Fleiri fréttir Svartir sjónvarpsskjáir í Danmörku 14.3.2007 14:34 Tsvangirai á gjörgæslu Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum. 14.3.2007 14:18 Aldrei fór ég suður, (Now More Than Ever) 14.3.2007 13:48 Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. 14.3.2007 13:44 Kosið um þjóðstjórn á laugardag Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna. 14.3.2007 13:37 Tilbreyting í kynlífinu Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal. 14.3.2007 13:30 El Baradei segir viðræður hafa tekist vel Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna. 14.3.2007 12:45 Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur. 14.3.2007 12:30 Tsvangirai höfuðkúpubrotinn Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna. 14.3.2007 12:30 Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. 14.3.2007 12:30 Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun. 14.3.2007 12:00 Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu. 14.3.2007 11:51 Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar. Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni“, segir í yfirlýsingu fréttamanna. Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen“ í útjaðri Kaupmannahafnar. 14.3.2007 11:38 Íranir mundu láta hart mæta hörðu Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað. 14.3.2007 11:29 El Baradei farinn frá Pyongyang Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann. 14.3.2007 10:57 Voganíðingur grunaður um að hafa brotið gegn tíu stúlkum Lögreglan rannsakar hvort að tæplega þrítugur maður, sem grunaður er um að hafa kynferðislega áreitt og brotið gegn sjö ungum stúlkum, hafi brotið gegn þremur stúlkum til viðbótar. 13.3.2007 23:14 Surtseyjarsýning undirbúin Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí. 13.3.2007 22:39 Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn. 13.3.2007 21:24 Aukið koffín í drykkjum Íslendinga Koffínmagn í drykkjum á íslenskum markaði hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Mældir voru hátt í tuttugu drykkir í lok ársins 2005 og kom þá í ljós að þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum. 13.3.2007 20:50 Ólík sjónarmið um Evrópusambandsaðild innan Sjálfstæðisflokksins Ef í hart færi yrði klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um mögulega Evrópusambandsaðild, eins og innan allra annarra flokka. Þetta segir Björn Bjarnason, formaður Evrópunefndar, sem skilaði niðurstöðum úr þriggja ára starfi í dag. 13.3.2007 20:00 Magnús Þór og Jón leiða Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður leiðir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jón Magnússon leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 13.3.2007 19:45 Keyrt yfir Arnarhól Grasflötin á Arnarhóli í Reykjavík er töluvert eyðilögð vegna djúpra hjólfara sem ná þvert yfir hana. 13.3.2007 19:34 Græn stefna í Bretlandi Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi. 13.3.2007 19:31 Búrhvalur drekkti sjómanni Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á. 13.3.2007 19:30 Á þriðja hundrað ábendinga til Neytendastofu Neytendastofu hefur borist á þriðja hundrað ábendinga frá almenningi vegna veitingastaða og mötuneyta í Reykjavík, sem ekki hafa lækkað verð eftir skattalagabreytingar 1.mars. Veitingamenn sem hyggjast ekki lækka verð á sínum stöðum bera því við að birgjar hafi hækkað verð um áramótin. 13.3.2007 19:26 Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. 13.3.2007 19:15 Útlendingum sem taka húsnæðislán fjölgar Á þriðja hundrað útlendinga tóku húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði í fyrra. Þetta eru tæplega helmingi fleiri útlendingar en árið 2005. Íbúðalánasjóður reiknar með að þeim fjölgi enn meira á næstu árum. 13.3.2007 19:13 EES-samningurinn staðist tímans tönn Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. 13.3.2007 18:57 Sækja póstinn í lögreglufylgd Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd. 13.3.2007 18:55 Milljarður aukalega til gatnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu Meirihluti samgöngunefndar Alþingis leggur til eins komma sex milljarða viðbótarframlög í samgönguáætlun á árunum 2008 til 2009. Mestu munar um einn milljarð sem fer í tvær stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 13.3.2007 18:45 Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings. 13.3.2007 18:45 Vestfirðingar misstu af uppsveiflunni Vestfirðingar hafa misst af uppganginum í tengslum við stóriðju og misst frá sér aflaheimildir á undanförnum árum og það hefur sitt að segja um bágt atvinnuástand að mati forsætisráðherra. Hann telur ekki koma til greina að veita fyrirtækjum á jaðarsvæðum skattaívilnanir til að hvetja til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. 13.3.2007 18:30 Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. 13.3.2007 18:30 Leigubílar fá að nýta biðstöð strætó við Lækjatorg Leigubílum er nú heimilt að nýta sér biðstöð almenningsvagna við Lækjatorg frá klukkan eitt á nóttinni til klukkan sex. Með þessu á að reyna að bæta ástand í miðborginni að næturlagi. 13.3.2007 17:59 Viðbúnaðarstig enn á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu Viðbúnaðarstig er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Einnig er hætta á snjóflóðum í Bolungarvík og stendur sú rýming sem áður hafði verið ákveðin þar. 13.3.2007 17:46 Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. 13.3.2007 16:54 Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum. 13.3.2007 16:47 Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38 Nefnd mælir með þróun EES samningsins Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi. 13.3.2007 16:13 Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48 Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34 Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu. 13.3.2007 15:28 Iceland Welcomes 20 to 30 Refugees According to Morgunblaðið, the government decided earlier today that instead of welcoming a group of refugees every second year, Iceland would now welcome approximately 25 to 30 refugees every year. The Ministry of Foreign Affaires and the Ministry of Social Affairs have been working on the proposal in cooperation with the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). The Ministries will work in cooperation with the municipalities and the Red Cross in Iceland so to strengthen the country’s refugee policy in the future. For the past ten years, 217 refugees have resettled in Iceland. In 2005 the group consisted of children and mothers from Kosovo and Columbia. 13.3.2007 15:26 Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46 Velja besta ræðumann á Alþingi Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi. 13.3.2007 14:40 Sjá næstu 50 fréttir
Tsvangirai á gjörgæslu Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum. 14.3.2007 14:18
Afleiðingar þjóðareignar á auðlindum sjávar Áhrif þjóðareignar á auðlindum sjávar og eignarréttarleg staða auðlindanna er tekin fyrir í nýju riti sem gefið hefur verið út. Í ritinu „ Þjóðareign. Þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar" er meðal annars farið yfir hvaða áhrif þjóðareign hefði á réttarstöðu þeirra sem keypt hafa heimildir til veiða á Íslandsmiðum og hvort slíkt ákvæði hefði einhverjar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. 14.3.2007 13:44
Kosið um þjóðstjórn á laugardag Kosið verður um hvort þjóðstjórn Palestínumanna nýtur trausts í þinginu nú á laugardag. Þetta samþykktu þeir Mahmoud Abbas forseti og Ismail Haniyeh forsætisráðherra í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildamönnum sínum. Fatah- og Hamas hreyfingarnar samþykktu á fundi í Mekka fyrir um mánuði síðan að mynda þjóðstjórn Palestínumanna til að binda endi á skærur á milli stuðningsmanna fylkinganna. 14.3.2007 13:37
Tilbreyting í kynlífinu Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal. 14.3.2007 13:30
El Baradei segir viðræður hafa tekist vel Mohammad El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir Norður-Kóreumenn staðfasta í áætlunum sínum um að láta af allri notkun kjarnorku. El Baradei er nýkominn til Peking í Kína þar sem hann vitnar um árangur af fundum sínum með yfirvöldum í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Hann sagðist vonast til þess að brátt gætu kjarnorkueftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna snúið aftur til Norður-Kóreu en það er talið lykilinn að árangri. Fyrir rétt um mánuði síðan samþykktu Norður-Kóreumenn að láta af allri notkun kjarnorku í skiptum fyrir efnahagsaðstoð í viðræðum sex ríkja, Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússlands og Bandaríkjanna. 14.3.2007 12:45
Veiðiheimildir ekki afturkallaðar án bóta Forysta Landssambands íslenskra útvegsmanna segir tillögu stjórnarflokkanna um auðlindarákvæði í stjórnarskrá engu breyta um að handhafar veiðiheimilda eigi heimildirnar og þær verði ekki afturkallaðar án bóta. Fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd segir að allir þeir sérfræðingar sem komið hafa fyrir nefndina, hafi skotið tillöguna í tætlur. 14.3.2007 12:30
