Fleiri fréttir

Lansbjörg hvetur til aðgæslu í sundi

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna tíðra slysa í sundlaugum undanfarið. Félagið vill með því minna á öryggisatriði varðandi sundferðir.

Fimmta hver bjór- og gosflaska keypt ólöglega í Danmörku

Fimmta hver bjór- og gosflaska í Danmörku er keypt á ólöglegan hátt samkvæmt skýrslu sem skattaráðuneyti Danmerkur kynnir í dag. Fram kemur á viðskiptafréttavefnum Börsen að Danir leggi enn þá mikið á sig til þess að komast hjá því að greiða skatta af þessum drykkjarvörum.

Fjórir látnir í flóðum á Bretlandi

Tala látinna í flóðum á Bretlandi síðustu daga hefur hækkað og nú er ljóst að fjórir hafa látið lífið. Lögreglan í Worchestershire fann í kvöld lík ökumanns sem saknað hafði verið. Maðurinn hafði horfið stuttu eftir að hann hafði hafði náð sambandi við eiginkonu sína og sagt henni að bíll hans væri umlukinn vatni.

Ræningjar Johnstons ítreka hótanir sínar

Mannræningjarnir sem haldið hafa breska blaðamanninum Alan Johnston föngnum síðan í mars hafa ítrekað hótanir sínar um að myrða Johnston verði ekki tekið undir kröfur þeirra. Ræningjarnir sem sagðir eru tilheyra samtökunum „Her íslams,“ sendu frá sér tilkynningu í dag, degi eftir að mynband birtist af Johnston þar sem hann var sýndur með sprengjubelti um sig miðjan.

Rússar sagðir tregir til að samþykkja Blair sem sáttasemjara

Vesturveldunum gekk illa í dag að komast að samkomulagi um að tilnefna Tony Blair sem sáttasemjara í Mið-Austurlöndum. Búist var við því að „kvartettinn" svokallaði, en hann skipa fulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Rússlandi og Sameinuðu Þjóðunum, myndi tilkynna um útnefningu Blairs sem aðalsáttasemjara í dag en sú ákvörðun hefur dregist.

Ökumaður bifhjóls keyrði útaf við Hvalfjarðargöng

Bifhjól fór útaf Vesturlandsvegi við Hvalfjarðargöngin um hálfátta leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er óljóst um orsakir þess að hjólið fór útaf veginum en meiðsli ökumanns munu hafa verið minniháttar.

Mótmæli í Íran vegna bensínskömmtunar

Íranskur almenningur hefur mótnælt fyrirhuguðum skömmtunum á bensíni í höfuðborg landsins, Teheran í dag. Kveikt var í bensínstöð og hrópuðu mótmælendur ókvæðisorð að stjórnvöldum. Fréttastofa Reuters hefur eftir heimildamanni á staðnum að eldar logi glatt á bensínstöð í fátækari hverfum borgarinnar og að kveikt hafi verið í bílum.

Kópavogsbær neitar að svara Mannlífi

Kópavogsbær hefur synjað beiðni tímaritsins Mannlífs um upplýsingar vegna viðskipta bæjarins við verktakafyrirtæki blaðið segir með ýmsum hætti tengjast Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu tímaritsins.

Þúsundir fylgdust með Rosberg í Smáralind

Á sjötta þúsund manns horfðu á Nico Rosberg, formúluökumann hjá Williams liðinu, aka formúlubíl sínum í blíðskaparveðri við Smáralind í dag. Mikil öryggisgæsla var á staðnum til að tryggja öryggi áhorfenda enda náði bíllinn allt að 160 km hraða á tímabili.

Tilkynnt um að Blair leiði friðarviðræður á morgun?

Svo gæti farið að Tony Blair, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, verði tilnefndur sem sáttasemjari á milli stríðandi fylkinga í Mið-Austurlöndum strax á morgun. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir háttsettum bandarískum embættismanni.

Búðafell bjargaði ólöglegum innflytjanda úr sjávarháska

Ólöglegum innflytjanda var bjargað á dögunum úti fyrir ströndum Möltu. Maðurinn hafði verið í hópi 26 manna sem freistuðu þess að komast til Evrópu á lítilli bátskænu sem hvolfdi með þeim afleiðingum að aðeins fjórir komust lífs af. Manninum var bjargað um borð í togarann Búðafell sem skráð er á Möltu, en gerði áður út frá Fáskrúðsfirði eins og sjá má á myndinni.

