Fleiri fréttir Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14 Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32 Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26 Táragasi beitt á sjónvarpsstöð Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag. 16.3.2007 15:26 Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17 Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00 Best fyrir þig að flýja úr bænum Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar. 16.3.2007 14:57 Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49 Utanríkisráðuneyti styrkir ABC-barnahjálp Utanríkisráðuneytiðn styrkir ABC-hjálparstarf um 12 milljónir króna í dag. Valgerður Sverrisdóttir tilkynnyti um styrkinn í Melaskóla en þar afhentu nemendur starfsmönnum söfnunarbauka sína. Um 3000 nemendur í um 150 bekkjum af landinu öllu tóku þátt í söfnuninni, Börn hjálpa börnum 2007 og söfnuðu með því fyrir skólum og heimavistum fyrir börn í Pakistan og Kenýa. 16.3.2007 14:31 Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi. 16.3.2007 14:25 Visir.is mest sótti vefurinn Samkvæmt niðurstöðum vefmælinga Modernus sækir vefmiðillinn visir.is stöðugt á og mældist í vikunni mest sótti vefur landsins. Þann 14. mars höfðu 365.463 heimsótt visir.is frá mánaðarmótum. Visir.is var því í fyrsta sæti í vefmælingu Modernus, með meiri fjölda heimsókna en nokkur annar vefmiðill á þeim tíma. 16.3.2007 14:20 Biggest Support for a Leftist Government According to a new Capacent Gallup poll published in Morgunblaðið today, 28,1% of those who answered the question, which two political parties they would you like to see form the next government, named the Left-Green Movement in coalition with the Social Democrats. The poll showed a 24,2% support for the ruling coalition parties. An alliance between the Independence Party and the Left-Green Movement received a 22,4% support while only 9,6% would like to see the Independence Party in coalition with the Social Alliance after the elections in May. When asked which party the participants would like to see in government, 61,3% of those questioned named the Independence Party. The Left-Green Movement ranked second with 59,5% while 44,1% supported the Social Alliance. The Progressive Party received 28,7% and the Liberal Party 8,6%. The poll was undertaken on March 8 to 13. The poll reached 61,7% of 1,230 people and 65,7% of them answered the questions. 26,7% of those questioned were still undecided and 7,5% refused to answer. 16.3.2007 14:09 Keyrði yfir fót konu Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óhappi í gær að bíll keyrði yfir fót hennar þar sem hún var að hlúa að smábarni í bíl. Konan hafði stöðvað bíl sinn nánast á miðri götu í íbúðarhverfi til að sinna barni í aftursætinu. Hún var við hægri afturhurð bifreiðarinnar þegar ökumaður kom aðvífandi og gætti ekki að sér með fyrrgreindum afleiðingum. Konan slapp ótrúlega vel en leitaði sér læknisaðstoðar. 16.3.2007 13:53 Rússar vilja nema land í Afríku Rússar hafa hug á að endurheimta stöðu sína í Afríku, en á árum kalda stríðsins jusu þeir milljörðum dollara í ríki sem talin voru marxisk, eða vinsamleg Moskvu. Vesturlönd studdu á móti önnur ríki sem þeir töldu sér hliðholl. Allt þetta gufaði upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en nú vilja Rússar nema land að nýju. 16.3.2007 13:40 Reykjavík tilnefnd sem markaðsskrifstofa Evrópu Höfuðborgarstofa, Visit Reykjavik, hefur verið tilnefnd til verðlauna um Evrópsku Markaðsskrifstofu ársins. Verðlaunin eru veitt af markaðsskrifstofu evrópskra borga. Auk höfuðborgarstofu eru markaðsskrifstofur Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Liverpool og Valencia tilnefndar. 16.3.2007 13:24 Mörghundruð lítrar af olíu láku í Heiðmörk Um fjögurhundruð lítrar af olíu láku úr flutningabíl með tengivagni sem fór út af veginum í Heiðmörk fyrir hádegi í dag. Engin slys urðu á mönnum, en vegna olíulekans sem varð við Vatnsendasvæðið, var kallað út slökkvilið, fólk frá umhverfisráði borgarinnar, og Orkuveitunni. 