Fleiri fréttir Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan. 22.7.2007 19:32 Flóð víða um heim Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. 22.7.2007 19:26 Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20 Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44 Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39 Stjórnmálaflokkar í Venesúela að renna saman í einn Allt stefnir í að innan skamms starfi aðeins einn stjórnmálaflokkur í Venesúela. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum allra þingflokka þar sem drög voru lögð að samruna flokkanna í einn stóran sósíalistaflokk á bak við forseta landsins, Hugo Chavez. 22.7.2007 18:33 Hjálmur bjargaði miklu Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl við Keldur í morgun er ekki í lífshættu. Hann var fluttur meðvitundarlaus og með mörg beinbrot á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð. 22.7.2007 18:15 Saving Iceland mótmælti við Ráðhús Reykjavíkur Hópur úr samtökunum Saving Iceland strengdi fána utan á Ráðhús Reykjavíkur í dag með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?". Hópurinn hefur staðið að baki ýmsum skemmdarverkum að undanförnu og slettu meðal annars málningu á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli í gær. 22.7.2007 17:10 Feitur Búdda skekur smábæ á Englandi Viðskiptajöfur nokkur hefur mætt harðri andstöðu í smábænum Durham á Englandi vegna nafnagiftar á veitingastað sem hann hyggst opna þar í bæ. Hann vill kalla stað sinn Fat Buddha, eða feiti Búdda. Bæjarstjórnin í Durham telur að nafnið muni særa Búddatrúað fólk og hefur krafist þess að því verði breytt. 22.7.2007 16:32 Útlit fyrir óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi AK flokkurinn hefur hlotið rúm 48% atkvæða í kosningunum sem fram fóru í Tyrklandi í dag, þegar rúm 58% atkvæði hefur verið talin. Samkvæmt heimildum Associated Press fréttastofunnar hafa tveir aðrir flokkar fengið meira en 10% atkvæða. Það eru vinstri flokkurinn CHP og öfga-þjóðernisflokkurinn MHP. 22.7.2007 16:15 Sjálfstýrðir bílar í framför Þróun sjálfstýrðra bifreiða þýtur fram þessa dagana. Að öllum líkindum er þess ekki lengi að bíða að slíkir bílar komi á almennan markað. 22.7.2007 15:50 Talíbanar gefa afgönskum stjórnvöldum lengri frest Talsmaður Talíbana, Qari Yousef Ahmadi, sagði fyrr í dag að frestur afganskra stjórnvalda til að leysa úr haldi 23 talíbanska fanga yrði framlengdur til morguns. Mannræningjarnir hafa hótað að myrða 23 suður-kóreska gísla sleppi afgönsk stjórnvöld ekki föngunum. 22.7.2007 15:48 Manntjón varð þegar lest skall á hópferðabíl Átta manns létust og á þriðja tug slösuðust þegar lest rakst á hópferðabíl í Gura Ocnitei í Rúmeníu. Slysið varð rétt fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Lestin skall á vinstri hlið bílsins og dró hann þrjú hundruð metra eftir veginum. 22.7.2007 15:10 Orðið hæsta hús í heimi Ókláraður skýjakljúfur í Dúbai, Burj Dubai, er orðinn hæsta hús í heimi, fullyrða verkfræðingar sem koma að verkinu. Segja þeir turninn kominn yfir 512 metra, eða fjórum metrum hærri en hingað til hæsta hús í heimi, Taipei 101 turninn í Tævan. 22.7.2007 14:37 Taka þátt í þrekraunakeppni Fjórir íslenskir ævintýramenn taka þátt í þrekraunakeppni sem fram fer á Grænlandi þessa dagana. Keppnin sem ber titilinn SIKU Extreme Arctic Challenge hófst í gær. 22.7.2007 14:27 Flugvél Iceland Express varð fyrir eldingu Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express þegar hún var í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin var að koma frá Lundúnum. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. 22.7.2007 13:54 Heyjað á gamla mátann í Árbæjarsafni Heyannadagur upp á gamla mátann verður haldinn í Árbæjarsafni í dag. Allt fram undir 1940 tíðkaðist víða um land að slá gras með orfi og ljá. Þessi gömlu heyvinnuverkfæri verða nú dreginn fram og er gestum og gangandi boðið að fylgjast með. 22.7.2007 12:41 Tuttugu flóttamenn dvelja á Fit Hostel Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelja rúmlega 20 flóttamenn á gistiheimilinu Fit Hostel og koma þeir flestir frá Rússlandi og svæðum þar í kring, Írak, Íran, Afganistan og Afríku. 22.7.2007 12:38 Viðskiptaráðherra vill tryggja garðyrkjubændum raforkuverð á lægra verði Garðyrkjubændur á Suðurlandi hafa lengi kvartað undan of háu raforkuverði í gróðurhúsum. Þeir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þurfa greiða hærra raforkuverð fyrir starfsemi sína en til að mynda álver hafa þurft að greiða. 22.7.2007 12:34 Nýr upplýsingavefur um íslenska tónlist opnaður Ný upplýsingavefur um íslenska tónlist var opnaður á miðvikudag. Vefnum, sem er ríkisstyrktur, er ætlað að auka aðgengi á íslenskri tónlist um allan heim. Á honum er að finna upplýsingar um íslenska tónlistarmenn, tónlistarviðburði og annað það sem tengist íslenskri útgáfu á tónlist sem og fréttir og aðrar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem vilja kynna sér tónlistarflóru Íslands. 22.7.2007 12:24 Velheppnaðri listahátíðinni lokið Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig. Þetta er í áttunda sinn sem listahátíðin fer fram á Seyðisfirði og tóku alls um 130 ungmenni frá sex löndum þátt í henni að þessu sinni. Á hátíðnni voru reknar sjö listasmiðjur þar sem ungmennum gafst tækifæri til að spreyta sig í myndlist, tónlist, leiklist og sirkusfimi svo eitthvað sé nefnt. 22.7.2007 12:22 Flæddi inn í 80 þúsund byggingar Flóð halda áfram í Bretlandi í dag eftir úrhellisrigningar helgarinnar. Í morgun flæddi aftur yfir sum svæði Oxfordskíris. Aðstæður eru víða hættulegar, en hjálparsveitir björguðu hundruð manna í morgun og þurfti bæði báta og þyrlur til björgunarstarfsins. Flætt hefur inn í um 80 þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af flóðunum. 22.7.2007 12:08 Clinton vill tryggja Afríkubúum malaríulyf Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er að hefja tilraunaverkefni sem miðar að því að auka aðgengi að nýjum malaríulyfjum í Tansaníu. Á hverju ári látast 3 milljónir manna af völdum malaríu og 300 milljónir veikjast alvarlega. Níutíu prósent dauðsfalla eru í Suður-Afríku og Sahara. 22.7.2007 11:57 Karlmaður mikið slasaður eftir bílslys Hjólreiðamaður var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku Landspítala -Háskólasjúkrahúss eftir að ekið var á hann við Keldur um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis mun maðurinn gangast undir aðgerð á eftir og verður fluttur á gjörgæsludeild eftir það. 22.7.2007 11:45 Hundrað manns létust í óveðri í Kína Óveður varð að minnsta kosti 100 manns að bana í Kína í síðustu viku. Í Austur-Shandong héraði hafa 40 látíst síðan á miðvikudag. Þá hafa fjörutíu lík fundist við Chongqing eftir flóð og aurskriður. Fjölda manns er saknað þar. 22.7.2007 10:47 Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. 22.7.2007 10:30 Rólegt í miðborginni í nótt Fámennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og var mikil kyrrð yfir bænum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur sem þykir ekki mikið á aðfararnótt sunnudags. 22.7.2007 10:28 Vinsæll sjónvarpspredikari fallinn frá Tammy Faye Messner fyrrverandi sjónvarpsprestur og gospel söngvari í Bandaríkjunum lést í gær. Hún var 65 ára og barðist við eiturlyfjafíkn og síðar ólæknandi krabbamein. 22.7.2007 10:24 Íslenskt bakarí nýtur vinsælda í Orlando Íslenska bakaríið Bread´n Buns í Flórída er nú í fjórða sæti í netúrslitkeppni hjá sjónvarpsstöðinni TV Channel two þar í landi sem besta bæjarfyrirtækið í Orlando. 22.7.2007 10:20 Kosið í Tyrklandi Þingiskosningar hófust í Tyrklandi í morgun. Þær þykja skipta sköpum í átökum milli veraldlega sinnaðra Tyrkja sem styðja aðskilnað ríkis og íslam, og trúaðra múslima. Gripið var til þess að halda þingiskosningar þar sem þingið komst ekki að samkomulagi um frambjóðendur til forseta. 22.7.2007 10:17 Suður-kóresku gíslarnir enn í haldi Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. 22.7.2007 10:09 Lík annars Þjóðverjans fundið í Afghanistan Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda 18 suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. Lík þjóðverja sem talibanarnir höfðu í haldi fannst í morgun. 22.7.2007 10:00 20 manns farast í rútuslysi í Frakklandi 20 manns fórust í rútuslysi á suðurausturströnd Frakklands, nálægt bænum Grenoble í morgun. Um borð í rútunni voru 50 pólskir pílagrímar á leið til bæjarins La Mure og var rútan á leið niður bratta brekku þegar hún ók útaf veginum, hrapaði niður gljúfur þar sem hún varð alelda á svipstundu. Talið er að bremsubúnaður rútunnar hafi bilað sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á henni. 22.7.2007 09:59 Hómer og félagar koma fyrst við í Vermont Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd í Springfield í Vermont í Bandaríkjunum. 21.7.2007 20:45 Á 142 kílómetra hraða við Húsafell Ellefu ökumenn hafa verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í dag. Sá sem ók hraðast var á 142 kílómetra hraða. Hann var stöðvarður í Reykholtsdal skammt frá Húsafelli. Að öðru leyti hefur umferð gengið vel á vesturlandi, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. 21.7.2007 20:30 Ekki heimsfrægur og þó? Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, kannast ekki við að vera orðinn heimsfrægur, þrátt fyrir að myndband hans við lagið Allt fyrir ástina hafi verið sett inn á bloggsíðu slúðurkóngsins Perez Hilton sem milljónir manna heimsækja dag hvern. 21.7.2007 20:06 Féll af vélhjóli Betur fór en á horfðist þegar vélhjólamður féll af bifhjóli í Finnafirði innan af Bakkafirði á fjórða tímanum í dag. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi frá Þórshöfn til Reykjavíkur en mun ekki vera alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamótttöku. 21.7.2007 19:21 Herinn kallaður til vegna flóða í Bretlandi Óveður og úrhellisrigning í gærkvöldi og nótt orsökuðu flóð á stórum svæðum í Bretlandi. Algjört umferðaröngþveiti skapaðist á helstu hraðbrautum Englands. Fjöldi ökumanna og farþega þurfti að gista í bílum sínum en helgin er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Herinn og björgunarsveitir hafa unnið að því í allan dag að koma fólki til hjálpar. 