Fleiri fréttir

Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til 23. apríl

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni til 23. apríl eða þar til dómur gengur í málum hans. Manninum er gefið að sök að hafa á tveggja mánaða tímabili, frá 30. nóvember 2006 til 30. janúar 2007, framið fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot auk fíkniefna- og umferðarlagabrota.

Rosalega dýr bleyja

Kona sem var á leið frá Dusseldorf, í Þýskalandi, til Kosovo ásamt þriggja mánaða barni sínu var handtekin þegar öryggisverðir á flugvellinum fundu 100 þúsund evrur í bleyju barnsins. Í ljós kom að peningarnir komu frá gjaldþrota fyrirtæki sem ættingi móðurinnar átti, og hún var að reyna að smygla þeim úr landi.

Stórfellt smygl á fólki til Norðurlanda

Þýska lögreglan handtók í dag níu Íraka sem eru grunaðir um að hafa smyglað fólki til Danmerkur og Svíþjóðar. Talið er að mennirnir hafi smyglað um eitthundrað Írökum til þessara landa. Smyglararnir höfðu höfuðstöðvar í Þýskalandi, þar sem þeir sjálfir höfðu sótt um hæli sem flóttamenn.

Verðlækkanir í lágvöruverslunum í samræmi við skattalækkanir

Verðlækkanir í lágvöruverðsverslunarkeðjum í tengslum við lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars voru í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á tilætluðum áhrifum aðgerðanna. Þetta leiða fyrstu niðurstöður úr viðamiklum verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á tímabilinu í ljós.

Samið um að vakta lífríki Þingvallavatns

Samið hefur verið um vöktun á lífríki Þingvallavatns til þess að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta eins og nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar og vegagerðar.

Ók um ölvuð með barn sitt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu á fertugsaldri sem tekin var fyrir ölvunarakstur í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri.

Bang Gang gefur út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum

Hljómsveitin Bang Gang gaf í dag út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum þegar Something Wrong leit dagsins ljós í bandarískum plötubúðum. Í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu From Nowhere Records, sem gefur plötuna út, segir að hljómsveitin og fyrirtækið hafi undanfarna mánuði kynnt sig í Bandaríkjunum og vakið töluverða athygli.

Hommafælinn biskup undir lögregluvernd

Ítalskur biskup er undir lögregluvernd eftir að hafa líkt samkynhneigð við blóðskömm og barnaníðslu. Viðbrögð við orðum hans voru meðal annars þau að einhver málaði með úðabrúsa á dyrnar á kirkju hans; Skömm sé þér Bagnasco. Angelo Bagnasco, erkibiskup hefur verið opinskár í fordæmingu sinni á samkynhneigð. Kirkja hans er dómkirkjan í Genúa.

Kínverjar kynna nýjan tungl-jeppa

Kínverskir vísindamenn hafa kynnt frumgerð nýs tunglrannsóknarbúnaðs sem þeir hafa hannað. Um er ræða svokallaðan tungljeppa á sex hjólum sem ætlað er að keyra um tunglið og safna gögnum.

Mamma leysti vandann

Dönsk kona sem var á ferð í Þýskalandi ásamt 15 ára gömlum syni sínum dó ekki ráðalaus þegar sonurinn læsti sig inn í bílnum og neitaði að opna. Konan hafði stoppað við stórmarkað og farið þar inn til að versla. Danir skreppa mikið yfir landamærin til þess að ná sér í ódýrar vörur.

Í beinni á Vísi: George Bush ræðir um ástandið í Írak

George Bush Bandaríkjaforseti hótar að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi um heimkvaðningu bandaríkjahers frá Írak. Hann tjáir sig um ástandið í Írak á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu. Hægt er að fylgjast með fundinum hans hér á Vísi.

Eyddu djúpsprengju á Rifi

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir vestur á Rif á Snæfellsnesi í nótt eftir að skipstjóri togbáts hafði fengið torkennilegan hlut í veiðarfærin.

Næstum 20 stiga hiti í Neskaupstað

Sannkallað sumarveður er nú víða á Austurlandi en samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur hitinn farið hæst í 19,6 stig í Neskaupstað nú um klukkan eitt. Sömu sögu er að segja af Kollaleiru en þar hefur hitinn farið stigvaxandi í morgun og mældist einnig mest 19,6 stig um eittleytið . Enn fremur er um 15 stiga hiti á Seyðisfirði og um 16 stig á Eskifirði og Egilsstöðum.

Börn seld á 400 krónur á Indlandi

Það kostar margfallt minna að kaupa barn en búfénað á Indlandi. Buffalar geta kostað í kringum 30 þúsund krónur, en það er hægt að kaupa börn fyrir 400 til 3000 krónur. Börnin er yfirleitt notuð í nauðungarvinnu eða neydd til vændis. Barnasalarnir hafa svo sterk tengsl við lögregluna að þeir eru sárasjaldan handteknir.

Dæmdur fyrir þjófnað á heimavist á Akureyri

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í tveimur herbergjum á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrahaust.

Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár.

Þrír kærðir fyrir of hraðan akstur

Þrír menn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í gær og nótt, að því er fram kemur á vef Lögreglunar. Tveir mældust á 114 og 146 km/klst. á Reykjanesbraut en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Þriðji maðurinn var stoppaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, á 77 km/klst. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst.

Lögðu hald á 500 karton af sígarettum

Tollverðir og lögreglumenn handtóku þrjá menn þegar þeir voru að bera tóbak frá borði úr rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti. Lagt var hald á að minnsta kosti fimm hundruð karton af sígarettum, bæði í bíl á bryggjunni og um borð í togaranum.

Kaffibandalaginu ekki lokið

Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins.

Svissnesk fyrirtæki áttu bestu boð í ný farsímaleyfi

Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir tíðniheimild. Tvö svissnesk símafyrirtæki áttu bestu tilboðin, það eru Amitelo og Bebbicell.

Gullberg VE kemur til Eyja

Nýtt skipt, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Eftir því sem segir á vef Eyjafrétta hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu.

Nýr landsbókavörður tekinn til starfa

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu.

Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund

Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta.

Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu

Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna.

Flutti fyrirlestur í stærsta háskóla Bandaríkjanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fundi með forsvarsmönnum bæði Ohio-ríkis og Ohio-ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann flutti fyrirlestur um loftlagsbreytingar og hlutverk Íslands í þeirri baráttu.

Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst

Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda.

DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli

Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi.

Þráðlaust net í Mexíkóborg

Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn.

Verður að una niðurstöðu kjörnefndar

Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik.

Ísland í 8. sæti yfir leiðandi upplýsingatæknilönd

Ísland fellur úr fjórða sæti í það áttunda á lista yfir þau lönd sem fremst standa á sviði upplýsingatækni samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlegu samtakanna World Economic Forum. Frændur okkar Danir eru efstir á listanum á ár en þeir voru í þriðja sæti í fyrra.

Næstu tveir sólarhringar mikilvægir

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi.

Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra

Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag.

ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva

Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins.

Enn mótmælt í Pakistan

Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný.

Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers

Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni.

Blásið til skyndikosninga í Úkraínu

Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna.

Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak

Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins.

Pólska ríkið sektar fráskilda

Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi.

Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana

Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana.

Óttast um fjölda fólks

Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti.

Sjá næstu 50 fréttir