Fleiri fréttir Ræningjar í djúpum Frú Chen sem býr í borginni Laoheku í Kína var að koma frá því að taka út peninga í bankanum sínum þegar tveir menn á skellinöðru renndu upp að henni. Þeir rifu af henni böggulinn sem hún hélt á undir hendinni. 16.8.2007 13:16 Slökkviliðið kallað að Langholtsvegi Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Langholtsvegi klukkan níu í morgun vegna reyks í húsi þar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að reykinn lagði frá potti á eldavél og engin hætta var á ferðum. Nokkurn tíma tókst að reykræsta íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. 16.8.2007 12:57 Anna Kristín formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður stjórnarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. 16.8.2007 12:44 Andláts Elvis minnst Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. 16.8.2007 12:13 Vonast eftir að viðræður hefjist í september Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær að breyta skipulagi í sveitarfélaginu þannig að olíuhreinsistöð geti risið í landi Hvestu í Arnarfirði. Viðræður milli aðstandenda stöðvarinnar og landeigenda eru þó ekki hafnar en bæjarstjórinn í Vestuggð vonar að ef allt gangi að óskum verði hægt að hefja byggingu stöðvarinnar næsta vor. 16.8.2007 12:08 Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða endurskoðaðir Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur verða endurskoðaðir á næstu vikum til að sporna gegn vandanum í miðbænum um helgar. Auk þess verður löggæsla að öllum líkindum hert og eftirlitsmyndavélum fjölgað. 16.8.2007 12:08 Taugatitringur á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. 16.8.2007 12:05 Verbúðarstemning á gamla varnarsvæðinu Fyrstu íbúarnir fluttu inn í námsmannaíbúðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Strax í haust verður um 700 manna bæjarfélag komið í fulla starfsemi og er stefnt að því að íbúafjöldi tvöfaldist á næsta ári. Um 300 íbúðum var úthlutað í gamla varnarsvæðinu og var eftirspurnin mikil. Um helmingur íbúa sótti lyklana sína á skrifstofu Keilis í gær. 16.8.2007 12:02 Óttast að 330 hafi týnt lífi Óttast að rúmlega 300 manns hafi týnt lífi í tveimur öflugum jarðskjálftum sem skóku Perú í nótt. Björgunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að leita eftirlifenda í rústum húsa. 16.8.2007 11:51 Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. 16.8.2007 11:42 Best rekna ríkisstofnunin stolt af árangrinum 16.8.2007 11:38 Vaxtastefna Seðlabankans vanmáttugt tæki Nauðsynlegt er að endurskoða verðbólgumarkmið Seðlabankans að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa nú sent forsætisráðherra bréf þar sem þau ítreka áhyggjur sínar af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabankans. Telja þau ljóst að aðgerðir bankans hingað til hafi haft skaðleg áhrif á atvinnulífið og þjóðarbúið í heild. 16.8.2007 11:36 Tjón þegar vatnsleiðsla sprakk Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að húsi við Faxabraut í Keflavík þegar vatnsleiðsla sprakk þar fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar rifnaði malbik upp á stórum kafla í götunni og mikið vatn flæddi. Svo virðist sem að minnsta kosti eitt hús hafi orðið fyrir talsverðum skemmdum. Lögreglan segir að enn sé unnið að því að bjarga verðmætum frá vatnstjóni. 16.8.2007 11:35 Vill búa til súpu úr flökkuhundum Flökkuhundar eru mikið vandamál í Nýju Delí á Indlandi. Þeir eru þar í tugþúsunda tali. Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fækka þeim, en það hefur lítinn árangur borið. Borgarfulltrúi í borginni lagði í gær fram tillögu um að vandinn yrði lestur með því að fanga hundana og senda þá til Kóreu, þar sem hundakjöt er talið mikið lostæti. 