Tsvangirai höfuðkúpubrotinn Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve er höfuðkúpubrotinn eftir ofbeldi lögreglu og er á gjörgæslu á spítala. Þetta sagði talsmaður hans í morgun. „Hann hefur þurft að fá lítra af blóði vegna þess að læknar segja að hann hafi misst mikið blóð. Þá var höfuð hans sneiðmyndað vegna þess að höfuðkúpan er brotin", sagði William Bango talsmaður Tsvangirai. Tsvangirai, sem er 55 ára þarf að líkindum að liggja um nokkra hríð á spítala að segir talsmaðurinn við Reuters-fréttastofuna. 14.3.2007 12:30
Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. 14.3.2007 12:30
Táningar sem fara í megrun líklegri til að þyngjast til lengri tíma Táningar sem fara í megrun til að missa nokkur kíló eru líklegri en aðrir að sleppa morgunverði og til að borða á milli mála. Það gæti verið hluti skýringar þess að þessir táningar eru líklegri til þess að þyngjast til lengri tíma en þeir jafnaldrar þeirra sem ekki fara í megrun. 14.3.2007 12:00
Guðmundur í Byrginu vill stofna Bjarg og Klett Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, hefur sótt um leyfi til að breyta sex sumarhúsalóðum sínum í tvö lögbýli. Lögbýlin hafa hlotið nöfnin Bjarg og Klettur. Mikils óróa gætir vegna þessa meðal sumarhúsaeigenda á svæðinu. 14.3.2007 11:51
Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar. Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni“, segir í yfirlýsingu fréttamanna. Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen“ í útjaðri Kaupmannahafnar. 14.3.2007 11:38
Íranir mundu láta hart mæta hörðu Íranir mundu láta hart mæta hörðu ef Bandaríkjamenn mundu ráðast inn í landið til að trufla kjarnorkuáætlanir. Þetta segir Ali Larijani yfirsamningamaður Íransstjórnar í kjarnorkumálum. Hann sagði slík viðbrögð eðlileg. Stjórnvöld í Washington halda því enn fram að leita eigi friðsamlegra leiða til að leysa deiluna en Bandaríkjastjórn er viss í sinni sök um að Íranir ætli að þróa kjarnavopn en þeim sökum hafa Íranir hins vegar staðfastlega neitað. 14.3.2007 11:29
El Baradei farinn frá Pyongyang Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann. 14.3.2007 10:57
Voganíðingur grunaður um að hafa brotið gegn tíu stúlkum Lögreglan rannsakar hvort að tæplega þrítugur maður, sem grunaður er um að hafa kynferðislega áreitt og brotið gegn sjö ungum stúlkum, hafi brotið gegn þremur stúlkum til viðbótar. 13.3.2007 23:14
Surtseyjarsýning undirbúin Hafin er undirbúningur sérstakrar Surtseyjarsýningar í Þjóðmenningarhúsinu og opnun gestastofu í Vestmannaeyjum þar sem veittar verða upplýsingar um sögu og þróun eyjunnar. Sýningin er í tilefni af tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO en gert er ráð fyrir að sýningin í Þjóðmenningarhúsinu opni í maí. 13.3.2007 22:39
Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn. 13.3.2007 21:24
Aukið koffín í drykkjum Íslendinga Koffínmagn í drykkjum á íslenskum markaði hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar. Mældir voru hátt í tuttugu drykkir í lok ársins 2005 og kom þá í ljós að þrír orkudrykkir innihéldu koffín yfir leyfilegum mörkum. 13.3.2007 20:50
Ólík sjónarmið um Evrópusambandsaðild innan Sjálfstæðisflokksins Ef í hart færi yrði klofningur innan Sjálfstæðisflokksins um mögulega Evrópusambandsaðild, eins og innan allra annarra flokka. Þetta segir Björn Bjarnason, formaður Evrópunefndar, sem skilaði niðurstöðum úr þriggja ára starfi í dag. 13.3.2007 20:00
Magnús Þór og Jón leiða Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður leiðir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jón Magnússon leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 13.3.2007 19:45
Keyrt yfir Arnarhól Grasflötin á Arnarhóli í Reykjavík er töluvert eyðilögð vegna djúpra hjólfara sem ná þvert yfir hana. 13.3.2007 19:34
Græn stefna í Bretlandi Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi. 13.3.2007 19:31
Búrhvalur drekkti sjómanni Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á. 13.3.2007 19:30
Á þriðja hundrað ábendinga til Neytendastofu Neytendastofu hefur borist á þriðja hundrað ábendinga frá almenningi vegna veitingastaða og mötuneyta í Reykjavík, sem ekki hafa lækkað verð eftir skattalagabreytingar 1.mars. Veitingamenn sem hyggjast ekki lækka verð á sínum stöðum bera því við að birgjar hafi hækkað verð um áramótin. 13.3.2007 19:26
Hart deilt á Vinstri græna á Alþingi Þingmenn stjórnarflokkanna sóttu að Vinstri grænum á Alþingi í morgun og sökuðu þá um tvískinnung í umhverfismálum. Varaformaður Framsóknarflokksins sagði að kæmust Vinstri grænir til valda kallaði það á stöðnun á öllum sviðum sem tæki Ísland tuttugu ár aftur í tímann. 13.3.2007 19:15
Útlendingum sem taka húsnæðislán fjölgar Á þriðja hundrað útlendinga tóku húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði í fyrra. Þetta eru tæplega helmingi fleiri útlendingar en árið 2005. Íbúðalánasjóður reiknar með að þeim fjölgi enn meira á næstu árum. 13.3.2007 19:13
