Innlent

Ökumaður bifhjóls keyrði útaf við Hvalfjarðargöng

MYND/Pjetur

Bifhjól fór útaf Vesturlandsvegi við Hvalfjarðargöngin um hálfátta leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er óljóst um orsakir þess að hjólið fór útaf veginum en meiðsli ökumanns munu hafa verið minnihátta.

Þá féll reiðhjólamaður í götuna á Ægissíðu í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu. Hann slasaðist einnig óverulega og var hann fluttur í lögreglubíl á slysadeild til skoðunnar. Annað reiðhjólaóhapp átti sér stað í Hafnarfirði fyrr í dag þegar tvær konur sem báðar voru hjólandi skullu saman. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang og flutti hann konurnar til skoðunnar á slysadeild. Meiðsl þeirra reyndust einnig minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×