16.8.2007 11:35 Höfuðstöðvar Kaupþings áfram á Íslandi Þrátt fyrir að aðeins 15 prósent af starfsemi Kaupþings fari fram hér á landi ætlar bankinn ekki að flytja höfuðstöðvar sínar segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Hans segir mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér sé öflug fjármálastarfssemi. 16.8.2007 11:25 Teknir með dóp við Skaftahlíð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn við Skaftahlíð í morgun og eru þeir grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og að hafa haft fíkniefni undir höndum. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi og vildi ekki gefa upplýsingar um framgang þess. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu. 16.8.2007 11:22 Ég er á lausu Hringur sem gefur til kynna að þú sért á lausu virðist vera að fara sigurför um heiminn. Hringinn geta borið bæði karlmenn og konur. Hann hefur nú selst í yfir 130 þúsund eintökum og framleiðandinn er að hefja mikla auglýsingaherferð. Hann er nýkominn úr kynningarferð til Kína, þar sem viðtökurnar voru mjög góðar, að hans sögn. 16.8.2007 11:17 Eldflaug skotið á sænska farþegaflugvél Eldflaug var skotið á sænska farþegaflugvél sem var í flugtaki frá Norður-Írak í síðustu viku. Eldflaugin sprakk rétt fyrir framan vélina, en ekki urðu á henni neinar skemmdir. Vélin var frá flugfélaginu Nordic Airways og um borð voru 137 farþegar og áhöfn. 16.8.2007 11:01 Tryggingafélögin hagnast um tæpa 20 milljarða króna Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna eftir skatt nam 19,5 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 700 milljónir króna milli ára. Langstærsti hluti hagnaðarins stafar af fjármálarekstri en þá batnaði afkoma af skaðatryggingarekstri meðal annar vegna hækkun iðgjalda. Rekstur lögboðinna ökutækjatrygginga skilaði hagnaði upp á einn milljarð króna. 16.8.2007 10:40 Ráðuneyti telja ómögulegt að refsa ríkisforstjórum Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að viðmælendur Ríkisendurskoðunnar í einstökum ráðuneytum hafi borið því við að réttarstaða starfsmanna ríkisins sé það sterk að í reynd sé nær ógjörningur að ná fram áminningu fari viðkomandi stofnun framúr fjárlögum. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að þótt ferlið sé flókið og erfitt muni nefndin leggja aukinn þunga á að áminningar verði veittar ef ástæða er til. 16.8.2007 10:17 Komdu þér út kerling Dyraverðir á lúxushóteli í Cancún í Mexíkó brugðust skjótt við þegar indíánakona í litríkum klæðum gekk inn í hótelið þeirra. "Enga götusölu hér," sögðu þeir. Þeir tóku konuna föstum tökum og ætluðu að henda henni út. Sem betur fór var í anddyrinu fólk sem þekkti Rigobertu Menchu, friðarverðlaunahafa Nóbels og frambjóðanda í forsetakosningum í Gvatemala. 16.8.2007 10:15 Hart tekið á unglingadrykkju á Menningarnótt Viðbragðsaðilar eins og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur og verður tekið sérstaklega hart á unglingadrykkju. 16.8.2007 10:06 Aron Pálmi fær ekki einkaflug eins og Fischer Aron Pálmi Ágústsson verður látinn laus á laugardaginn eftir 10 ára refsivist í Texas. Hann mun ekki fá einkaflug heim og mun ferðast á almennu farrými með Icelandair. 16.8.2007 10:04 Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. 16.8.2007 09:54 Heildarafli jókst um 29 þúsund tonn Heildarafli íslenskra skipa í síðastliðnum júlímánuði jókst um rúm 29 þúsund tonn miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þetta er aukning upp á 21,1 prósent. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn aukist um 1,1 prósent á föstu verði miðað við fyrra ár. 16.8.2007 09:52 Ræða styttingu opnunartíma og öryggi í miðbænum Stytting opnunartíma skemmtistaða og öryggi í miðbæ Reykjavíkur er til umræðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjórinn hefur áður lýst yfir þeirri skoðun að stytta ætti opnunartíma skemmtistaða og hindra samþjöppun þeirra í miðborginni. 16.8.2007 09:42 Heyrðu hljóð úr námunni í Utah 16.8.2007 09:41 Faxaflóahafnir kaupa nýjan lóðsbát Faxaflóahafnir hafa undirritað samning við hollensku skipasmíðastöðina Damen í Rotterdam um smíði á nýjum lóðsbát. Nýi báturinn verður 19 metra langur og togkraftur er 27 tonn en afhending verður haustið 2008. Báturinn mun kosta liðlega 200 milljónir kr. Á móti hefur dráttarbáturinn Jötunn verður seldur til Þorlákshafnar og verður hann afhentur í september. 16.8.2007 09:41 Ekki fleiri svipt sig lífi í Bandaríkjaher í 26 ár Níutíu og níu hermenn í bandaríska hernum sviptu sig lífi á síðasta ári og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri í 26 ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá Bandaríkjaher sem AP-fréttastofan hefur undir höndum. 16.8.2007 08:51 Skemma brann í Garðabæ Eldur kom upp í skemmu í Ránargrund í Garðabæ rétt eftir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið hefur náð að slökkva eldinn og verið er að slá á glæðurnar. Um er að ræða bátageymslu sem mun vera í eigu Garðabæjar og hefur hún staðið ónotuð um nokkurn tíma. 15.8.2007 23:43 250 látnir hið minnsta Írösk yfirvöld segja að 250 hið minnsta, hafi látist í sprengjuárásunum í norðurhluta landsins í gær. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu frá því í stríðinu 2003. Fjórar sprengjur lögðu tvö þorp jasída trúflokksins í rúst og slösuðust að minnsta kosti 350. Björgunarsveitir eru enn að störfum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka. 15.8.2007 23:36 Fullt út úr dyrum í Salnum Fundur í Salnum í Kópavogi, sem íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi standa fyrir, er nú í fullum gangi. Gríðarlega góð mæting er á fundinum en um 400 manns hafa lagt leið sína á fundinn. 15.8.2007 22:04 Olíuhreinsistöð er lífsspursmál fyrir framtíð byggðar Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að olíuhreinsunarstöð í landi Hvestu í Arnarfirði myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir samfélagið á Vestfjörðum og sé í raun lífsspursmál. Í dag samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að breyta skipulagi svæðisins þannig að leyfilegt er að byggja olíuhreinsistöð í Arnarfirði. 15.8.2007 21:50 Viðskiptaráðherra leitar að vistvænni bíl Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nýr ráðherrabíll verði keyptur á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld voru ráðherrabílarnir flokkaðir eftir því hve umhverfisvænir þeir eru og kom bíll Björgvins kom verst út. Bíllinn var áður ráðherrabíll landbúnaðarráðherra. Viðskiptaráðherra hefur hann aðeins til umráða þangað til nýr bíll verður keyptur. 15.8.2007 19:52 Íbúar á Kársnesi halda fund um skipulagsmál Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi halda opinn fund um skipulagsmál nessins í kvöld. Fundurinn hefst klukkan átta og er hann haldinn í Salnum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að markmið fundarins sé að gefa íbúum á Kársnesi „kost á að kynna sér nánar inntak þeirra skipulagsbreytinga sem standa fyrir dyrum.“ 15.8.2007 19:26 Grafa með skóflum og berum höndum Björgunarmenn og almennir borgarar grafa nú með skóflum og berum höndum í rústum húsa í bænum Kataníja í Norður-Írak þar sem sjálfsvígssprengjuárás varð minnst tvö hundruð manns að bana í gær. Fjórar flutningabifreiðar fullar af sprengiefni voru sprengdar í loft upp nær samtímis. 15.8.2007 19:07 Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. 15.8.2007 19:06 Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. 15.8.2007 19:05 NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. 15.8.2007 19:02 Hátt í hundrað börn á biðlistum eftir svæfingu vegna tannviðgerða Um eitt hundrað börn á aldrinum þriggja til sex ára bíða nú eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða á tannlæknastofum í Reykjavík. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði í um það bil hálft ár vegna kjaradeilu svæfingarlækna og Tryggingastofnunar. 15.8.2007 19:01 Vill gegna starfi forstjóra áfram Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir. 15.8.2007 18:59 Engin merki um gliðnun við Hálslón Öll umræða um hættu á að sprungur undir Hálslóni myndu gliðna við fyllingu Hálslóns voru óþarfar segir jarðeðlisfræðingur sem fylgst hefur náið með skjálftavirkni á svæðinu. Hann segir það hafa komið á óvart hve lítil áhrif lónsfyllingin hefur haft á sprungusvæðið. 15.8.2007 18:54 Eðlilegast að ljósleiðarar verði boðnir út Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofnunar verði boðið út, segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa fram til þessa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun. Nú þegar ríkið tekur verið rekstri stofnunarinnar hefur utanríkisráðherra líst þeirri skoðun að hluti af ljósleiðarakerfi ratsjárstofnunar verði nýttur til borgaralegra flutninga. 15.8.2007 18:51 Viðbótargreiðslur ná ekki til allra leikskólakennara Ekki stendur til að veita öllum leikskólakennurum Reykjavíkurborgar tímabundna launahækkun eftir að tillaga VG var samþykkt á fundi leikskólaráðs borgarinnar í dag. Sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þeir leikskólar sem ekki hafi fullnýtt fjárveitingar sína fyrir þetta ár geti notað þá peninga til að greiða kennurum tímabundin viðbótarlaun kjósi þeir það. 15.8.2007 18:48 Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. 15.8.2007 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ræningjar í djúpum Frú Chen sem býr í borginni Laoheku í Kína var að koma frá því að taka út peninga í bankanum sínum þegar tveir menn á skellinöðru renndu upp að henni. Þeir rifu af henni böggulinn sem hún hélt á undir hendinni. 16.8.2007 13:16
Slökkviliðið kallað að Langholtsvegi Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Langholtsvegi klukkan níu í morgun vegna reyks í húsi þar. Þegar málið var rannsakað kom í ljós að reykinn lagði frá potti á eldavél og engin hætta var á ferðum. Nokkurn tíma tókst að reykræsta íbúðina en ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. 16.8.2007 12:57
Anna Kristín formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður stjórnarinnar. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. 16.8.2007 12:44
Andláts Elvis minnst Aðdáendur Elvis Presley minnast þess í dag að þrjátíu ár eru frá því rokkkóngurinn safnaðist til feðra sinna. Í dag verða minningartónleikar haldnir um Presley við heimili hans, Graceland. Búist er við mörg þúsund manns. 16.8.2007 12:13
Vonast eftir að viðræður hefjist í september Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær að breyta skipulagi í sveitarfélaginu þannig að olíuhreinsistöð geti risið í landi Hvestu í Arnarfirði. Viðræður milli aðstandenda stöðvarinnar og landeigenda eru þó ekki hafnar en bæjarstjórinn í Vestuggð vonar að ef allt gangi að óskum verði hægt að hefja byggingu stöðvarinnar næsta vor. 16.8.2007 12:08
Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða endurskoðaðir Útgáfufjöldi vínveitingaleyfa og afgreiðslutími skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur verða endurskoðaðir á næstu vikum til að sporna gegn vandanum í miðbænum um helgar. Auk þess verður löggæsla að öllum líkindum hert og eftirlitsmyndavélum fjölgað. 16.8.2007 12:08
Taugatitringur á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu hafa hrunið frá því þeir voru opnaðir í morgun. Áframhaldandi óvissu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði er þar um að kenna. Krónan hefur fallið um 12% á einum mánuði og veiktist um 2% í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði þá um rúm 4%. 16.8.2007 12:05
