Innlent

Framleiðsla á nautakjöti eykst

Ásetningur nautkálfa hefur aukist.
Ásetningur nautkálfa hefur aukist. MYND/VG

Framleiðsla á nautakjöti jókst um tæp 18 prósent á síðasta ári samanborið við fyrra ár. Talið er að hagstæð verðþróun á nautakjöti valdi aukinni framleiðslu.

Samkvæmt vefsíðu Landssambands kúabænda jókst framleiðsla á nautakjöti um 17,6 prósent á síðasta ári miðað við fyrra ár. Á sama tíma dró verulega úr innflutningi á nautakjöti. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2005 nam innflutningur 95 tonnum en fyrstu fjóra mánuðina í fyrra var hann 64 tonn.

Verð á nautakjöti hefur farið hækkandi og gera kúbændur ráð fyrir því að framleiðsla innanlands haldi áfram að aukast á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×