16.3.2007 12:41 Sluppu úr bresku fangelsi í Írak Ellefu fangar hafa sloppið úr fangelsum sem Bretar reka í íröksku borginni Basra. Tíu þeirra skiptu um föt við gesti sína í fangelsinu í vikunni og gengu út í þeirra stað. Ekki var tekið eftir því að þeir væru sloppnir fyrr en í dag. Allir þessir fangar hafa setið í herfangelsinu í tvö ár. Þúsundum Íraka er haldið í breskum og bandarískum fangelsum víðsvegar um Írak. 16.3.2007 12:40 Óeirðir í Ungverjalandi Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. 16.3.2007 12:30 Lyfseðlafalsanir algengar Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju. 16.3.2007 12:19 Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur. Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum. Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. . 16.3.2007 12:01 R2D2-póstkassar í Bandaríkjunum Bandaríska póstþjónustan hefur ákveðið að skreyta póstkassa um gjörvöll Bandaríkin í líki geðþekka vélmennisins R2D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Brátt eru 30 ár liðin frá því að fyrsta mynd þessa víðfræga sagnabálks kom út. 16.3.2007 11:54 Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum. 16.3.2007 11:54 Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri. Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston. 16.3.2007 11:42 G8 funda um gróðurhúsaáhrif Umhverfisráðherrar G8, átta stærstu iðnríkja heims funda nú í Potsdam í Þýskalandi. Helstu umræðuefni fundarins eru fjölbreytni lífríkisins og hættur sem að henni steðja og loftslagsbreytingar af manna völdum. Þýskaland situr nú í forsæti bæði G8 og Evrópusambandsins, en ESB ákvað í síðustu viku að ráðast í aðgerðir til að hefta hlýnun loftslags. Þjóðverjar vonast nú til þess að því fordæmi muni löndin í G8 fylgja. Þá hefur ráðherrum frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku verið boðið að sitja fundinn en þessi lönd gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 16.3.2007 11:15 Þróunarsamvinna fær aukið vægi Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi sem haldið verður í Norræna húsinu 23. mars næstkomandi. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum. 16.3.2007 10:57 Mikil spenna í Ekvador Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt. 15.3.2007 23:37 Býst við að þingi ljúki á laugardag Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt. 15.3.2007 23:27 Komin aftur til Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra. 15.3.2007 22:51 Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð. 15.3.2007 22:30 Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld. 15.3.2007 22:02 Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir. 15.3.2007 21:51 Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný. 15.3.2007 21:28 Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd. 15.3.2007 21:07 Spánverjar samþykkja jafnréttislög Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni. 15.3.2007 20:48 Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku. 15.3.2007 20:16 Engin virk byggðastefna í landinu Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst. 15.3.2007 20:02 Datt á snjóbretti Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans. 15.3.2007 19:57 „Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“ Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum. 15.3.2007 19:34 Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008 Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum. 15.3.2007 19:15 Ný hlébarðategund fundin Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast. 15.3.2007 19:15 Þjóðstjórn skipuð Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn. 15.3.2007 19:00 Háskóli á Keflavíkurflugvelli: Sóknarlið í stað varnarliðsins Undirrituð var í dag yfirlýsing um uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu . Stefnt er að því að hefja kennslu í haust og að innan sjö ára verði sautján hundruð manna byggð á staðnum. Í dag er ár síðan varnarliðið tilkynnti um brottför sína, en nú er sóknarliðið komið í þess stað, segir aðaldriffjöður verkefnisins. 15.3.2007 18:57 Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. 15.3.2007 18:45 Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. 15.3.2007 18:30 Fjórir piltar ákærðir fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Fjórir ungir piltar eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað fjórtán ára stúlku og var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meint hópnauðgun átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í Reykjavík haustið 2005. 15.3.2007 18:29 Sjá næstu 50 fréttir
Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14
Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32
Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26
Táragasi beitt á sjónvarpsstöð Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag. 16.3.2007 15:26
Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17
Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00
Best fyrir þig að flýja úr bænum Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar. 16.3.2007 14:57
Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49
Utanríkisráðuneyti styrkir ABC-barnahjálp Utanríkisráðuneytiðn styrkir ABC-hjálparstarf um 12 milljónir króna í dag. Valgerður Sverrisdóttir tilkynnyti um styrkinn í Melaskóla en þar afhentu nemendur starfsmönnum söfnunarbauka sína. Um 3000 nemendur í um 150 bekkjum af landinu öllu tóku þátt í söfnuninni, Börn hjálpa börnum 2007 og söfnuðu með því fyrir skólum og heimavistum fyrir börn í Pakistan og Kenýa. 16.3.2007 14:31
Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi. 16.3.2007 14:25
Visir.is mest sótti vefurinn Samkvæmt niðurstöðum vefmælinga Modernus sækir vefmiðillinn visir.is stöðugt á og mældist í vikunni mest sótti vefur landsins. Þann 14. mars höfðu 365.463 heimsótt visir.is frá mánaðarmótum. Visir.is var því í fyrsta sæti í vefmælingu Modernus, með meiri fjölda heimsókna en nokkur annar vefmiðill á þeim tíma. 16.3.2007 14:20
Biggest Support for a Leftist Government According to a new Capacent Gallup poll published in Morgunblaðið today, 28,1% of those who answered the question, which two political parties they would you like to see form the next government, named the Left-Green Movement in coalition with the Social Democrats. The poll showed a 24,2% support for the ruling coalition parties. An alliance between the Independence Party and the Left-Green Movement received a 22,4% support while only 9,6% would like to see the Independence Party in coalition with the Social Alliance after the elections in May. When asked which party the participants would like to see in government, 61,3% of those questioned named the Independence Party. The Left-Green Movement ranked second with 59,5% while 44,1% supported the Social Alliance. The Progressive Party received 28,7% and the Liberal Party 8,6%. The poll was undertaken on March 8 to 13. The poll reached 61,7% of 1,230 people and 65,7% of them answered the questions. 26,7% of those questioned were still undecided and 7,5% refused to answer. 16.3.2007 14:09
Keyrði yfir fót konu Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óhappi í gær að bíll keyrði yfir fót hennar þar sem hún var að hlúa að smábarni í bíl. Konan hafði stöðvað bíl sinn nánast á miðri götu í íbúðarhverfi til að sinna barni í aftursætinu. Hún var við hægri afturhurð bifreiðarinnar þegar ökumaður kom aðvífandi og gætti ekki að sér með fyrrgreindum afleiðingum. Konan slapp ótrúlega vel en leitaði sér læknisaðstoðar. 16.3.2007 13:53
Rússar vilja nema land í Afríku Rússar hafa hug á að endurheimta stöðu sína í Afríku, en á árum kalda stríðsins jusu þeir milljörðum dollara í ríki sem talin voru marxisk, eða vinsamleg Moskvu. Vesturlönd studdu á móti önnur ríki sem þeir töldu sér hliðholl. Allt þetta gufaði upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en nú vilja Rússar nema land að nýju. 16.3.2007 13:40
Reykjavík tilnefnd sem markaðsskrifstofa Evrópu Höfuðborgarstofa, Visit Reykjavik, hefur verið tilnefnd til verðlauna um Evrópsku Markaðsskrifstofu ársins. Verðlaunin eru veitt af markaðsskrifstofu evrópskra borga. Auk höfuðborgarstofu eru markaðsskrifstofur Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Liverpool og Valencia tilnefndar. 16.3.2007 13:24
