Fleiri fréttir Grísk flugvél lendir í München vegna sprengjuhótunar Flugvél á vegum gríska flugfélagsins Olympic Airways lenti á flugvellinum München nú níunda tímanum vegna hótunar um að sprengja væri um borð í flugvélinni. 23.4.2007 09:42 Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. 23.4.2007 09:29 Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. 22.4.2007 19:45 Segir Steingrím J. forhertan Steingrímur J. Sigfússon er forhertur stuðningsmaður landbúnaðarstefnu sem á stóran þátt í uppblæstri og gróðureyðingu. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í harðri gagnrýni á formann Vinstri grænna í Silfri Egils í dag, og sagði Steingrím auk þess slá skjaldborg um okurvexti og okurverð. 22.4.2007 19:15 Íslensku þýðingaverðlaunin afhent á morgun Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í þriðja sinn á morgun en sex þýðendur eru tilnefndir fyrir verk sín. Afhendingin fer að venju fram á Gljúfrasteini og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin sem nema 400 þúsund krónum. 22.4.2007 19:12 Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. 22.4.2007 19:07 Svikin loforð rót vandans Sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir rúmlega fimmtíu sjúklinga bíða inn á deildum spítalans eftir viðvarandi búsetuúrræðum. Vegna þeirra komast ekki aðrir sjúklingar að inn á geðdeildir spítalans því þær séu ætíð yfirfullar. Hún segir svikin loforð stjórnvalda við geðsjúka varðandi búsetuúrræði rót vandans. 22.4.2007 19:05 Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. 22.4.2007 18:59 Kaupviðræður hefjast á morgun Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni. 22.4.2007 18:55 Lagði bílnum upp á stein Ökumaður í Öskjuhlíðinni í Reykjavík í dag virðist ekki hafa tekið eftir því að búið var að loka veginum sem liggur um hlíðina með steini og áfastri keðju. Keyrði hann því beint á steininn með þeim afleiðingum að bíllinn fór upp á steininn og sat þar fastur. 22.4.2007 18:52 Andstaða við flugvöll á Hólmsheiði Borgaryfirvöld mega búast við harðri andstöðu gegn flugvelli á Hólmsheiði frá íbúum Grafarholts. Hver einasti íbúi hverfisins, sem Stöð tvö innti álits í dag, lýsti sig andvígan hugmyndinni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur sömuleiðis miklar efasemdir um flugvöllinn en hann yrði að stórum hluta í umdæmi Mosfellsbæjar. 22.4.2007 18:42 Krían er komin Krían er komin. Frá þessu greinir vefur fuglaáhugamanna á Hornafirði. 22.4.2007 18:19 Listi Íslandshreyfingarinnar í Norðaustukjördæmi ákveðinn Hörður Ingólfsson, markaðsráðgjafi á Akureyri, mun skipa fyrsta sæti á lista Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands í Norðausturkjördæmi. Búið er að raða á lista framboðsins í kjördæminu. 22.4.2007 17:43 Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. 22.4.2007 16:28 Garðar á toppinn í Bretlandi Plata Garðars Cortes er kominn í fyrsta sæti sígildra platna í Bretlandi, en listinn verður birtur á morgun. Sjaldgæft er að frumraun klassísks söngvari nái jafn góðum árangri. 22.4.2007 16:04 Góð kjörsókn í Frakklandi Um 74 prósent franskra kjósenda höfðu greitt atkvæði um klukkan þrjú í dag en kjörstöðum lokar klukkan átta að frönskum tíma. Er þetta ein besta kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi síðan 1981. Í síðustu kosningum höfðu um 59 prósent kjósenda nýtt sér atkvæðisrétt sinn um þetta leyti. 22.4.2007 15:58 Ók á grindverk Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist lítillega í Keflavík í dag þegar hann missti stjórn á móturhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á grindverk. 22.4.2007 15:34 Framsókn og Samfylking tapa fylgi í Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar einum þingmanni og Samfylkingin tveimur í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. 22.4.2007 14:36 Offita vaxandi vandamál í Evrópu Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu. 22.4.2007 14:31 Lögreglan verst frétta Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og verst lögregla allra frétta í málinu. 22.4.2007 13:00 Of mörg fríblöð á danska markaðinum Fyrsta fríblaðið hefur hætt keppni í danska fríblaðastríðinu. Danskur fjölmiðlaprófessor telur fríblöðin enn of mörg og að markaðinn í Danmörku beri aðeins tvö fríblöð. Hann segir að staða hins íslenska Nyhedsavisen sé góð, þrátt fyrir að blaðið sé ekki það mest lesna. 22.4.2007 12:54 Hús hrundu ofan í sprungur Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á. 22.4.2007 12:51 Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. 22.4.2007 12:51 Krónprinsessan fer heim á morgun Mary krónprinsessa Dana fer heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á morgun samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Í fyrstu var haldið að Mary færi heim í dag. 22.4.2007 12:20 Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. 22.4.2007 12:00 Þota hrapar í miðri flugsýningu Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu í bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum. 22.4.2007 11:53 Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. 22.4.2007 11:45 Allir helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóðvegir landins eru færir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka er á heiðum á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Ófært er um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. 22.4.2007 11:15 Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. 