Hringferð á fjarstýrðum bíl lokið

Leiðangursmenn sem óku fjarstýrðum bíl hringinn í kringum landið hafa lokið ferðinni en þeir komu í Tómstundahúsið klukkan hálf átta í kvöld. Sex manns voru í hópnum sem fylgdi bílnum og var lagt af stað klukkan hálf þrjú aðfararnótt sunnudagsins síðasta. Hringferðin tókst vonum framar að sögn bílstjóra bílsins.

Heilsast vel eftir slys í Sundlaug Akureyrar

Sex ára dreng var bjargað með miklu snarræði frá drukknun af sundlaugargestum í sundlaug Akureyrar í gær. Drengnum heilsast nú vel. Sjúkraflutningamaður sem kom að björguninni segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnum sínum í sundi.

Faðir gagnrýnir stjórnvöld í minningargrein um dóttur sína

Rúmlega tvítug kona, sem lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fíkniefnum, var borin til grafar í dag. Faðir konunnar segir í minningargrein um hana að langbrýnasta verkefni samfélagsins sé að sporna gegn eiturlyfjasölu.

Hjúkrunarfræðingar flýja álag á spítölunum

Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut í allt að fjóra sólarhringa vegna skorts á öðrum úrræðum. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem þar hefur starfaði í á sjötta ár en hefur nú sagt upp störfum eftir að hafa fengið nóg af því erfiða ástandi sem ríkir á bráðadeildinni.

Abbas bannar vopnaburð

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur gefið út tilskipun, sem bannar Palestínumönnum að bera vopn og sprengiefni án sérstaks leyfis. Ákvörðunin miðar að því að veikja stöðu Hamasliða á Vesturbakkanum og er ein af mörgum tilskipunum sem forsetinn hefur gefið út í þessum tilgangi síðan hann leysti ríkisstjórn Palestínu frá völdum.

Biðlistum Greiningastöðvarinnar eytt á tveimur árum

Eftir tvö ár verður búið að eyða biðlistum barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hefja aðgerðir til að tryggja styttri biðtíma eftir greiningu en hann er nú allt að þrjú ár.

Þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr þorskveiðum

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum á næsta ári. Minni þorskveiði mun koma harðast niður á Vestfirðingum, þar sem þorskveiðar vega mikið í atvinnumálum heimamanna.

Rafmagnsbruni á Nesvöllum

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum lagnir brunnu.

Landsvirkjun sögð hóta og múta sveitarstjórn Flóahrepps

Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun Þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag. Landsvirkjun vísar þessum ásökunum alfarið á bug og segir viðræðum við hreppsnefndina ekki hafa verið lokið .

Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það málefni Landsvirkjunar hvernig ósk Alcan um endurnýjun raforkusamnings verður svarað og telur ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að því. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum.

Löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á strætisvagnaþjónustu

Ákveðið hefur verið að hefja viðræður um að ríkið taki þátt í kostnaði við rekstur Strætó bs. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Strætó segir löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á þjónustu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Eðlilegt sé að ríkið taki þátt í kostnaði við almenningssamgöngur.

Bensín skammtað í einu stærsta olíuríki heims

Annar stærsti olíuframleiðandi innan olíusamtakanna OPEC, Íran, ætlar að skammta bensín til landsmanna frá og með morgundeginum, að því er íranska ríkissjónvarpið greindi frá í kvöld. Tilgangurinn er að hamla gegn eldsneytiseyðslu í landinu.

Hitabylgja í Evrópu kostar 31 mannslíf

Að minnsta kosti 31 hefur látið lífið síðustu daga vegna hitabylgju sem gengið hefur yfir í suðausturhluta Evrópu. Hitinn mældist víða 45 gráður í Grikklandi í dag þar sem almenningsþjónustu og fyrirtækjum var víða lokað. Hitinn var það mikill að eldur kviknaði í rafmagnslínum og olli rafmagnsleysi.

Á fimmta þúsund manns í göngu gegn umferðarslysum

Góð þáttaka er í göngum sem farnar eru til þess að mótmæla umferðarslysum. Gengið er í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Hátt á þriðja þúsund manns taka þátt í göngunni í Reykjavík og á Akureyri telur lögregla að um 250 manns hafi tekið þátt.

Beit lögreglumann í lærið

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón og bíta hann í lærið. Atvikið átti sér stað fyrir skemmtistaðinn Áttuna í Hafnarfirði í nóvember í fyrra.

Fjórir af Minnesota-sexburunum látnir

Einungis tveir af sexburunum sem fæddust í Minnesota 10 júní eru á lífi. Fjórði sexburinn lést á sunnudaginn. Þrír voru látnir þegar vika hafði liðið frá fæðingu. Ástand hinna tveggja eftirlifandi er tvísýnt. Forsvarsmenn sjúkrahússins þar sem fjölskyldan dvelur vildu ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fimm aukaferðir verði farnar á næstu tveimur vikum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur óskað eftir því við Vegagerðina og Eimskip, sem rekur Herjólf, að skipið sigli þær fimm aukaferðir sem kveðið er á um í gildandi samningum á næstu tveimur vikum. Næstu tvær vikur verði svo nýttar til þess að ná samkomulagi um 20 aukaferðir sem ríkisstjórnin hafi lofað í vor.

Tugir hafa látist í hitabylgju í Suður-Evrópu

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar hafa að minnsta kosti 40 manns látist í hitabylgju sem gengur nú yfir Suður-Evrópu. Í Rúmeníu hafa 29 látist, fjórir í Grikklandi, þrír í Albaníu og að minnsta kosti fimm í Bosníu, Króatíu og Tyrklandi.

Saksóknari í máli Milosevic ósátt við lát hans

Carla Del Ponto, saksóknari Sameinuðu Þjóðanna segir að dauði Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, ásæki sig. Hún lýsir því hversu ósátt hún sé við að hann hafi dáið áður en dómur féll yfir honum fyrir stríðsglæpi í stjórnartíð hans.

Tannhvítun ekki hættulaus

Í mörgum tegundum búnaðar til tannhvítunar hefur fundist ólöglega mikið magn vetnisperoxíðs, sem leysir upp liti. Efnið er aðallega notað í hárliti og sótthreinsiefni. Í mælingu á vegum TSI-eftirlitsins var magn vetnisperoxíðs yfir settum mörkum í 18 af 20 vörum. Í einu tilfelli reyndist vera notaður 230 sinnum löglegur skammtur.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var ákræður fyrir að falsað undirskrift bróður síns á yfirlýsingu vegna veðskuldabréfs tengdu bíl.

Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum stofnuð

Samningur um stofnun rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Kennaraháskóla Íslands var undirritaður í gær. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í stjórn rannsóknastofunnar eru auk Hönnu, Elsa Sigríður Jónsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

Verðbólgumarkmið næst ekki fyrr en í lok árs 2009, segir Glitnir

Greiningardeild Glitnis býst ekki við að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu fyrr en undir lok árs 2009. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga lækki úr fjórum prósentum í 3,3 á milli júní og júlí og fari svo undir þrjú prósent í ágúst en hækki svo aftur fram á vor.

Danir greiða mest í skatt

Launþegar í Danmörku borga mestan skatt miðað við önnur Evrópusambandslönd, eða 59 prósent. Þetta kemur fram í samantekt frá Evrópsku hagstofunni sem greint er frá í Jyllands-Posten í dag.

Ráðherra hvetur fólk til þátttöku í göngu gegn umferðarslysum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fagnar frumkvæði hjúkrunarfræðinganna Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur sem skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysum í dag. Hann hvetur fólk til þátttöku.

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi lokið

Uppbyggingu lengstu brúar í heimi var formlega lokið í dag. Brúin, sem er í Kína, er 36 kílómetra löng verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári. Brúin mun verða sexbreið og heildarkostnaður við hana verður í kringum 97 milljarða króna.

FME hefur sambærileg úrræði og á þróuðustu mörkuðum Evrópu

Fjármálaeftirlitið hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast á þróuðust fjármálamörkuðum Evrópu. Þetta kemur fram í könnunum sem Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum gerði á síðasta ári.

Umferðarslys á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar

Umferðarslys varð á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar nú á þriðja tímanum og eru lögregla og sjúkrabíll komin á vettvang. Samkvæmt fyrstu fregnum er einn sagður slasaður en ekki liggur fyrir hvort hann er alvarlega slasaður eða ekki.

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi í hungurverfall

Hjúkrunarfræðingar í Póllandi hafa gripið til þess ráðs að fara í hungurverkfall til að krefjast hærri launa. Hungurverkfallið hófst í dag og kemur í kjölfar mótmælagangna og vinnustopps. Hundruðir sjúkrahúsa hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa.

Myglusveppir í tíunda hverju kryddsýni

Myglusveppir greindust í tíu prósentum sýna sem tekin voru úr kryddum sem seld eru í verslunum hér á landi. Þetta leiddi eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar í ljós.

Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík

Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada.

Dani sýknaður af ákæru um manndrápstilraun

Hinn 27 ára gamli Jonatan Falk var í dag sýknaður af manndrápstilraun fyrir að hafa ýtt Haraldi Sigurðssyni (26) fyrir lest á Nørreport lestarstöðinni Kaupmannahöfn. Atvikið átti sér stað í ágúst á síðasta ári. Falk var þó fundinn sekur um að hafa komið Haraldi í mikla lífshættu. Refsing hans verður ákveðin síðar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir