Fleiri fréttir

Foreldrar þurfa að skoða Mattel leikföng

Nýverið uppgötvuðust gallar í leikföngum frá Mattel. Annars vegar er um að ræða að í nokkrum leikföngum eru smáir og sterkir seglar og hins vegar er hægt að finna blý í málningu á nokkrum leikföngum. Gallinn uppgötvaðist hjá Mattel enda er fyrirtækið með gott gæðaeftirlitskerfi og voru viðbrögð þess þau að afturkalla allar gallaðar vörur strax.

Lofar að skoða mál Evu Rutar

Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, segir að sitt starfsfólk kappkosti við að veita viðskiptavinum sínum góða og skjóta þjónustu. Hann kannast ekki við að fólki sé neitað þjónustu um viðtöl og hefur hann ekki fengið tilkynningar þess efnis. Hann lofar því að mál Evu Rutar verði skoðað.

Þingkona sækir um veitingavagn

“Þetta er ekki ég heldur dóttir mín Hólmfríður sem hefur hug á að vera með færanlegan veitingavagn á hafnarsvæðinu,” segir Guðfinna S. Bjarnadóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Í fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá í gærdag er greint frá því að Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Guðfinna Bjarnadóttir hafi sent inn erindi til hafnarstjórnar í síðasta mánuði um stöðuleyfi fyrir veitingavagn.

Eva Rut kasólétt og býr í tjaldi í Laugardal

Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa.

Útflutningsverðmæti Becromal sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin áorka

Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu.

Ekkert gin- og klaufaveikismit í dýragarði í Surrey

Allt bendir til þess að búfé í dýragarði í Surrey og á nautgripabúi í Kent í Bretlandi hafi ekki sýkst af gin- og klaufaveiki. Rannsóknum á sýnum sem tekin voru úr búfénu er að mestu lokið. Óttast var á tímabili að yfirvöldum í Bretlandi hafi mistekist að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.

Selja vatn á Bandaríkja- og Bretlandsmarkað

Byrjað verður að reisa vatnsverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi í næsta mánuði og en reiknað er með að hún muni skapa um 50 störf. Vatnið verður flutt út frá Rifi bæði til Bretlands og Bandaríkjanna.

Íslenska loftvarnakerfið undir það evrópska innan nokkurra vikna

Íslenska loftvarnarkerfið verður hluti þess evrópska innan fárra vikna. Íslendingar taka við rekstri fjögurra ratsjárstöðva sem því tengjast úr höndum Bandaríkjamanna í dag. NATO leggur mikla áherslu á að rekstri þess verði haldið áfram líkt og íslensk stjórnvöld hafa ákveðið.

Höfnuðu írsku ferjunni oftar en einu sinni

Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa hafnað írsku ferjunni, Oliean Arann, oftar en einu sinni og komið þeim skilaboðum til bæði Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Hann segir fulltrúa Grímseyjar einnig hafa varað báðar stofnanir við því að kostnaður við viðgerð yrði mun meiri en áætlað var - enda hafi skipið litið hrikalega út.

Al-Qaeda grunað um sprengjuárásirnar í Írak

Talið er líklegt að hryðjuverkarsamtökin al-Qaeda standi á bak við sprengjuárásirnar þrjár sem urðu 175 manns að bana í Írak í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en talsmaður bandaríska hersins sagði á blaðamannafundi í morgun að grunur beindist helst að al-Qaeda.

Hagkaup innkallar leikfangabíla frá Mattel

Hagkaup hefur innkallað ákveðna tegund leikfangabíls sem leikfangarisinnn Mattell framleiddi. Um er að ræða svokallaðan Cars Sarge bíl og eru allir sem keyptu slíkan bíl, bæði stakan og í pakkningu með öðrum bíl á tímabilinu maí til dagsins í dag, beðnir um að skila honum strax í næstu verslun Hagkaupa.

Grunaður um að hafa dreift myndbandi sem sýnir aftöku

Rússneska lögreglan handtók í morgun mann sem grunaður er um að hafa dreift myndbandi sem sýnir tvo menn tekna af lífi. Annar þeirra er afhöfðaður en hinn skotinn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvort aftakan í myndbandinu sé raunveruleg.

Iceland Express flýgur til Barcelona

Iceland Express mun fljúga til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar.

Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri

Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum.

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í bílslysi á Þorlákshafnarvegi í fyrrakvöld hét Jóhannes Örn Guðmundsson og var til heimilis að Setbergi 12, Þorlákshöfn. Jóhannes var 41 árs og lætur eftir sig tvö börn, 20 ára og 5 ára.

Sýslumenn kostuðu meir en gert var ráð fyrir

Á fundi fjárlaganefndar síðdegis í dag verður rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2006. Þar kemur fram hvernig ríkisstofnanir hafa haldið sig innan fjárlaga. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að nýlundan í skýrslunni sé væntanlega sú að dómsmálaráðuneytið fari nokkuð framúr fjárlögum og sé það einkum sökum þess að sameining og breytingar á sýslumannsembættum hafi kostað meir en gert var ráð fyrir á síðasta ári.

Kvikmyndagerðarmenn vilja fund með útvarpstjóra

Hjálmtýr Heiðdal formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að FK vilji fá fund með útvarpstjóra hið fyrsta. Á fundi FK í vikunni var m.a. rætt um þjónustusamning þann sem menntamálaráðherra gerði við RUV um framleiðslu á innlendu efni. Á fundinum kom fram að félagsmenn FK telja ófært að óvissa ríki um útfærslu á samningnum og eftirlit með honum.

Keilir afhenti fyrstu íbúðirnar í morgun

Keilir afhenti tilvonandi nemendum sínum fyrstu íbúðirnar á háskólasvæðinu í morgun. Skólastarf hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Þegar hafa verið leigðar út um 300 íbúðir en 30 nýjum íbúðum hefur verið bætt við þann fjölda síðustu daga og verðum þeim úthlutað á næstunni.

Þrír Þjóðverjar láta lífið í Afganistan

Þrír Þjóðverjar létu lífið og einn særðist í Afganistan í morgun þegar sprengja sprakk við bíl mannanna á veg skammt frá Kabul, höfuðborg landsins. Mennirnir voru í hópi þýskra sendiráðsstarfsmanna sem voru að heimsækja Nato-herstöð í nágrenninu.

Tók ekki eftir því að fóturinn færi af við hné

Japanskur ökumaður mótorhjóls sem keyrði utan í öryggisgirðingu tók ekki eftir því að fótur hans hefði skorist af í árekstrinum, og keyrði í tæpa tvo kílómetra með blæðandi stubbinn.

Fleiri en HB Grandi hafa áhuga á Norðurgrandalóðinni

Það eru fleiri fyrirtæki en HB Grandi sem hafa sýnt því áhuga að fá endalóðina á Norðurgranda til umráða. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að fjórir aðilar hafi sýnt lóðinni áhuga á síðustu mánuðum, þar á meðal tvö fiskvinnslufyrirtæki.

Ljósmyndir af íslenskum börnum misnotaðar - lögreglan getur lítið gert

Lögreglan athugar nú meinta misnotkun á ljósmyndum af íslenskum börnum sem upphaflega voru settar inn á vefsíðuna barnaland.is. Ljósmyndirnar enduðu á rússneskri heimasíðu þar sem meðal annars má finna barnaklám. Lögreglan segist hins vegar geta gert lítið í málinu þar sem rússneska síðan sé fyrir utan lögumráðasvæði hennar.

Uxa- og bóndaganga á Austfjarðatröllinu

Aflraunakeppnin Austfjarðatröllið 2007 hefst á morgun, fimmtudag og eru átta kraftakarlar skráðir til leiks. Auk hefðbundinna aflrauna munu keppendur keppa í nýstárlegum kraftgreinum eins og uxagöngu og bóndagöngu. Keppt verður víða á Austfjörðum en keppnin hefst á Vopnafirði á hádegi.

Umferðartafir á móts við IKEA

Miklar umferðatafir hafa myndast nú í morgun á Reykjanesbraut á móts við IKEA vegna malbikunarframkvæmda og má búast við töfum af þeim sökum næstu daga.

Símakynlíf á 21. öldinni

Danska farsímafyrirtækið Sonofon hyggst seinna á þessu ári hefja dreifingu á klámefni gegnum farsímakerfi sitt. Þetta gera þeir vegna þrýstings frá viðskiptavinum sínum, sem frá fyrsta nóvember munu geta hlaðið niður klámmyndum og myndskeiðum, á sama hátt og þeir sækja í dag hringitóna, leiki og skjásvæfur.

Telja aflaverðmæti smábáta minnka um fjóra milljarða

Landssamband smábátaeigenda áætlar að aflaverðmæti smábáta minnki um fjóra milljarða króna vegna þeirra ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða þorskkvóta um þriðjung á næsta fiskveiðiári.

Reykás ræður ekki við veiðina

„Nei, við ráðum bara ekki við meira eins og er. Það hefur veiðst svo vel, sérstaklega úr Rangánum,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson í Fiskiðjunni Reykási, þar sem fiskur er grafinn, reyktur og flakaður.

Íslensk börn á barnaklámssíðu

Myndir af íslenskum börnum má finna á erlendum barnaklámssíðum. Í tenglasafni ákveðinnar rússneskar síðu má finna tengla á myndir af íslenskum börnum, sem hýstar eru á vefsvæði Barnalands. Notendur Barnalands voru varaðir við þessu á spjallþræði á vefnum í gær.

Talin hafa eitrað fyrir fólki

Ungur hjúkrunarfræð­ingur var handtekinn í Turku í Finnlandi vegna gruns um að hafa myrt tvo sjúklinga á heimili fyrir geðfatlaða í nágrenni Tampere, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat.

Vatnsverksmiðja rís strax

Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.

Maðurinn á batavegi

Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið.

Peningum og fartölvum stolið

Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi.

Yfir 300 manns rannsakaðir

Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis.

Skaut samverkamann í augað

Ránstilraun tveggja manna í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar annar ræninginn skaut hinn í augað fyrir misgáning.

Líklegt að Gul verði forseti

Stjórnarflokkur Receps Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hefur valið utanríkisráðherra landsins, Abdullah Gul, sem forsetaefni flokksins.

Skall í fjallshlíðina og lét lífið

Ungur ástralskur fallhlífastökkvari lét lífið eftir að hann hoppaði af fjallstindi í Romsdal í Noregi í dag. Maðurinn var í hópi fjögurra annarra manna sem voru að stunda svokallað "base jump". Talið er maðurinn hafi skollið utan í fjallshlíðina áður en hann gat opnað fallhlíf sína.

Benjamin Netanyahu endurkjörinn formaður Likud bandalagsins

Benjamin Netanyahu sigraði andstæðing sinn, Moshe Feiglin, í kosningum um formannsembætti Likud bandalagsins sem fram fóru í Ísrael í dag. Þegar búið var að telja um 80 prósent atkvæða hafði Netanyahu fengið þrjá fjórðu hluta allra greiddra atkvæða.

Rannsaka sannleiksgildi myndbands sem sýnir aftöku

Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvort að myndband sem sýnir hægri öfgamenn taka tvo menn af lífi sé raunverulegt. Myndbandið var upphaflega sett á Netið en hefur nú verið fjarlægt. Í myndbandinu heilsa böðlarnir að sið þýskra nasista áður en þeir afhöfða annan manninn og skjóta hinn.

Útafakstur á Snæfellsnesi

Bíll fór útaf veginum við Fróðarafleggjara á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu.

Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar

Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar.

Með kókain og hass í fórum sínum

Héraðsdómur Reykjaness þingfesti í dag mál gegn karlmanni á 24. aldursári sem ákærður var fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglan fann talsvert magn af kannabisefnum og kókaíni í bifreið mannsins í janúar síðastliðinn. Meira magn fannst við leit á heimili mannsins.

Rannsaka hugsanlegt gin- og klaufaveikismit í dýragarði

Bresk yfirvöld rannsaka nú hvort búfénaður í dýragarði skammt frá Surrey í Suður-Englandi hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Fyrr í dag tilkynntu bresk yfirvöld að þau væru einnig að rannsaka hugsanlegt smit á nautgripabúi í Kent. Óttast menn nú að yfirvöldum hafi mistekist að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.

Sjá næstu 50 fréttir