Verbúðarstemning á gamla varnarsvæðinu Fyrstu íbúarnir fluttu inn í námsmannaíbúðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Strax í haust verður um 700 manna bæjarfélag komið í fulla starfsemi og er stefnt að því að íbúafjöldi tvöfaldist á næsta ári. Um 300 íbúðum var úthlutað í gamla varnarsvæðinu og var eftirspurnin mikil. Um helmingur íbúa sótti lyklana sína á skrifstofu Keilis í gær. 16.8.2007 12:02
Óttast að 330 hafi týnt lífi Óttast að rúmlega 300 manns hafi týnt lífi í tveimur öflugum jarðskjálftum sem skóku Perú í nótt. Björgunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að leita eftirlifenda í rústum húsa. 16.8.2007 11:51
Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. 16.8.2007 11:42
Vaxtastefna Seðlabankans vanmáttugt tæki Nauðsynlegt er að endurskoða verðbólgumarkmið Seðlabankans að mati Samtaka atvinnulífsins. Samtökin hafa nú sent forsætisráðherra bréf þar sem þau ítreka áhyggjur sínar af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabankans. Telja þau ljóst að aðgerðir bankans hingað til hafi haft skaðleg áhrif á atvinnulífið og þjóðarbúið í heild. 16.8.2007 11:36
Tjón þegar vatnsleiðsla sprakk Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað að húsi við Faxabraut í Keflavík þegar vatnsleiðsla sprakk þar fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar rifnaði malbik upp á stórum kafla í götunni og mikið vatn flæddi. Svo virðist sem að minnsta kosti eitt hús hafi orðið fyrir talsverðum skemmdum. Lögreglan segir að enn sé unnið að því að bjarga verðmætum frá vatnstjóni. 16.8.2007 11:35
Vill búa til súpu úr flökkuhundum Flökkuhundar eru mikið vandamál í Nýju Delí á Indlandi. Þeir eru þar í tugþúsunda tali. Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fækka þeim, en það hefur lítinn árangur borið. Borgarfulltrúi í borginni lagði í gær fram tillögu um að vandinn yrði lestur með því að fanga hundana og senda þá til Kóreu, þar sem hundakjöt er talið mikið lostæti. 16.8.2007 11:35
Höfuðstöðvar Kaupþings áfram á Íslandi Þrátt fyrir að aðeins 15 prósent af starfsemi Kaupþings fari fram hér á landi ætlar bankinn ekki að flytja höfuðstöðvar sínar segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans. Hans segir mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér sé öflug fjármálastarfssemi. 16.8.2007 11:25
Teknir með dóp við Skaftahlíð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn við Skaftahlíð í morgun og eru þeir grunaðir um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna og að hafa haft fíkniefni undir höndum. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi og vildi ekki gefa upplýsingar um framgang þess. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu. 16.8.2007 11:22
Ég er á lausu Hringur sem gefur til kynna að þú sért á lausu virðist vera að fara sigurför um heiminn. Hringinn geta borið bæði karlmenn og konur. Hann hefur nú selst í yfir 130 þúsund eintökum og framleiðandinn er að hefja mikla auglýsingaherferð. Hann er nýkominn úr kynningarferð til Kína, þar sem viðtökurnar voru mjög góðar, að hans sögn. 16.8.2007 11:17
Eldflaug skotið á sænska farþegaflugvél Eldflaug var skotið á sænska farþegaflugvél sem var í flugtaki frá Norður-Írak í síðustu viku. Eldflaugin sprakk rétt fyrir framan vélina, en ekki urðu á henni neinar skemmdir. Vélin var frá flugfélaginu Nordic Airways og um borð voru 137 farþegar og áhöfn. 16.8.2007 11:01
Tryggingafélögin hagnast um tæpa 20 milljarða króna Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna eftir skatt nam 19,5 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 700 milljónir króna milli ára. Langstærsti hluti hagnaðarins stafar af fjármálarekstri en þá batnaði afkoma af skaðatryggingarekstri meðal annar vegna hækkun iðgjalda. Rekstur lögboðinna ökutækjatrygginga skilaði hagnaði upp á einn milljarð króna. 16.8.2007 10:40