21.7.2007 19:17 Viðskiptaráðherra afhuga stóriðju Viðskiptaráðherra er andvígur því að reistar verði þrjár nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vonar að stóriðjutímabilinu sé lokið á Íslandi. Hann segir samkomulag um það í ríkisstjórninni að taka aftur til Alþingis ákvarðanir um virkjanaleyfi. 21.7.2007 19:15 Aukið umferðareftirlit kostnaðarsamt Lögregluembætti landsins greiða ríkislögreglustjóra kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra en bílarninr sem lögreglan ekur á eru í eigu ríkislögreglustjóra. Þetta þýðir að aukið og virkt umferðareftirlit eykur kostnað lögregluembættanna á rekstri bifreiðanna. Dæmi eru um að bílarnir standi ónotaðir við lögreglustöðvar landsins vegna þessa. 21.7.2007 19:14 Leystu gátuna um dammtafl Íslenskur vísindamaður, doktor Yngvi Björnsson, tók þátt í að leysa gátuna um eitt vinsælasta borðspil heims en unnið hefur verið að lausn gátunnar í hart nær 20 ár. Hugbúnaðurinn sem notaður var til að útbúa lausnina byggir á gervigreindartækni og markar niðurstaðan mikilvæg þáttaskil í stærð vandamála sem hægt er að leysa með slíkri tækni. 21.7.2007 19:13 Hakkarar eyðileggja íslenskar heimasíður Erlendir tölvuhakkarar herja á íslenska vefi en þrír austfirskir vefir hafa orðið fyrir barðinu á hökkurunum og liggja niðri. Vefirnir eiga það allir sameiginlegt að vera hannaðir af veffyrirtækinu Galdri á Hornafirði og eru hýstir í Þýskalandi. Svo virðist sem óheppnin ein hafi ráðið því að hakkararnir brutu sér leið inn á þessa vefi. 21.7.2007 19:06 Neytendastofa annist verðlagseftirlit Neytendastofa á að annast allt verðlagseftirlit á matvöru segir forstjóri Neytendastofu og telur skynsamlegast að opinber stofnun annist slíkt eftirlit. Hann segir aðferðir ASÍ við verðlagseftirlit úreltar og vill fá matvöruverslanir til liðs við sig svo unnt sé að vinna með rafrænar upplýsingar beint frá verslununum. 21.7.2007 19:04 Þrír meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ítalíu Ítalska lögreglan hefur handtekið þrjá Marokkóbúa sem grunaðir eru um að starfrækja hryðjuverkaskóla í borginni Perugia. Þeir leita nú fjórða mannsins, en talið er að hann hafi flúið Ítalíu. 21.7.2007 17:33 Ráðherra minnir á reglur um útgáfu leyfa vegna útihátíða Björn Bjarnarson, dóms-, og kirkjumálaráðherra, hefur sent ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum bréf þar sem minnt er á þær reglur sem gilda um útgáfu leyfa vegna útihátíða. Venja hefur verið undanfarin ár að senda slíkar áminningar þegar verslunarmannahelgin er í nánd. 21.7.2007 17:26 Sjá næstu 50 fréttir
Talíbanar enn með Suður-Kóreumenn í haldi Varnarmálaráðherra Afghanistans sagði í dag að svæðið sem talið er að Talibanar haldi tuttugu og þremur suður Kóreumönnum hafi verið umkringt. Talibanar hafa framlengt fresti Suður Kóreumanna til að draga herlið sitt til baka frá Afghanistan. 22.7.2007 19:32
Flóð víða um heim Flóð höfðu áhrif á þúsundir manna víða um heim um þessa helgi. Á Englandi hefur úrhellisrigning orsakað flóð á stórum svæðum og hafa hjálparsveitir unnið sleitulaust að björgunarstörfum. Flóð hafa einnig verið í Asíu en hitabylgja í Suðausturhluta Evrópu gerir íbúum lífið leitt. 22.7.2007 19:26
Framkvæmdastjóri Amnesty segir stöðu flóttamanna á Íslandi hafa versnað Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International segir stöðu flóttamanna sem leita hælis í Evrópulöndum hafa versnað síðustu ár. Íslensk stjórnvöld brjóti barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að vísa flóttamanni sem segist vera frá Darfur úr landi, þar sem hann eigi fimm mánaða gamlan son á Íslandi. 22.7.2007 19:20
Krúttlegir bolabítar Mannfólkið er ekki það eina sem notið hefur veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu því það hafa dýr einnig gert. Þessir litlu bolabítshvolpar skemmtu sér í það minnsta ljómandi vel í blíðviðrinu þegar fréttastofu bar að garði að heimili þeirra í Hafnarfirði í dag. 22.7.2007 18:44
Vísitala gosverðs framtíðin? Forstjóri Neytendastofu vill auðvelda aðgengi neytenda að upplýsingum um vöruverð og að verð verslana verði sótt í gagnagrunna þeirra og þaðan miðlað til neytenda. Þannig gætu neytendur auðveldlega séð hvar og hvenær sé ódýrast að versla. 22.7.2007 18:39
Stjórnmálaflokkar í Venesúela að renna saman í einn Allt stefnir í að innan skamms starfi aðeins einn stjórnmálaflokkur í Venesúela. Haldinn hefur verið fundur með fulltrúum allra þingflokka þar sem drög voru lögð að samruna flokkanna í einn stóran sósíalistaflokk á bak við forseta landsins, Hugo Chavez. 22.7.2007 18:33
Hjálmur bjargaði miklu Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl við Keldur í morgun er ekki í lífshættu. Hann var fluttur meðvitundarlaus og með mörg beinbrot á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss þar sem hann gekkst undir aðgerð. 22.7.2007 18:15
Saving Iceland mótmælti við Ráðhús Reykjavíkur Hópur úr samtökunum Saving Iceland strengdi fána utan á Ráðhús Reykjavíkur í dag með áletruninni „Vopnaveita Reykjavíkur?". Hópurinn hefur staðið að baki ýmsum skemmdarverkum að undanförnu og slettu meðal annars málningu á skrifstofuhúsnæði almannatengslafyrirtækisins Athygli í gær. 22.7.2007 17:10
Feitur Búdda skekur smábæ á Englandi Viðskiptajöfur nokkur hefur mætt harðri andstöðu í smábænum Durham á Englandi vegna nafnagiftar á veitingastað sem hann hyggst opna þar í bæ. Hann vill kalla stað sinn Fat Buddha, eða feiti Búdda. Bæjarstjórnin í Durham telur að nafnið muni særa Búddatrúað fólk og hefur krafist þess að því verði breytt. 22.7.2007 16:32
Útlit fyrir óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi AK flokkurinn hefur hlotið rúm 48% atkvæða í kosningunum sem fram fóru í Tyrklandi í dag, þegar rúm 58% atkvæði hefur verið talin. Samkvæmt heimildum Associated Press fréttastofunnar hafa tveir aðrir flokkar fengið meira en 10% atkvæða. Það eru vinstri flokkurinn CHP og öfga-þjóðernisflokkurinn MHP. 22.7.2007 16:15
Sjálfstýrðir bílar í framför Þróun sjálfstýrðra bifreiða þýtur fram þessa dagana. Að öllum líkindum er þess ekki lengi að bíða að slíkir bílar komi á almennan markað. 22.7.2007 15:50
Talíbanar gefa afgönskum stjórnvöldum lengri frest Talsmaður Talíbana, Qari Yousef Ahmadi, sagði fyrr í dag að frestur afganskra stjórnvalda til að leysa úr haldi 23 talíbanska fanga yrði framlengdur til morguns. Mannræningjarnir hafa hótað að myrða 23 suður-kóreska gísla sleppi afgönsk stjórnvöld ekki föngunum. 22.7.2007 15:48
Manntjón varð þegar lest skall á hópferðabíl Átta manns létust og á þriðja tug slösuðust þegar lest rakst á hópferðabíl í Gura Ocnitei í Rúmeníu. Slysið varð rétt fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Lestin skall á vinstri hlið bílsins og dró hann þrjú hundruð metra eftir veginum. 22.7.2007 15:10
