Nemendur á Bifröst óánægðir með hækkun leiguverðs 11. júlí 2007 16:45 Háskólinn á Bifröst. MYND/365 Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Töluverð óánægja ríkir meðal hluta nemenda við Háskólann á Bifröst eftir að tilkynnt var um hækkun á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu í dag. Hópur nemenda íhugar að segja upp leigusamningi sínum og flytja til Borgarness. Rektor skólans segir um samræmingaraðgerð að ræða og aðeins lítill hluti íbúða hækki í leigu. „Það er mikil óánægja hjá þeim sem hafa orðið fyrir hækkuninni," sagði Elín Björg Ragnarsdóttir, hjá íbúaráði háskólaþorpsins á Bifröst, í samtali við Vísi. „Það hækkar mest hjá fjölskyldufólki en einstaklingsíbúðir eru á móti að lækka í verði." Háskólinn á Bifröst tilkynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á leiguverði íbúða í háskólaþorpinu. Samkvæmt breytingunum hækkar mánaðarleiga á fjölskylduíbúðum um allt að 14 þúsund krónur. Leiga á einstaklingsíbúðum lækkar hins vegar um allt að 8 þúsund krónur. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. september næstkomandi. Einn nemandi sem setti sig í samband við Vísi sagðist vera mjög ósáttur við þessar breytingar. Hann sagði leiguverð á íbúðum í háskólaþorpinu langt fyrir ofan eðlilegt markaðsverð. Sagði hann suma íhuga að segja upp leigusamningi sínum og leigja þess í stað í Borgarnesi. Alls eru um 200 íbúðir í háskólaþorpinu að Bifröst. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi að um samræmingaraðgerðir væri að ræða. Skólinn væri að mæta umræðu meðal nemenda um innbyrðis ósamræmi milli leiguverðs á íbúðum. Benti hann á að í flestum tilvikum væri leigan í raun að lækka. „Leigan lækkar í 75 prósenta tilvika og skólinn verður af tekjum vegna þessara breytinga. Þetta er því ekki kappsmál af okkar hálfu. Við munum að sjálfsögðu skoða málið og bregðast við kvörtunum, " sagði Ágúst.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira