Innlent

Ráðherra minnir á reglur um útgáfu leyfa vegna útihátíða

Björn Bjarnarson, dóms-, og kirkjumálaráðherra, hefur sent ríkislögreglustjóra og öllum lögreglustjórum bréf þar sem minnt er á þær reglur sem gilda um útgáfu leyfa vegna útihátíða. Venja hefur verið undanfarin ár að senda slíkar áminningar þegar verslunarmannahelgin er í nánd.

Samkvæmt lögum eru það sýslumenn sem hafa heimild til að veita tækifærisleyfi fyrir einstökum atburðum og skemmtunum líkt og þeim sem tíðkast um verslunarmannahelgar.

Leyfi fyrir útihátíðum þar sem fólk gistir á tjaldsvæðum og ætla má gestafjöldi fari yfir 1500 eru bundin eftirfarandi skilyrðum:

  • Að sérstök móttaka verði á svæðinu fyrir aðhlynningu þolenda kynferðisbrota eða að þeim verði tryggð aðstoð sérstaks fagfólks með þekkingu og reynslu af móttöku þolenda kynferðisbrota á næsta sjúkrahúsi eða heilsugæslu.
  • Að mótshaldari sæki daglega samráðsfundi með yfirmönnum lögreglu, fulltrúum frá heilsugæslu og gæsluliðum.
  • Að bílastæði fyrir samkomugesti verði afmörkuð og girt af
  • Að nægileg gæsla sé á tjaldsvæðum og mótssvæði
  • Að mótshaldari tryggi nægjanlega lýsingu á myrkum svæðum, t.d. á bílastæðum, við salerni, tjaldsvæði, matartjöld og við lögreglu- og heilsugæslumiðstöð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×