillaga á Alþingi um strætó á Eyjafjarðarsvæðinu en þar búa um 25.000 manns. Málið hlaut ekki hljómgrunn þá, en í millitíðinni hefur ýmislegt breyst. Nemendum hefur meðal annars stórfjölgað við Háskólann á Akureyri. 30.9.2007 12:24
Mótvægisaðgerðir rothögg fyrir sumar byggðir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Frjálslyndra furðar sig á því að fólki verði boðinn styrkur af opinberu fé til að flytja ur sjávarplássunum þangað sem atvinnan er - það er, á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir hann í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Samþjöppun í sjávarútvegi og fækkun starfa geti orðið svo gott sem rothögg fyrir sumar byggðir, en mótvægisaðgerðirnar séu hvorki fugl né fiskur. 30.9.2007 11:48
Rekin húshjálp grunuð um rán Madeleine Breska lögreglan leitar stúlku sem rekin var frá Mark Warner sumarhúsakeðjunni eftir allsérstaka ábendingu frá Karli Bretaprins. Nafnlaus tölvupóstur barst skrifstofu hans þar sem því er haldið fram að Madeleine hafi verið rænt af fyrrum húshjálp Mark Warner keðjunnar í Praia da Luz. Þar segir að stúlkan hafi rænt Madeleine í hefndarskyni fyrir fyrirtækið. 30.9.2007 11:21
Skjálftar í Kyrrahafi Snarpur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi um 500 kílómetra suðvestur af Nýjasjálandi í morgun en engar fréttir hafa borist af neinum skaða og yfirvöld telja ólíklegt að hann hafi valdið flóðbylgju. Skjálftinn var 7,4 stig. 30.9.2007 10:34
Anand nýr heimsmeistari í skák Indverjinn Vishwanathan Anand er nýr heimsmeistari í skák. Hann varð efstur með níu stig á átta manna heimsmeistaramóti sem fram fór í Mexíkóborg. 30.9.2007 10:33
Kviknaði í fjölbýlishúsi í Reykjavík Eldur kom upp í fjölbýlishúsi að Nýlendugötu 29 í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Fimmtán manns og tvö börn voru í húsinu, flestir komust út að sjálfsdáðun, en slökkvilið aðstoðaði aðra. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar reykeitrun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í eldhúsi á annarri hæð hússins. 30.9.2007 10:15
Hoppaði í höfnina á Stokkseyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt. Klukkan fjögur var hún kölluð út þar sem kona hafði hoppað í höfnina á Stokkseyri. Ekki er vitað hvað henni gekk til, en henni var bjargað úr sjónum áður en lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn. 30.9.2007 10:04
Dularfullur eldsvoði á Draugabarnum Klukkan fimm í nótt kviknaði í stól á Draugabarnum á Stokkseyri. Stóllinn var á svölum hússins þegar kviknaði í honum. Engar skýringar eru á því af hverju hann varð alelda, en staðurinn lokaði tveimur klukkustundum áður en kviknaði í. Lögreglumenn sem voru í útkalli við höfnina tóku eftir reyk frá svölunum og könnuðu málið. Engar frekari skemmdir urðu á staðnum, en stóllinn er ónýtur. 30.9.2007 09:53
Réðist á lögreglumann í Reykjanesbæ Lögreglumaður í Reykjanesbæ hlaut talsverða áverka í nótt þegar maður réðist á hann á Hafnargötu og kýldi í andlitið. Lögreglumenn voru að leysa upp slagsmál þegar maðurinn réðist á einn þeirra. Árásarmaðurinn er á tvítugsaldri og var undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og gistir fangageymslur en verður yfirheyrður seinna í dag. 30.9.2007 09:47
Gambari hitti Suu Kyi í morgun Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar, Ibrahim Gambari, hitti í morgun leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem er í stofufangelsi. Gambari kom til Yangon stærstu borgar Mjanmar í morgun. 30.9.2007 09:30
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda á morgun Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda verða á hátíð sem hefst í Grafarvogskirkju klukkan 15 á morgun. Menntamálaráðherra setur keppnina sem 52 grunnskólar tóku þátt í. Forseti Íslands heldur ræðu og afhendir verðlaunin. Orka og umhverfi verða í fyrirrúmi í keppninni. 29.9.2007 21:00
Fræðsla um réttindi samkynhneigðra á Íslandi Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Frosti Jónsson formaður Samtakanna 78 undirrituðu í dag samning um að koma að gerð fræðslubæklings um réttindi samkynhneigðra á Íslandi fyrir útlendinga sem eru búsettir hér á landi. 29.9.2007 19:04
Kvótaskerðing ekki möguleg í tíð síðustu ríkisstjórnar Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið hægt að grípa til nauðsynlegrar skerðingar veiðiheimilda í tíð síðustu ríkisstjórnar. Eitt það hrikalegasta sem gæti hent Íslendinga væri að missa þorskstofninn og hann ætlaði ekki að láta það gerast í tíð þessarar ríkisstjórnar. 29.9.2007 19:02
Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. 29.9.2007 19:00
Enginn stuðningur við börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis Enginn stuðningur er við börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi líkt og fyrir fullorðin fórnarlömb kynferðisbrota, fyrr en búið er að taka af þeim skýrslu fyrir dómi, segir hæstaréttarlögmaður. Brýnt sé að koma á úrræðum sem veiti börnum og foreldrum þeirra stuðning frá upphafi. 29.9.2007 18:57
Byltingarkennd tilraun Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. 29.9.2007 18:45
Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. 29.9.2007 18:45
Ráðherra burt af þingi Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu. 29.9.2007 18:45
Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. 29.9.2007 18:45