Mörghundruð lítrar af olíu láku í Heiðmörk Um fjögurhundruð lítrar af olíu láku úr flutningabíl með tengivagni sem fór út af veginum í Heiðmörk fyrir hádegi í dag. Engin slys urðu á mönnum, en vegna olíulekans sem varð við Vatnsendasvæðið, var kallað út slökkvilið, fólk frá umhverfisráði borgarinnar, og Orkuveitunni. 16.3.2007 12:41
Sluppu úr bresku fangelsi í Írak Ellefu fangar hafa sloppið úr fangelsum sem Bretar reka í íröksku borginni Basra. Tíu þeirra skiptu um föt við gesti sína í fangelsinu í vikunni og gengu út í þeirra stað. Ekki var tekið eftir því að þeir væru sloppnir fyrr en í dag. Allir þessir fangar hafa setið í herfangelsinu í tvö ár. Þúsundum Íraka er haldið í breskum og bandarískum fangelsum víðsvegar um Írak. 16.3.2007 12:40
Óeirðir í Ungverjalandi Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust. 16.3.2007 12:30
Lyfseðlafalsanir algengar Landlæknir segir líta mjög alvarlegum augum á að læknar skrifi upp á lyf fyrir fíkniefnaneytendur. Hins vegar sé mjög algengt að lyfseðlar séu falsaðir. Hátt í fimmtíu tilkynningar um lyfseðlafalsanir berast til Lyfjastofnunar á ári hverju. 16.3.2007 12:19
Nýjasta tækni í Vestmannaeynni VE Engir togvírar verða notaðir á nýjasta togara Vestmannaeyinga, og karlarnir þurfa ekki einu sinni að gera að aflanum lengur. Þetta undra fley er nýja Vestmannaeyin VE, sem útgerðarfélagið Bergur Huginn lét smíða fyrir sig í Póllandi og er komið til heimahafnar í Eyjum. Nýjungin er sú að í stað togvíra verða notuð svonefnd ofurtog, sem skyldari eru köðlum en vírum. . 16.3.2007 12:01
R2D2-póstkassar í Bandaríkjunum Bandaríska póstþjónustan hefur ákveðið að skreyta póstkassa um gjörvöll Bandaríkin í líki geðþekka vélmennisins R2D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Brátt eru 30 ár liðin frá því að fyrsta mynd þessa víðfræga sagnabálks kom út. 16.3.2007 11:54
Fagna uppbyggingu háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands fagnar áætlunum um uppbyggingu alþjóðlegs háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingu frá ráðinu segir að þáttur Háskóla Íslands í samningnum um uppbygginguna sé gríðarmikilvægur. Til standi að kenna þær greinar sem HÍ standi framarlega í auk þess að stunda rannsóknir á þeim sviðum. 16.3.2007 11:54
Skyrútflutningur til Bandaríkjanna fimmfaldast Útflutningur á Skyr.is til Bandaríkjanna sló öll met í vikunni þegar níu tonn voru flutt þangað í flugi. Þetta er tæplega fimmföldun á útflutningi til Bandaríkjanna á nokkrum vikum. Að meðaltali kaupa Íslendingar 20 tonn af Skyr.is í viku hveri. Ástæða aukningarinnar er sú að íslenskar mjólkurafurðir voru í vikunni í fyrsta sinn seldar til verslana Whole Foods verslunarkeðjunnar í New York og Boston. 16.3.2007 11:42
G8 funda um gróðurhúsaáhrif Umhverfisráðherrar G8, átta stærstu iðnríkja heims funda nú í Potsdam í Þýskalandi. Helstu umræðuefni fundarins eru fjölbreytni lífríkisins og hættur sem að henni steðja og loftslagsbreytingar af manna völdum. Þýskaland situr nú í forsæti bæði G8 og Evrópusambandsins, en ESB ákvað í síðustu viku að ráðast í aðgerðir til að hefta hlýnun loftslags. Þjóðverjar vonast nú til þess að því fordæmi muni löndin í G8 fylgja. Þá hefur ráðherrum frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku verið boðið að sitja fundinn en þessi lönd gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 16.3.2007 11:15
Þróunarsamvinna fær aukið vægi Þróunarsamvinna verður þungamiðja málþings átta sjálfstæðra mannúðarsamtaka á Íslandi sem haldið verður í Norræna húsinu 23. mars næstkomandi. Sífellt fleiri láta sig þróunarsamvinnu varða og hefur samvinna efnaðri þjóða við þær fátækari fengið aukið vægi á undanförnum árum. 16.3.2007 10:57
Mikil spenna í Ekvador Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt. 15.3.2007 23:37
Býst við að þingi ljúki á laugardag Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, á von á því að þingi ljúki á laugardag. Sólveig átti fund með formönnum þingflokkanna í kvöld og sagði þetta að honum loknum, í samtali við Sjónvarpið. Þingfundur hófst klukkan 20:52 í kvöld og má búast við því að hann verði fram á nótt. 15.3.2007 23:27