EES-samningurinn staðist tímans tönn Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. 13.3.2007 18:57
Sækja póstinn í lögreglufylgd Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær og íbúarnir þurfa að sækja póstinn í lögreglufylgd. 13.3.2007 18:55
Milljarður aukalega til gatnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu Meirihluti samgöngunefndar Alþingis leggur til eins komma sex milljarða viðbótarframlög í samgönguáætlun á árunum 2008 til 2009. Mestu munar um einn milljarð sem fer í tvær stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 13.3.2007 18:45
Hugbúnaðarsérfræðingar dýrir Hugbúnaðarsérfræðingar eru dýrir og vandfengnir, segir framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Þannig skýrir hann þrjátíuþúsund króna reikningi sem staðarhaldari í Iðnó fékk fyrir smá viðvik sérfræðings. 13.3.2007 18:45
Vestfirðingar misstu af uppsveiflunni Vestfirðingar hafa misst af uppganginum í tengslum við stóriðju og misst frá sér aflaheimildir á undanförnum árum og það hefur sitt að segja um bágt atvinnuástand að mati forsætisráðherra. Hann telur ekki koma til greina að veita fyrirtækjum á jaðarsvæðum skattaívilnanir til að hvetja til atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. 13.3.2007 18:30
Svifryk hættulegra en brennisteinsdíoxíð Barn sem sefur úti í vagni í Vallarhverfinu nærri álverinu í Straumsvík er ekki líklegra til að verða fyrir heilsutjóni en barn sem sefur úti í Hlíðunum nærri Miklubrautinni. Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryk, meðal annars frá umferð, langtum meira heilsuspillandi en brennisteinsdíoxíð frá álveri. 13.3.2007 18:30
Leigubílar fá að nýta biðstöð strætó við Lækjatorg Leigubílum er nú heimilt að nýta sér biðstöð almenningsvagna við Lækjatorg frá klukkan eitt á nóttinni til klukkan sex. Með þessu á að reyna að bæta ástand í miðborginni að næturlagi. 13.3.2007 17:59
Viðbúnaðarstig enn á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu Viðbúnaðarstig er enn á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Einnig er hætta á snjóflóðum í Bolungarvík og stendur sú rýming sem áður hafði verið ákveðin þar. 13.3.2007 17:46
Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. 13.3.2007 16:54
Tíu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot Kalmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Maðurinn hefur margoft verið sviptur ökuréttindum og var ökuréttindalaus og í sumum tilfellum undir áhrifum áfengis, þegar umrædd brot áttu sér stað á síðasta ári. Hann hefur áður hlotið níu dóma fyrir ýmis brot gegn umferðarlögum. 13.3.2007 16:47
Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur. 13.3.2007 16:38
Nefnd mælir með þróun EES samningsins Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi. 13.3.2007 16:13
Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía. 13.3.2007 15:48
Skilur eftir sig látin ungbörn Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti. 13.3.2007 15:34
Tryggvi ekki matarlaus í yfirheyrslum Mat var ekki haldið frá Tryggva Jónssyni þegar hann var yfirheyrður á skrifstofu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að kvöldi húsleitar hjá Baugi árið 2002. Þetta sagði Sveinn Ingiberg Magnússon lögreglufulltrúi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra þegar settur saksóknari yfirheyrði hann í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt í þessu. 13.3.2007 15:28
Iceland Welcomes 20 to 30 Refugees According to Morgunblaðið, the government decided earlier today that instead of welcoming a group of refugees every second year, Iceland would now welcome approximately 25 to 30 refugees every year. The Ministry of Foreign Affaires and the Ministry of Social Affairs have been working on the proposal in cooperation with the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR). The Ministries will work in cooperation with the municipalities and the Red Cross in Iceland so to strengthen the country’s refugee policy in the future. For the past ten years, 217 refugees have resettled in Iceland. In 2005 the group consisted of children and mothers from Kosovo and Columbia. 13.3.2007 15:26
Rússar smíða nýjar eldflaugar Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu. 13.3.2007 14:46
Velja besta ræðumann á Alþingi Junior Chamber International JCI velur besta ræðumann á Alþingi á morgun þegar eldhúsdagsumræður fara fram. Félagar JCI leggja dóm á ræður þingmanna af þingpöllum. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er besti ræðumaðurinn á Alþingi. 13.3.2007 14:40