
Fleiri fréttir

F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu.

Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð
„Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna.

Ári of snemma
Manni sem flaug frá Kanada til Bretlands til að vera viðstaddur brúðkaup vinar síns brá í brún þegar hann komst að því að hann mætti ári of snemma. Vinur mannsins bauð honum fyrr á árinu í brúðkaupið, sem átti að vera sjötta júlí. Hann gleymdi hinsvegar að minnast á að það væri júlí á næsta ári. Maðurinn, sem er kennari í Toronto, eyddi rúmum sextíu þúsund krónum í flugmiðann. Hann sagði við BBC fréttastofuna að vinir sínur skemmtu sér konunglega yfir klúðrinu.

Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjnesbæjar samþykkja samning um HS
Bæjarráð Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar samþykktu í morgun eighnarhaldsskiptingu á Hitaveitu Suðurnesja, sem samningamenn lögðu grundvöll að í gær. Hlutur Reykjanesbæjar verður 35 %, eða ráðandi, hlutur Geysis Green Energy 32 % og hlutur Orkuveitu Reykjavíkur 32 %. Skiptingin miðar við að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki að selja Orkuveitunni sinn hlut fyrir átta milljarða króna.

Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veitir milljón króna styrk
Harpa Þorvaldsdóttir, mezzosópran hlýtur einnar milljón króna styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til efnilegs söngfólks til framhaldsnáms erlendis. Auglýst var eftir styrkhöfum fyrir árið í ár og bárust 15 umsóknir.

Engin áhrif á hlýnun jarðar
Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað.

Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja
Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn.

Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg
Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis.

Geðsjúkir fangar fengu lykil að klefum sínum
Fimm geðsjúkir fangar sluppu í lok júní úr fangelsi á Jótlandi. Extra blaðið greinir frá þessu. Þeim var óvart gefinn master lykill að réttargeðdeildinni í Árósum og skruppu í kjölfarið til Hamborgar á kvennafar. Mennirnir sátu inni fyrir rán og ofbeldisbrot og þóttu hættulegir. Einn þeirra stakk geðlækninn sinn árið 2002. Tæknimenn sem skiptu um lása í klefum fanganna létu þá óvart hafa lykla sem gengu að öllu lásum á deildinni þeirra.

Lady Bird Johnson látin
Lady Bird Johnson, ekkja Lyndons B. Johnson, lést á heimili sínu í Austin, Texas í kvöld. Hún var 94 ára gömul. Forsetafrúin var virt og dáð af fjölmörgum Bandaríkjamönnum.

Vinsældir Bjerregaards dvína
Ritt Bjerregaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum fyrir 55 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Tæpum tveimur árum seinna hefur hún ekki efnt kosningaloforðið.

Bandaríkjaforseti bannar fyrrverandi aðstoðarmanni sínum að bera vitni
George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Harriet Miers, að neita því að koma fyrir þingnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Miers á að vitna um uppsagnir alríkissaksóknara. Annar fyrrverandi aðstoðarmaður Bush, Sara Taylor, vitnaði fyrir þingnefndinni í dag.

Hvetur Pakistana til þátttöku í heilögu stríði
Ayman al-Zawahri, næstráðandi Al-Qaida, sendi frá sér nýtt myndband í dag þar sem hann hvetur Pakistana til að taka þátt í heilögu stríði til að hefna fyrir árás pakistanska hersins á rauðu moskuna.

Rússneska vændiskonan braut engin lög
Athæfi vændiskonunnar sem bauð blíðu sína fala á Hótel Nordica í gær er löglegt eftir breytingar á hegningalögum frá því í vor. Alþingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Katrín Jakobsdóttir rökræddu um ágæti þessara laga í Íslandi í dag.

Fimmti hver Dani getur nýtt sér námskeið til að hætta að reykja
Um það bil fimmta hverjum Dana tekst að hætta að reykja með hjálp námskeiða, samkvæmt niðurstöðum danskrar rannsóknar. Rannsóknin telst vera sú stærsta sinnar tegundar.

Hrefnuveiðibátar á miðin á ný
Hrefnuveiðibátur hélt út frá Akranesi kl. 15 í dag og að öllum líkindum mun annar fara frá Ísafirði á morgun. Ágætlega gengur að selja kjötið á Íslandsmarkaði að sögn formanns Hrefnuveiðibáta ehf.

Hafa áhyggjur af niðurskurði í þorskveiðum
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur áhyggjur vegna ákvörðunar sjávarútvegráðherra um stórfelldan niðurskurð í þorskveiðum á næsta ári. Telja þau um svo mikinn samdrátt að ræða að við blasi neyðarástand í sjávarbyggðum víða um land.

Tveir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í gærkvöld
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær. Annar var stöðvaður á Bústaðavegi um kvöldmatarleytið en hinn í Laugardal síðar um kvöldið.

Heimabær Hómers fundið
En á meðan Potter aðdáendur flykkjast í kvikmyndahúsin kætast áhugamenn um Simpson-fjölskylduna í bænum Springfield í Vermontríki í Bandaríkjunum. Hann hefur verið valinn heimabær þeirra Homers, Marge, Barts, Lísu og Maggie og verður ný kvikmynd um fjölskylduna frumsýnd þar 21. þessa mánaðar.

Mýs að æra Kínverja
Hagamýs í milljarðatali eru nú að æra íbúa í Hunang-héraði í Kína. Samkvæmt kínverskum miðlum hafa íbúar drepið rúmlega tvær milljónir músa og byggt veggi og grafið skurði til að halda þeim frá ræktarlandi.

Hóta hefndum
Bretar segjast hafa verið í fullum rétti með að aðla rithöfundinum Salman Rushdie á dögunum fyrir framlag hans til bókmennta. Múslimar víða um heim hafa tekið því sem móðgun og hótar næstráðandi hjá al Kaída hefndum.

Alþjóðahús vill verða miðstöð fyrir útlendinga með alla þjónustu undir höndum.
Útlendingar sem flytja hingað til lands þurfa sumir að fara á milli sjö stofnana til að fá öll tilskilin leyfi til að setjast hér að. Alþjóðahúsið vill miðstöð fyrir útlendinga þar sem hægt er að útvega þeim öll leyfi og pappíra á einum stað. Kona frá Sri Lanka sem býr hér á landi segir kerfið flóknara nú en fyrir 11 árum.

Þrjátíu og einum starfsmanni sagt upp hjá Ramma hf.
Þrjátíu og einum starfsmanni Rækjuvinnslunnar Ramma hf á Siglufirði verður sagt upp á næstu vikum og verður vinnslan lögð niður í október. Forstjóri fyrirtækisins segir lausatök ríkisvaldsins á stjórn efnahagsmála og hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands vera útflytjendum fjandsamleg.

Ekki vísað úr landi
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða.

Launin greidd samkvæmt eðlilegu fyrirkomulagi
Ungmennin sem fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót, vegna verkefnis sem þau vinna hjá Hinu húsin, hófu störf eftir að gengið var frá skráningu launa fyrir júnímánuð. Hitt húsið og Blindrafélagið harma þann misskilning sem felst í orðum Ung Blindra

Leikskólakennsla í skógarlundi
Leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti býr svo vel að eiga aðgang að útikennslustofu. Þar fara krakkarnir í leiki, klifur og láta mývarginn hvorki stoppa sig í leik né starfi.

Dularfulla svanahvarfið
Álftapar sem hefur um árabil komið ungum sínum á legg á lóni í Elliðaárdal hefur horfið á dularfullan hátt. Íbúarnir skilja ekki hvert, en spurst hefur til veiðiþjófa á svæðinu.

Nemendur á Bifröst óánægðir með hækkun leiguverðs
Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu.

Sex milljarða tekjur á tveimur vikum
Ferðaþjónustan sér fram á annasamasta tímabil í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi næstu tvær vikurnar. Þessi hálfi mánuður er helsti sumarleyfistími Íslendinga og toppur ársins í komu erlendra gesta. Gert er ráð fyrir að erlendir gestir skili um 4 milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á þessum hálfa mánuði og tekurnar verða um 6 milljarðar þegar innlendi hlutinn er tekinn með í reikninginn.

Lögreglan rannsakar enn brunann við Grettisgötu
Lögreglan rannsakar enn brunann við Grettisgötu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins.

Bandaríkin vilja sexmenningana í Líbíu úr haldi
Bandaríkin brýna það fyrir Líbíu að leyfa heilbrigðisstarfsfólkinu að halda heim á leið strax. Í dag var dauðadómur yfir fimm búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum lækni frá Palestínu staðfestur. Þau hafa verið í haldi síðan 1999, og er þeim gefið að sök að hafa viljandi smitað 438 börn af HIV-veirunni með sýktu blóði.

Fimm blind ungmenni fengu ekki greidd laun
Fimm blind og sjónskert ungmenni sem hafa verið í vinnu hjá Hinu Húsinu í Reykjavík í sumar fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót. Þá fengu tveir leiðbeinendur ungmennanna aðeins hluta af sínum launum útborguð. Formaður Ungblind segist vona að um villu í bókhaldi sé að ræða frekar en að Sveitarfélög séu að mismuna fötluðum einstaklingum.

Lítið fiskast í Stóru-Laxá
Lítið hefur fiskast í Stóru-Laxá það sem af er sumri en áin er orðin mjög vatnslítil. Stangaveiðimenn telja litla von að fiskur gangi úr jökulvatninu við núverandi aðstæður. Enginn lax hefur veiðst á tveimur svæðum í ánni í sumar.

Óvenju há tíðni dauðsfalla í vinnuslysum á Ítalíu
435 hafa látist í vinnuslysum á Ítalíu á þessu ári. Rannsóknir sýna að tíðni vinnuslysa á Ítalíu er meira en 40% hærri en í Frakklandi, tvöfalt hærri en í Þýskalandi og sjöfalt hærri en í Bretlandi. Lögreglan telur að stór hluti þeirra sem látast séu ólöglegir innflytjendur sem vinna við óviðunandi öryggisaðstæður.

Raðmorðingi dæmdur til dauða í Los Angeles
Pítsusendillinn Chester Turner hlaut í dag dauðadóm fyrir að myrða tíu konur í Los Angeles á árunum 1987-1998. Ein konan var ófrísk og komin sex og hálfan mánuð á leið og var hann einnig dæmdur fyrir það. Konurnar sem urðu Turner að bráð voru flestar vændiskonur eða fíkniefnaneytendur.

Í skýrslutöku hjá lögreglu
Rússnesk vændiskona sem bauð blíðu sína gegn greiðslu á hóteli í Reykjavík var vísað út af herbergi sínu í gær. Hún er nú í skýrslutöku hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málið tengist mansali.

Framleiðsla á nautakjöti eykst
Framleiðsla á nautakjöti jókst um tæp 18 prósent á síðasta ári samanborið við fyrra ár. Talið er að hagstæð verðþróun á nautakjöti valdi aukinni framleiðslu.

Síbrotamaður á bak við lás og slá
Eftir tvo úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og tvo úrskurði Hæstaréttar á rúmlega viku tímabili, er niðurstaðan loks sú, að stórtækur síbrotamaður skuli stija á bak við lás og slá.

Þurrkar valda vandræðum á Suðurlandi
Þurrkar eru farnir að valda vandræðum á Suðurlandi enda hefur vatnsnotkun aukist mikið vegna hitans. Hita og Vatnsveita Árborgar hefur dregið úr þrýstingi á kerfið til að koma í veg fyrir algeran vatnsskort en ekki er útlit fyrir rigningu á næstunni.

Tímasetningar skattalækkana illa ígrundaðar
Hagfræðingur ASÍ segir tímasetningar á skattalækkunum ríkisstjórnarinnar 1. mars síðastliðinn hafa verið illa ígrundaðar, þar sem krónan hafi verið á fleygiferð og hagkerfið óstöðugt. Því hafi verið erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagi á mat-og drykkjarvöru frá degi til dags.

Dæmdir í lífstíðarfangelsi
Mennirnir fjórir sem voru sakfelldir fyrir aðild sína að sprengjutilræði í júlí 2005 voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi. Þeir geta þó sótt um reynslulausn eftir 40 ár.

Nágrannar við Njálsgötu 74 eiga fund með borgarstjóra í dag
Nágrannar við Njálsgötu 74 eiga fund með borgarstjóra í dag klukkan 14:00 vegna fyrirætlana um rekstur heimilis fyrir karlmenn í virkri áfengis- og fíkniefnaneyslu að Njálsgötu 74. Ákvörðun velferðarráðs um málið verður tekin fyrir í borgarráði á morgun.

Ungliðahreyfingar takast á um einkavæðingu orkufyrirtækja
Ekki er kveðið sérstaklega á um einkavæðingu orkufyrirtækja í landinu í stjórnarsáttmálanum að mati formanns Ungra jafnaðarmanna. Hann gefur lítið fyrir yfirlýsingar Sambands ungra sjálfstæðismanna um hið gagnstæða. Ungliðahreyfingar stjórnarflokkanna tveggja greinir á um í afstöðu til sölu Hitaveitu Suðurnesja.

Fleiri leita til Símavers Reykjavíkurborgar
Umtalsverð aukning varð í þjónustu Símavers Reykjavíkurborgar milli áranna 2006 og 2007. Þegar bornir eru saman fyrstu sex mánuðir áranna sést að 20% aukning símtala er á milli ára. Símaver Reykjavíkurborgar, sem stofnað var fyrir tveimur árum, er allsherjar upplýsinga- og þjónustuver fyrir borgarbúa.

Aukið verðmæti þorskútflutnings í Noregi
Verðmæti útflutnings á ferskum þorski frá Noregi jókst um 15% á fyrsta árshelmingi 2007 og nam 3,3 milljörðum íslenskra króna. Útflutningur hefur aukist til markaða í Evrópusambandslöndunum og þá einkum til Danmerkur og Portúgal. Verðmæti útflutning á frystum þorski jókst um 48% og nam 2,7 milljörðum íslenskra króna.