Komin aftur til Bretlands Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra. 15.3.2007 22:51
Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni lokað tímabundið Höfðatún frá Skúlagötu að Borgartúni verður lokað tímabundið vegna framkvæmda við lagnir og innkeyrslumannvirki nýbygginga á Höfðatorgi. Lokanir verða mismiklar eftir því hvaða framkvæmdir eru í gangi hverju sinni, en alls munu þær standa yfir frá 19. mars – 8. ágúst. Fyrst í stað verður einni akrein haldið opinni í hvora átt en frá miðjum apríl til ágúst verður Höfðatúni lokað fyrir allri almennri umferð. 15.3.2007 22:30
Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld. 15.3.2007 22:02
Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín Söfnunni “Börn hjálpa börnum 2007” lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir. 15.3.2007 21:51
Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný. 15.3.2007 21:28
Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina Miklar umræður voru í kvöld á alþingi um störf þingsins. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir framgöngu sína í auðlindamálinu. Ingibjörg Sólrún sagði tillöguna sjónarspil og Geir H. Haarde sagði eðlilegt að þar sem samstaða hefði ekki náðst um hana hefði hún farið aftur í stjórnarskrárnefnd. 15.3.2007 21:07
Spánverjar samþykkja jafnréttislög Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni. 15.3.2007 20:48
Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku. 15.3.2007 20:16
Engin virk byggðastefna í landinu Sérfræðingur í hagfræði segir að engin virk byggðastefna sé rekin í landinu. Hann telur að fyrir vikið hafi Byggðastofnun úr litlu að moða og hlutverk hennar sé óljóst. 15.3.2007 20:02
Datt á snjóbretti Ungur drengur féll og slasaðist við snjóbrettaiðkun á skíðasvæðinu í Tungudal á Ísafirði í kvöld. Ekki er vitað um meiðsli drengsins en lögregla og björgunarsveitarmenn eru að sækja hann í brekkuna á þessari stundu. Farið verður með drenginn á sjúkrahúsið á Ísafirði og athugað með meiðsli hans. 15.3.2007 19:57
„Stjórnarandstaðan sveik loforð sín“ Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að stjórnarandstaðan hefði svikið loforð sín um greiða fyrir lausn auðlindamálsins. Hann sagði tillögu stjórnarflokkanna hafa verið í meginmáli eins og tillögu stjórnarandstöðunnar sem kom fram á fundi hennar þann 5. mars síðastliðinn. Því væru þessi málalok merki um sneypuför stjórnarandstöðunnar sem væri nú á flótta undan sínum eigin yfirlýsingum. 15.3.2007 19:34
Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008 Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum. 15.3.2007 19:15
Ný hlébarðategund fundin Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast. 15.3.2007 19:15
Þjóðstjórn skipuð Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn. 15.3.2007 19:00
Háskóli á Keflavíkurflugvelli: Sóknarlið í stað varnarliðsins Undirrituð var í dag yfirlýsing um uppbyggingu háskólasamfélags á gamla varnarsvæðinu . Stefnt er að því að hefja kennslu í haust og að innan sjö ára verði sautján hundruð manna byggð á staðnum. Í dag er ár síðan varnarliðið tilkynnti um brottför sína, en nú er sóknarliðið komið í þess stað, segir aðaldriffjöður verkefnisins. 15.3.2007 18:57
Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú. 15.3.2007 18:45
Segir lögreglu hafa hundsað gögn um sýknu Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu telur að lögreglan hafi ekki lagt sig fram um að skoða gögn og kalla til vitni, sem sýnt hefðu getað fram á sakleysi sakborninga í Baugsmálinu. Fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildarinnar segir hins vegar að það hafi verið gert. 15.3.2007 18:30
Fjórir piltar ákærðir fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Fjórir ungir piltar eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað fjórtán ára stúlku og var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meint hópnauðgun átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi í Reykjavík haustið 2005. 15.3.2007 18:29