Fleiri fréttir

Þrír stungnir til bana í Manchester og nágrenni

Þrír voru stungnir til bana í Manchester og nágrenni í Englandi í nótt eftir því sem lögregla í borginni greindi frá. Sjö manns á aldrinum 17-25 ára voru handteknir í tengslum við árás í úthverfi borgarinnar en fórnarlamb þeirra lést á spítala snemma í morgun.

Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag

21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu.

Palestínska þingið samþykkir myndun þjóðstjórnar

Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fata-hreyfingarinnar á palestínska þinginu í Gasaborg samþykktu í dag myndun nýrrar þjóðstjórnar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna en samkomulag um slíka stjórn náðist milli fylkinganna á fimmtudag.

Krefjast þess að Johnston verði sleppt

Palestínskir blaðamenn komu saman fyrir utan þingshúsið í Gasaborg í dag til þess að krefjast þess að fréttamanni BBC, Alan Johnston, yrði sleppt en talið er að vopnaðir byssumenn hafi rænt honum í borginni á mánudag. Síðan þá hefur ekkert spurst til hans.

350 sagðir veikir eftir klórgasárásir í Írak

Átta eru sagði látnir og yfir 350 veikir eftir að þrír sjálfsmorðsárásarmenn á stórum bílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í Anbar-héraði í Írak í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag.

Svíþjóð þarf nýja ríkisstjórn, segir Sahlin

Svíar þurfa ekki nýjar eða gamlar hófsemishugmyndir heldur nýja ríkisstjórn, sagði Mona Sahlin, sem í dag var kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsfundi í Stokkhólmi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu

Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Klórgasárásir í Fallujah kosta átta lífið

Átta eru sagði látnir og yfir 85 særðir eftir að tveir sjálfsmorðsárásarmenn á tankbílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í dag.

Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra

Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku.

Umferðarslys í Þrengslunum

Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum

Tjón ekki talið mikið í vatnselg við Hlemm

Vatn flæddi inn í hús að Laugavegi 105 í morgun þar sem Möguleikhúsið og Náttúrufræðistofnun Íslands er til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði öll niðuföll. Slökkvilið hefur verið að störfum í allan morgun við að dæla vatninu út. Tjónið er þó ekki talið mikið.

Kaupmannahafnarlögreglan viðurkennir mistök

Danska lögreglan notaði lífshættuleg og öflug táragashylki gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Kaupmannahafnarlögreglan hefur viðurkennt mistök sín.

Samþykkja að salta nokkur mikilvæg mál

Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur fallist á að salta nokkur mikilvæg þingmál í von um að sátt takist um að ljúka þingstörfum í dag. Meðal þeirra eru langtímaáætlun í samgöngumálum, frumvarp iðnaðarráðherra um nýtingu auðlinda og frumvarp um sameiningu RARIK og Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar. Vinstri grænir neita þó að gangast undir sátt fyrr en vegalög hafa einnig verið slegin af.

Byrjað verði á 2+1 vegum út frá borginni

Umferðarráð fagnar fyrirætlunum samgönguyfirvalda um aðskilnað akstursstefna á fjölförnustu þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur og telur heppilegast að byrja á því að breikka vegina til Selfoss og Borgarness með 2+1 lausn en þannig að hægt verði að breikka í 2+2 síðar.

Mona Sahlin kosin formaður sænskra jafnaðarmanna í dag

Mona Sahlin verður valinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð á aukaflokksþingi í dag, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Meðal heiðursgesta á þinginu er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Rætt við Garðar Thór í Daily Telegraph

Fjallað er um tenórsöngvarann Garðar Thór Cortes og rætt við hann í breska blaðinu Daily Telegraph í dag. Þar segir að á næstunni, nánar tiltekið 26. mars, verði plata hans, Cortes, gefin út í Bretlandi eftir mikla sigurgöngu á Íslandi.

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag

Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott.

Enn fundað á alþingi

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti.

Ætlar að knýja þingið til aðgerða

Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda.

Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun

Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða.

Kuldakast gengur yfir Bandaríkin

Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs.

Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar

Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað.

Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak.

Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað

Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína.

Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

HR ræður tvo nýja deildarforseta

Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST.

Bílvelta í Svínahrauni

Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl.

Mikill viðbúnaður í Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi.

Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt

Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf.

Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi.

Kenna stjórnarandstöðunni um

Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna.

Byggðastofnun vantar fjármuni

Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður.

Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi

Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi.

Hæstiréttur staðfesti frávísun

Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu.

Allar tennur ónýtar í barni

Ný rannsókn sýnir að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu tíu árum og eru tannskemmdir nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Börn lágtekjufólks eru með tvöfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Tannlæknir þurfti í morgun að byrja á að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni.

Dansa sig inn í heimsmetabækurnar

Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt.

Óttast að olía bærist í vatnsból

Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum.

Frosið vatn á Mars

Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum.

Ísland næði pólitískri fótfestu á ný með Evrópusambandsaðild

Aðild að Evrópusambandinu getur tryggt Íslandi á ný þá pólitísku fótfestu sem það hafði áður í NATO- og Norðurlandasamstarfi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem telur að sérstakan rökstuðning þurfi fyrir því að stíga ekki skrefið að Evrópusambandsaðild til fulls. Hann segir fátt benda til þess að krónan geti verið undirstaða varanlegs stöðugleika.

Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana

Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar.

Vildi ekki gefa upp hver ónefndur maður væri

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, neitaði fyrir rétti í dag að gefa upp hver ónefndur maður væri sem minnst var á í tölvupósti sem hann sendi Jónínu Benediktsdóttur. Leiddar hafa verið að því líkur að þar hafi verið átt við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Kjartan Gunnarsson mætti ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó.

Sjá næstu 50 fréttir