Orðið hæsta hús í heimi Ókláraður skýjakljúfur í Dúbai, Burj Dubai, er orðinn hæsta hús í heimi, fullyrða verkfræðingar sem koma að verkinu. Segja þeir turninn kominn yfir 512 metra, eða fjórum metrum hærri en hingað til hæsta hús í heimi, Taipei 101 turninn í Tævan. 22.7.2007 14:37
Taka þátt í þrekraunakeppni Fjórir íslenskir ævintýramenn taka þátt í þrekraunakeppni sem fram fer á Grænlandi þessa dagana. Keppnin sem ber titilinn SIKU Extreme Arctic Challenge hófst í gær. 22.7.2007 14:27
Flugvél Iceland Express varð fyrir eldingu Eldingu laust niður í flugvél Iceland Express þegar hún var í lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélin var að koma frá Lundúnum. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. 22.7.2007 13:54
Heyjað á gamla mátann í Árbæjarsafni Heyannadagur upp á gamla mátann verður haldinn í Árbæjarsafni í dag. Allt fram undir 1940 tíðkaðist víða um land að slá gras með orfi og ljá. Þessi gömlu heyvinnuverkfæri verða nú dreginn fram og er gestum og gangandi boðið að fylgjast með. 22.7.2007 12:41
Tuttugu flóttamenn dvelja á Fit Hostel Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelja rúmlega 20 flóttamenn á gistiheimilinu Fit Hostel og koma þeir flestir frá Rússlandi og svæðum þar í kring, Írak, Íran, Afganistan og Afríku. 22.7.2007 12:38
Viðskiptaráðherra vill tryggja garðyrkjubændum raforkuverð á lægra verði Garðyrkjubændur á Suðurlandi hafa lengi kvartað undan of háu raforkuverði í gróðurhúsum. Þeir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að þurfa greiða hærra raforkuverð fyrir starfsemi sína en til að mynda álver hafa þurft að greiða. 22.7.2007 12:34
Nýr upplýsingavefur um íslenska tónlist opnaður Ný upplýsingavefur um íslenska tónlist var opnaður á miðvikudag. Vefnum, sem er ríkisstyrktur, er ætlað að auka aðgengi á íslenskri tónlist um allan heim. Á honum er að finna upplýsingar um íslenska tónlistarmenn, tónlistarviðburði og annað það sem tengist íslenskri útgáfu á tónlist sem og fréttir og aðrar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem vilja kynna sér tónlistarflóru Íslands. 22.7.2007 12:24
Velheppnaðri listahátíðinni lokið Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig. Þetta er í áttunda sinn sem listahátíðin fer fram á Seyðisfirði og tóku alls um 130 ungmenni frá sex löndum þátt í henni að þessu sinni. Á hátíðnni voru reknar sjö listasmiðjur þar sem ungmennum gafst tækifæri til að spreyta sig í myndlist, tónlist, leiklist og sirkusfimi svo eitthvað sé nefnt. 22.7.2007 12:22
Flæddi inn í 80 þúsund byggingar Flóð halda áfram í Bretlandi í dag eftir úrhellisrigningar helgarinnar. Í morgun flæddi aftur yfir sum svæði Oxfordskíris. Aðstæður eru víða hættulegar, en hjálparsveitir björguðu hundruð manna í morgun og þurfti bæði báta og þyrlur til björgunarstarfsins. Flætt hefur inn í um 80 þúsund byggingar eða heimili og 200 þúsund manns verða beint fyrir óþægindum af flóðunum. 22.7.2007 12:08
Clinton vill tryggja Afríkubúum malaríulyf Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er að hefja tilraunaverkefni sem miðar að því að auka aðgengi að nýjum malaríulyfjum í Tansaníu. Á hverju ári látast 3 milljónir manna af völdum malaríu og 300 milljónir veikjast alvarlega. Níutíu prósent dauðsfalla eru í Suður-Afríku og Sahara. 22.7.2007 11:57
Karlmaður mikið slasaður eftir bílslys Hjólreiðamaður var fluttur alvarlega slasaður á bráðamóttöku Landspítala -Háskólasjúkrahúss eftir að ekið var á hann við Keldur um kl. 9 í morgun. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis mun maðurinn gangast undir aðgerð á eftir og verður fluttur á gjörgæsludeild eftir það. 22.7.2007 11:45
Hundrað manns létust í óveðri í Kína Óveður varð að minnsta kosti 100 manns að bana í Kína í síðustu viku. Í Austur-Shandong héraði hafa 40 látíst síðan á miðvikudag. Þá hafa fjörutíu lík fundist við Chongqing eftir flóð og aurskriður. Fjölda manns er saknað þar. 22.7.2007 10:47
Ólýsanleg tilfinning að geta hlaupið og hoppað að nýju eftir 12 ára bið „Það er alveg ótrúleg og í raun ólýsanleg tilfinning að vita að maður getur hlaupið aftur,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Sjóvá, en hún var ein þeirra fimm íslensku stoðtækjanotenda sem fengu háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. fyrir tveimur vikum. 22.7.2007 10:30
Rólegt í miðborginni í nótt Fámennt var í miðborg Reykjavíkur í nótt og var mikil kyrrð yfir bænum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur sem þykir ekki mikið á aðfararnótt sunnudags. 22.7.2007 10:28
Vinsæll sjónvarpspredikari fallinn frá Tammy Faye Messner fyrrverandi sjónvarpsprestur og gospel söngvari í Bandaríkjunum lést í gær. Hún var 65 ára og barðist við eiturlyfjafíkn og síðar ólæknandi krabbamein. 22.7.2007 10:24
Íslenskt bakarí nýtur vinsælda í Orlando Íslenska bakaríið Bread´n Buns í Flórída er nú í fjórða sæti í netúrslitkeppni hjá sjónvarpsstöðinni TV Channel two þar í landi sem besta bæjarfyrirtækið í Orlando. 22.7.2007 10:20
Kosið í Tyrklandi Þingiskosningar hófust í Tyrklandi í morgun. Þær þykja skipta sköpum í átökum milli veraldlega sinnaðra Tyrkja sem styðja aðskilnað ríkis og íslam, og trúaðra múslima. Gripið var til þess að halda þingiskosningar þar sem þingið komst ekki að samkomulagi um frambjóðendur til forseta. 22.7.2007 10:17
Suður-kóresku gíslarnir enn í haldi Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. 22.7.2007 10:09
Lík annars Þjóðverjans fundið í Afghanistan Öryggissveitir hafa umkringt staðinn þar sem Talibanar halda 18 suður kóreskum gíslum í Ghazni héraði í Afghanistan. Ekki hefur verið ráðist til atlögu með hervaldi til að frelsa gíslana, en talsmaður talibana sagði í gær að yrði það reynt myndu allir gíslarnir verða teknir af lífi. Lík þjóðverja sem talibanarnir höfðu í haldi fannst í morgun. 22.7.2007 10:00
20 manns farast í rútuslysi í Frakklandi 20 manns fórust í rútuslysi á suðurausturströnd Frakklands, nálægt bænum Grenoble í morgun. Um borð í rútunni voru 50 pólskir pílagrímar á leið til bæjarins La Mure og var rútan á leið niður bratta brekku þegar hún ók útaf veginum, hrapaði niður gljúfur þar sem hún varð alelda á svipstundu. Talið er að bremsubúnaður rútunnar hafi bilað sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á henni. 22.7.2007 09:59
Hómer og félagar koma fyrst við í Vermont Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd í Springfield í Vermont í Bandaríkjunum. 21.7.2007 20:45
Á 142 kílómetra hraða við Húsafell Ellefu ökumenn hafa verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í dag. Sá sem ók hraðast var á 142 kílómetra hraða. Hann var stöðvarður í Reykholtsdal skammt frá Húsafelli. Að öðru leyti hefur umferð gengið vel á vesturlandi, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. 21.7.2007 20:30
Ekki heimsfrægur og þó? Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, kannast ekki við að vera orðinn heimsfrægur, þrátt fyrir að myndband hans við lagið Allt fyrir ástina hafi verið sett inn á bloggsíðu slúðurkóngsins Perez Hilton sem milljónir manna heimsækja dag hvern. 21.7.2007 20:06
Féll af vélhjóli Betur fór en á horfðist þegar vélhjólamður féll af bifhjóli í Finnafirði innan af Bakkafirði á fjórða tímanum í dag. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi frá Þórshöfn til Reykjavíkur en mun ekki vera alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamótttöku. 21.7.2007 19:21
Herinn kallaður til vegna flóða í Bretlandi Óveður og úrhellisrigning í gærkvöldi og nótt orsökuðu flóð á stórum svæðum í Bretlandi. Algjört umferðaröngþveiti skapaðist á helstu hraðbrautum Englands. Fjöldi ökumanna og farþega þurfti að gista í bílum sínum en helgin er ein mesta ferðahelgi sumarsins. Herinn og björgunarsveitir hafa unnið að því í allan dag að koma fólki til hjálpar. 21.7.2007 19:17
Viðskiptaráðherra afhuga stóriðju Viðskiptaráðherra er andvígur því að reistar verði þrjár nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vonar að stóriðjutímabilinu sé lokið á Íslandi. Hann segir samkomulag um það í ríkisstjórninni að taka aftur til Alþingis ákvarðanir um virkjanaleyfi. 21.7.2007 19:15
Aukið umferðareftirlit kostnaðarsamt Lögregluembætti landsins greiða ríkislögreglustjóra kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra en bílarninr sem lögreglan ekur á eru í eigu ríkislögreglustjóra. Þetta þýðir að aukið og virkt umferðareftirlit eykur kostnað lögregluembættanna á rekstri bifreiðanna. Dæmi eru um að bílarnir standi ónotaðir við lögreglustöðvar landsins vegna þessa. 21.7.2007 19:14
Leystu gátuna um dammtafl Íslenskur vísindamaður, doktor Yngvi Björnsson, tók þátt í að leysa gátuna um eitt vinsælasta borðspil heims en unnið hefur verið að lausn gátunnar í hart nær 20 ár. Hugbúnaðurinn sem notaður var til að útbúa lausnina byggir á gervigreindartækni og markar niðurstaðan mikilvæg þáttaskil í stærð vandamála sem hægt er að leysa með slíkri tækni. 21.7.2007 19:13
Hakkarar eyðileggja íslenskar heimasíður Erlendir tölvuhakkarar herja á íslenska vefi en þrír austfirskir vefir hafa orðið fyrir barðinu á hökkurunum og liggja niðri. Vefirnir eiga það allir sameiginlegt að vera hannaðir af veffyrirtækinu Galdri á Hornafirði og eru hýstir í Þýskalandi. Svo virðist sem óheppnin ein hafi ráðið því að hakkararnir brutu sér leið inn á þessa vefi. 21.7.2007 19:06
Neytendastofa annist verðlagseftirlit Neytendastofa á að annast allt verðlagseftirlit á matvöru segir forstjóri Neytendastofu og telur skynsamlegast að opinber stofnun annist slíkt eftirlit. Hann segir aðferðir ASÍ við verðlagseftirlit úreltar og vill fá matvöruverslanir til liðs við sig svo unnt sé að vinna með rafrænar upplýsingar beint frá verslununum. 21.7.2007 19:04
Þrír meintir hryðjuverkamenn handteknir í Ítalíu Ítalska lögreglan hefur handtekið þrjá Marokkóbúa sem grunaðir eru um að starfrækja hryðjuverkaskóla í borginni Perugia. Þeir leita nú fjórða mannsins, en talið er að hann hafi flúið Ítalíu. 21.7.2007 17:33
Ráðherra minnir á reglur um útgáfu leyfa vegna útihátíða Björn Bjarnarson, dóms-, og kirkjumálaráðherra, hefur sent ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum bréf þar sem minnt er á þær reglur sem gilda um útgáfu leyfa vegna útihátíða. Venja hefur verið undanfarin ár að senda slíkar áminningar þegar verslunarmannahelgin er í nánd. 21.7.2007 17:26