22.4.2007 10:45 Nægur snjór í Hlíðarfjalli Opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan tíu til fimm. Nægur snjór er á svæðinu og allar brautir opnar. 22.4.2007 10:44 Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. 22.4.2007 10:15 Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. 22.4.2007 10:00 Orri Vigfússon hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin Orri Vigfússon, formaður formaður verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin í ár. Verðlaunin fær Orri fyrir baráttu sína fyrir verndun laxastofnsins í Norður Atlantshafi. Í tilkynningu frá Goldman stofnuninni segir að áratuga baráttu Orra hafi komið í veg fyrir útrýmingu laxastofnsins í Norður Atlantshafi. 22.4.2007 09:54 Ók útaf vegna ölvunar Ölvaður ökumaður keyrði útaf við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabraut í Grímsnesi í nótt. Við leit í bílnum fann lögreglan tóbaksblandað hass. Alls stöðvaði lögreglan á Selfossi fimm ökumenn í nótt vegna ölvunaraksturs. 22.4.2007 09:30 Sex stútar í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt vegna ölvun við akstur. Ekki þurfti þó að stinga neinum inn. 22.4.2007 09:14 Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og slagsmála. Fimm gistu fangageymslu. Þá maður sleginn í andlitið í Keflavík með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 22.4.2007 09:03 Ferðalangur lendir utan úr geimi Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna. 21.4.2007 23:33 Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina. 21.4.2007 20:14 Slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli Karlmaður á fimmtugsaldri slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli á Suðurlandsvegi við Sandskeið laust eftir klukkan fjögur í dag. 21.4.2007 19:52 Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. 21.4.2007 19:45 Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Reykjanesbraut við Vífilstaðaveg um sjöleytið í kvöld. Enginn slasaðist í árekstrinum en takmarka þurfti umferð um svæðið tímabundið. 21.4.2007 19:43 Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. 21.4.2007 19:15 Mikil eftirspurn eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli Mikið eftirspurn er eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði. Á aðra milljón tonna af vörum verða flutt um höfnina á hverju ári, sem gerir hana að annarri stærstu höfn landsins á eftir Faxaflóahöfnum. 21.4.2007 19:05 Kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík haldin í dag Fyrsta kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík var haldin í dag. Sigurvegarar hennar eru í 10. bekk og elduðu innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólabarna á matreiðslu. 21.4.2007 18:55 Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. 21.4.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Grísk flugvél lendir í München vegna sprengjuhótunar Flugvél á vegum gríska flugfélagsins Olympic Airways lenti á flugvellinum München nú níunda tímanum vegna hótunar um að sprengja væri um borð í flugvélinni. 23.4.2007 09:42
Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. 23.4.2007 09:29
Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. 22.4.2007 19:45
Segir Steingrím J. forhertan Steingrímur J. Sigfússon er forhertur stuðningsmaður landbúnaðarstefnu sem á stóran þátt í uppblæstri og gróðureyðingu. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í harðri gagnrýni á formann Vinstri grænna í Silfri Egils í dag, og sagði Steingrím auk þess slá skjaldborg um okurvexti og okurverð. 22.4.2007 19:15
Íslensku þýðingaverðlaunin afhent á morgun Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í þriðja sinn á morgun en sex þýðendur eru tilnefndir fyrir verk sín. Afhendingin fer að venju fram á Gljúfrasteini og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin sem nema 400 þúsund krónum. 22.4.2007 19:12
Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. 22.4.2007 19:07
Svikin loforð rót vandans Sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir rúmlega fimmtíu sjúklinga bíða inn á deildum spítalans eftir viðvarandi búsetuúrræðum. Vegna þeirra komast ekki aðrir sjúklingar að inn á geðdeildir spítalans því þær séu ætíð yfirfullar. Hún segir svikin loforð stjórnvalda við geðsjúka varðandi búsetuúrræði rót vandans. 22.4.2007 19:05
Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. 22.4.2007 18:59
Kaupviðræður hefjast á morgun Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni. 22.4.2007 18:55
Lagði bílnum upp á stein Ökumaður í Öskjuhlíðinni í Reykjavík í dag virðist ekki hafa tekið eftir því að búið var að loka veginum sem liggur um hlíðina með steini og áfastri keðju. Keyrði hann því beint á steininn með þeim afleiðingum að bíllinn fór upp á steininn og sat þar fastur. 22.4.2007 18:52
Andstaða við flugvöll á Hólmsheiði Borgaryfirvöld mega búast við harðri andstöðu gegn flugvelli á Hólmsheiði frá íbúum Grafarholts. Hver einasti íbúi hverfisins, sem Stöð tvö innti álits í dag, lýsti sig andvígan hugmyndinni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur sömuleiðis miklar efasemdir um flugvöllinn en hann yrði að stórum hluta í umdæmi Mosfellsbæjar. 22.4.2007 18:42
Listi Íslandshreyfingarinnar í Norðaustukjördæmi ákveðinn Hörður Ingólfsson, markaðsráðgjafi á Akureyri, mun skipa fyrsta sæti á lista Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands í Norðausturkjördæmi. Búið er að raða á lista framboðsins í kjördæminu. 22.4.2007 17:43
Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. 22.4.2007 16:28
Garðar á toppinn í Bretlandi Plata Garðars Cortes er kominn í fyrsta sæti sígildra platna í Bretlandi, en listinn verður birtur á morgun. Sjaldgæft er að frumraun klassísks söngvari nái jafn góðum árangri. 22.4.2007 16:04
Góð kjörsókn í Frakklandi Um 74 prósent franskra kjósenda höfðu greitt atkvæði um klukkan þrjú í dag en kjörstöðum lokar klukkan átta að frönskum tíma. Er þetta ein besta kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi síðan 1981. Í síðustu kosningum höfðu um 59 prósent kjósenda nýtt sér atkvæðisrétt sinn um þetta leyti. 22.4.2007 15:58
Ók á grindverk Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist lítillega í Keflavík í dag þegar hann missti stjórn á móturhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á grindverk. 22.4.2007 15:34
Framsókn og Samfylking tapa fylgi í Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar einum þingmanni og Samfylkingin tveimur í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. 22.4.2007 14:36
Offita vaxandi vandamál í Evrópu Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu. 22.4.2007 14:31
Lögreglan verst frétta Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og verst lögregla allra frétta í málinu. 22.4.2007 13:00
Of mörg fríblöð á danska markaðinum Fyrsta fríblaðið hefur hætt keppni í danska fríblaðastríðinu. Danskur fjölmiðlaprófessor telur fríblöðin enn of mörg og að markaðinn í Danmörku beri aðeins tvö fríblöð. Hann segir að staða hins íslenska Nyhedsavisen sé góð, þrátt fyrir að blaðið sé ekki það mest lesna. 22.4.2007 12:54
Hús hrundu ofan í sprungur Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á. 22.4.2007 12:51
Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. 22.4.2007 12:51
Krónprinsessan fer heim á morgun Mary krónprinsessa Dana fer heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á morgun samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Í fyrstu var haldið að Mary færi heim í dag. 22.4.2007 12:20
Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. 22.4.2007 12:00
Þota hrapar í miðri flugsýningu Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu í bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum. 22.4.2007 11:53
Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. 22.4.2007 11:45
Allir helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóðvegir landins eru færir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka er á heiðum á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Ófært er um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. 22.4.2007 11:15
Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. 22.4.2007 10:45
Nægur snjór í Hlíðarfjalli Opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan tíu til fimm. Nægur snjór er á svæðinu og allar brautir opnar. 22.4.2007 10:44
Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. 22.4.2007 10:15
Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. 22.4.2007 10:00
Orri Vigfússon hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin Orri Vigfússon, formaður formaður verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin í ár. Verðlaunin fær Orri fyrir baráttu sína fyrir verndun laxastofnsins í Norður Atlantshafi. Í tilkynningu frá Goldman stofnuninni segir að áratuga baráttu Orra hafi komið í veg fyrir útrýmingu laxastofnsins í Norður Atlantshafi. 22.4.2007 09:54
Ók útaf vegna ölvunar Ölvaður ökumaður keyrði útaf við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabraut í Grímsnesi í nótt. Við leit í bílnum fann lögreglan tóbaksblandað hass. Alls stöðvaði lögreglan á Selfossi fimm ökumenn í nótt vegna ölvunaraksturs. 22.4.2007 09:30
Sex stútar í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt vegna ölvun við akstur. Ekki þurfti þó að stinga neinum inn. 22.4.2007 09:14
Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og slagsmála. Fimm gistu fangageymslu. Þá maður sleginn í andlitið í Keflavík með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 22.4.2007 09:03
Ferðalangur lendir utan úr geimi Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna. 21.4.2007 23:33
Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina. 21.4.2007 20:14
Slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli Karlmaður á fimmtugsaldri slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli á Suðurlandsvegi við Sandskeið laust eftir klukkan fjögur í dag. 21.4.2007 19:52
Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. 21.4.2007 19:45
Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Reykjanesbraut við Vífilstaðaveg um sjöleytið í kvöld. Enginn slasaðist í árekstrinum en takmarka þurfti umferð um svæðið tímabundið. 21.4.2007 19:43
Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. 21.4.2007 19:15
Mikil eftirspurn eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli Mikið eftirspurn er eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði. Á aðra milljón tonna af vörum verða flutt um höfnina á hverju ári, sem gerir hana að annarri stærstu höfn landsins á eftir Faxaflóahöfnum. 21.4.2007 19:05
Kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík haldin í dag Fyrsta kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík var haldin í dag. Sigurvegarar hennar eru í 10. bekk og elduðu innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólabarna á matreiðslu. 21.4.2007 18:55
Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. 21.4.2007 18:45