Hart tekið á unglingadrykkju á Menningarnótt 16. ágúst 2007 10:06 Mikill fjöldi hefur safnast saman undanfarin ár í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. Viðbragðsaðilar eins og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur og verður tekið sérstaklega hart á unglingadrykkju. Að venju er búist við að miklum mannfjölda í miðborg Reykjavíkur á laugardag þegar Menningarnótt verður sett. Aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu sér um að samræma öryggismálin og verða viðbragðsaðilar með sameiginlega bækistöð og útkallslið í Ingólfsstræti við Arnarhól. Stjórnstöð verður í bifreið Flugbjörgunarsveitarinnar en auk þess verða þar sjúkra-, slökkvi- og lögreglubílar. Þar verður meðal annars sjúkraskýli og aðstaða til að annast týnd börn. Lögregla segir afar mikilvægt er að neyðarbílar komist ávallt leiðar sinnar. Þá verður slysadeild Landspítalans með aukaviðbúnað þegar líður á kvöldið og nóttina, sambærilegt við það skipulag sem er á gamlárskvöldi. Fjölmörgum götum verður lokað, annars vegar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon og hins vegar Menningarnótt og stórtónleika á Miklatúni. Umferðardeild lögreglunnar mun sinna eftirliti með lokun gatna og hvetur lögregla almenningi til þess að sýna lipurð og þolinmæði í umferðinni því búast megi við töfum. Menningarnótt lýkur eins og undanfarin ár með flugeldasýningu og verða umferðarljós á Sæbraut, Hringbraut, Miklubraut og Bústaðavegi tekin úr sambandi að henni lokinni og þá mun lögregla stjórna umferð. Um 20 lögreglumenn munu sinna umferðarstjórn á áðurnefndum götum. Þá verður vinstri beygja af Bústaðavegi í vesturátt inn á Kringlumýrarbraut til suðurs bönnuð tímabundið eftir að dagskrá lýkur til að liðka fyrir umferð um Bústaðaveg frá miðborginni.Lögreglan vill brýna það sérstaklega fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbænum þegar dagskránni lýkur með flugeldasýningu. Lögreglan mun taka mjög hart á drykkju unglinga og vonast eftir góðri liðveislu foreldra í því. Tvö ungingaathvörf verða í bænum á laugardag, annað í Foreldrahúsi að Vonarstræti 4b og hitt í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þau verða opin frá miðnætti, eða fyrr ef þurfa þykir, og fram eftir nóttu.Lögreglan færir börn yngri en 16 ára í athvarfið séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Viðbragðsaðilar eins og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir hafa töluverðan viðbúnað vegna Menningarnætur og verður tekið sérstaklega hart á unglingadrykkju. Að venju er búist við að miklum mannfjölda í miðborg Reykjavíkur á laugardag þegar Menningarnótt verður sett. Aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu sér um að samræma öryggismálin og verða viðbragðsaðilar með sameiginlega bækistöð og útkallslið í Ingólfsstræti við Arnarhól. Stjórnstöð verður í bifreið Flugbjörgunarsveitarinnar en auk þess verða þar sjúkra-, slökkvi- og lögreglubílar. Þar verður meðal annars sjúkraskýli og aðstaða til að annast týnd börn. Lögregla segir afar mikilvægt er að neyðarbílar komist ávallt leiðar sinnar. Þá verður slysadeild Landspítalans með aukaviðbúnað þegar líður á kvöldið og nóttina, sambærilegt við það skipulag sem er á gamlárskvöldi. Fjölmörgum götum verður lokað, annars vegar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon og hins vegar Menningarnótt og stórtónleika á Miklatúni. Umferðardeild lögreglunnar mun sinna eftirliti með lokun gatna og hvetur lögregla almenningi til þess að sýna lipurð og þolinmæði í umferðinni því búast megi við töfum. Menningarnótt lýkur eins og undanfarin ár með flugeldasýningu og verða umferðarljós á Sæbraut, Hringbraut, Miklubraut og Bústaðavegi tekin úr sambandi að henni lokinni og þá mun lögregla stjórna umferð. Um 20 lögreglumenn munu sinna umferðarstjórn á áðurnefndum götum. Þá verður vinstri beygja af Bústaðavegi í vesturátt inn á Kringlumýrarbraut til suðurs bönnuð tímabundið eftir að dagskrá lýkur til að liðka fyrir umferð um Bústaðaveg frá miðborginni.Lögreglan vill brýna það sérstaklega fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbænum þegar dagskránni lýkur með flugeldasýningu. Lögreglan mun taka mjög hart á drykkju unglinga og vonast eftir góðri liðveislu foreldra í því. Tvö ungingaathvörf verða í bænum á laugardag, annað í Foreldrahúsi að Vonarstræti 4b og hitt í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þau verða opin frá miðnætti, eða fyrr ef þurfa þykir, og fram eftir nóttu.Lögreglan færir börn yngri en 16 ára í athvarfið séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira