Innlent

Ræða styttingu opnunartíma og öryggi í miðbænum

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ásamt Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ásamt Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra. MYND/365

Stytting opnunartíma skemmtistaða og öryggi í miðbæ Reykjavíkur er til umræðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur með Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Lögreglustjórinn hefur áður lýst yfir þeirri skoðun að stytta ætti opnunartíma skemmtistaða og hindra samþjöppun þeirra í miðborginni.

Fundurinn hófst klukkan hálf tíu en það var borgarráð Reykjavíkur sem óskaði eftir fundinum. Nokkur umræða hefur verið um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Skammt er síðan ráðist var á unga stúlku og hún dregin á hárinu eftir gangstétt og eyra bitið af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×