Ráðuneyti telja ómögulegt að refsa ríkisforstjórum Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári kemur fram að viðmælendur Ríkisendurskoðunnar í einstökum ráðuneytum hafi borið því við að réttarstaða starfsmanna ríkisins sé það sterk að í reynd sé nær ógjörningur að ná fram áminningu fari viðkomandi stofnun framúr fjárlögum. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að þótt ferlið sé flókið og erfitt muni nefndin leggja aukinn þunga á að áminningar verði veittar ef ástæða er til. 16.8.2007 10:17
Komdu þér út kerling Dyraverðir á lúxushóteli í Cancún í Mexíkó brugðust skjótt við þegar indíánakona í litríkum klæðum gekk inn í hótelið þeirra. "Enga götusölu hér," sögðu þeir. Þeir tóku konuna föstum tökum og ætluðu að henda henni út. Sem betur fór var í anddyrinu fólk sem þekkti Rigobertu Menchu, friðarverðlaunahafa Nóbels og frambjóðanda í forsetakosningum í Gvatemala. 16.8.2007 10:15
Hart tekið á unglingadrykkju á Menningarnótt Viðbragðsaðilar eins og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur og verður tekið sérstaklega hart á unglingadrykkju. 16.8.2007 10:06
Aron Pálmi fær ekki einkaflug eins og Fischer Aron Pálmi Ágústsson verður látinn laus á laugardaginn eftir 10 ára refsivist í Texas. Hann mun ekki fá einkaflug heim og mun ferðast á almennu farrými með Icelandair. 16.8.2007 10:04
Blóðið ekki úr Madeleine litlu Blóðið sem fannst í herberginu þar sem Madeleine McCann var rænt í Portúgal, reyndist ekki vera úr henni. DNA rannsókn í Bretlandi hefur leitt þetta í ljós að sögn Sky fréttastofunnar. Blóðið er sagt vera úr karlmanni. 16.8.2007 09:54
Heildarafli jókst um 29 þúsund tonn Heildarafli íslenskra skipa í síðastliðnum júlímánuði jókst um rúm 29 þúsund tonn miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Þetta er aukning upp á 21,1 prósent. Það sem af er árinu hefur fiskaflinn aukist um 1,1 prósent á föstu verði miðað við fyrra ár. 16.8.2007 09:52
Ræða styttingu opnunartíma og öryggi í miðbænum Stytting opnunartíma skemmtistaða og öryggi í miðbæ Reykjavíkur er til umræðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjórinn hefur áður lýst yfir þeirri skoðun að stytta ætti opnunartíma skemmtistaða og hindra samþjöppun þeirra í miðborginni. 16.8.2007 09:42
Faxaflóahafnir kaupa nýjan lóðsbát Faxaflóahafnir hafa undirritað samning við hollensku skipasmíðastöðina Damen í Rotterdam um smíði á nýjum lóðsbát. Nýi báturinn verður 19 metra langur og togkraftur er 27 tonn en afhending verður haustið 2008. Báturinn mun kosta liðlega 200 milljónir kr. Á móti hefur dráttarbáturinn Jötunn verður seldur til Þorlákshafnar og verður hann afhentur í september. 16.8.2007 09:41
Ekki fleiri svipt sig lífi í Bandaríkjaher í 26 ár Níutíu og níu hermenn í bandaríska hernum sviptu sig lífi á síðasta ári og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri í 26 ár. Þetta kemur fram í skýrslu frá Bandaríkjaher sem AP-fréttastofan hefur undir höndum. 16.8.2007 08:51
Skemma brann í Garðabæ Eldur kom upp í skemmu í Ránargrund í Garðabæ rétt eftir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið hefur náð að slökkva eldinn og verið er að slá á glæðurnar. Um er að ræða bátageymslu sem mun vera í eigu Garðabæjar og hefur hún staðið ónotuð um nokkurn tíma. 15.8.2007 23:43
250 látnir hið minnsta Írösk yfirvöld segja að 250 hið minnsta, hafi látist í sprengjuárásunum í norðurhluta landsins í gær. Þetta er mannskæðasta árásin í landinu frá því í stríðinu 2003. Fjórar sprengjur lögðu tvö þorp jasída trúflokksins í rúst og slösuðust að minnsta kosti 350. Björgunarsveitir eru enn að störfum og búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka. 15.8.2007 23:36
