Innlent

Síbrotamaður á bak við lás og slá

Eftir tvo úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og tvo úrskurði Hæstaréttar á rúmlega viku tímabili, er niðurstaðan loks sú, að stórtækur síbrotamaður skuli stija á bak við lás og slá.

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Hérðasdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir nokkrum dögum, yfir síbrotamanni.

Ekki eru nema níu dagar síðan að sami Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð sama Héraðsdóms um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir sama manni, sem þá sat í gærsluvarðhaldi, þannig að honum var sleppt lausum fyrir níu dögum. Það var gert á grundvelli seinagangs á afgreiðslu mála hans í dómskerfinu, en þvert á viðvarnir lögreglu um að hann væri líklegur til að taka upp fyrri iðju.

Ekki stóð á því og fyrir nokkrum dögum úrskurðaði sami héraðsdómur hann aftur í gæsluvarðhald, sem Hæstiréttur fellst nú á. Áður en honum var sleppt fyrir níu dögum, var búið að ákæra hann í máli, ásamt tólf öðrum , og eru ákæruliðirnir samtals 76.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×