Innlent

Launin greidd samkvæmt eðlilegu fyrirkomulagi

Kristinn og Brynja segja ekkert óeðliegt við launagreiðslur til fólksins.
Kristinn og Brynja segja ekkert óeðliegt við launagreiðslur til fólksins. Mynd/ Visir.is

Ungmennin sem fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót, vegna verkefnis sem þau vinna hjá Hinu húsin, hófu störf eftir að gengið var frá skráningu launa fyrir júnímánuð. Kristinn Ingvarsson, verkefnisstjóri hjá Hinu húsinu, segir að gengið sé frá launaskráningu fyrir 15. dag hvers mánaðar. Fólkið hafi hins vegar ekki hafið störf fyrr en 18. júní. Hann segir að fólkið muni fá greidd launin um næstu mánaðamót.

 

Brynja Arhursdóttir, atvinnumálafulltrúi hjá Blindrafélaginu, tekur undir orð Kristins. Hún segir að laun starfsfólksins verði greidd um næstu mánaðarmót og þeim hafi verið kynnt það í gær. Hún segir að samstarfið við Hitt húsið hafi verið frábært og vonast eftir framhaldi.

 

Við sögðum frá því á Visi.is í dag að fimm blind og sjónskert ungmenni sem hafa verið í vinnu hjá Hinu Húsinu í Reykjavík í sumar fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót. Þá hafi tveir leiðbeinendur ungmennanna aðeins fengið hluta af sínum launum útborguð. Formaður Ungblinda sagðist vona að um villu í bókhaldi væri að ræða frekar en að Sveitarfélög væru að mismuna fötluðum einstaklingum.

 

 

Bæði Brynja og Kristinn harma þann miskilning sem felast í orðum Bergvins Oddssonar, formanns Ungblindar. Kristinn segir að sér þyki mjög leitt að verkefnið hafi fengið neikvæða fjölmiðlaumfjöllun út af launamálum. Hann hafi frekar kosið að fjallað yrði um markmið og eðli þessa frábæra verkefnis, sem er að vinna að bættu aðgengi blindra um borgina og á veitingastöðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×