Fullt út úr dyrum í Salnum Fundur í Salnum í Kópavogi, sem íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi standa fyrir, er nú í fullum gangi. Gríðarlega góð mæting er á fundinum en um 400 manns hafa lagt leið sína á fundinn. 15.8.2007 22:04
Olíuhreinsistöð er lífsspursmál fyrir framtíð byggðar Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að olíuhreinsunarstöð í landi Hvestu í Arnarfirði myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir samfélagið á Vestfjörðum og sé í raun lífsspursmál. Í dag samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að breyta skipulagi svæðisins þannig að leyfilegt er að byggja olíuhreinsistöð í Arnarfirði. 15.8.2007 21:50
Viðskiptaráðherra leitar að vistvænni bíl Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nýr ráðherrabíll verði keyptur á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld voru ráðherrabílarnir flokkaðir eftir því hve umhverfisvænir þeir eru og kom bíll Björgvins kom verst út. Bíllinn var áður ráðherrabíll landbúnaðarráðherra. Viðskiptaráðherra hefur hann aðeins til umráða þangað til nýr bíll verður keyptur. 15.8.2007 19:52
Íbúar á Kársnesi halda fund um skipulagsmál Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi halda opinn fund um skipulagsmál nessins í kvöld. Fundurinn hefst klukkan átta og er hann haldinn í Salnum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að markmið fundarins sé að gefa íbúum á Kársnesi „kost á að kynna sér nánar inntak þeirra skipulagsbreytinga sem standa fyrir dyrum.“ 15.8.2007 19:26
Grafa með skóflum og berum höndum Björgunarmenn og almennir borgarar grafa nú með skóflum og berum höndum í rústum húsa í bænum Kataníja í Norður-Írak þar sem sjálfsvígssprengjuárás varð minnst tvö hundruð manns að bana í gær. Fjórar flutningabifreiðar fullar af sprengiefni voru sprengdar í loft upp nær samtímis. 15.8.2007 19:07
Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. 15.8.2007 19:06
Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. 15.8.2007 19:05
NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. 15.8.2007 19:02
Hátt í hundrað börn á biðlistum eftir svæfingu vegna tannviðgerða Um eitt hundrað börn á aldrinum þriggja til sex ára bíða nú eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða á tannlæknastofum í Reykjavík. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði í um það bil hálft ár vegna kjaradeilu svæfingarlækna og Tryggingastofnunar. 15.8.2007 19:01
Vill gegna starfi forstjóra áfram Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir. 15.8.2007 18:59
Engin merki um gliðnun við Hálslón Öll umræða um hættu á að sprungur undir Hálslóni myndu gliðna við fyllingu Hálslóns voru óþarfar segir jarðeðlisfræðingur sem fylgst hefur náið með skjálftavirkni á svæðinu. Hann segir það hafa komið á óvart hve lítil áhrif lónsfyllingin hefur haft á sprungusvæðið. 15.8.2007 18:54
Eðlilegast að ljósleiðarar verði boðnir út Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofnunar verði boðið út, segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa fram til þessa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun. Nú þegar ríkið tekur verið rekstri stofnunarinnar hefur utanríkisráðherra líst þeirri skoðun að hluti af ljósleiðarakerfi ratsjárstofnunar verði nýttur til borgaralegra flutninga. 15.8.2007 18:51
Viðbótargreiðslur ná ekki til allra leikskólakennara Ekki stendur til að veita öllum leikskólakennurum Reykjavíkurborgar tímabundna launahækkun eftir að tillaga VG var samþykkt á fundi leikskólaráðs borgarinnar í dag. Sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þeir leikskólar sem ekki hafi fullnýtt fjárveitingar sína fyrir þetta ár geti notað þá peninga til að greiða kennurum tímabundin viðbótarlaun kjósi þeir það. 15.8.2007 18:48
Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. 15.8.2007 18:30