Fleiri fréttir Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár. 3.4.2007 12:41 Alcan á enn möguleika á að þróa starfsemi sína í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Hafnarfirði reiknar með að Alcan hafi áfram áhuga á því að nýta lóðina sem fyrirtækið keypti og ætlaði undir stækkað álver. Hann segir að álverið eigi enn möguleika á að þróa starfsemi sína í bænum. 3.4.2007 12:30 Þrír kærðir fyrir of hraðan akstur Þrír menn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í gær og nótt, að því er fram kemur á vef Lögreglunar. Tveir mældust á 114 og 146 km/klst. á Reykjanesbraut en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Þriðji maðurinn var stoppaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, á 77 km/klst. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst. 3.4.2007 12:25 Lögðu hald á 500 karton af sígarettum Tollverðir og lögreglumenn handtóku þrjá menn þegar þeir voru að bera tóbak frá borði úr rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti. Lagt var hald á að minnsta kosti fimm hundruð karton af sígarettum, bæði í bíl á bryggjunni og um borð í togaranum. 3.4.2007 12:15 Kaffibandalaginu ekki lokið Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. 3.4.2007 12:14 Svissnesk fyrirtæki áttu bestu boð í ný farsímaleyfi Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir tíðniheimild. Tvö svissnesk símafyrirtæki áttu bestu tilboðin, það eru Amitelo og Bebbicell. 3.4.2007 11:59 Gullberg VE kemur til Eyja Nýtt skipt, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Eftir því sem segir á vef Eyjafrétta hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu. 3.4.2007 11:48 Nýr landsbókavörður tekinn til starfa Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu. 3.4.2007 11:42 Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta. 3.4.2007 11:19 Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna. 3.4.2007 11:00 Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu óhlýðnast yfirvöldum Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu sem staðsettir eru erlendis hafa neitað beinni skipun Norður-kóreskra yfirvalda um að senda börn sín heim á leið. Fréttamiðlar í Suður-Kóreu skýra frá þessu. 3.4.2007 10:54 Flutti fyrirlestur í stærsta háskóla Bandaríkjanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fundi með forsvarsmönnum bæði Ohio-ríkis og Ohio-ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann flutti fyrirlestur um loftlagsbreytingar og hlutverk Íslands í þeirri baráttu. 3.4.2007 10:31 Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda. 3.4.2007 10:17 DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi. 3.4.2007 10:15 Þráðlaust net í Mexíkóborg Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn. 3.4.2007 10:11 Verður að una niðurstöðu kjörnefndar Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. 3.4.2007 10:07 Ísland í 8. sæti yfir leiðandi upplýsingatæknilönd Ísland fellur úr fjórða sæti í það áttunda á lista yfir þau lönd sem fremst standa á sviði upplýsingatækni samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlegu samtakanna World Economic Forum. Frændur okkar Danir eru efstir á listanum á ár en þeir voru í þriðja sæti í fyrra. 3.4.2007 10:02 Næstu tveir sólarhringar mikilvægir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi. 3.4.2007 09:49 Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag. 3.4.2007 09:46 ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins. 3.4.2007 09:15 Enn mótmælt í Pakistan Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný. 3.4.2007 09:01 Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. 2.4.2007 23:35 Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. 2.4.2007 22:39 Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. 2.4.2007 21:48 Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. 2.4.2007 21:15 Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. 2.4.2007 20:17 Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. 2.4.2007 19:45 Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. 2.4.2007 19:45 Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. 2.4.2007 19:30 Álversniðurstaða góð tíðindi fyrir Húsvíkinga Búið er að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri á Húsavík. Niðurstaðan í Hafnarfirði er góð tíðindi fyrir álverssinna á Norðurlandi. Ekki síst vegna baráttunnar um mengunarkvótann. Ef Hafnfirðingar hefðu stækkað álverið í Straumsvík hefði minna orðið til skiptanna fyrir Húsvíkinga. 2.4.2007 19:16 Urmull af aprílgöbbum Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. 2.4.2007 19:00 Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna. 2.4.2007 18:57 Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40 Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37 Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30 Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30 Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30 Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07 Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38 Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21 Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05 Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55 Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48 Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43 Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28 Sjá næstu 50 fréttir
Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár. 3.4.2007 12:41
Alcan á enn möguleika á að þróa starfsemi sína í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Hafnarfirði reiknar með að Alcan hafi áfram áhuga á því að nýta lóðina sem fyrirtækið keypti og ætlaði undir stækkað álver. Hann segir að álverið eigi enn möguleika á að þróa starfsemi sína í bænum. 3.4.2007 12:30
Þrír kærðir fyrir of hraðan akstur Þrír menn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í gær og nótt, að því er fram kemur á vef Lögreglunar. Tveir mældust á 114 og 146 km/klst. á Reykjanesbraut en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Þriðji maðurinn var stoppaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, á 77 km/klst. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst. 3.4.2007 12:25
Lögðu hald á 500 karton af sígarettum Tollverðir og lögreglumenn handtóku þrjá menn þegar þeir voru að bera tóbak frá borði úr rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti. Lagt var hald á að minnsta kosti fimm hundruð karton af sígarettum, bæði í bíl á bryggjunni og um borð í togaranum. 3.4.2007 12:15
Kaffibandalaginu ekki lokið Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. 3.4.2007 12:14
Svissnesk fyrirtæki áttu bestu boð í ný farsímaleyfi Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir tíðniheimild. Tvö svissnesk símafyrirtæki áttu bestu tilboðin, það eru Amitelo og Bebbicell. 3.4.2007 11:59
Gullberg VE kemur til Eyja Nýtt skipt, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Eftir því sem segir á vef Eyjafrétta hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu. 3.4.2007 11:48
Nýr landsbókavörður tekinn til starfa Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu. 3.4.2007 11:42
Náði 574,8 kílómetra hraða á klukkustund Frönsk háhraðalest setti nýtt hraðamet fyrir járnbrautarlestir í dag. Gamla metið var sett árið 1990 og var 515 kílómetrar á klukkustund. Lestin hefur nú lokið ferð sinni og náði hún hámarkshraða 574,8 kílómetrum á klukkustund og setti því nýtt hraðamet járnbrautarlesta. 3.4.2007 11:19
Danska lögreglan kvíðir innrás í Kristjaníu Landssamband danskra lögreglumanna kvíðir því nokkuð að þurfa að gera innrás í frístaðinn Kristjaníu. Allt stefnir í að það verði gert á næstunni. Menn hugsa sem svo að ef urðu slík læti þegar eitt hús var rýmt á Nörrebro, hvað gerist þá þegar þarf að rýma 850 manna íbúðahverfi. Ólætin sem urðu þegar Ungdómshúsið var jafnað við jörðu kostuðu danska skattborgara um einn milljarð króna. 3.4.2007 11:00
Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu óhlýðnast yfirvöldum Stjórnarerindrekar Norður-Kóreu sem staðsettir eru erlendis hafa neitað beinni skipun Norður-kóreskra yfirvalda um að senda börn sín heim á leið. Fréttamiðlar í Suður-Kóreu skýra frá þessu. 3.4.2007 10:54
Flutti fyrirlestur í stærsta háskóla Bandaríkjanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fundi með forsvarsmönnum bæði Ohio-ríkis og Ohio-ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann flutti fyrirlestur um loftlagsbreytingar og hlutverk Íslands í þeirri baráttu. 3.4.2007 10:31
Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda. 3.4.2007 10:17
DiCaprio með Knúti litla á Vatnajökli Leikarinn heimsfægi Leonardo Di Caprio var hér á landi á dögunum til þess að láta taka forsíðumynd af sér fyrir sérstakt hefti tímaritsins Vanity Fair, um umhverfismál. Myndin var tekin á Vatnajökli. Og á þessari forsíðumynd heldur leikarinn á ísbjarnarhúninum Knúti, sem hefur heillað heimsbyggðina upp úr skónum, en Knútur á heima í dýragarði í Þýskalandi. 3.4.2007 10:15
Þráðlaust net í Mexíkóborg Þráðlaus nettenging verður lögð í Mexíkóborg á næsta ári. Marcelo Ebrard borgarstjóri tilkynnti íbúum þetta á mánudaginn. 3.4.2007 10:11
Verður að una niðurstöðu kjörnefndar Áfrýjunardómstóll í Nígeríu úrskurðaði í morgun að kjörnefndin sem hefur umsjón með forsetakosningunum hafi vald til þess að fjarlægja frambjóðendur af framboðsskrá. Úrskurðurinn þýðir að kjörnefndin hafði fullan rétt til þess að taka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, af lista frambjóðenda en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. 3.4.2007 10:07
Ísland í 8. sæti yfir leiðandi upplýsingatæknilönd Ísland fellur úr fjórða sæti í það áttunda á lista yfir þau lönd sem fremst standa á sviði upplýsingatækni samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlegu samtakanna World Economic Forum. Frændur okkar Danir eru efstir á listanum á ár en þeir voru í þriðja sæti í fyrra. 3.4.2007 10:02
Næstu tveir sólarhringar mikilvægir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi.“ sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi. 3.4.2007 09:49
Þrettán dauðsföll í Danmörku vegna Viagra Þrettán dauðsföll hafa verið skráð hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum á síðustu tíu árum sem rekja má til notkunar stinningarlyfsins Viagra. Frá þessu greinir danska blaðið Ekstra Bladet í dag. 3.4.2007 09:46
ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins. 3.4.2007 09:15
Enn mótmælt í Pakistan Þúsundir lögræðinga kröfðust þess í dag að fyrrum yfirmaður hæstaréttar Pakistans yrði skipaður í embætti á ný. Kröfugangan átti sér stað í borginni Islamabad og tóku hátt í 4.000 manns þátt í henni en í dag kom dómarinn, Ifitkhar Mohammed Chaudhry, fyrir dómstóla á ný. 3.4.2007 09:01
Upphaf sjóliðadeilunnar rakið til skyndiáhlaups Bandaríkjahers Breska blaðið Independent segir frá því að upphaf sjóliðadeilunnar megi rekja til misheppnaðrar tilraunar Bandaríkjamanna að ræna írönskum öryggissérfræðingum í Írak. Í blaðinu er sagt frá því að snemma dags 11.janúar síðastliðinn hafi þyrlusveit Bandaríkjahers gert skyndiáhlaup í borginni Arbil í Íraska Kurdistan. Árásin hafi beinst gegn rótgróinni Íranskri hermálaskrifstofu í borginni. 2.4.2007 23:35
Blásið til skyndikosninga í Úkraínu Viktor Yushchenko forseti Úkraínu hefur leyst upp ríkisstjórn landsins og boðað til skyndikosninga. Vaxandi stjórnmálakreppa hefur verið í Úkraínu. Valdabarátta hefur staðið milli forsetans sem er hallur undir vesturlönd og forsætisráðherrans Viktor Yanukovych sem er fylgjandi Rússum. Forsetinn tilkynnti ákvörðunina eftir sjö klukkustunda árangurslausan sáttafund milli tvímenninganna. 2.4.2007 22:39
Bandaríkin flýta flutningi hermanna til Írak Bandaríski herinn sagði í dag að hann myndi senda þúsundir hermanna aftur til Írak á næstunni. Þetta var tilkynnt eftir að lagt var til að fjármagn yrði hugsanlega skorið niður til hins óvinsæla stríðsreksturs í Írak. Varnarmálaráðuneytið sagði að ákvörðun um að flytja níu þúsund manns aftur hefði verið tekin til að styrkja heraflann fyrir sameiginlega öryggisáætlun bandaríska og íraska hersins. 2.4.2007 21:48
Pólska ríkið sektar fráskilda Til stendur að sekta hjón sem skilja í Póllandi þegar átak til að spyrna gegn aukinni skilnaðartíðni hefst. Stjórnmálaflokkur PiS sem er ráðandi í ríkisstjórn landsins upplýsti áformin eftir að í ljós kom að þriðjungur hjónabanda í landinu enda með skilnaði. Sektirnar verða misháar eftir efnahag folks og geta skipt milljónum íslenskra króna fyrir hina efnameiri í Póllandi. 2.4.2007 21:15
Bretar tilbúnir til viðræðna við Írana Bretar sögðu í dag að þeir væru reiðurbúnir til tvíhliða viðræðna við Írana vegna sjóliðadeilunnar. Talsmaður breska utanríkisráðuneytis sagði í dag að tillit væri tekið til ummæla aðalritara öryggisráðs Írans um tvíhliða viðræður til að leysa deiluna á diplómatískan hátt. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanninum að Bretar muni vinna að því að leysa deiluna sem fyrst í samvinnu við Írana. 2.4.2007 20:17
Óttast um fjölda fólks Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. 2.4.2007 19:45
Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. 2.4.2007 19:45
Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. 2.4.2007 19:30
Álversniðurstaða góð tíðindi fyrir Húsvíkinga Búið er að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri á Húsavík. Niðurstaðan í Hafnarfirði er góð tíðindi fyrir álverssinna á Norðurlandi. Ekki síst vegna baráttunnar um mengunarkvótann. Ef Hafnfirðingar hefðu stækkað álverið í Straumsvík hefði minna orðið til skiptanna fyrir Húsvíkinga. 2.4.2007 19:16
Urmull af aprílgöbbum Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. 2.4.2007 19:00
Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna. 2.4.2007 18:57
Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40
Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37
Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30
Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30
Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30
Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07
Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38
Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21
Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05
Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55
Kasparov hunsar bann Putins Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur 2.4.2007 16:48
Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43
Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28